Alþýðublaðið - 24.05.1995, Side 4

Alþýðublaðið - 24.05.1995, Side 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ1995 m e n n i n g Frá hinu háleita til hins hlægilega Orfá orð um „sígilda" jafnaðarstefnu (SIÐARI HLUTI) Vegna þess hvimleiða púrítanska hreintrúarháttar sem mér finnst hafa einkennt öll skrif í Alþýðublaðið und- anfarið, langar mig að hefja umræðuna um þessa löngu tímabæru spumingu á því hvað sígild jafnaðarmennska er ekki. Það getur vonandi orðið kveikjan að frekari skoðanaskiptum. Víkur nú sögunni að undangengnum kosning- um. Pallborðið I - Sígild jafnaðarstefna í menntamál- um felst ekki í að Aiþýðuflokkurinn boði afnám eftirágreiðslna námslána eftir að hafa komið þeim sjálfir á tveimur árum áður. Sérstaklega á þetta illa við þegar þessi hugmynd skýtur fyrst upp kollinum eftir þinglok og rétt fyrir kosningar. Neyðarleg náms- lánastefna væri í sjálfu sér ekki svo átakanleg ef hún hefði ekki verið eina borðfasta stefnumál Alþýðuflokksins í menntamálum. Að minnsta kosti heyrði ég ekki annað, nema einna helst óljóst tal um að „auka aga“ í skólum! Maður beið bara eftir ræðu um kristileg gildi, fjöl- skylduna og hlut- verk konunnar. - Það rímar ekki við sígilda jafhað- arstefnu að boða sjávarútvegsstefnu sem felst í því að arðinum af auðlind- inni á ekki að úthluta til þjóðarinnar heldur aftur tii sjávarútvegsins. Það var kjaminn í stefnuplöggum flokksins fyrir kosningar. Málamyndaveiðigjald átti að innheimta fyrir réttlætis- og siðasakir og útdeila því aftur til sjó- manna eftir krókaleiðum bitlinga- nefhda stjómmálamanna. Það var heii- agt réttlætismál að taka pening úr vasa eins sægreifa til að setja f vasa annars. Að öðru leyti byggðist sjávarútvegs- stefnan á því að „tryggja hagsmuni smábátaeigenda“ sem virðast vera í mikium meirihluta í Alþýðuflokknum eftir að Ágúst Einarsson kvaddi. Það er óumdeild hagfræðileg staðreynd að smábátar skila mun minni arði til þjóð- arbúsins en togarar. Fyrirslátturinn um „umhverfisvænar" veiðar hefur hljóm- að undir eymdarsöng trillukarla og dagróðrarmanna ailt fiá því fyrsti tog- arinn kom til landsins 1905. Stefna Al- þýðuflokksins í sjávarútvegsmálum er arfur frá liðinni tíð eins og viðhorf sumra afdalabænda um aldamótin sem héldu því ftam að vélvæðing og áburð- argjöf væri uppfinning andskotans. - Sígild jafiiaðarstefna felst heldur ekki í því að gera það að höfuðmáli fyrir kosningar, þriðju kosningamar í röð, að leiðrétta himinhrópandi at- kvæðamisvægi efdr átta ára þaulsetu í ríkisstjórn. Sérstaklega er þetta ósmekklegt stefhumái þegar leiðrétt- ingar voru boðaðar í stjómarsáttmála síðustu ríkisstjómar en alþýðuflokks- menn höfðu ekki rænu á að ýta á al- vöm úrbætur fyrr en allt of seint. - Búvömsamningurinn sem ríkis- stjórn Alþýðuflokksins gerði við bændur 1991 á heldur ekkert skylt við sígilda jafhaðarstefhu. Hann tryggði í sessi einokunaraðstöðu bænda og úti- lokaði alla heilbrigða samkeppni til 1998 þegar samningminn rennur út. Þaðan af síður felst sígild jafnaðar- stefna í aulalegum æsingi út í bændur vegna þess samnings sem flokkurinn sjálfúr gerði og undarlegum upphlaup- um út af fáeinum kjúklingalærum sem Jóhannes í Bónus flutti til landsins í auglýsingaskyni. Óyfirvegaður æsing- ur út í bændastéttina hafa verið flokkn- um tíl stórkostlegs skaða. Bændur hafa alltaf verið á móti