Alþýðublaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 1
■ Hin harða afstaða Davíðs Oddssonar gegn Evrópusambandinu í þjóðhátíðarávarpinu „Tæplega sæmandi forsætisráðherra " - segir Ólafur Þ. Stephensen formaður Evrópusamtakanna. „Mér sýnist að með þessu sé for- sætisráðherra að hverfa frá bæði þeirri stefnu Sjálfstæðisflokksins að bíða og sjá og útiloka enga kosti og jafnffamt svipaðri stefnu ríkisstjórnarinnar. Hann er með öðrum orðum að taka Evrópusambandsaðildina af dagskrá með þessum ummælum," sagði Ólaf- ur Þ. Stcphcnsen formaður Evrópu- samtakanna í samtali við Alþýðublað- ið. Tilefni þessara orða Ólafs er að í ávarpi sínu 17. júní talaði Davíð Oddsson forsætisráðherra mjög ein- dregið gegn hugsanlegri aðild íslands að Evrópusambandinu. ,JÞað er hægt að gera athugasemdir við það hvemig forsætisráðherra setur málin ffam. Það er til dæmis hæpið að halda því fram að þótt ísland gengi í Evrópusambandið verði því stýrt frá framandi kontórum manna sem eng- inn hefur kosið og enginn getur náð til. Stofnanir Evrópusambandsins hafa lýðræðislegt umboð rétt eins og aðrar alþjóðastofnanir þótt það sé ef til vill með óbeinum hætti. Þar ættu íslenskir kjömir fulltrúar auðvitað aðild á borð við ráðherra og þingmenn," sagði Ól- afur Þ. Stephensen. „Forsætisráðherra minnir á að í þeim ríkjum sem gengu £ Evrópusam- bandið um síðustu áramót sjái margir eífir öllu saman. Það er rétt að bæði í Svíþjóð og Austurríki hefur andstæð- ingum aðildar fjölgað samkvæmt skoðanakönnunum en í Finnlandi er góður stuðningur við aðild þannig að þetta er ekki einhlítt. Það er sömuleið- is hæpið að reikna með því, eins og forsætisráðherra gerir í sínum ummæl- um þar sem hann segir: Veeri ísland t Evrópusambandinu og gengi sam- runastefnuna til þess endapunkts, sem trúuðustu samrunarmennirnir þrá, Ólafur Þ. Davíð Stephensen. Oddsson. mœtti með sanngimi segja, að staða hins íslenska Alþingis yrði mjög áþekk því, sem hún var á dögum hins endur- reista þings, fyrir 150 árum. I fyrsta lagi er hæpið, þegar flokkur forsætis- ráðherra og ríkisstjórnin hafa þá stefnu að fylgjast með og sjá hvað gerist á ríkjaráðstefnunni, að gefa sér fyrirfram hvaða niðurstaða næst þar. í öðm lagi er ákaflega vafasamt að ætla að líkja tengslum aðildarríkja Evrópu- sambandsins í dag við samskipti hjá- lendu og herraþjóðar einhvem tímann á mtjándu öld. Þetta er tæplega sæm- andi forsætisráðherra. Það væri gott ef Davíð Oddsson út- skýrði hvað hann á við með því sem hann segir að það sé þyngra en támm taki þegar velmenntað fólk og vel- meinandi fólk sé uppfullt af vanmeta- kennd fyrir þjóðarinnar hönd. Og hveija á hann við þegar hann segir að þeir sem lengst gangi segi að Island geti í besta falli nýst sem verstöð til að tryggja þjóðinni mannsæmandi líf í út- löndum. Eg átta mig ekki á því um hvað maðurinn er að tala og það væri gott ef hann útskýrði þetta. Eg held að þessi ræða forsætisráð- herra sé ekki til þess fallin að beina umræðunni í skynsamlegri farveg,“ sagði Ólafur Þ. Stephensen. A-mynd: E.