Alþýðublaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n Af framsóknargenum... „...þar sem ég sit hér norður á Laugum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu og anda að mér hinu þingeyska lofti. En þetta víðfræga loft er auðvitað framsóknarloft. Staðreynd sem við hinir höfum yfirleitt ekki hátt um. En núna finn ég glögglega að framsóknargenin í mér frískast öll við inntöku þessarar eðallofttegundar. Allir vita að framsóknarmennska er genalægur sjúkdómur, ekki banvænn að vísu en ólæknandi..." Maður yfirgefur ekki börnin sín jafnvel þó að þau séu brekaböm. Þetta sagði afi minn gjaman þegar hann var kominn í þrot í pólitískum rökræðum við bamabam sitt og var kurteislega bent á að eðlilegt framhald af rökum hans væri að hann léti af þeim ævi- langa sið að kjósa Framsóknarflokk- inn. Pallborðið | Þetta rifjast upp fyrir mér þar sem ég sit hér norður á Laugum í Reykja- dal f Suður-Þingeyjarsýslu og anda að mér hinu þingeyska lofti. En þetta víðfræga loft er auðvitað framsóknar- loft. Staðreynd sem við hinir höfum yfirleitt ekki hátt um. En núna finn ég glögglega að framsóknargenin í mér fnskast öll við inntöku þessarar eðal- lofttegundar. Allir vita að ffamsóknar- mennska er genalægur sjúkdómur, ekki banvænn að vísu en ólæknandi og verður aðeins haldið niðri með því að minna sjálfan sig í sífellu á að maður sé hugsandi vera (homo sapi- ens). Beiting þessa móteiturs er óvíða erfiðari en hér í Þingeyjarsýslu. Hér stofnuðu þeir samvinnuhreyfinguna. Hér réði Jónas frá Hriflu ríkjum sem konungur væri og stjómaði með til- skipunum. Þegnamir hlýddu. Hér á andinn óðöl sín öll sem á jörðu verða fundin, eins og Sigurður frá Amar- vatni orti svo karlmannlega fyrr á öld- inni. Þá aðeins tæplega tvítugur að aldri. Þau óðöl hafa síðan að mestu verið setin af framsókn og sjóndeild- arhringur Þingeyinga herpst nokkuð sem von er. Sú íjarsýni sem einkenndi frumherjana um og upp úr síðustu aldamótum hefur hopað fyrir nær- sýnni sjónarmiðum og efniskenndari. En það verður víst mörg hrömunin með aldrinum. Hitt verður aldrei af Þingeyingum skafið að þeir em með skemmtilegra fólki heim að sækja. Það er á við heil- an háskólakúrs að ferðast milli bænda og ræða við þá um landsins gagn og nauðsynjar. Þannig var, að ég var við veiðar í Laxá í Mývatnssveit á dögun- um og leit við í leiðinni hjá gömlum kunningja mínum, öldruðum bónda af gamalgrónum þingeyskum merg. Skipti það engum togum að hann setti mig niður við eldhúsborðið og hellti upp á mig kaffi. Settist síðan gengt mér og hóf tveggja tíma fyrirlestur. Fyrri hlutinn fjallaði um Kfshætti hús- andarinnar, með kynlífshegðun hennar og viðhald stofnsins í brennidepli. Bóndinn fræddi mig á þvf að nátt- úrufræðingar væru sífellt að áætla stofnstærðina og gerðu það með því að telja hreiður fuglsins. Þóttu bónda þetta með fádæmum léleg vinnubrögð þar sem ljóst lægi fyrir að helmingur stofnsins væri kynvilltur (samkyn- hneigður er seinni tíma orð). Seinni stundina notaði hann síðan til að sýna mér fram á sannfræðina í verkum Laxness. Sat þama gegnt mér og þuldi upp úr sér heilu kaflana úr verkum höfuðskáldsins. Kafaði síðan í hyl minninganna og sýndi mér fram á að þessi atburður, þessi einstaklingur væru augljóslega fyrirmyndin að þessu eða hinu hjá Halldóri. Já, þetta var gaman. Hvað segirðu um pólitíkina? spyr ég svona eins og til að leggja mitt af mörkum í spjallinu. Og það skipti engum togum, að það var eins og mý- vargsský legðist yfir andlit gamla mannsins. Ég tala aldrei um pólitík, sagði hann svo. Þú veist að ég hef allt- af kosið framsókn. Þetta er því miður raunasagan um margan Þingeyinginn. Um leið og minnst er á stjómmál breytast þeir úr homo sapiens í andleg nátttröll sem standa steingerð í sólskininu. Hinn genalægi sjúkdómur heltekur þá. Við þögðum um stund, gamli