Evrópu, þéttbýlis- myndun, sjómönnum, símanum og litasjónvarpi var inntakið f dreifiriti hallelújasafiiaðar Evrópusinnaðra ung- „Bændur hafa alltaf verið á móti Evrópu, þéttbýlismyndun, sjó- mönnum, símanum og litasjón- varpi var inntakið í dreifiriti hallelújasafnaðar Evrópusinn- aðra ungkrata fyrir kosningar, (fyrir utan að kynna flennimyndir af „nýju kynslóðinni".) Þeir voru raunar svo helteknir heilögum anda að í Evrópumessum ung- krata var innganga í ESB jafnvel sögð lausn á jafnréttisvandamál- um landsmanna!" krata fyrir kosningar, (fyrir utan að kynna flennimyndir af „nýju kynslóð- inni“.) Þeir voru raunar svo helteknir heilögum anda að í Evrópumessum ungkrata var innganga í ESB jafnvel sögð lausn á jafnréttisvandamálum landsmanna! Var það ekki út af ein- hveijum jafhréttis-framsóknarsjóðum? Eða kannski vegna þess að það ríkir svo mikið jafnrétti í sunnanverðri Evr- ópu, eins og til dæmis á Spáni, Ítalíu, Grikklandi og Portúgal, sem kjörið er að flytja inn? (Það lá við uppreisn á Evrópuþinginu þegar kona var valin til að fara með sjávarútvegsmálin í fiam- kvæmdastjóm ESB!) Svona mætti auðvitað halda endalaust áfram. Kannski ég ætti næst að skrifa um hvað sígild jafhaðar- stefha er, í staðinn fyrir að nöldra yfir því hvað hún er ekki. Það er auðvitað meira uppbyggjandi og miklu skemmtilegra viðfangsefni. Og þegar öll spilin eru skoðuð er aldrei að vita nema ég, og kerfisfræðingurinn knái, séum sammála flestum veigamiklum málum. En fyrst ættum við ef til vill að ná samstöðu um að „horfast í augu við“ misheppnaða kosningabaráttu og ákveða í sameiningu að stokka upp á nýtt. Það var nefhilega vitlaust gefið. Höfundur er nemi og jafnaðarmaður. Liam Neeson. Fær ekki háa ein- kunn frekar en aðrir aðstandendur kvikmyndarinnar Rob Roy. Hvernig getur einn maður staðið undir öll- um þessum dyggðum? ástar hinnar góðu konu Mary (Jessica Lange) - að sjálfsögðu - er hefur ástríðufull og myndræn mök við hetj- una okkar fyrir framan gríðarlega stórt ftjósemistákn (getnaðarlim) úr steini. Lýsandi dæmi. Það getur vel verið, að kvikmynda- húsagestir af karlkyni séu sem bergn- umdir af spenningi í sætum sínum á meðan þeir bíða í ofvæni eftir að fá sinn skammt af góðum, gamaldags og gleiðgosalegum skylmingabardögum. En konurnar hinsvegar eru án vafa mest upptrekktar vegna þeirrar vonar sem gefin er: að Neeson láti hugsan- lega verða af því einhverntímann í myndinni að fletta sig klæðum og sýna sitt karlmannlega og formfagra miðbik. Skortir okkur eina hetjuna til við- bótar? Hveiju sem líður staðhæfingu Tinu Turner í kvikmyndinni Mad Max III (lagið: „We Don’t Need Another Hero“) þá virðist einmitt að svo sé í raun og veru. Og þessar vik- umar er verið að ffumsýna þijár kvik- myndir sem leitast við að uppfylla þessa frumþörf kvikmyndahúsagest- anna: þrjár kvikmyndir og þijár nýjar hetjur sem hver um sig hefur ólíkan bakgrunn. Þama gefur á að líta göfugan stríðs- mann sem byggður er á sögupersónu frá 18. öld, kvennabósa sem byggður er á 19. aldar ljóði og spark-boxandi (,,kick-boxing“...) bardagahetju sem byggð er á tölvuleik sem þessvegna hefði getað verið hannaður síðastlið- inn fimmtudag. Ef við lítum á þessar þijár söguhetjur sameiginlega þá sýn- ist það staðreynd að hetjuskapur leik- ara á hvíta tjaldinu er yfirhöfúð orðinn afar málum blandinn, vafasamur og lítt spennandi; allir virðast þeir svo sérhæfðir