Alþýðublaðið - 20.06.1995, Page 1

Alþýðublaðið - 20.06.1995, Page 1
Þriðjudagur 20. júní 1995 Stofnað 1919 90. tölublað - 76. árgangur ■ Finnur Ingólfsson vill Valdimar K. Jónsson sem stjórnarformann Landsvirkjunar Ekki fleiri framsóknarmenn - segja fulltrúar annarra flokka og nú er rætt um Geir A. Gunnlaugsson eða Sigmund Guðbjarnarson til formennsku. Finnur Ingólfs- son. Vill Valdi- mar K. Jóns- son. Geir A. Gunn- laugsson. Þyk- ir vænlegur kostur. Sigmundur Guðbjarnar- son. Ekki af- huga starfinu. Jóhannes Nordal. Hefur engin áform uppi um að hætta. Jóhannes Geir Jakob Björns- Sigurgeirsson. son. Hinn Annar Fram- Framsóknar- sóknarmaður- maðurinn. Svavar Gests- son. Ásamt fleirum er hann andvigur Valdimar. Guðmundur G. Þórarins- son. Fellur ekki í kramið hjá öðrum. Enn er togast á um stjórnarfor- mennsku í Landsvirkjun. Framsóknar- menn með Finn Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í broddi fylking- ar leggja mikla áherslu á að Valdi- mar K. Jónsson prófessor taki við formennsku af Jóhannesi Nordal. Fulltrúum annarra flokka líst miður vel á að tjölga framsóknarmönnum í stjóminni og hefur meðal annars verið bent á að Geir A. Gunnlaugsson' varaformaður sé prýðilega hæfur til að taka við formennskunni ef raunin verður sú að Jóhannes Nordal hættir. Ríkið á 50% hlut í Landsvirkjun og Reykjavíkurborg um 45% en Akur- eyrarbær afganginn. Það hefur verið litið svo á að iðnaðarráðherra og borg- arstjórinn í Reykjavík ráði mestu um hver verði stjómarformaður Lands- virkjunar. Heimildarmenn blaðsins segja að iðnaðarráðherra leggi fast að borgarstjóra að samþykkja að Valdi- mar K. Jónsson prófessor verði skip- aður formaður í stað Jóhannesar Nor- dal. Framsókn á hins vegar þegar tvo fulltrúa í stjórninni, þá Jóhannes Geir Sigurgeirsson fyrrverandi al- þingismann og Jakob Björnsson bæjarstjóra á Akureyri. Aðrir stjómar- menn eru Árni Grétar Finnsson, Sturla Böðvarsson og Svavar Gests- son frá ríkinu og ífá Reykjavíkurborg eru Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Pétur Jónsson og Kristín Einars- dóttir. Samkvæmt upplýsingum blaðsins hefur Jóhannes Nordal engin áform uppi um að segja formennskunni lausri. Hann er nú 71 árs að aldri og hefur verið stjórnarformaður Lands- virkjunar í 30 ár. Ymsum þykir kom- inn tími til að Jóhannes láti nú af störfúm en hins vegar hefur ekki náðst sainkomulag um eftirmann. Heimild- armenn blaðsins segja að Svavar Gestsson og fleiri séu því mjög and- vígir að Valdimar K. Jónsson taki við formennskunni eins og iðnaðarráð- herra vill. Framsóknarmenn hafa einnig stungið upp á Guðmundi G. Þórarinssyni en hann fellur ekki heldur í kramið hjá fulltrúum annarra flokka. Nú er rætt um Geir A. Gunn- laugsson, forstjóra Marels og varafor- mann Landsvirkjunar, sem arftaka Jó- hannesar og sömuleiðis hefur nafn Sigmundar Guðbjartssonar, fyrr- verandi háskólarektors, verið nefnt í sambandi við stjómarformennskuna. Sigmundur mun ekki afhuga starfmu ef til þess kemur. Samkvæmt upplýsingum blaðsins er ætlunin að ganga frá formannsmál- inu fyrir næsm mánaðamót. ■ Nýja björgunarþyrlan afhent Landhelgisgæslunni Getur flutt níu sjúkrabörur - eða 20 farþega. Hin nýja Super Puma þyrla sem ríkið festi kaup á var afhent Landhelgisgæslunni í Frakklandi í gær. Þyrlan, sem hefur hlotið nafnið Líf gemr flutt 20 far- þega eða níu sjúkrabörur og hefur 