Alþýðublaðið - 23.06.1995, Page 7

Alþýðublaðið - 23.06.1995, Page 7
FÖSTUDAGUR 23. JÚN11995 a ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 „Ég þurfti líka að sitja í mínum eigin skála fyrstu þrjá dagana, þá daga sem blaðamenn og aðrir listakverúlanta hafa einir aðgang. Þar sem ég fór heim tveimur dögum síð- ar, hafði ég í rauninni ekki mikinn tíma til að skoða sýninguna." langan tíma fyrir þá sem sjá hana að melta allt sem fyrir augu ber. Ég held samt að ég megi vera þokkalega ánægður með víbrasjónir." Hvað fannst þér sjálfum áhugaverð- ast afþvísem þú sást þama? „Það eru hátt í þijátíu skálar inni á svæðinu sjálfu auk annarra sýninga sem tengjast bíennalnum beint eða óbeint. Það var því erfitt að komast yf- ir allt, hvað þá að nefha eitthvað eitt sem stendur upp úr. Ég þurfiti líka að sitja í mínum eigin skála fyrstu þijá dagana, þá daga sem blaðamenn og aðrir listakverúlanta hafa einir aðgang. Þar sem ég fór heim tveimur dögum síðar, hafði ég í rauninni ekki mikinn tíma til að skoða sýninguna." Við spjöllum um hinar sýningamar og ég minnist á það að mér sé kunnugt um að Frakkar hafi ætlað að vera með sýningar utan við sjálfan bíennalinn með ungum Ustamönnum til að koma þeim á framfæri og til að vega upp á móti því að vera aðeins með César í stnum sýningarskála - þótt það sé reyndar ekki óalgengt að lönd sendi aðeins einn Ustamann eins og Banda- rikjanienn eða við íslendingar. „Ég sá eina sýningu með ungum frönskum listamönnum, sem var mjög friskleg. Hún var haldin náfægt Arsen- alnum, þar sem venjulega er haldin svokölluð Apento-sýning, með ungu myndlistarfólki eingöngu og oft hefur þótt spennandi. Henni var sleppt núna en í staðinn var sýning þar sem þemað var manneskjan. Sú sýning var að hluta til í ítalska skálanum, þar sem meðal annars var að finna verk eftir franska listamanninn Christian Bolt- anski. en síðan í stórri sýningarhöll, Palacio Graci. Þetta er einskonar sögusýning, hún spannar það tímabil sem bíennalinn hefur verið haldinn, frá 1895 til 1995. Þessi breyting frá hefðinni var val franska safnstjórans Jean Clair, skipuleggjanda bíennals- ins í ár.“ Það voru ekki allir áncegðir með þá ákvörðun. „Nei, hann fékk heilmikla krítik á sig. En hann hafði litla peninga, því það eru þama verk sem kostar milljón- ir að tryggja og þess vegna hefur hann farið þessa leið.“ En var þessi sýning um manninn þá með verkurn listamanna sem hafa tek- ið þátt íbiennalnum frá upphafi? „Nei, ekkert frekar. Þama vora til dæmis fyrstu nafnspjöldin og fyrstu nafnskírteinin. Einnig var þama ýmis- legt frá frönsku lögreglunni eins og leiðbeiningar um það hvemig á að fara að því að bera kennsl á menn og lýsa þeim, til dæmis á morðstað." Þetta er þá ekki einungis myndlist- arsýning? „Nei, þarna er blandað saman mannkynssögunni og myndUstinni. Ég hafði mjög gaman af að skoða þessa sýningu. Fannst hún áhugaverð." Það er auðheyrt að Birgir hefði vel getað hugsað sér að vera þama lengur. En nú er hann kominn heim í sunn- lenska sumamgningu, þótt lopafánamir fái að hanga uppi í skála Aaltos í fen- eyskum sumarhitum fram á haust.B ■ Hrafnkell Ásgeirsson skrifar opið bréf til Erlings Garðars Jónassonar eðalkrata, sem verður sextugur á morgun, laugardaginn 24. júní „Þú hefur verið eins og klettur í hafinu" Sæll, ég óska þér til hamingju á þessum tímamótum; á morgun hefur þú göngu þína inn í sjöunda áratug lífs þíns. Eg heyrði í símsvara mínum í morgun, að þú ætlaðir að fagna þessum tímamótum með sveitungum, vinum og flokksfélögum á hinu nýja heimili þíriu í Stykkishólmi. Við Oddný mun- um mæta, enda