Alþýðublaðið - 24.05.1995, Síða 5

Alþýðublaðið - 24.05.1995, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 m e n n Johnny Depp. I kvikmyndinni Don Juan DeMarco sannar Depp loksins að hann er verður alls þess lofs sem á hann hefur verið hlaðið og slær í gegn ásamt Brando. Kvikmyndaaðdáendur þjást af sífelldum skorti á hetjum. Það er staðreynd. Allir kannast við yfirgengilegar ofurhetjur á borð við Erroll Flynn, Anthony Quinn, Tyrone Power, Humphrey Bogart, Robert Mitchum, Gregory Peck, Clark Gable og þá sem fóru með hlutverk James Bond á fyrri árum. En hvar er slíkar hetjur að finna í dag? Hvergi? í dag veltum við fyrir okkur nokkrum þeim hetjuímyndum er valsa um á hvíta tjaldinu í dag, og lítum þrjár nýlegar kvikmyndir: Rob Roy, Don Juan DeMarco og Streetfighterog hetjur þeirra: Liam Neeson, Johnny Depp og Jean-Claude Van Damme. Eru þetta „alvörumenn" sem víla hvorki fyrir sér víf né víg - eða kannski hálfgerðir vitleysingar? Kvikmyndin Rob Roy græðir þann- ig vitaskuld óhemju mikið á þeirri óumflýjanlegu spennu sem sköpuð var með því að troða þeim leikara nútím- ans sem einna alræmdastur er fyrir góðar og ríkulegar gjafir náttúrunnar í skotapils. Mmmm.... Og það er í sjálfu sér eins gott fyrir aðstandendur myndarinnar því hrein- skilnislega sagt er fátt annað í mynd- inni sem veldur mikilli spennu og eft- irvæntingu. Allri spennu og öllum bardagaatrið- um er nefnilega beinlínis þröngvað með harmkvælum inní söguþráðinn með því ódýra bragði að þjappa sví- virðingu á svívirðingu ofan á herðar MacGregor - til þess eins að menn taka að geta sér þess til hvenær í ósköpunum heiðri hans verður ofboð- ið: hálfbilaður enskur lávarður (Tim Roth) rænir hann þúsund pundum, hús hans er brennt, konu hans nauðg- að og þorp hans rænt og ruplað. Gegnum þessar hörmungar allar gengur MacGregor staðfastur, hnar- reistur, beinn í baki og allt það; alls óbugaður og hreinn í trúnni. Þessi hellingur gerir hann efalaust að ágætis náunga en jafnframt að leiklistarleg- um botnlanga (svo gripið sé tif um- ferðarmáls). Rob Roy tekur ef til vill upp þráð- inn þar sem ffá var horfið í Schindl- er’s List, en fer langtþvíffá með Liam Neeson á einhveijar nýjar slóðir. Hér vantar tilfinnanlega á hugrekkið og dirfskuna: að láta almennilega reyna á þennan þyngslalega hrauk af dyggð- um í stað þess að láta sér nægja að stilla honum upp til sýnis. Hin nýja kvikmynd Johnny Depp gerir nákvæmlega það gagnstæða: málið er að hún gerir Depp það loks- ins kleift, að sýna hvort hann sé verð- ugur þess griðarlofs sem hlaðið hefur verið á hann allt frá því að hann fór með sitt fyrsta aðalhlutverk í Edward Scissorhands. Og hér skal fullyrt að hann gerir það, svo skrýtið sem það kann nú að hljóma... Það var annars hálfundarlegt að Depp skuli hafa náð stöðu kyntákns vegna þeirrar myndar Tim Burton, þarsem hlutverk handalauss furðu- fugls tákngeri eiginlega hið gagn- stæða: ástin rann beinustu leið úr greipum hans, ástríðunni varð hann að halda vel fjarri og kynlíf var alveg út- úr myndinni (nema hann hefði áhuga á því að endurskreyta svefnherbergið í djúprauðum lit). Óg Depp er ekki að tvínóna við hlutina því strax í fyrsta atriði nýju myndarinnar, Don Juan DeMarco (væntanleg til landsins), er fyrmefnd háskastaða hans og lof-lof-lof-oflof réttlætt svo um munar: pilturinn setur nokkra ilmvatnsdropa á úlnlið sinn og stingur síðan höndunum á bólakaf í dúnmjúkt leðurhanskapar, en þar dvelja þær ekki lengi því innan skamms eru þær stokknar uppúr og fingumir famir að rekja munaðarfullar línur og boga á bemm öxlum næstu fáanlegrar konu. Það getur vel verið að Depp hafi eytt mestöllum sínum leikferli í að fara með hlutverk undirfurðulegra álfa, en það var ljóst ffá upphafi að hlutverk nútfmalegs Don Juan