300 mílna flug- drægi en gamla þyrlan, Sif hefur aðeins 150 mílna flugdrægi. Það var Hafsteinn Hafsteinsson forstjóri Land- helgisgæslunnar sem tók við þyrlunni í Marignane í Frakkiandi í gær fyrir hönd Gæslunnar. Líf er knúin tveimur 1877 hestafla hreyflum og útbúin afísingar- búnaði, aukaeldsneytisgeymum, útbúnaði til að taka eldsneyti í hangflugi frá skipi, tvöföldu björgunar- spili, neyðarflotum, hitamyndsjá og fleiri tækjum. Líf getur flutt 20 farþega með þriggja manna áhöfn og hámarkshraði er 150 sjómílur á klukkustund. Þyrlan getur athafnað sig í 45 mínútur í 300 sjómílna radíus frá eldsneytisstað og á þá eftir um 30 mínútna flugþol við lendingu. Hámarksþyngd í flugtaki við leit og björgun er níu tonn. Mesta lengd á bol er 16,29 metrar og mesta breidd á bol 3,33 metrar. Yfirflugstjóri Landhelgisgæslunnar, Páll Hall- dórsson og Benóný Ásgrímsson flugstjóri munu fljúga þyrlunni frá Frakklandi til íslands og er hún væntanleg til landsins í lok vikunnar. Að láta hafið gæla við sig... Árlega þykir það tíðindum sæta á þessu kalda landi þeg- ar yngismeyjar íslands taka að láta sjá sig sumarlega léttklæddar við sjávarsíðuna einsog ekkert væri sjálfsagðara. En veðrið hefur altént leikið við þær og aðra ibúa suðvesturhornsins undanfarnar vikur og þessi gullfallegi fulltrúi islenskrar æsku gladdi auga Ijósmyndarans og aðvífandi vegfar- enda þarsem hún sat á bryggjusporðinum og lét hafið gæla við sig í tilefni dagsins. A-mynd: e.ói. Sri Chinmoy: Upphafsmaður friðar- hlaups sem milljón manns í 80 löndum skeiða á tveggja ára fresti. ■ Alþjóðlegt friðar- hlaup Sri Chinmoy Með friðar- kyndil yfir Snæfellsiökul Alþjóðlega friðarhlaupið - sem kennt er við upphafsmann þess: Sri Chinmoy - fer fram hér á landi 22. júlí til 30. júlí næstkomandi. Hlaupið er haldið á tveggja ára fresti og um milljón manns í 80 löndum eiga eftir að hlaupa með friðarkyndilinn áður en yfir lýkur þarsem þetta er boðhlaup í ólympískum anda; táknrænn ljósbaug- ur friðar er myndaður umhverfis jörð- ina. í ár verður hlaupið með friðarkynd- ilinn frá Akureyri til Reykjavíkur, með viðkomu á Ólafsfirði, Hofsósi, Sauðárkróki og Blönduósi. Hlaupið verður út Snæfellsnesið og sem leið liggur yfir orkuuppsprettuna Snæfells- jökul. Leiðin er um 760 kílómetrar og því áætlað að hlaupa um 100 kfló- metra á dag. Áhersla er lögð á að al- menningur komi hér að og leggi sitt af mörkum með því að hlaupa þó ekki væri nema smáspöl. Allar frekari upp- lýsingar em veittar á skrifstofu hlaups- ins í síma 562-8590. Friðarhlaupið nýtur smðnings leið- toga um allan heim - forseta, forsætis- ráðherra, trúarleiðtoga, íþróttastjama og heimskunnra listamanna. Má þar nefna Lech Walesa forseta Póllands, Paul Keating forsætisráðherra Ástral- íu, Jóhannes Pál páfa II, Desmond Tutu, Carl Lewis íþróttamann og Paul McCartney Bítil. ■ Samdráttur í innflutningi á nýjum bílum lækkaði sértekjur Litla-Hrauns. Greiðsluhalli á fangelsunum nam 20 milljónum í fyrra. Sæmundur Guðvinsson ræddi við Harald Johannessen fangelsismálastjóra Alþingi Það kostar rúmlega sjö þúsund krón- ur á dag að vista hvem fanga landsins miðað við að fullnýtt séu 115 fanga- rými. Á síðasta ári námu rekstrargjöld fangelsanna nær 335 milljónum króna og fóm um 20 milljónir fram úr fjár- heimildum. Samdráttur varð í sértekj- um Litla-Hrauns í fyrra vegna minni sölu á nýjum bflum en