Alþýðublaðið - 28.06.1995, Síða 3
MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ1995
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
s k o d a n i r
Ein Iftil hugleiðing frá Djúpavogi...
„Kínverski varaforsætisráðherrann sem hér
var á ferð lét svo um mælt að betra væri að
sjá einu sinni en heyra hundrað sinnum. Eða:
Sjón er sögu ríkari ... Það er næstum óhjá-
kvæmilegt að byggð þjappist eitthvað í nán-
ustu framtíð, en því verður ekki stýrt frá
stjórnarráðinu í Reykjavík. Fólkið velur sjálft
sína byggðakjarna ... Það er góður skóli fyrir
borgarbarn eins og undirritaða að kynnast
þessu og þess vegna tek ég undir orð kín-
verska varaforsætisráðherrans."
Kínverski varaforsætisráðherrann
sem hér var á ferð lét svo um mælt
að betra væri að sjá einu sinni en
heyra hundrað sinnum. Eða: Sjón er
sögu ríkari.
Norðmenn gerðu viðskiptasamn-
inga upp á tuttugu milljarða við þetta
fjölmennasta ríki heims (1,2 milljón-
ir sagði Dóri Ásgríms við setningu
Drekans ’95 á Egilsstöðum - hvað
eru 1.198,8 milljónir manna milli
vina?) meðan fyrmefndur kínverskur
ráðherra var í heimsókn.
Okkur tókst ekki alveg jafn vel
upp, en „þetta kemur“, segir Halldór.
Gott. Ekki veitir af að finna aðra
markaði til að geta varið afstöðuna
til Evrópusambandsins. En nóg mun
verða rætt og ritað um það svo það
verður ekki mitt umfjöllunarefni að
sinni, frekar en misþyrmingin á
GATT.
Utanríkisráðherra sagði nefnilega
ýmislegt fleira þama á Egilsstöðum.
Og það sem meira er, ég var sam-
mála honum um margt.
Byggðastefna er sérdeilis loðið
orð og ákaflega mismunandi hvaða
skilning fólk leggur í það. Persónu-
lega hef ég aldrei botnað upp né nið-
ur í hinni svokölluðu byggðastefnu
ríkisins. Hún hefur einkennst af gríð-
arlegum fjáraustri sem hefur að því
er virðist skilað þeim árangri einum,
að fólksflóttinn frá landsbyggðinni
eykst stöðugt. Loðdýrabúskapurinn,
fiskeldið - þetta skildi marga eftir
gjaldþrota, beinlínis fyrir tilstilli
„byggðastefnunnar."
Ég er algjörlega á móti því að
borga fólki, beint eða óbeint fyrir að
búa úti á landi - ég er líka andsnúin
því að ríkið dæli peningum í fyrir-
tæki á vonarvöl, til að halda úti at-
vinnu í einhveija mánuði í viðbót þar
sem ástandið er slæmt.
Það er sjálfsagt að ríkið hlúi að
vaxtarbroddum í atvinnulífinu, en
það á ekki að skipta máli hvar á
landinu starfsemin er staðsett.
í þessu sambandi er mikið talað
um hagkvæmni. Að það eigi að „búa
til“ nokkra byggðakjama umhverfls
landið, þjappa byggðinni. Hljómar
ágætlega, en hefur einhver spurt
fólkið sem á að búa í þessum
byggðakjömum, hvemig því lítist á?
Hvers vegna haldið þið til dæmis
að Súðvíkingar hafi vilja byggja upp
þorpið sitt aftur? Hefði ekki verið
miklu hagkvæmara að byggja svo
sem eins og tvær blokkir á Isafirði
og dæla öllum fyrmrn íbúum Súða-
víkur þar inn? Færa svo skip og
kvóta yfir?
Þetta er einfaldlega gríðarlegt til-
fmningamál, sem sást nú best á til-
rauninni til sameiningar sveitarfélaga
hér um árið. Á meðan sveitarfélög
treysta sér til að halda uppi þeirri
þjónustu sem þeim ber, íbúamir hafa
atvinnu og vilja búa á viðkomandi
stað, þá er enginn sem kemur og seg-
ir: „Þið eigið að flytja - það er hag-
kvæmt“.