í eigin tómlegheitum, allir kunna þeir bara einn hlut og enginn þeirra er neitt svona sérstaklega skemmtilegur áhorfs. Annaðhvort er maður bardagaséní eða kvennabósi, annaðhvort leggur maður drög að stríði eða maður leggur drög að do do - en afskaplega fáir leikarar dagsins í dag geta gert bæði. Kannski er einfaldlega til of mikils ætlast af starfsgrein sem á alveg í stökustu vandræðum með að tyggja jórturgúmmí og ganga í sömu and- rá..., en hinsvegar háttaði nú í eina tíð þamig til að mennimir sem gegndu aðalhlutverkum sáu ekki nokkur vand- kvæði í þvf að athafna sig hvort heldur sem þeir stóðu blóðið uppí hnén á víg- vellinum eða athöfnuðu sig á skeið- vellinum í svefnherberginu; hvorki vffin né vígin þvældust fyrir þessum mönnum: þeir voru alhliða og ósigr- andi ofurmenni... Liam Neeson kemst að öllum lík- indum einna næst þessari eitt sinn göf- ugu hugsjón. Ef maður lítur á hliðar- mynd af andliti hans verður til að mynda ekki komist hjá því að sjá hversu ótrúlega llkur hann er Robert Mitchum; nefið kýlist beint uppí augnabrúnirnar á hinn eina sanna gríska hátt á meðan þungt - en samt- sem áður undirleitt - augnatillitið gef- ur til kynna að þama fari sterkur og staðfastur rusti frekar en hreinn og klármddi - eða jafnvel óþokki. Það er ekki flókið að gera sér grein lyrir því afhveiju Neeson hefur slegið nokkrum sinnum eftirminnilega í gegn í hlutverkum jarðbundinna persóna sem þrífast á frumþörfmni; hungur- hvattri græðginni og lystinni - jafnvel matarlystinni. Meira að segja í fyrri hluta hinnar átakamiklu kvikmyndir Schindler’s List var þessi einstaklingsbundna per- sónusköpun hans ljóslifandi: þama var hinn hungraði Neeson mættur á svæð- ið, sífellt gráðugur í súkkulaðistykki „jafnstór höndum mínurn" og með „tvær ferðakistur troðfullar af pening- um“. En þetta strákslega orðalag ýjaði engu að síður að því að eitthvað gott gæti hlotist af allri þessari græðgi, að það væri afskaplega stutt frá ástinni á hinu ljúfa lífi til hreinnar og beinnar ástar á líftnu. Þetta nýjasta hlutverk Neeson tekur upp þráðinn þar sem frá var horfið í Schindler’s list: fyrsta atriðið í Rob Roy (sem væntanleg er í Háskólabíó á næstu dögum) sýnir okkur hetjuna þar sem hann skundar karlmannlega uppá hæðarbrún með stórfenglegu útsýni. Kvikmyndin gefur Neeson síðan al- deilis fullkomna afsökun fyrir hreimn- um, en er í reynd aðeins gráupplagt tækifæri fyrir hetjuna til að skokka á táknrænan hátt uppí siðferðislegar hæðir svo hann geti kannað ástand sálar sinnar og maður lifandi hvað hún lítur ffábærlega út frá hans sjónarhóli: „Heiður," segir hann ábyrgðarfull- um tóni við son sinn, „er nokkuð sem enginn getur gefið þér og enginn getur heldur hrifsað frá þér. Þú veist sjálf- krafa hvenær þér hefur hlotnast heið- ur. Hann vex innra með þér.“ Þessar yfirlýsingar em kannski fulláþreifan- legar og líffræðilegar fyrir flesta, en koma jú boðskapnum skilmerkilega á ffamfæri: maðurinn er hugrakkur; gott og vel. Neeson fer í Rob Roy með hlutverk Robert MacGregor, átjándu aldar ættarhöfðingja í skosku hálöndunum sem Walter Scott lávarður gerði á sínum tíma ódauðlegan: mann sem aldrei nokkum tímann vílaði það fyrir sér að reka menn á hol með sverði sínu til að verja sitt góða nafn - og ættmenn sinna sem bera það. Þessi óttalausi stríðsmaður nýtur

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.