ÓI. ■ Haraldur Jónsson myndlistarmaður í við- tali um lífið og Ijóða- bókina Stundum alltaf hann er á báðum áttum en rennur samt á lykt- ina sem fer greinilega ekki eftir stærð hluta heldur öðru sem er á bakvið það sem hann sér - Siá blaðsíður 4 op 5. Loksins bensín á Bónusverði „Ég stefni á að hefja bensín- sölu hér síðar í sumar. Bæjaryfirvöld í Kópavogi voru fyrst til að láta okk- ur hafa pláss fyrir bensínstöð," sagði Jóhannes í Bónus þegar Ijósmynd- ari Alþýdublaðsins kom auga á hann sitjandi á grunni nýrrar bensínstöðv- ar við Bónusbúðina að Smiðjuvegi 2. Jóhannes sagði að ætlunin væri að opna einnig bensínstöð við Bónus í Holtagörðum og við eina Hagkaups- verslun í Reykjavík og á Akureyri. Það er hlutafélagið Orkan sem mun annast bensínsöluna og vökvinn keyptur hjá Skeljungi. „En bensínið verður á Bónusverði," sagði Jóhannes. A-mynd: E.ÓI. ■ Um fimm hundruð Dagsbrúnarmenn án atvinnu „Svæsnar gagnráðstafanir í undirbúningi" - segir Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar. „Þegar allt er talið eru nær fimm hundruð Dagsbrúnarmenn atvinnu- lausir og surnir hafa verið lengi án vinnu. Astandið er mjög dökkt og við þetta verður ekki unað. Við erurn með all svæsnar gagnráðstafanir í undir- búningi því þetta gengur ekki svona lengur," sagði Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður Dagsbrúnar, í samtali við Alþýðublaðið. Guðmundur vildi ekki á þessu stigi greina frá því í hverju þessar gagnráð- stafanir fælust. Skráð atvinnuleysi í höfuðborginni var mikið í maímánuði og þá voru 1.620 karlar skráðir at- vinnulausir þar. Guðmundur J. Guð- mundsson sagði að mörg fyrirtæki væru frekar að fækka starfsmönnum en fjölga. „Það er ekkert vor í lofti hér,“ sagði Guðmundur. „Það eru áberandi minni fjárfesting- ar og minni framkvæmdir. Ríkið sker niður, borgin dregur við sig og ein- staklingar leggja ekki í framkvæmdir. Hér er eitthvað ljandans sultardropa- og kreppusjónarmið uppi. Þetta aukna fé sem er í þjóðfélaginu fer ekki í fjár- festingar eða framkvæmdir. Það fer í að greiða niður skuldir og í skulda- Guðmundur: Það má búast við að sex til átta hundruð Dagsbrúnar- menn verði án vinnu þegar kemur framundir jól. Við þetta verður ekki unað. A-mynd: E.ÓI. bréf. Þessi átaksvinna á vegum hins opinbera er seinna á ferðinni en áður. Við höfum hins vegar rætt við félags- málaráðherra um það mál og hann ætlar að einhenda sér í að ýta því áfram. Ég hef fulla trú á þvi' að Páll Pétursson sé heill í því að láta málið ekki stoppa í einhverri nefnd í ráðu- neytinu," sagði Guðmundur. Hann sagði að við síðustu út- greiðslu atvinnuleysisbóta hefðu 407 Dagsbrúnarmenn fengið bætur sem væri 200 fleiri en á sama tíma í fyrra. Þar við bættust menn sem væru á bið- tíma eftir 12 mánaða atvinnuleysi og aðrir sem skorti viðeigandi vottorð eða aðra pappíra. Samtals væru þetta um 500 manns. Langvarandi atvinnu- leysi væri farið að skemma unga menn og talsvert um niðurbrotna full- orðna menn sem ekki fengju neinn starfa. Þetta væri óhugnanlegt ástand. „Astandið framundan fer mikið eftir því hvort byijað verður á framkvæmd- um við stækkun álversins í Straums- vík. Það skiptir gífurlega miklu að af því verði. Þó að stækkunin skapi bara vinnu fyrir tvö til þijú hundruð manns þá kemur annað eins af störfum í margs konar þjónustu kringum stækk- unina. Ef atvinnuleysið heldur áfram að aukast hér í Reykjavík þá má búast við að sex til átta hundruð Dagsbrún- armenn verði án vinnu þegar kemur framundir jól. Við þetta verður ekki unað og því verður að grípa til kröft- ugra ráðstafana," sagði Guðmundur J. Guðmundsson. Án þelira verík feiflalögm títíð armað en vegurinn framimdaLn og flöllin nafnlausar þústir í landsiagmu, Island Sækjum þaóheim! - d. ro-ti LANDMÆUNGAR ÍSLANDS Laugavegi 178 • Pósthólf 5060 • 125 Reykjavík • Sími 533 4000 • Myndriti 533 4011

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.