A mörgum stöðum hefur orðið
mikil fækkun, aðrir standa í stað,
sums staðar fjölgar. Það er næstum
óhjákvæmilegt að byggð þjappist
eitthvað í nánustu framtíð, en því
verður ekki stýrt frá stjómarráðinu í
Reykjavík. Fólkið velur sjálft sína
byggðakjama.
Það er góður skóli fyrir borgarbam
eins og undirritaða að kynnast þessu
og þess vegna tek ég undir orð kín-
verska varaforsætisráðherrans sem
ég minntist á fyrr og tek hér með þátt
í átakinu um ferðalög innanlands
með því að hvetja lesendur Alþýðu-
blaðsins til að bregða sér nú út fyrir
höfuðborgina í sumar.
Hér á Hótel Framtfð, Djúpavogi,
er „skroppið" á ball í 200 kllómetra
fjarlægð. Það er styttra frá Reykja-
víkur til Víkur í Mýrdal.
Höfundur er líffræðinemi og formaður
Félags ungra jafnaðarmanna i Kópavogi.
Viðræður alþýðuflokks-
manna og Jóhanns
Gunnars Bergþórssonar
og Ellerts Borgars Þor-
valdssonar hófust með
formlegum hætti í gær, ein-
sog sagt er frá annarsstaðar
í blaðinu. Heimildamenn úr
Hafnarfirði segja, að á óvart
hafi komið hve mikinn
stuðning Jóhann eigi meðal
sjálfstæðismanna á þeim
bæ. Þá vakti athygli að í
Morgunbladinu í gær líkti
Víkverji Jóhanni við sjálfan
Albert heitinn Guðmunds-
son, og velti því fyrir sér
hvort þingframboð væri á
döfinni. Að vísu ber að taka
fram, að ekki var alveg Ijóst
hvort Víkverji var að gera
gys að nýja upp-
reisnarleiðtog-
anum í Hafnar-
firði...
Það var margt
um manninn
á Ijóðakvöldi
Samtakanna '78
á veitingastaðn-
um 22 í fyrra-
kvöld. Nú
standa yfir Argir
dagar, sem er listahátíð
samkynhneigðra. Þau fengu
til liðs við sig skáld úr öllum
áttum sem lásu við góðar
undirtektir. Þarna voru með-
al annarra Megas, Elísabet
Þorgeirsdóttir, Ingunn V.
Snædal, Didda og fleira
gottfólk...
Það bartil tíðinda á bæj-
arstjórnarfundi í Kefla-
vfk, Njarðvík & Höfnum í
síðustu viku að systkini sátu
bæjarstjórnarfund, og mun
vera einsdæmi þar syðra.
Þetta voru þau Steindór
Sigurðsson bæjarfulltrúi
Framsóknarflokks-
ins og Ástríður
Sigurðardóttir
varabæjarfulltrúi Al-
þýðuflokksins, sem
sat sinn fyrsta fund
í bæjarstjórninni.
Ekki fer sögum af
öðru en þeim systk-
inum hafi komið vel
saman, þótt þau
væru fulltrúar hvort
síns flokks...
„Jú, auðvitað getum við farið heim til mín. Það svosem í
góðu lagi mín vegna. En elsku Margrét Elísabet mín... þú
verður að átta þig á þeirri staðreynd, að ég var ekki að
grínast áðan þegar ég sagði að híbýli mín væru lítið meira
en hola í vegg!"
fimm á förnum ve
Hvern vilt þú fá sem næsta bæjarstjóra í Hafnarfirði? Spurt í Hafnarfirði
Bryndís Berghreinsdóttir,
Gaflari: Ég vil fá krata, til
dæmis Guðmund Árna Stef-
ánsson eða Ingvar Viktorsson.
Hans Guömundsson, veit-
ingamaður: Ingvar Viktors-
son er vænlegasti kosturinn í
stöðunni.
Katrín Þorláksdóttir, tal-
símavörður: Ætli Ingvar
Viktorsson væri ekki góður
kostur.
Ingvi Þór Markússon,
verslunarmaður: Ég vil hafa
Magga svarta áfram í stólnum.
Hjördís Sigurðardóttir,
bæjarstarfsmaður: Jóhann
Gunnar Bergþórsson yrði góð-
ur bæjarstjóri.
m e n n
Tjömin heldur ekki vatni.
Fyrirsögn í Sunnlenska fróttablaöinu.
Vatnsveður hamlar
vígslu sundlaugar.
Fyrirsögn í Austra.
