Alþýðublaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 9. maí 1995 Stofnað 1919 68. tölublað - 76. árgangur Nýafstaðin kosningabarátta veldur deilum innan Kvennalistans Mjög ósátt við framgöngu Ingibjargar Sólrúnar - segir Kristín Ástgeirsdóttir þingkona. „Ég nefni sérstaklega þessa yfirlýs- ingu Ingibjargar Sólrúnar um Evr- ópusambandið á fundi hjá Alþýðu- flokknum sem var ekki í verkahring borgarstjórans. Sú yfirlýsing olli mikl- um titringi innan okkar raða. Ég er hins vegar stuðningsmaður Reykja- víkurlistans og er mjög ósátt við að hún skuli flokka mig til andstæðinga listans," sagði Kristín Ásteirsdóttir þingkona í samtali við Alþýðublaðið. Deilur hafa blossað upp milli Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur borgar- stjóra og Kristínar í kjölfar greinar sem hin síðamefnda skrifaði í Veru um úrsht kosninganna. Þar gagnrýnir Kristín að Ingibjörg Sólrún mætti á fundi hjá pólitískum andstæðingum Kvennalistans fyrir kosningarnar. Ingibjörg segist hins vegar hafa mætt á þessa fundi sem borgarstjóri en ákveðinn hluti Kvennalistans hafi aldrei sætt sig við þátttöku hans í Reykjavíkurlistanum. „Ég var fylgjandi því að Kvenna- Ustinn tæki þátt í Reykjavíkurlistanum og tilheyri ekki neinum hópi sem ekki sættir sig við þá þátttöku. En þegar maður skoðar úrslit kosningabarátt- unnar hlýtur maður að velta fyrir sér öllum þáttum sem þar koma að. Þátt- taka okkar í þessu samframboði var nýjung í okkar starfi og maður hlýtur að velta því yfir sér hvaða áhrif hún hefur haft. Það breytir hins vegar ekki þvf að ég var mjög ósátt við fram- göngu Ingibjargar Sólrúnar í kosn- ingabaráttunni í vor, hvemig hún var að blanda sér í hana og leggja and- stæðingum okkar Uð,“ sagði Kristín. „Það er auðvitað margt fleira sem spilar inn í. í þessari Vemgrein fór ég til dæmis ekkert út í það hvemig við héldum á spilunum í kosningabarátt- unni. Það væri efni í aðra grein. Það sem ég gerði var að taka helstu þætt- ina sem mér finnst blasa við okkur og það er kannski annarra en mín að greina störf þingflokksins á síðasta kjörtímabili og hvort til dæmis upp- stilling á lista hér í Reykjavík var góð eða léleg. Það breytir því ekki að það er ekki í verkahring borgarstjóra að gefa út yfirlýsingar um Evrópusambandið eins og Ingibjörg Sólrún gerði á fund- inum hjá Alþýðuflokknum. En ég vil sérstaklega ítreka að ég er stuðnings- maður Reykjavíkurlistans," sagði Kristín Ástgeirsdóttir. Kristín Astgeirsdóttir: Ég var mjög ósátt við framgöngu Ingibjargar Sólrúnar í kosningabaráttunni í VOr. A-mynd: E.ÓI. ■ Jón Kristjánsson verður kjörinn formaður fjárlaganefndar á fimmtudaginn Þarf blessun þingflokksins - „þrátt fyrir að þið á Alþýðublaðinu hafið útnefnt mig," segir Jón. „Ég hef verið nefndur við for- mennsku í fjárlaganefnd, en þrátt fyrir að þið á Alþýðublaðinu hafið útneíht mig sem formann þá þarf nú þing- flokkurinn að leggja blessun sína yfir það. Fundur verður í þingflokknum á fimmtudaginn,“ sagði Jón Krístjáns- son alþingismaður í samtali við Al- þýðublaðið. Það fór eins og Alþýðu- blaðið hafði sagt, að Framsóknar- flokkurinn fór með sigur af hólmi í baráttunni við Sjálfstæðisflokkinn um formennsku í fjárlaganefnd. Á móti fær Sjálfstæðisflokkurinn formann utanríkismálanefndar. Verið er að ræða formennsku í öðmm nefndum en Alþingi kemur saman á ný þann 16. maí. Jón Kristjánsson var spurður hvort hann muni láta af starfi ritstjóra Tímans eftir að hann tekur við for- mennsku fjárlaganefndar. „Eins og ég sagði á þingflokkurinn eftir að kjósa formann. En ég hef ekkert ákveðið um það ennþá hvort ég læt af ritstjóm ef ég tek við formennskunni. Ég mun alla vega verða hér eitthvað áfram og skoða þessi