Alþýðublaðið - 28.06.1995, Side 7

Alþýðublaðið - 28.06.1995, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 SS-ofurstinn Hans Ernst Schneider. verk fyrirmyndar lýðveldissinnans og mannúðarstefnumannsins er dá- ir Heinrich Böil og Willy Brandt, hlutverkið sem hann er búinn að leika í 50 ár. En hvernig eigum við að fara að því að trúa því? Er hægt að trúa lýðræðislegum sinnaskipt- um sem byggja á 50 ára lygi? Manfred Kutsch, sem fylgst hefur með máli Schwerte fyrir blaðið sitt Aachener Volkszeitung og hefur hitt manninn oft, segist ekki trúa neinu svoleiðis. „Schwerte er fyrst og fremst tækifærissinni, fær um að ná frama undir hvaða stjórnar- fari sem er. I gær voru það nasist- arnir, en núna eru það sósaldemó- kratar. Hann hefur aðeins eitt markmið og það er að sitja í efstu þrépum þjóðfélagsins.“ f biðsalnum við skrifstofu rekt- ors í háskólanum í Aachen hangir andlitsmynd Hans Schwerte uppi í félagsskap annarra forfeðra. Það þorir enginn að taka hana niður og það liggur við að menn séu hissa á að einhverjum skuli finnast skrýtið að hún sé þarna ennþá: „Hvort sém okkur líkar betur eða verr, þá var hann einn af rektorum okkar. Það þyrfti aðeins að bæta nafninu Schneider við með bandstriki.“ Þýsk smásmygli! Það hefur aldrei hvarflað að Hans Schwerte-Schnei- der að fara fram á svo mikið! 26. apríl, daginn sem hann gaf sig fram, hafði hann fyrst hringt í starfsfélaga sína til að segja þeim: „Það sem þið hafið heyrt sagt um mig er satt: Ég er Schneider. Leik- urinn hlaut að taka enda einn dag- inn.“ ■ meó/lepoint ■ Kaupmannahöfn Gönguferd- ir á Islend- ingaslóðir Það sem af er sumri hafa yfir 500 íslendingar tekið þátt í skipulögðum gönguferðum um á söguslóðir ís- lendinga. Gengið er alla sunnudaga og er þetta þriðja sumarið sem ferða- skrifstofan In Travel Scandinavia í Kaupmannahöfn býður slíkar ferðir. I þessum gönguferðum er gengið að ýmsum stöðum og byggingum sem tengjast sérstaklega sögu íslend- inga í Kaupmannahöfn. Þar má nefna að gengið er að húsinu sem Jónas Hallgrímsson bjó í er hann dó, húsinu þar sem Baldvin Einars- son bjó og að gömlu stúdentagörð- unum, háskólanum og Árnasafni. Gönguferðirnar taka hátt í þrjár klukkustundir og enda ýmist í húsi Jóns Sigurðssonar eða á Kóngsins Nýjatorgi. Lagt er á stað í gönguna frá Ráð- húsströppunum klukkan 11 á sunnu- dagsmorgna með þaulvönum leið- sögumanni. Þátttökugjald fyrir full- orðna er 100 krónur danskar. ■ Nú starfa 14 íslenskir sendikennarar í Evrópu Vaxandi áhugi á íslenskunámi í Evrópu Víða um lönd er vaxandi áhugi á að læra íslensku. Þannig verður íslensku- kennsla aukin við Sorbonneháskóla í París á næsta hausti og íslenska gerð að aðalgrein til B.A prófs við Lundúnahá- skóla. Hins vegar er skortur á kennslu- bókum og öðmm kennslugögnum í ís- lensku fyrir útlendinga og dregið hefur úr framlagi íslenskra stjórnvalda til kennslunnar á undanförnum árum. Þetta kom fram á fundi sendikennara í íslensku erlendis sem haldin var í Hels- inki. Nú starfa 14 íslenskir sendikenn- arar í átta löndum Evrópu. Á fundinum var meðal annars fjallað um lítinn stuðning íslenskra stjórnvalda við keimslu í íslensku erlendis. Bent var á að ljárveitingar til Stofnunar Sigurðar Nordals, sem hefur umsjón með ís- lenskukennslu við erlenda háskóla, væri í engu samræmi við vaxandi um- svif hennar og hefðu beinlínis rýmað á undangengnum ámm. Starfsemi stofn- unarinnar væri orðin þekkt og viður- kennd