myndi reyna frekar á hann sem „andlegan” leikara en „líkamlegan”. Og hann stendur undir því. Leikstjóri og handritshöfundur Don Juan DeMarco, Jeremy Leven, fékk snyrtilega ldippta og skoma hugmynd: hver myndu örlög hins goðsagna- kennda elskhuga Byron lávarðar verða ef hann væri uppi á okkar tím- um - og það (höfuðborg syndarinnar, New York? Athugaðu í því samhengi, að ef þú hugsar of mikið um það þá gæti svarið verið: lifandi, en kannski ekki svo heilbrigður að okkar mati - sennilega með vökva í æð inná vafasömu sjúkrahúsi þarsem hann hefði þyngstar áhyggjur af ástandi blóðflagna sinna. En kvikmynd Leven er hinsvegar loftkenndur farsi sem vart er af þess- um heimi og veltir sér lítt uppúr smá- munum á borð við það hvort hér sé verið að fjalla um raunvemleikann einsog við þekkjum hann; onei, ekki þegar fyrir liggur draumkennt ævin- týri af bestu gerð. I framvindu sögunnar fylgjumst við með verðskuldaðri (?) innilokun vinar okkar, Don Juan, á geðveikrahæh þar sem heil hrúga af geðlæknum og sál- fræðingum gerir vanmáttuga tilraun til að draga úr kynhvöt drengsins með öllum tiltækum ráðin og sjúkdóms- greiningin er án tvímæla: maðurinn þjáist af ótrúlega alvarlegri ímyndun- arveiki. En hvað gerist? Jú, auðvitað: innan skamms engjast allar hjúkmnarkonur hælisins af löngun í hjartaknúsarann og Jack Mickler geðlæknir (Marlon Brando) sem stjómar meðferð Don Juan uppgötvar að ímyndarveikin er afar bráðsmitandi. Afar... Þær stundir sem Mickler eyðir með sjúklingi sínum verða fljótlega til þess að hann uppgötvar innra með sér löngu sofnaðan kynlífsblossa sem kemur til góða í hjónabandi þar sem rómantíska hliðin má svo sannarlega muna sinn frfil fegurri. En að sjálfsögðu er síðan leiðin til rómantíkur á breytingaskeiðinu vörð- uð erfiðleikum og hindrunum af öllu hugsanlegu nútímatagi: einsog þess tíma sem Marilyn (Fay Dunaway), eiginkona Mickler, dvelst inná bað- herbergi á hverju kvöldi fyrir hátta- tfrna þarsem hún hámar í sig ýmsustu vítamínum svo henni geti liðið sem 23 ára á nýjan leik og kalktöflum „til að hindra beinbrot við minnsta hnjask“. Það er annars svosem ágæt ráðstöfun ef við höfum í huga hveijum hún þarf að sofa hjá því Brando hefur óneitan- lega lítillega þyngst eftir því sem árin hafa færst yfir. Væntanlega er hér það grundvallar- atriði á ferðinni, að þeim mun léttari sem gamanmyndir eru þeim mun þyngri þurfi stjömurnar að vera - svona til að viðhafa tilhlýðilega kjöl- festu- og akkerisstemmningu. arbeiðni fyrir innantómt og íburðar- mikið orðagjálfrið sem nýútkomin sjálfsævisaga hans hafði að geyma. Ef þú hafðir í hyggju að lesa þessa blað- urbók Brando: sleppm því, vegna þess að Don Juan DeMarco er bæði fyndn- ari og hreinskilnari. Frá fyrstu setningu myndarinnar („Þú hefur bætt á þig nokkmm kíló- um“) rúllar myndin áfram, knúin af nærfærinni og íhugulli nærveru Brando. „Hvað varð eiginlega af hin- um guðdómlega neista," spyr hann. Myndin veitir gamla snillingnum enn eitt tækifærið til að svara því á nýjan leik og lokaatriðið felur meðal annars í sér Brando og Dunaway dansandi eftir sólbakaðri ströndinni; himneskur svanasöngur og ágætis áminning um það, að þrátt fyrir að öll þessi ár hafi liðið okkur hjá þá er alltaf staður og stund fýrir svosem einsog einn síðasta tangó í paradís. En hversu mikill rómantíker er Jean-Claude Van Damme? í fjöl- miðlaviðtölum útmálar hann sjálfan sig sem allnokkuð heillandi kvenna- mann, en konumar í myndum hans falla algjörlega í tvo flokka: (a) þær sem skipta engu máli fyrir söguþráð- inn en hljóta þau raunalegu örlög að lenda í ýtarlegri líkamsleit hjá glott- andi löggum í einhveiju Austur- Asíu- landinu og (b) þær sem gegna því ómissandi hlutverki að útskýra á snaggaralegan hátt hvemig hinn clo- useau-íski franski hreimur og yfir- burða bardagalistakunnáttan em til- komin. Þið vitið, eitthvað á þessa leið: „Eft- ir að foreldrar þínir vom skotnir til bana í Hong Kong - þegar þú varst enn bam að aldri, ól ég þig ein upp í Frakklandi, en síðar fluttum við til San Francisco þar sem - einsog þú veist - við búum nú. Jæja, varðandi þetta spark-box-mót í Kathmandu...