mál betur þegar kemur ífam á sumarið," sagði Jón. ■ Arnór Karlsson, formaður sauðfjárbænda, sér þau bjargráð að auka neyslu og ríkissjóður leggi fram meira fé Kvótakerfið nauðsynlegt „Það þarf að ná meira jafnvægi milli framleiðslugetu og innanlands- markaðar. Þess vegna er nauðsynlegt að halda kvótakerfinu og miða við að allir hafi hliðstæðan aðgang að innan- landsmarkaðinum. Þetta kerfi er fyrst og fremst til að skipta þessum mark- aði milli einstaklinga," segir Arnór Karlsson formaður Landssamtaka sauðfjárbænda í viðtali við Alþýðu- blaðið í dag. Amór tekur ekki undir þá skoðun sem Sigurgeir Þorgeirsson framkvæmdastjóri Bændasamtaka fs- lands lýsti yfir hér í blaðinu, að sam- tökin ættu að móta þá stefnu að losna frá kvótastýringu. Til að leysa vanda sauðfjárbænda vill Arnór Karlsson auka sölu á lambakjöti, ná hærra verði á erlendum mörkuðum og að ríkið leggi fram meiri fjármuni. ,Ég tel að ekki hafi tekist nógu vel að verja markaðinn," segir Amór um síminnk- andi sölu á lambakjöti. Hann viður- kennir að núverandi landbúnaðarkerf- ið hafi ekki gefist vel. - Siá viðtal á haksíðu. Æðsti prestur íþróttanna mættur Juan Antonio Samaranch, forseti Alþjóða ólympíu- nefndarinnar, kom til íslands í gær á einkaþotu sinni til að leggja blessun sína yfir Heimsmeistaramótið í handknattleik sem nú fer fram hér á landi - ef einhver skyldi ekki hafa tekið eftir því. Fyrsti maður til að taka á móti þessum æðsta presti íþróttanna var vitaskuld Erwin Lang, forseti Alþjóða handknattleikssambandsins, sem heilsaði vini sínum kumpánalega og glotti í kampinn þegar fjölmiðlamenn flykktust óðir og uppvægir að. „An- tonio Samaranch? Hann er fyrir okkur íþróttamennina það sem Jóhannes Páll páfi II er fyrir kaþólikkana," sagði sposkur íslendingur úr framkvæmda- stjórn keppninnar í örspjalli við Alþýðublaðið. A-mynd: E.ÓI. Ingibjörg Sólrún: Ómaklega að mér vegið af Kristínu Ástgeirsdóttur. A-mynd: E.ÓI. ■ Deilurnar í Kvennalistanum Hef sama frelsi og hver annar - segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. “Ég var á þessum fundi hjá Alþýðu- flokknum að tala um erlenda fjárfest- ingu sem var fundarefnið. Ég fékk hins vegar spumingu á fundinum um Evrópumálin og hef auðvitað rétt til að svara henni og sama frelsi tU þess eins og hver annar,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri í sam- tali við Alþýðublaðið. Borgarstjóri sagði að á þessum fundi hefði hún verið að ræða um Irwingmálið og að erlendir aðilar hefðu gefið sig ffam og sýnt áhuga á að fjárfesta í Reykjavík. Én hvað um aðra gagnrýni Kristínar Ástgeirs- dóttur á þátttöku borgarstjóra í kosn- ingafundum pólitískra andstæðinga Kvennalistans fyrir kosningar? „Á öllum fundunum sem ég mætti á var ég beinlínis að tala um málefni Reykjavíkurborgar. Ég gerði það sem skilyrði og því aðeins mætti ég á fund- ina. Ég ræddi um atvinnumál í borg- inni á fundi hjá Framsóknarflokknum, hvort Reykjavík ætti þingmenn á fundum hjá Þjóðvaka og Alþýðu- bandalaginu og um erlenda fjárfest- ingu í borginni hjá Alþýðuflokknum. Síðan mætti ég reyndar á tveimur fundum hjá Kvennalistanum. Það var ekki til að ræða málefni Reykjavíkur- borgar heldur pólitík." Finnst þér þá ómakiega að þér végið af hálfu Kristínar? „Já, mér finnst það,“ sagði Ingi- björg Sólrún Gísladóttir. Frá og með 1. leik HM 95 bjóðum viö öllum sem ekki geta mætt í höllina og notiÖ veitinaa okkar þar, meiriháttar pizzatilboö. ÞÚ KAUPIR PIZZU MEÐ ÁLEGGI OG FÆRÐ AÐRA EINS FRÍTT PIZZAHÚSIÐ meS'pott/íttar- genob'nfiar m atfdt hö/uSlomtýaso-æS/S, Tilboð þetta gildir i Taktana heim og Fáðana heim, á meðan HM 95 stendur yfi * -mjas* E*iwir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.