víða um heim og því brýnt að efla hana á öllum sviðum menningar- samskipta. Á fundinum var samþykkt ályktun þar sem skorað er á kennara og forstöðumenn stofnana í norrænum fræðum erlendis að skipuleggja námið í greininni þannig að íslenskt nútímamál verði eðlilegur undanfari náms í fomís- lensku. Julie Delpy í Before Sunrise. „Þetta 90 mínútna óslitna samtal þeirra er vel samið og áheyrilegt, en samt sem áður ópersónulegt, á stundum sem dæmigert um viðhorf ungmenna samtíðar- innar." Opersónu- legur Vfn- arvals Regnboginn: Before Sunrise (Jónsmessunótt) Aðalhlutverk: Ethan Hawke, ________Julie Delpy ★ ★ w Á leið til Vínar í járnbrautarlest taka piltur og stúlka tal saman. Næsta morgun mun pilturinn fljúga þaðan til Bandaríkjanna, en stúlkan ætlar að taka þar fyrstu lest til Parísar. Svo vel fer á þeim, að stúlkan frestar för, og um kvöldið og alla nóttina ráfa þau um Vín (og fer fegurð borgarinnar ekki framhjá kvikmyndatökumönnun- um). Allan tímann ræðast þau við, og er samtal þeirra efhiviður myndarinn- ar. Þetta 90 mínútna óslitna samtal þeirra er vel samið og áheyrilegt, en samt sem áður ópersónulegt, á stund- um sem dæmigert um viðhorf ung- menna samtíðarinnar. Aftur á móti leika Ethan Hawke og Julie Delpy betur en svo að sýnast dæmigerð ung- menni, týpur. A óvart kæmi þó ekki, að á eftir mynd þessari fylgi aðrar af áþekkri gerð, en persónulegri og sér- stæðari. - Umsögn um myndina í Time 27. febrúar 1995 lauk á þessa leið: ,J gamla daga gaf margur piltur vinstúlku sinni, til marks um alvöru sína, eintak af... Spámanni Kahlils Gibrans. Ef til vill munu piltar á tí- unda áratugnum gefa vinstúlkum sín- um vídeó-kassettu af Before Sunrise í því sama augnamiði...“ Kvikmyndir | Haraldur Jóhannesson hagfræðingur skrifar Afturhvarf til miðalda Laugarásbíó: The Hunted (Eftirförin) Aðalhlutverk: Christopher Lamb- ert, John Lone, Joan Chen. ★ ★ Á þessum áratug og hinum rnunda hafa flest ár aðeins ein eða tvær kvik- myndir frá Asíu náð vinsældum á Vesturlöndum og þá helst japanskar eða kínverskar. Kvikmyndataka er þó mikil í Asíu austanverðri og sunnan- verðri, á Indlandi meiri en í nokkru öðru landi. En þar er menningarhefð önnur, skírskotun til miðaldasagna tíð. - Kvikmynd þessi, bandarísk (-þýsk), tekin í Japan, en aðeins með einum evrópskum leikara, (einum hinum kunnasta í Hollywood). Leikur sá mann í viðskiptaerindum, sem tekur stúlku tali á bar á hóteli þeirra. Að morgni er hann aðeins rétt kominn út fyrir dyr herbergis hennar, er leigu- morðingja ber að, stytta henni aldur og særa hann. Á sjúkrahúsi er honum sýnt banatilræði og svo framvegis. - í mynd þessari er þó ekki vegið með skotvopnum, heldur með sverðum og örvum. Virðist henni ætlað að brúa bil smekks áhorfenda á Vesturlöndum og í Austur-Asíu, hvemig sem til tekst. ■ aaap&pgg ■ Héðinshúsið fær nýja íbúa Fróði og Frjálst framtak í sambúð Bóka- og blaðaútgáfan Fróði hefur nú flutt starfsemi sína bæjarendanna á milli, úr Bíldshöfðanum í Héðinshúsið vestur á Seljavegi, þar sem bókaútgáfan Iðunn starfaði til skamms tíma. Flutningunum fylgir sameining ritstjómar og aðalskrif- stofu, þess hluta starfseminnar sem undafarin tíu ár hefur verið til húsa í Ármúlanum. Með Fróða flytur Frjálst framtak, sem fyrir skömmu fagnaði því að hafa náð að lifa í aldarfjórðung, og ætla þessi tvö fyrirtæki að starfa í sambúð á fjórðu hæð Héðinshússins frá.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.