ekki á hveijum degi, að héraðshöfðingjar bjóði til slíks mann- fagnaðar. Barnaskóm slitið í Hafnarfirði Þú hefur komiö víða við á lífsgöngu þinni, bæði í námi, starfi og félagsmál- um. Maja systir þín var jafnaldra mín í skóla, þú varst stóri bróðir, þótt þú vær- ir yngstur af fjórum bræðram. í skóla þekkir maður alltaf þá sem eldri era. Þú varst ífábær á skíðum, renndir þér í ótal hringi og beygju niður Setbergs- hlíðina; menn stoppuðu og virtu hinn snjalla skíðamann lýrir sér og sögðu þetta er sonur hans Jónasar í Dverg”. - Faðir þinn, Jónas Sveinsson, og systir hans, Sigurrós verkakvennaleið- togi, móðir Emu Fríðu Berg, dóttur Björns Jóhannessonar, fyrram for- seta bæjarstjómar, voru meðal oddvita Hafnarfjarðarkrata á fyrra blómaskeiði flokksins í Hafnarfirði. Það var því eðlilegt, að eplið félli ekki langt frá ei- kinni. 50 ára flokksstarf Mér sýnist, að þú hafir þjónað flokknum í fúll 50 ár; það sé liðin að minnsta kosti hálf öld frá því, að þú skaust Alþýðublaði Hafnatfjarðar inn um bréfalúguna á Brekkugötunni, þeg- ar þið, Sigga Erlendar, voruð að dreifa boðskapnum til bæjarbúa. í stjóm með Carlsson Þegar ég sat í stjóm Sambands ungra jafnaðarmanna, undir stjóm Sigurðar E. Guðmundssonar, nú í Húsnæðis- stofnun, varst þú fulltrúi SUJ í sam- félagi norrænna ungkrata; stjómar- maður ásamt til dæmis Ingvari Carlsson í Sví- þjóð. Menn biðu óþreyjufullir eftir fundargerðum þfnum frá þessum stjórnarfundum ungkrata á Norð- urlöndum. Kratar hafa alltaf verið alþjóðasinnar og litið til framtíðarinnar; ekki aðeins fyrir síð- ustu kosningar, þegar stefna flokksins var sú að skoða hvað aðild að Evrópu- sambandinu þýddi fyrir ísland. - Ég las nú nýlega viðtal í blaðinu European við írann Sutherland, fyrrverandi for- stjóra GATT. Hann sagði þar meðal annars, að ef ríki hefðu komist upp með þröngsýna þjóðemisstefnu í Evr- ópu, og hefði Evrópusambandið ekki verið til staðar, hefði samningurinn um GATT aldrei orðið að veruleika. - Hér heima höldum við áffarn að spila sóló, eins og við séum ein í heiminum. Þró- unin gengur heldur hægt hjá okkur, Garðar, en enginn getur breytt gangi sögunnar, eins og þú veist. Oddviti allra Austfirðinga Því er nú þannig farið, Garðar, að maður veit aldrei hvað maður hefur átt, fyrr en misst hefur. Þú varst sendur austur á land til þess að sjá til þess, að rafmagnsperumar loguðu á hveiju ljósi norðan frá Bakkafirði og suður til Homafjarðar. Þetta var mikil ábyrgð. Þú dast af kjörskrá í Hafnarfirði. Egils- staðabúar tóku þér opnum örmum, þú gerðist einn af „primus motorum" á staðnum, stofnaðir óháðan flokk með Sveini á Egilsstöðum, varst kosinn í hreppsnefnd og gerðist oddviti staðar- ins. neiri félagsmálum sinntir þú, til dæmis gerist þú iðnskólastjóri í hjá- verkum. Mikill var krafturinn í þá daga, vinur sæll. - Þig langaði á þing, skipaðir 1. sæti flokksins í nokkur skipti, en fólkið vildi þig ekki. Ég spyr, hvers vegna ekki? Hugsanlega vegna þess, að flokkurinn og ekki síst Gylfi Þ. Gíslason voru mjög hreinskilnir um landbúnaðarmál. Kjósendur vora ekki reiðubúnir til þess að hlusta á sannleik- ann. Nú eru flestir þeirrar skoðunar, að Gylfi og flokkurinn hafi haft rétt fyrir sér, og ef hægt væri að flytja þessar skoðanir aftur í tímann, hefðir þú ör- ugglega vermt þingmannssæti, Garðar. Gunnlaugi, frænda mínum, tókst þó að botna vinnu þína á síðasta kjörtímabih, þótt honum hafi ekki tekist að halda sætinu vegna almennrar stöðu flokks- ins í landinu, eins og þú veist. Mjúkt sæti í flokksstjórn Víkjum að flokksmálunum á lands- vísu. Þú hefur lengi setið í flokksstjóm. Það