Alþýðublaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐHD FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ1995 s k o ð a n MMDVBLADID 20950. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Frettastjóri Stefán Hrafn Hagalín Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglysingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Lýðræðið er nokkuð þungt í vöfuni Alþýðublaðið skýrði frá því í gær að meirihluti fjárlaganefndar hefði hafnað beiðni Þjóðvaka um áheymarfulltrúa í nefndina. Það er fráleit ákvörðun. Þjóðvaki er eini stjómmálaflokkurinn sem ekki á fulltrúa í þessari mikilvægustu nefnd Alþingis, og því eðlileg og sanngjöm krafa að flokkurinn fái að fylgjast með því sem þar er vélað. Jón Kristjánsson þingmaður Framsóknar, sem varð formaður nefndar- innar eftir mikið taugastríð milli stjómarflokkanna í vor, færir furðuleg rök fyrir því að beiðni Þjóðvaka var hafnað. Hann sagði í samtali við Al- þýðublaðið í gær að fjárlaganefnd sé orðin fjölmenn, þarsem hún er skip- uð ellefu fulltrúum og því að verða „nokkuð þung í vöfum“. Málfluming- ur af þessu tagi er tæpast samboðinn Jóni Kristjánssyni, sem hingaðtil hefúr haft orð á sér fyrir sanngimi og lipurð í samningum. Þetta minnir hinsvegar á skringilegar yfirlýsingar Davíðs Oddssonar í þjóðhátíðar- ávarpinu fræga, þarsem hann sagði að lýðræðið væri „meingölluð stjóm- unaraðferð, en nýtur þess jafnan að önnur skárri hefur hvergi fundist." Viðhorf forsætisráðherrans til lýðræðis virðast því miður vera bráðsmit- andi, úr því prúðmennið Jón Kristjánsson telur það nú orðið of þungt í vöfum. Gísli S. Einarsson, fulltrúi Alþýðuflokksins í fjárlaganefnd, og alþýðu- bandalagsmaðurinn Margrét Frímannsdóttir studdu beiðni Þjóðvaka. Af- staða Kristins H. Gunnarssonar, annars fúlltrúa Alþýðubandalagsins, er hinsvegar sérkapítuli. Hann valdi það aumlega hlutskipti að sitja hjá - og gekk þannig í lið með fúlltrúum ríkisstjómarinnar. í Alþýðublaðinu í gær segist hann ekki tilbúinn að „taka undir það sjónarmið að allir eigi að fá áheymarfulltrúa alls staðar.“ Stjómmálaskörungurinn af Vestfjörðum bætir síðan um betur og segir: „Við sem emm í pólitík verðum alltaf að velja og hafna en afstaða Jóhönnu Sigurðardóttur er sú að hún vill velja og velja.“ í þessum orðum felst að persónulegt mat Kristins H. Gunnarssonar á Jóhönnu Sigurðardóttur réði því hvemig hann greiddi atkvæði. Málið snýst hinsvegar ekki um persónu Jóhönnu. Það snýst um aðgang lýðræð- islega kjörinna fulltrúa á Alþingi að mikilvægum upplýsingum. Með afstöðu sinni hefur Kristinn H. Gunnarsson skipað sér í flokk með þeim stjómmálamönnum sem finnst lýðræðið „meingölluð stjómunarað- ferð“ og „nokkuð þungt í vöfúm“. Hveitibrauðsdögum lokið Skoðanakönnun DV í gær gefúr eindregið til kynna að hveitibrauðs- dögum Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar sé lokið. Hinn 11. maí kváðust tæplega 80% kjósenda styðja stjómina. Nú, aðeins tveimur mánuðum síðar, er fylgið komið niður í 65%. Andstæðingum stjómarinn- ar hefúr að sama skapi vaxið fiskur um hrygg. í maí var aðeins fimmtung- ur kjósenda andvígur stjóminni, en í gær kom fram að 35% landsmanna em þegar búnir að fá sig fullsadda á helmingaskiptastjóm Davíðs og Hall- dórs. Fylgishmnið