“ Það er svona þvæla sem sviðsett er á viðamikinn hátt í nýjustu mynd Van Damme, Streetfighter (sem sýnd var fyrir stuttu í Stjömubíói), sem byggð er á vinsælum tölvuleik. Og innihald- ið: suður-amerískt bananalýðveldi, vondir einræðisherrar, gíslar, áætlanir um heimsyfirráð, hermenn til að bjarga úr klípu og vitaskuld er Van Damme sjálfur hugsuðurinn á bakvið alltsaman. Kannski flokkast það undir endur- skilgreiningu á hugtakinu gagnnjósnir, en hér verður staðhæft að hver sú kvikmynd sem státar af Van Damme sem hugsuði af einhveiju tagi er bein- línis strax konún í heilmikil vandræði. Og vandræði - svo undarlega sem það nú hljómar - eru einmitt það hetjulega hlass sem leitast er við að létta af herðum vinar vors með því að kynna fimm nýjar hetjur til sögunnar og ganga svo fýlktu liði til orrustu. Veltið fyrir ykkur þessari óhugnan- legu staðreynd: það líður heill hálftími áður en Van Damme svo mikið sem sparkar í nokkum mann. Van Damme sjálfur einhvemveginn fær ekki að njóta sín og er nær ein- göngu notaður sem hugsuður: sem Brando skapar afturámóti alls ekk- ert ójafnvægi í myndinni og hvað þá að hann reyni að stela senunni (sem í raun er einkar ólíkt honum). Það er einhver svona hefðarmannslegur blær yfir öllum atriðunum hvar Brando og Depp koma saman til funda; hvorugur reynir að yfirspila hinn heldur velta þeir og ýta samtalinu milli sín að vina- legum hætti blakmanna. Önnur hlutverkaskipan í myndinni bætir síðan tilaðgera enn á gæðin. Juan segir Mickler í einu atriði myndarinnar hvemig hann sængaði ^..^insvegar háttaði nú í eina tíð þannig til að mennirnir sem gegndu aðalhlutverkum sáu ekki nokkur vandkvæði í því að athafna sig hvort heldur sem þeir stóðu blóðið uppí hnén á vígvellinum eða athöfnuðu sig á skeiðvellin- um í svefnherberginu; hvorki vífin né vígin þvældust fyrir þessum mönnum: þeir voru al- hliða og ósigrandi ofurmenni... u hjá 1.500 konum í kvennabúri einu, en það mun vera töluvert nákvæmur fjöldi þeirra reykvískra kvenna sem hug hafa á að leggja Depp flatan á skeiðvelli svefnherbergisins. Á meðan þessu fer fram situr Brando íhugull - en jafhframt annars- hugar; einsog hann sé að rifja upp með sjálfum sér fýrri affek í kvenna- málum - og fylgist sposkur með sögu- þræði frásagnar hins sjálfsörugga mót-' leikara síns. Verið getur að þú lítir á Brando og veltir fyrir þér þessu „mannlega smjörfjalli"; hann virðist þó fremur hugsa frekar sjálfumglaður: „srnjör" (samanber minnisstætt kynlífsatriði í Last Tango in Paris...). Hún er augljós ástæðan fýrir því að Brando tók að sér þetta hlutverk: það kemur út einsog draumkennd afsökun- undarleg útgáfa af Síðustu Ekki-Bar- dagahetjunni (er útaf fyrir sig líkist einna helst því að fá Lassie til að leika í endurgerð Uppreisnarinnar á Bounty). Þetta afkáralega fýrirkomu- lag er að vísu að stórum hluta útskýr- anlegt með því að bera saman upp- runalega tölvuleikinn þar sem hetjan hefur óteljandi Kf og kvikmyndina - sem ekki getur leyft sér það. Þarafleiðandi er Van Damme til- neyddur að sviðsetja dauða sinn, arf- leiða fyrmefndar hetjumar fimm að baráttu sinni og útskýra að því loknu: ,JHugur minn getur verið á einum stað og líkaminn á öðrum.“ Það er hálfdap- urlegt til þess að hugsa að leikstjóri myndarinnar hafði ekki fyrir því að ráða báða til verksins... shh / Byggt á The Sunday Times

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.