Alþýðublaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐtt) 3 s k o ð a n i r Birgir Hermannsson Bad lúser. , J>að væri sjónarsviptir í hinu pólit- íska litrófi ef Samtaka um kvennalista nyti ekki við í íslenskum stjómmálum. Kvennalistinn veitir öðrum stjórn- málaflokkum aðhald. Eins og staðan er í dag er Kvennalistinn nauðsynlegt afl í íslenskum stjómmálum“. Svo rit- ar Ásgerður Flosadóttir í athyglis- verðri grein í Morgunblaðinu 4. maí undir fyrirsögninni „Sérframboð sjálf- stæðiskvenna?" Eftir atlögu hins hlálega söfhuðar Sjálfstæðra kvenna að Kvennalistan- um í kosningabaráttunni, virðist flokkurinn vera að fá uppreisn æru eftir þá útreið sem konur í Sjálfstæðis- flokknum fengu við myndun ríkis- stjómarinnar. Auðvitað þurfti meðferð Davíðs Oddssonar á konum flokksins ekki að koma nokkmm manni á óvart. Aug- lýsingar flokksins og atgangur Sjálf- stæðra kenna var innistæðulaust með öllu og aldrei ætlunin að gera neitt í framhaldinu. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að Sjálfstæðar konur stálu senurmi ffá Kvennalistanum í kosningabaráttunni, þó ffamboð Þjóðvaka hafi að líkind- um skaðað Kvennó mest þegar upp var staðið (Jóhanna Sigurðardóttir var einfaldlega sterkari ffambjóðandi en Kristín Ástgeirsdóttir). Þegar litið er yfir hinn hallærislega fjórflokk, sem einkennist af karlkyns miðaldra meðlmennum umfram ann- að, þá er það auðvitað rétt hjá Ásgerði Flosadóttur að Kvennalistinn hefur hlutverki að gegna, eða ætti í það minnsta að hafa hlutverki að gegna. Spumingin er bara hversu vel hann hafi sinnt hlutverki sínu. Þetta er auðvitað lykilatriði tfl skiln- ings á afhroði Kvennalistans í síðustu kosningum. Sjaldan eða aldrei höfðu málefni kvenna verið meira til um- ræðu en í síðustu kosningum, en kjós- endur höfðu einfaldlega ekki trú á Kvennalistanum. Þennan skort á trúverðugleika hefur Kristín Ástgeirsdóttir nú með ffum- legum hætti rakið til Reykjarvíkurlist- ans og þess að Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir kom fram á fundum annara flokka! Þetta er hláleg skýring og gefur ef til vill innsýn í raunverulegar ástæður þess að svona illa fór. Þetta kallast að kunna ekki að tapa og kenna öðmm um eigin ófarir. Kristín Ástgeirsdóttir er bad lúser. Slíkt fólk finnst greinilega víðar en í Alþýðuflokknum þessa dagana. Höfundur er stjórnmálafræðingur „Kristín Ástgeirsdóttir [hefur] nú með frumlegum hætti rakið til Reykjarvíkurlistans og þess að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kom fram á fundum annara flokka!...Þetta er hláleg skýring...Þetta kallast að kunna ekki að tapa og kenna öðrum um eigin ófarir. Kristín Ástgeirsdóttir er bad lúser. Slíkt fólk finnst greinilega víðar en í Alþýðuflokknum þessa dagana." Talsverður titringur er innan Alþýðubanda- lagsins enda yfirgnæfandi líkur á formannsframboði Margrétar Frímannsdótt- ur. Hún er talin eiga veru- lega möguleika á að bera sigurorð af Steingrími J. Sigfússyni, sem tilkynnti um framboð sitt fyrir næst- um ári. Allir flokksbundnir alþýðubandalagsmenn mega kjósa og er það talið auka líkur Margrétar. Hún á vitaskuld Suðurland einsog það leggur sig, mikið fylgi á Austfjörðum, Reykjanesi og Vesturlandi. Þá er talið að hún geti skorað grimmt í Reykjavík. Athygli vekur að þingmenn Alþýðu- bandalagsins í höfuðborg- inni, Svavar Gestsson og Bryndís Hlöðversdóttir, hafa ekkert gefið upp um afstöðu sína. Langvinn þögn Svavars yrði afar óþægileg fyrir Steingrím enda eru þeir gamlir vopnabræður... Aðalfundur STEF, Sam- taka tónskálda og eig- enda flutningsréttar, var haldinn síðastliðinn laugar- dag þarsem endurkjörinn var formaður án mótfram- boðs, Áskell Másson, sem hefur nú sitt annað starfsár samkvæmt tveggja ára reglu STEFs. Þeir sem sitja í nýrri stjórn - ásamt Áskatli og tveimur ungum til við- bótar úr Tónskáldafélaginu - eru jöfrarnir Magnús Kjartansson (varaformað- ur), Þórir Baldursson og Ólafur Haukur Símonar- son, en vinur okkar Björg- vin Halldórsson var víst kosinn út. Björn Jörundur Friðbjörnsson, Aðal- steinn Ásberg, Gunnar Þórðarson, Friðrik Karls- son og Rúnar Júlíusson sitja síðan í nýkjörinni full- trúastjórn. Fundurinn var annars ekki tíðindamikill, en þar kom þó fram að staða félagsins er sterk. Á fundin- um var meðal annars sam- þykkt að hlutfalli greiðslu fyrir flutning á texta á móti lagi yrði breytt. Textahöf- undar fá nú 50%, en fengu áður 