er engin tilviljun. Æ fleimm er orðið ljóst að ríkis- stjómin er aðeins bandalag íhaldsins og afturhaldsins um óbreytt ástand. Það er heldur engin tilviljun að Alþýðuflokkurinn er eini stjómarand- stöðuflokkurinn sem hefur bætt við sig fylgi síðan í kosningunum. Frá fyrsta degi stjómarsamstarfsins hafa alþýðuflokksmenn verið oddvitar stjómarandstöðunnar, og haldið uppi beittri og málefnalegri gagnrýni. Lítið hefur hinsvegar spurst til hinna flokkanna, enda dalar Alþýðubanda- lagið vemlega, Kvennalistinn tapar og Þjóðvaki er í þann veginn að þurrkast út. Af þessu er ljóst hvaða flokk kjósendur hafa valið til að leiða harða stjómarandstöðu. Smánarblettur Borgin Srebrenica í Bosníu-Herzegóvinu var hemumin af Serbum, þrátt fyrir að vera „griðasvæði Sameinuðu þjóðanna“. Tugþúsundir óbreyttra borgara em nú á flótta til Tuzla - þarsem 400 þúsund manns hafa verið í herkví í þijú ár. Leiðtogar heimsins lýstu „reiði og undmn" yfir töku Srebrenica. Þeim hefði verið sæmst að þegja: þeirra er ábyrgðin. Fall Srebrenica markar straumhvörf í harmleiknum á Balkanskaga. Nú á umsvifalaust að kalla hið svokallaða „friðargæslulið" burt frá Bosníu, og gera réttkjörinni stjóm Jandsins kleift að verjast Serbum. ■ Flóttinn frá framtíðinni - Um bókina Sjónarröndeftir Svavar Gestsson. Friedrich Nietzsche sagði að trúin á kenningamar væri stærsti bölvaldur mannkynsins. Nietzsche dó árið 1900 og því má spyija: Hvað hefði maður- inn sagt um 20. öldina? Það hefur í reynd verið eitt helsta viðfangsefni 20. aldar manna að eyðileggja hugsjónir og kenningar 19. aldarinnar. Helsta ffamlag 20. aldarinnar er tæknin. (testefc^að ^ | Bókin Sjónarrönd eftir Svavar Gestsson er uppgjör manns við kenn- ingu sem hann tileinkaði sér ungur. Það uppgjör gengur svo langt að hann tekur undir gagnrýni Rósu Luxem- burg á kenningar Marx og Leníns. Mér sýnist bókin heiðarleg hvað þetta varðar, en um leið opinberar hún helstu veikleika Alþýðubandalagsins og raunar flestra sem kenna sig við fé- lagshyggju, vinstristefnu, jafnaðar- stefnu eða hvað þeir kalla það nú á tímum. Flestir þekkja hatrammar deilur kommúnista og sósíaldemókrata frá fjórða tug aldarinnar og síðan. Báðir litu á sig sem deild í alþjóðlegri hreyf- ingu og ræktu vel slík tengsl, komm- únistar við Sovétríkin en sósíaldemó- kratar við bræðraflokka í nágranna- löndunum. Báðir þurftu fjárhagsað- stoð sem trúlega skýrir nokkuð ósjálf- stæði þeirra. Árið 1938 var búin til „samfylking" samkvæmt skeyti frá Moskvu og Sósíalistaflokkurinn stofn- aður. Þá varð Héðinn Valdimarsson einn helsti leiðtogi þess flokks, en Sósíalistaflokkurinn hélt áffam tengsl- um við Moskvu einsog ekkert hefði gerst. Héðinn þoldi það ekki og fór. Þetta var mikil ógæfa því Héðinn var að mínu áliti ffemsti leiðtogi íslenskar alþýðu á þessari öld. Seinna var þetta endurtekið með Hannibal en það fór sömu leiðina. Hvorki Sósíalistaflokkur né Al- þýðuflokkur gegndu því hlutverki sem jafnaðarmannaflokkar gegndu á Norð- urlöndum og það gerir Alþýðubanda- lagið ekki heldur. Of marga leiðtoga þeirra hefúr skort „nærsýni“. Þeir hafa verið svo alþjóðlegir að vandamálin hér hafa setið um of á hakanum. Vita- skuld er víðsýni mikill kostur á stjóm- málamönnum, en svo „víðsýnir" geta