maðurinn og ég- Annars er bjart framundan í bú- skapnum, sagði hann síðan allt í einu. Nú ráðum við Þingeyingar loksins aft- ur. Hvemig þá, segi ég. Sjáðu til, segir hann. Landbúnaðarráðherra er Þingey- ingur, eins er með nýjan formann Bændasamtakanna, framkvæmda- stjóra þeirra, búnaðarmálastjóra og að- stoðarmaður ráðherra er sonur hans. Og þegar ég segi Þingeyingur meina ég Suður-Þingeyingur. Sagði sá gamli og glotti. Ég vona að þeir standi sig, bætir harm við. Djúpt undir titrandi rödd gamal- mennisins heyri ég kvíða. Löng veg- ferð hefur kennt honum að vandi fylg- ir vegsemd hverri. ■ Höfundur er leikari og situr í framkvæmdastjórn Alþýðuflokksins. Besta fornbókabúð lands- ins er í Hafnarstræti 4. Þar rekur Bragi Kristjóns- son Bókavörðuna, ungum og öldnum bókunnendum til óblandinnar ánægju. í fyrra- dag birti Bókavarðan auglýs- ingu í Dl/þarsem fram kom að margt öndvegisritið er nú á boðstólum. Ein bók hlaut að vekja sérstaka athygli - eða öllu heldur umsögnin sem fylgdi. Hún var svona: „Reyfarinn I ^tolnum flíkum e. Berta Ruck'tsumir halda að bókin sé um Þjóðvaka, en það er ekki rétt)". Langminn- ugur kunningi Alþýdublaðs- ins rifjaði upp að afi Braga, ísleifur Gíslason hagyrð- ingur og kaupmaður á Sauðárkróki var þekktur fyrir óvenjulegar tilkynningar á auglýsingatöflu bæjarins. Ein var svona: Olíubrúsi einn er fundinn, úti lá 'ann. Komi nú og hirði hundinn, hver sem á 'ann. að er ýmsum umhugs- unarefni afhverju Kristinn H. Gunnarsson fulltrúi Alþýðubandalagsins í fjárlaga- nefnd Alþing- is studdi ekki beiðni Þjóð- vaka um að fá áheyrnar- fulltrúa í nefndinni. Gísli S. Einars- son Alþýðuflokki og Margrét Frímannsdóttir, hinn fulltrúi Alþýðubanda- lagsins í fjár- laganefnd, studdu Þjóð- vaka í málinu, en máttu sín iítils gegn traustum meirihluta stjórnarliða sem höfnuðu málaleitan þjóð- vakamanna. Kristinn er einn helsti stuðningsmaður Steingríms J. Sigfús- sonar í formannsslagnum í Alþýðubandalaginu, en ein- sog kunnugt er hefur Stein- grímur uppá síðkastið farið að tala um sameiningu vinstrimanna - í fyrsta skipti á pólitískum ferli sínum. Mörgum finnsttómahljóð í því hjali Steingríms og af- staða Kristins nú verður áreiðanlega til að auka efa- semdirnar: Engum dettur í hug að Kristinn hafi ekki ráð- fært sig við Steingrím áður- en hann lagði stein í götu Þjóðvaka... Anæsta ári verða 200 ár liðin frá vígslu dómkirkj- unnar í Reykjavík. Tímamót- anna verður minnst með margvíslegum hætti og verður áhersla lögð á að varpa Ijósi á sögulegt hlut- verk kirkjunnar. Þá verður gefin út saga dómkirkjunnar, sem séra Þórir Stephen- sen færir í letur. Hann er nú staðarhaldari í Viðey en var dómkirkjuprestur um árabil. Afmælisnefnd hefurverið skipuð til að annast hátíða- höld og er Markús Öm Antonsson framkvæmda- stjóri RÚVþarformaður... „Sástu þetta Jón? Var þetta ekki Þjódvakageimskipið sem þaut þarna framhjá okkur7 Það hlýtur eiginlega að vera því ég heyrði um daginn að Jóhanna Sigurðardóttir væri á leiðinni til annars sólkerfis að stofna stjórnmálaflokk því þessir heimsku jarðarbúar kunnu víst ekki nægilega vel að meta stjórnvisku hennar og málflutning. Meira að segja gamli refurinn, Mörður Árnason, var orðinn hálfpirraður á fraukunni... Skúli Magnússon, póst- maður: Já. Forsetinn og borg- arstjórinn eiga að hætta við en aðrar að fara og mótmæla kröftuglega. Ragnhildur Hermanns- dóttir, tækniteiknari: Já, ég held það vegna mannréttinda- brota þar á bömum. Gerður Ingibjörg Gunnars- dóttir, húsmóðir: Nei, alls ekki því þær geta barist fyrir málstaðnum með því að fara. Bára Kjartansdóttir, tísku- hönnuður og kennari: Af hverju ættu þær að hætta við? Hverjum kemur það við hveijir fara og hveijir ekki? Davíð Þór Bjarnason, starfsmaður Ingólfskaffi: Engin spurning. Þannig mót- mæla þær best þeim marmrétt- indabromm sem framin