fangar annast framleiðslu á bflnúmeraplötum. í árs- skýrslu Fangelsismálastofnunar ríkisins kemur fram að rekstrargjöld stofnunar- innar sjálfrar vom vel innan fjárheim- ilda í fyrra. En vegna greiðsluhalla fangelsanna verður rekstur þeirra erflð- ur á þessu ári. Haraldur Johannessen fangelsismálastjóri var spurður hvemig bmgðist yrði við þessum vanda. ,,Allt ffá upphafi fór Fangelsismála- stofnun eingöngu með fjárhag stofnun- arinnar sjálfrar. Um síðustu áramót ákvað dómsmálaráðuneytið hins vegar að færa fjármálalega ábyrgð alls mála- flokksins yfir á Fangelsismálastofnun. þarf að Það var halli á rekstri fangelsanna sem yfirfærist því á stofhunina. Þetta þýðir að við verðum að ná ffam hagræðingu sem nemur um 20 milljónum króna. Það verður gert með alls kyns aðhalds- aðgerðum sem ná yfir allan fangelsis- reksturinn. Það verður ekki farið út í að loka einu fangelsi í hálft ár eða neitt þvílíkt. Við munum leita eftir að ná enn betri innkaupum varðandi reksturinn, utanlandsferðir á vegum stofnunarinnar verða skomar niður og reynt að halda utan um öll útgjöld." En er ekki erfitt að ná niður föstum rekstrarkostnaði ? „Það var svo að um 95% af ijárveit- ingum fóru í rekstur. Nú röðum við hins vegar fjárveitingum niður eftir for- gangsverkefhum og eins miklu veitt til uppbyggingarstarfs eins og hægt er.“ Þú hefur beitt þér fyrir nýjum úrrœð- um í stað fangelsisvistar. Er verið að breyta fangelsunum úr geymslustað í betrunarhús? rækta fangelsisgarðinn „Það er rétt að það hefur verið gripið til nýrra úrræða. Það var gerður þjón- ustusamningur við samtökin Vemd um að ákveðnum hópi fanga er heimilað að dvelja í húsnæði samtakanna í Reykja- vík og stuúda vinnu þaðan. I fýrra var lfka 14 einstaklingum gefinn kostur á að ljúka síðustu vikum afplánunar í fullri vímuefhameðferð hjá SÁÁ. Þann 1. júlí verður samfélagsþjónusta tekin upp sem úrræði í stað refsivistar. Með þessu emm við að reyna að koma fót- unum undir menn á ný og draga þar með úr afbrotum. Við höfum líka verið að reyna að auka vinnuna í fangelsun- um og þrátt fyrir þrengingar á vinnu- markaði hefur það gengið nokkuð vel.“ Hyarfinnst þér einkum kreppa að? ,JÉg hefði viljað fá frekari tækifæri til að auka atvinnu fyrir fangana. Þessi gamli húsakostur hér á höfuðborgar- svæðinu - eins og hegningarhúsið og Síðumúlafangelsið - stendur því mjög fýrir þrifum. Það er því mjög brýnt að Haraldur: Fangelsiskosturinn stendur úrbótum mjög fyrir þrifum. A-mynd: E.ÓI. fá fjárveitingar fyrir ný fangelsi á höf- uðborgarsvæðinu svo hægt verði að leggja af þessi gömlu hús. En við reyn- um að leysa málin ekki eingöngu með fangelsisvistinni heldur einnig líka utan fangelsanna." 1 ársskýrslunni varar þú Alþingi og fján’eitingavaldið við því að rœkta ekki fangelsisgarðinn því hann beri mörg- um öðrum görðum fremur vitni um menningarstig hverrarþjóðar? „Þá er ég með í huga hvemig ástand- ið er víða annars staðar. Hvað hafa menn í huga þegar þeir hugsa til dæmis til fangelsiskerfisins í Tyrklandi? Við getum nefht Kína, Sovétríkin gömlu og Gulagið. Kommúnisminn og Gulagið fór saman. íslendingar þurfa að rækta réttamkið. Það er ekki nóg að rækta eingöngu dómstólakerfið og lögregl- una. Það þarf líka að rækta fangelsis- kerfið og það er ég að minna á með þessum orðum," sagði Haraldur Jo- hannessen.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.