Báðir frambjóðendur
eru traustir íhaldsmenn.
Margaret Thatcher, aöspurð hvort
hún styddi John Redwood gegn John MajoK
Mogginn í gær.
Hefjast þarf handa um mislæg
gatnamót Kringlumýrarbrautar
og Miklubrautar en þau eru
hrikaleg slysagildra.
Guömundur J. Guömundsson
í Moggagrein í gær.
Hvar er hin rómsterka rödd
Hrólfs Sveinssonar? Ætlar karl-
mennið að láta eintóman kerlinga-
vaðal fylla Morgunblaðið án
þess að kveða sér hljóðs?
Freyr Þórarinsson aö skora á „Hrólf Sveinsson"
aö láta aö sér kveöa í ritdeilum Helga Hálfdanar-
sonar og ungra femínista. Mogginn í gær.
Það er aðeins kvennakirkjan sem
iðkar guðfræðilegar vangaveltur
innan þjóðkirkjunnar og greinir
ekki á um annað en það, hvort guð
er karl eða kona.
Oddur Ólafsson í Tímanum í gær.
Villtir og
Vefararnir
■ Það er ofurhugi að nafni Richard
Noble sem á gildandi hraðamet farar-
taekis á jörðu
niðri: 1019,47
kílómetrar á
klukkustund.
Noble þessi
hefur nú sett
saman
manna
hóp
sem
Richard Noble, hugsuður-
ætl a r aÖ jnná bakvið hljóðfráa farar-
freista í Ne- tækið Sonic SSC sem aka
vada-eyði- mun eftir Nevada-eyði-
mörkinni f mörkinni iseptember næst-
komandi meö 1368 kiló-
metra hraða á klukkustundl
september-
mánuði að
setja nýtt hraðamet - og rjúfa hljóð-
múrinn í leiðinni. Hljóðfráa farartækið
sem á að slá gamla metið nefnist Sonic
SSC og er knúið áfram af tveimur Rolls
Royce Spey 505- hreyflum sem áður
þjónuðu einni af Phantom-orrustuþot-
um breska flughersins. Noble ætlar þó
ekki að reyna sjálfur við eigin met,
heldur mun herflugmaðurinn Andy
Green sjá um þá hættusömu deild í
þetta skiptið. Áætlað er að Sonic nái
um 1368 kílómetra á klukkustund og
tölfræðihausarnir geta glöggvað sig á
því, að það mun teljast vera mach 1,15
(0,15 yfir hljóðmúrinn) II! En hvað kem-
ur þetta Villtum & Vefurunum við? Jú,
tölvufyrirtækið Digital Equipment hefur
nú tekið höndum saman við hóp Ri-
chard Noble og skapað hina stórkost-
legu heimasíðu http://thrustssc
.dec.co.uk/ þarsem bókstaflega allar
tæknilegar upplýsingar og staöreyndir
um framkvæmdina eru gefnar í máli,
myndum og hljóði. Þið ykkar sem hafið
græjurnar til þess getið síðan heyrt
Sonic slá metið f Nevada-eyðimörkinni
í september og 24 klukkustundum síðar
er áætlað að MPEG-kvikmynd verði
komin á Netið. Á meðan getið þið Net-
hausarnir sem sjaldan eða aldrei yfir-
gefið skjáinn ímyndað ykkur hvernig til-
finning það er að ferðast um á jörðu
niðri með 1368 kílómetra hraða...
TAKE THATI
veröld ísaks
Kannski verður aldrei vitað með vissu
nákvæmlega hversu hryllileg örlög
stalímski þrælkunarbúðasósíalisminn
bjó þegnum Sovétríkjanna. Þó hafa á
síðustu árum verið að myndast glufur
á þann þagnarmúr sem Kremlarmenn
hafa náð að viðhalda utanum stað-
reyndir einsog þá, að áætlað er að
hartnær þijár milljónir manna hafi lát-
ið lífið í meira en hundrað gullnámu-
búðum í Síberíu. Og þrátt fyrir að
þessar tilteknu fangabúðir séu al-
mennt álitnar versti þáttur hins hræði-
lega kerfis, þá eru milljónimar þijár
engu að síður aðeins lítill hlutur þess
fjölda sem týndi lífinu á ógnarámm
kommúnismans.
Byggt á Isaac Asimov's
Book of Facts.