33,3%... Og í lokin kemur hér smá skemmtimoli frá HM '95: Ungur góðkunningi Al- þýðubladsins settist með taugarnar spenntar fyrir framan sjónvarpsskjáinn í gær - ætlaði vitaskuld ekki að missa eina einustu mín- útu af HM '95 í handbolta - en varð þó heldur betur for- viða þegar hann sá það sem hann hélt að væru úr- slit í síðasta leik. Faðir stráksa - handboltaunnandi mikill - heyrði tíst úr sjón- varpshorninu, kom askvað- andi, vænti stórtíðinda og spurði andstuttur: „Hvað gerðist, hal? Hvernig fór, hvernig fór?" Og svarið lét ekki standa á sér: „Sérðu það ekki maður?" æpti sá stutti og benti á skjáinn þar sem stórum stöfum stóð: Hvíta-Rússland - Svíþjóð 16:55... h i n u m e g i n FarSide" eftir Gary Larson. „Jæja, mér skilst að þú gefir þig út fyrir að vera túbuleikari." f i m m f ö r n u Hvernig fannst þér leikurinn Island-Bandaríkin og í hvaða sæti endum við? Olafur Valdimarsson, hag- Árni Kristjánsson, nemi: María Pálsdóttir, nemi: Helen Long, nemi: Hann var fræðingur: Hann var mjög Hann var þokkalegur, en við Ekki nógu góður í fyrri hálf- ágætur. Við lendum r 10. sæti. skemmtilegur, alla vega seinni getum gert betur. Ætlum við leik. Við endum sennilega í parturinn. Ég reikna með að náum ekki minnsta kosti 16 sjöundasæti. við verðum í sjötta sæti. liða úrslitum. Árni Steingrímsson, gjald- keri: Strákamir voru seinir í gang, en náðu sér á strik. Við komum til með að lenda í 6. til 7. sæti. v i t i m e n n Ég fór á Stuttmyndadagana á Hót- el Borg en við Júlíus Kemp stóðum fyrír þeim. Síðan datt ég í það en skilaði mér aftur í fangelsið klukk- an 18:00 daginn eftir...Ég var ekk- ert skammaður, en kannski verður tíminn sem ég er hér eitthvað lengdur. Það gerir ekkert til því það er fínt að vera héma. Jóhann Sigmarsson, kvikmyndamógúll og núverandi tugthúslimur. Mánudagspósturinn í gær. Þessar ljósbláu peysur, sem liðið klæðist, era ekki svipur hjá sjón miðað við þær dökkbláu sem í hug- um flestra íslendinga eru tákn um þrótt og gjörvulcika landsliðsins. Fróðlegur fjölmiðlarúntur blaöamannsins Kristjáns Ara Arasonar. DV í gær. í nýjasta tölublaði vikuritsins The European er fjallað um söngva- keppni Evrópu. Þar kemur fram að þeir hafa ekki mikia trú á framlagj Lslendinga. Segja meðal annars að ómögulegt sé að blístra lagið. Smáfrétt sem vakti athygli vantrúaðra lesenda. MP í gær. Konur þurfa ekki að njóta ákveð- inna forréttinda og fyrirgreiðslu tíl að komast áfram í stjómmálum. Hin skelegga Jóhanna Vilhjálmsdóttir, stjórn- málafræöinemi, flugfreyja, formaður utanríkis- nefndar Sambands ungra sjálfstæðismanna og félagi í Sjálfstæöum konum. DV í gær. Meira en 60 af hundraði kunnu lítil sem engin skil á helförinni gegn nasistum. (Það er ekki aö furðal) Prentvillupúkinn gerði MP Ijótan grikk í gær. Er Bubbi Morthens til í alvörunni? Eldheitur 4 ára Bubba-aödáandi varð forviöa er hann baröi hálfguðinn augum á Djúpavogi um síöustu helgi. DV í gær. Villtir á Vefhum eru mættir til leiks á Netinu á nýjan leik, endumærðir eftir laaaaangt fæðingarorlof, Tomma- borgara með osti og tvöfaldan Jame- son á klaka (einungis til að skola fit- una innanúr gómnum). Mál dagsins er þetta: Hið subbulega karlatímarit Penthouse gat til allrar ólukku ekki látið okkur hreinhjartaða og saklausa Nethausana í friði öllu lengur og hefur nú komið sér upp heimasíðu á Verald- arvefnum (WWW). Þar gefur á að líta viðurstyggilegar klámmyndir og texta af sama ættemi til að auka enn á of- beldið; auðvitað em konur þama fóm- arlömbin sem endranær. Allir sem vettlingi geta valdið - sérílagi Konur gegn klámi - ættu að smella sér inná Veffangið http://www.penthouse- mag.com og mótmæla þessari nötur- legu svívirðu af öllum kröftum. Hvert stefnir þetta Net eiginlega... ? v e r ö I d í s a Svo beitt þótti tunga fr anska heim- spekingsins Voltaire, að sagt er að enginn hafi nokkru sinni haft hann undir í rökræðum. Hann er höfundur bókarinnar Birtingur sem kom út á fs- landi fyrir margt löngu í þýðingu Halldórs Laxness. Voltaire var stungið í Bastilluna með reglulegu millibili vegna níðskrifa og háðs- ádeilna. Eitt sinn flúði hann til Eng- lands og dvaldist þar í þijú ár. Volta- ire dó þegar Franska byltingin var í fæðingu en hún var ekki síst til komin vegna skrifa hans. Með honum dó svokölluð Öld upplýsingarinnar. Byggt á Isaac Asimov's Book of Facts.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.