er langt síðan ég gerði mér grein fyrir því, að þú hafðir mikinn áhuga að halda þínu sæti þar. Þú vildir sjá út fyrir girðingamar á Egilsstöðum, nú Stykk- ishólmi. Þú vildir vita, hvað flokkurinn var að gera, og vildir hafa áhrif á hvað hann gerði. - Þér fannst Kjartan Jó- hannsson ekki standa sig, þú vildir breytingar. Ég studdi Kjartan, þú Jón Baldvin. Því er ekki að neita, að frískir vindar blésu um flokkinn, eftir valda- töku Jóns Baldvins; hann boðaði sókn, flokkurinn skyldi hafa innan vébanda sinna 30% þjóðarinnar, fylgi í takt við flokk Mitterands í Frakklandi; fiskaði skipstjórinn ekki, ætti hann að fjúka - eins og Kjartan. Þetta var boðskapurinn í þá daga, Gaiðar. Góð síðasta ríkisstjóm Hvemig finnst okkur hafa til tekist? Ég var til að mynda mjög hlynntur stjóm okkar nú síðast með íhaldinu. Ég tel hana hafa staðið sig vel, miðað við aðstæður. Formaðurinn okkar klúðraði aftur á móti flokksstarfinu, eins og þú veist. Hann gleymdi því, að fúni undir- stöðumar, brestur annað. - Til þess að góður árangur á erlendum vettvangi skili sér í góðu fylgi flokksins hér heima, verða menn að gera sér grein fyrir því, hvaðan valdið kemur; það kemur frá kjósendum. Sé flokksstarfinu ekki sinnt af kostgæfhi vandast málin. - Snúum okkur að Jóhönnu og Þjóð- vaka. Ég fullyrði, að flokksfólk hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með hana. Hún var alin upp í flokknum, amma hennar og faðir voru álirifamenn og þingmenn flokksins, hún lýsti því yfir á flokksþingi og ég hlustaði á yfir- lýsingar hennar, að hún myndi hlíta samþykktum flokksþingsins. Þrátt fýrir þetta yfirgaf hún flokkinn og stofnaði sinn eigin flokk. Hún virðist hafa gleymt því, að hún hefði skyldur við flokkinn og flokksfólk. - Nú er ljóst, að þessi flokkur hennar verður hvorki fugl né fiskur. Ég held, að fólkið, sem skrapp þama yfir, muni fyrr en síðar snúa aftur til srns hehna. Menn muna til dæmis að Ágúst Einarsson var ekki lengi í vistinni hjá Bandalagi jafhaðar- manna á sínum tíma. Vestlendingar fá sinn oddvita Menn hafa bent á, að Vesturlands- kjördæmi hafi komið vel út úr síðustu kosningum, Garðar. Einhver hafði orð á því, að fleiri Stykkishólmsbúar en venjulega hafi kosið flokkinn. Þið þama á Stykkishólmi hafið öðlast rneiri æfingu í kosningum en annað fólk hér á landi. Alla vega komuð þið merkilega vel út úrkosningunum. Flokkur í vanda Sumir telja, að einhver kreppa kvelji flokkinn, ekki veit ég um það. Þó er Kklegt, að formaðurinn hugsi til nýrra verkefna, er líður á kjörtímabilið. Flokkurinn þarf að finna sig. Sumir héldu, að Sighvatur Björgvinsson yrði framtíðarmaður, en það virðist ólíklegt, eftir að hann skaut sig svo illi- lega í löppina á síðasta ári. - En, Garð- ar, það er ykkar, þeirra sem stjórna flokknum, að sjá til þess að flokkurinn rétti úr kútnum. Eins og klettur í hafinu Mér er hugsað til þín, Garðar, þegar ég hugsa til flokksins okkar. Þú hefur verið styrk undirstaða flokksins, þú hefur verið eins og klettur í hafinu. Þegar vel hefur árað flykkjast menn dl starfa, allir era tilbúnir. Þegar syrtir í ál- inn, breytast hlutimir, þá mæta fætri til skips, menn eru veikir, uppteknir, eru að gera aðra hluti. - Þú hefúr alltaf ver- ið tilbúinn. Þegar skipið kemur að öldudal, hlaupa ýmsir firá borði, en þú hefur ekki slakað á; þú hefur verið reiðubúinn til þess að taka dýfúna með skipinu. Landsvirkjun Ég hefi oft ekki skilið, hvers vegna formaður okkar gerði sér ekki grein fýrir því, að kunnátta þín í rafmagns- fræðum og reynsla í stjómunarstörfúm hefði getað komið sér vel fýrir Lands- virkjun. Ýmsir era