Alþýðublaðið - 24.05.1995, Page 1

Alþýðublaðið - 24.05.1995, Page 1
■ Þorsteinn Pálsson leggur til að kvóti verði settur á smábáta Fljótlegasta aðferðin til að sprengja ríkisstjómina - segir Öm Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins: Það verður allt vitlaust í báðum stjórnarflokkunum. „Ef menn vilja sprengja ríkis- stjórnina, þá er þetta ábyggilega fljótlegasta aðferðin. Ég trúi því reyndar ekki ennþá að menn séu í alvöru að velta þessu fyrir sér,“ sagði Örn Pálsson fram- kvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda í samtali við AZ- þýðublaðið í gærkvöldi, aðspurð- ur um hugmyndir innan ríkis- stjórnarflokkanna um að afnema krókaleyfi og setja kvóta á smá- báta. Samkvæmt mjög áreiðanlegum heimildum Alþýðublaðsins ■ Stofnfundur samtaka um aðild íslands að Evr- ópusambandið Umræðan upp úr hjólförum flokkanna - segir Davíð Stefánsson, fyrrverandi formaður SUS. „Eitt af hlutverkum þessa.félags verður að ræða hvaða samnings- markmið við eigum að setja fyrir umsókn um aðild að Evrópusam- bandinu. Við höfum tekið eftir því að það er stór hópur fólks sem hefur þá skoðun að við eigum að sækja um aðild og markmiðið er að virkja þetta fólk til samstarfs og skoðanaskipta," sagði Davíð Stefánsson, fyrrverandi formaður Sambands ungra sjálfstæð- ismanna, í samtali við Alþýðublaðið. Davíð hefur ásamt fleirum unnið að stofnun Evrópusamtaka hér á landi og verður stofnfundur haldinn að Hótel Sögu klukkan 15 á morgun. Meðal markmiða Evrópusamtakanna er að vinna að því að ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu og stuðla að upplýstum og fordómalaus- um umræðum hér á landi um sam- starf Evrópuríkja. „Fyrsta skrefið er að safna þeim saman sem eru þessarar skoðunar og eru þessu hlynntir. Síðan reikna ég með sú stjórn sem kjörin verður muni móta það starf sem framundan er ásamt félagsmönnum. Það verður eflaust einhver útgáfa á upplýsinga- efni og almenn fræðsla um hvað ESB er. Menn töldu ekki skynsam- legt að stofna svona félag fyrir kosn- ingar vegna þess að öll umræðan einkenndist af viðhorfum stjómmála- flokkanna. Það er ágætt að taka mál- ið upp úr hjólförum flokkanna og samtökin eru opin fólki úr öllum flokkum og þeim sem eru utan flokka," sagði Davíð Stefánsson. Á stofnfundinum mun Ólafur Þ. Stephensen kynna störf og hug- myndir undirbúningshópsins. Þá munu Jónas Kristjánsson ritstjóri og Jenný Jensdóttir framkvæmda- stjóri flytja erindi. Að því loknu verður tillaga að lögum samtakanna borin upp til atkvæða. Síðan fer ffam stjómarkjör og kjör 20 manna í full- trúaráð samtakanna. ganga hugmyndir Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra útá að setja þorskaflahámark á krókabáta. Þarmeð væri búið að hneppa smábátana í fjötra kvóta- kerfisins. Þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins sem blaðið ræddi við í gær- kvöldi staðfesti að þessar tillögur hefðu komið fram á ríkisstjórnar- fundi í gær, og þær yrðu lagðar fram í þingflokkunum í dag. „Um þetta verður engin sátt. Það verður allt vitlaust í báðum stjórnarflokkunum," sagði þing- maðurinn. „Þetta myndi rústa smábátaút- gerðinni. Það er alveg klárt mál. Arið 1991 voru þúsund bátar settir á kvóta, og nú er innan við þriðjungur þeirra eftir,“ sagði Órn. Hann sagði að hugmyndir um að setja aflamark á smábáta væru í algerri andstöðu við það sem um var rætt fyrir kosningar. „Við munum gera allt til að koma í veg fyrir þetta. Það getur ein- faldlega ekki verið að menn ætli að ganga svona langt.“ Þorsteinn Pálsson leggur til að smábátar verði settir á kvóta. Örn Pálsson: Þetta mun rústa smá bátaútgerðinni. ■ Sumarlokanir á geð- deildum Landspítalans Alltaf gripið um öll bráða- titfélli - segir Gunnar Ingi Gunnars- son læknir sem situr í stjórnar- nefnd ríkisspítalanna. „Það kom fram á fimdi stjómar- nefndar ríkisspítalanna að helstu stjórnendur Landspítalans em stór- hissa á þessum yfirlýsingum Lárus- ar Helgasonar yfirlæknis. Ef það væri rétt hjá honum að lokun geð- deildar yrði til að auka tíðni sjálfs- víga fengist enginn til að samþykkja slík áform,“ sagði Gunnar Ingi Gunnarsson læknir, sem sæti á í stjóm ríkisspítalanna í samtali við Alþýðublaðið. I Morgunblaðinu á laugardaginn er haft eftir Lárusi Helgasyni að fyrirhugaðar lokanir á geðdeildum Landspítalans í sumar gætu leitt til aukinna sjálfsvíga. Segja yrði sjúk- lingum sem kæmu þangað í örvænt- ingu að