eru. Ef til kæmi alvöru hvatning myndi ég að sjálfsögðu íhuga málið mjög vandlega. Katrín Fjeldsted, aðspurö hvort hún muni gefa kost á sér gegn Friðrik Sophussyni sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins. DV í gær. Það fasta pláss sem Páll [Pétursson] hefur á baksíðu [Áiþýðu]blaðsins, er að þessu sinni helgað leiðtoga Jómsvfldnga, sem sjálfur ritstjórinn hefur viðtal við. Jón Kristjánsson ritstjóri Tímans aö ritdæma þriðjudagsútgáfu Alþýðublaösins. Að mótmæla ekki ákærunni jafngildir því að hann viðurkenni sekt sína, að hafa sýnt lostafullt atferli þegar hann átti samneyti við vændiskonu í bfl sínum í Los Angeles í lok júní. Frétt um Hugh Grant. DV í gær. „Ég kem aftur,“ sagði Sergei Rjakhovskí, rússneskur fjöldamorðingi og náriðili, sem var dæmdur til dauða fyrir nítján morð fyrir rétti í Moskvu í gær. DV í gær. Skiptar skoðanir á skiptu skránni. Fyrirsögn á ítarlegri fréttaskýringu Auðuns Arnórssonar um símaskrána. Mogginn í gær. Samuel Bukoro, 100 ára gamall maður í Uganda, gekk að eiga 12 ára stúlku eftir að hafa átt í mánaðarlöngu sambandi við hana. DV í gær. Herforingjastjórninn í Búrma er eitt síðasta dæmið í heiminum um harðsvíraða ógnarstjórn er kennir sig við sósíalisma. Forystugrein Moggans í gær. Jóhannes í Bónus á skildar þakkir neytenda fyrir að standa nánast einn í þessum þrautaslag við kerfið. Elías Snæland Jónsson í forystugrein DV í gær. Já, ég tel að þetta sé mjög alvarlegt mál, ef þessar upplýsingar eru réttar. Lára Margrét Ragnarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins, aðspurð hvort íslenskar konur eigi að endurskoða þátttöku í ráðstefnunni í Kína. Tíminn í gær. VntSr á Vefnum ■ Á meðan kalda stríðið stóð sem hæst framkvæmdi orkumálaráðuneyti Banda- ríkjanna ótölulegan fjölda grimmilegra til- rauna á manneskjum svo finna mætti út hversu vel þær þyldu geislavirkni. Það var ekki fyrren árið 1994 sem'hin svo- kallaða Skrifstofa geislavirknitilrauna á manneskjum (SGAM) gerði opinberar skýrslur sínar sem fylla yfír milljón rúm- metra pláss í fyrmefndu ráðuneyti. Lang- flestir þeirra sem lentu í þessum leynilegu tilraunum höfðu ekki hugmynd um þær hefðu átt sér stað og urðu því fyrir tölu- verðu áfalli þegar viðbjóðurinn komst upp. Ógnvænlegur íjöldi tilraunadýranna hefur að vísu enn ekki haft samband við yftrvöld — kannski vegna þess að það hreinlega veit ekki af hlutverki sínu í kalda stríðinu. Jæja. En nú hefur hin hátæknivædda SGÁM komið sér upp heimasíðu á Ver- aldarvefnum (http://ohre.doe.gov/) þarsem allar mögulegar og ómögulegar upplýsing- ar em gefnar um tilraunimar og þar munu úl dæmis nethausar fljótlega reka augun í þessi kaldrifjuðu skilaboð: „Ef þú heldur að þú haftr verið þátttakandi í geislavirkn- istilraununum hafðu þá samstundis sam- band við hjálparlínuna." Mmmmm. Ætli þessi þríhenti Bandaríkjamaður sem Villtir hittu í Þórsmörk um daginn sé eitt af fóm- arlömbum kalda stríðsins... tak, m.n v e r ö I d í s a Skömmu eftir að heimsstyijöldina síðari lauk var Bretum boðin Volkswagen- verksmiðjan einsog hún lagði sig sem lið í endurreisn landsins. Bretar sögðu pent neitakk! þarsem þeir töldu fullvíst að bifreiðar með vélina afturí ættu ná- kvæmlega enga ffamtíð fyrir sér. Bresk hemámsyfirvöld vildu þó leggja eitthvað af mörkum til að sýna hug sinn gagnvart þessu rausnarlega úlboði og pöntuðu svosem einsog tuttugu þúsund bjöllur úl að hjálpa Volkswagen-verksmiðjunni á fætur á nýjan leik. Breska heimsveldið hefur vitaskuld mátt líta fffil sinn fegurri eftir að þessari heimsstyijöld lauk, verið óskaplega seinheppið með allt og alla. í fullu samræmi við þá staðreynd var Volkswagen-verksmiðjan farin að framleiða fjögur þúsund bíla uppá hvem einasta dag árið 1959. Byggt á Isaac Asimov's Book of Facts.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.