þeirrar skoðunar, að flokkurinn hefði átt að velja þig til setu þar í stjóm. En þetta er bara svona, eins og maðurinn segir. Bæjarútgerðin seld Víkjum að bænum okkar, Garðar. Hvoragur okkar getur gleymt því, er thaldið og Óháðir borgarar gáfu Jó- hanni Bergþórssyni og Samherja á Akureyri Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. Ég hefi áður skrifað um þá sorgarsögu. Það var fullyrt, að skipin og kvótinn yrðu áfram í Hafnarfirði, en skipin sigldu hvort á fætur öðra, fýrst Maí og síðan Apríl, norður til Akureyrar. Það er eðlilegt að menn deili um eignar- form að útgerðarfyrirtækjum, en hinu ættu menn að vera sammála, að ekki sé rétt að gefa opinberar eignir einkaaðil- um. Við munum það, Garðar, að vegna svika Óháðra borgara í Bæjarútgerðar- máhnu, var þeim hafnað í næstu bæjar- stjómarkosningum þar á eftir. Flokkurinn í meirihluta- aðstöðu á ný Nú virðist meirihlutasamstarf komma og íhalds vera sprangið, enda ekki annars að vænta. í fyrra hitti ég ágætan íhaldsmann í Hafnarfirði og Erlingur Garðar Jónasson, sextugt afmælisbarn og eðal- krati. „Megir þú á næsta áratug senda kúluna mörgum sinnum í holu í einu höggi," skrifar Hrafnkell Ásgeirsson í afmælis- kveðju til vinar síns. sagði við hann, að mér sýndist tími okkar hafa farið til spillis, þegar við mættum á fundum hjá Vestrænni sam- vinnu til þess að reyna að spoma gegn útþenslu kommanna, nú þegar þeir sjálfir hleypa kommunum inn um bak- dymar hjá sér, óheftum, hleypa þeim t stöðu bæjarstjóra og flestar þær stöður sem væru til reiðu, en íhaldið fengi að- eins formenn í nefndum, svo sem bæj- arstjóm, bæjarráði og öðium nefndum. Mér sýndist lítið hafa lagst fýrir kapp- ann. Flokkur án metnaðar Þegar við stóðum í kosningaslag í Hafharfirði, var Sjálfstæðisflokkurinn stór og sterkur flokkur, sem hafði metnað. Nú virðist þetta vera hðin tíð; flokkurinn virðist vera gjörsamlega máttlaus; spumingin virðist ætíð vera sú, hvað kommamir vilji. Hvar eru Mathiesenar og aðrir fyrri foringjar flokksins? Hefúr þú spurt Sigga Þórð- ar þessarar spumingar? Forystumenn í Noregi Ég hefi heyrt á okkar fólki, Garðar, að það skilji ekki, hvers vegna okkar forystumenn eins og Ingvar Viktors- son og Tryggvi Harðarson fari í skemmtiferð til Noregs, þegar um er að ræða stofnun nýs meirihluta í bæjar- stjórn Hafnarfjarðar. Sumum finnst þetta vera ábyrgðarleysi. - Það er aug- ljóst, að nýir siðir koma með nýjum mönnum. Landsfrægur Gaflari og golfari Að lokum þetta, golfíþróttin hefur heillað þig. Við spiluðum saman hér fyrir fjórum ámm. Sigurður Emilsson segir mér, að þú sért mjög efnilegur, eigir stutt í holu í höggi. Lokaorð Ég sendi þér og fjölskyldu þinni bestur kveðjur. Megir þú á næsta ára- tug senda kúluna mörgum sinnum í holu í einu höggi. ■ Ágúst Einarsson. Stoppaði stutt í Bandalagi jafnaðar- manna. Francois Mitter- and. Flokkurinn átti að vera í stíl við flokk. Gylfi Þ. Gíslason. Harður í landbún- aðarpólitíkinni. Ingvar Viktorsson. Með nýjum herrum koma nýir siðir. Ingvar Carlsson. Sat í ungkrata- stjórn með Erlingi Garðari. Jóhanna Sigurðar- dóttir. Olli flokks- fólkinu vonbrigð- um. Jóhann Gunnar Bergþórsson. Fékk Bæjarútgerðina gefins. Jón Baldvin Hanni- balsson. Frískur klúðraði flokks- starfinu. Kjartan Jóhanns- son. Skipstjórinn sem fiskaði ekki. Matthías A. Mat- hiesen. Hvar eru Mathiesenarnir og félagar? Sighvatur Björg- vinsson. Þykir ólik- legur framtíðar- maður. Sigurður E. Guð- mundsson. Stjórn- aði Eriingi Garðari og kó. Tryggvi Harðarson. Fór í skemmtiferð með hinum kröt- unum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.