ekkert pláss væri fyrir þá. Þessi ummæli hafa að vonum vakið athygli og umtal. Málið var rætt á fundi stjórnarnefndar ríkisspítal- anna í gær. „Lárus er þarna að gagnrýna hluti sem yfirmcnn hans em búnir að fara í gegnum og leggja til. Það kom fram á fundinum að þessar yfirlýsingar yfirlæknisins vöktu furðu yfirmanna hans og stjórn- enda Landspítalans. Það var farið nákvæmlega í gegnum þetta mál og kom í ljós að öll sú undirbúnings- vinna sem fram hefur farið fyrir sumarlokanir hefur verið í höndum lækna og hjúkrunarfræðinga. Það sem var ákveðið og samþykkt á fundi stjórnarnefndarinnar er byggt á þessu faglega mati. Hins vegar em allir sammála um að lok- anir deilda eru afskaplega óskemmtilegt sparnaðarform en eitthvað verður að gera,“ sagði Gunnar Ingi. „Það verður nokkrum deildum lokað sitt á hvað í sumar. En það verður með þeim hætti að starfsem- in mun alltaf geta gripið utan um öll bráðatiifelli,“ sagði Gunnar Ingi Gunnarsson. Fegurðarsamkeppni: hin eina sanna þjóðaríþrótt María Lovísa Árnadóttir, Helena Maria Jónsdóttir og Hrafnhildur Hafsteinsdóttir eru meðal keppenda í Fegurðarsamkeppni íslands á Hótel íslandi í kvöld. Stúlkurnar hafa lagt nótt við dag undanfarnar vikur og mánuði við undirbúninginn. Innra sem ytra atgervi er stælt til hins ítrasta. Áhugasömum áhorfenda við æfingar í gær varð að orði, að þarna væri hin eina sanna íslenska keppnis- íþrótt komin: fegurðarsamkeppni, það virtist hvort eð er vera ein af örfáum keppnisgreinum þarsem við eigum mögu- leika á að vera á heimsmælikvarða - og sigra svona endrum og eins... A-mynd: e.ói. ■ Starfsmaður apótekara er fulltrúi Þjóðvaka í lyfjanefnd Alþingis og fær þar aðgang að upplýsingum sem geta komið sér vel fyrir hagsmuni lyfsala ir Það verður að vera hægt að treysta mönnum - segir Einar Magnússon formaður „Ég sé ekki að þama ættu að koma upp hagsmunarárekstrar, en vissulega koma þarna fram upplýsingar um hvað menn em að gera og getur varð- að hagsmuni einhverra. En það verður að vera hægt að treysta mönnum íyrir slíkum upplýsingum. Svo er þetta allt- af spuming um hvers fulltrúa menn h'ta á sig,“ sagði Einar Magnússon í heilbrigðisráðuneytinu í samtali við Alþýðublaðið. Eins og fram kom í Alþýðublaðinu í gær hefur Þjóðvaki tilnefnt Kjartan Valgarðsson sem fulltrúa sinn í þing- nefhd sem fjallar um EES-reglugerðir er lúta að lyfjamálum. Kjartan er framkvæmdastjóri Klasa hf, en það er innkaupasamband í eigu apótekara. Af þeim sökum hafa vaknað spumingar um hvort ekki geti orðið um hags- munaárekstra að ræða. Einar Magnús- son er formaður nefhdarinnar. , J>essi nefhd kemur ekki tii með að nefndarinnar um skipan Kjartans Valgarðssonar í lyfjanefnd Alþingis. taka ákvarðanir heldur að passa upp á áhrif aðildar að EES og kynna þau frá öllum pólitískum sjónarhornum. Menn þurfa þá ekki að vera að þrátta um slíkt á öðrum stöðum í þinginu," sagði Einar. Einar var þá spurður hvort í nefiid- inni kæmu ekki fram upplýsingar sem kæmu sér vel fyrir hagsmunaaðila að vita um. „Jú, það gæti gert það. En það á við um allar nefndir sem em í gangi. Sem betur fer er þjóðfélagið að vakna upp gagnvart svonalöguðu og er full ástæða til að vera á varðbergi gegn því að menn séu báðum megin borðsins. Stjómsýslulögin hafa aðeins ýtt við mönnum í þeim eíhum. En það hefur engin athugasemd verið gerð við veru fulltrúa Þjóðvaka í nefndinni enda engin ástæða til þess ennþá,“ sagði Einar Magnússon. „Þær upplýsingar sem lágu fyrir þegar við tilnefndum Kjartan Val- garðsson í þessa nefnd vom þær að nefndin hefði einungis þau verkefni að fylgjast með hvaða áhrif EES- samn- ingurinn hefði á lyfjanotkun og lyfja- kostnað hins opinbera og almennings hér á landi. Það væri verið að kort- leggja ríkjandi ástand,“ sagði Svan- fríður Jónasdóttir þingmaður Þjóð- vaka. Hún sagði að þekking Kjartans ætti að koma sér vel við það verkefni. Þetta hlutverk nefndarinnar hefði ver- ið staðfest af formanni hennar. „Okkur hafa ekki borist upplýsingar um að nefhdin eigi að fjalla um lyfja- verslun í landinu. Ef sú er raunin breytir það eðli þeirrar nefndar sem við töldum okkur vera að skipa f og þá verður það skoðað. En á þeim eina fundi sem nefndin hefur haldið innti Kjartan sjálfur eftir því hvort nefndin ætti að gefa álit á lyfjalögunum og fékk það svar að svo væri ekki,“ sagði Svanfríður Jónasdóttir.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.