menn orðið að þeir sjá ekki niðurá tæmar á sér. Annar veikleiki íslenskra sósíalista er hrokinn. Eftirað Héðinn fór vora fyrrum samherjar hans sam- mála um að útskúfa honum sem svik- ara. Sú hreyfing verður aldrei sterk sem ekki þolir skoðanaskipti og firjálsa hugsun. Og sú hreyfing nær ekki þroska sem alltaf sér helsta óvininn í næsta manni, sem kannski hefur aðrar áherslur. Það er eflaust rétt að íslensk- ir sósíalistar slitu tengslin við Austur-Evrópu 1968, en kenningin sat eftir í hausnum á þeim. En bók Svavars Gestssonar er ekki uppgjör við þetta. Hann talar ekki fyr- ir sameiningu og segir reyndar að því meir sem menn tali um sameininguna, því minni verði flokkamir. Þetta er eitt dæmið um fjarhyglina, eða fjarlægð- ina frá fólkinu. Það eiga margir illt með að skipta um forrit í höfðinu á sér. Um hvað fjallar þá bókin? Hér verður efni hennar vitaskuld ekki rak- ið, en í örstuttu máli skiptist hún í lauslegan sögulegan aðdraganda, óskilgreinda samtíð og ekki síst fram- tíðarsýn höfuftdar, sem er veigamesti og áhugaverðasti þáttur bókarinnar. Umfjöllun um samtíðina og aðdrag- anda hennar er ósköp fátækleg, raunar svo að með ólfkindum er. Höfundur notar hefðbundin hugtök einsog hægri og vinstri, þótt hann renni gran í inni- haldsleysi þeirra. Fyrir utan annað; hvar á að staðsetja kvennahreyfmgar eða umhverfisverndarfólk í þessu mynstri, eða „íhaldssama kommún- ista“! Þá viðurkennir höfundur að ekki sé lengur deilt um eignarhald, sem fyijum var trúaratriði. I tilraunum sínum tilað skýra þjóð- félagsbreytingar síðustu ára, segir höf- undur að „eftir umbrotin 1968 til 1989 er þörf fyrir nýtt landnám". Hvaða umbrot? Um fortíðina segir hann: ,Jlér hefur flest leikið í lyndi allt ffá því nýsköpunarstjómin lagði grand- völl að því hagkerfi sem við búum við.“ Hér var semsagt allt í blóma og „verkalýðurinn gekk hnarreistur inn og út af vinnustöðunum". Og þessi gleðitíð stóð allt til ársins 1987 að at- vinnuleysið kom til sögunnar. Þetta nálgast að minnsta kosti sögufölsun. Og umbrotin: Hippatíminn hófst hér um 1968 og var um margt skemmtilegur, en stóð aðeins fáein ár. f kjölfarið kom iðnaðarhávaði með grimmu áreiti, flæði eitureíúa, ofbeld- is og öfga af ýmsu tagi. Niðurstaðan er ólæsi og þekkingarskortur, sum- staðar nánast andleg eyðimörk þarsem fjöldi ungs fólks hefur orðið úti í sand- storminum. Það er makalaust að núna fyrst skuli gerð tilraun tilað koma hér á samfelldum skóladegi fyrir börn, ekki síst þegar haft er í huga að ís- lenskt þjóðfélag er orðið nær hreint þéttbýhssamfélag í fyrsta sinn í sög- unni. Nú búa aðeins 8% þjóðarinnar utan þéttbýlissvæða. Og varðandi hin hnarreistu: Vissu- lega var áttundi áratugurinn uppgripa- tími með verðbólgu og óverðtryggð lán sem ótæpilega var neytt. Slík „sælutíð" gat ekki staðið lengi, og vorið 1979 samþykkti Alþingi verð- tryggingu lána. Þetta var slík grund- vallarbreyting að þurft hefði að kynna hana rækilega og breyta ýmsu í kjöl- farið, meðal annars húsnæðisstefn- unni. Hvoragt var gert. Fólk og fyrir- tæki héldu áfram að fjárfesta einsog ekkert hefði gerst. 1983 kom fyrsti skellurinn. Kaup hinna hnarreistu var lækkað um 25% og vísitala tekin af. Þarmeð var láglaunastefnan staðfest. í áratug ríkti hér allt í senn: verðbólga, oxurvextir og verðtrygging, ásamt lág- launastefnu. Afleiðingamar hafa ekki „Skilningsleysið á vanda samtíðarinnar beinlínis æpir af síðum bókarinnar," segir Jón Kjartansson um Sjónarrönd Svavars Gestssonar. látið á sér standa. Árið 1988 voru stofnuð Samtök fólks í greiðsluerfið- leikum og störfúðu af nokkram krafti. Þar vora ekki hnarreistir menn á ferð. Þetta var afleiðing nýrra húsnæðislaga frá 1986, en það hef ég kallað rugl aldarinnar. Lána átti allri þjóðinni op- inbera peninga til húsnæðiskaupa og með niðurgreiddum vöxtum. Auðvit- að gat efnað fólk hagnast á þessu, en heimih almennnings vora lögð í rúst þúsundum saman. Þeirri hrinu er ekki lokið enn, þótt dregið hafi úr vandan- um með mildandi aðgerðum. Er eitt- hvert vit í því að fjárfesta í húsum með þessum hætti? Hús era forgengi- leg og háð markaðsverði. Ekki var staðan betri hjá fyrirtækj- unum. Samkvæmt skýrslu fiá Aflvaka Reykjavíkur sem birt var nú í vor hafa skuldir að upphæð 81 milljarður verið afskrifaðar frá 1985. Mér er sagt að enn séu um 40 milljarðar á floti í kerf- inu óuppgerðir, sem enginn geri ráð fyrir að verði borgaðir. Svavar talar mikið um atvinnuleysi, en virðist ekki tengja það við þá meðferð á peningum sem hér var minnst á. Vissulega má taka undir margt í þessari bók og það hygg ég að flestir geti. En skilningsleysið á vanda sam- tíðarinnar beinlínis æpir af síðum bók- arinnar. Svavar er ekki einn um það nú um stundir að leita sæluríkis fortíð- arinnar eða draumaríkis framtíðar, í flótta frá samtíðinni. Þetta er nánast sameiginlegt vandamál jieirra sem kenna sig við félagshyggju af ein- hveiju tagi. ■ Höfundur er rithöfundur. Atburðir dagsins 1793 Jean Paul Marat, einn af leiðtogum frönsku bylt- ingarinnar, stunginn til bana í baði af Charlotte Corday. 1930 Fyrsta heimsmeistara- keppnin í knattspyrnu haldin í Montevideo í Úrúgvæ. 1955 Ruth Ellis, ensk tveggja barna móðir, hengd fyrir að bana ástmanni sín- um. Ellis var síðust kvenna tekin af lífi á Bretlandi. 1990 Boris Jeltsín segir sig úr Kommúnistaflokki Sovét- ríkjanna til að mótmæla stefnu Gorbatsjovs. Afmælisbörn dagsins Sidney Webb enskur hag- fræðingur sem meðal annars átti þátt í stofnun Fabían-fé- lagsins og London School of Economics, 1859. Harrison Ford bandarískur kvik- myndaleikari, 1942. Róttur dagsins Ýmis fleiri sérkennileg og sögufræg nöfn bera hænurn- ar hans Hagalíns. Til dæmis voru á borðum til hádegis- verðar einn daginn þær Kata og Kleópatra. Kvaðst Haga- lín hafa lógað þeim vegna ósæmilegrar hegðunar þeirra. Ingólfur Kristjánsson um Guðmund Gíslason Hagalín rithöfund. Annálsbrot dagsins Svo miklir þerrar, að öngvir mundu þvílíka. Þá varð Óx- ará og margar aðrar smáar rennslur aldeilis þurrar, hverjar menn ei vissu nokk- urn tíma þornað hafa, og víða drap sig fénaður í pytt- um til að ná vatni. Ölfusvatnsannáll, 1740. Máisháttur dagsins Njáls bíta ráðin. Orð dagsins Eg er eins og veröld vill velta, kdtur, hljóður. Þegar við mig er hún ill, ekki' er eg heldur góður. Sigurður Breiöfjörð. Skák dagsins Ftacnik er nú stigahæstur stórmeistara í Slóvakíu, með 2605 ELO-stig - sem er til dæmis meira en íslensku skákmennirnir hafa. Hann tefldi gullfallega skák gegn argentíska alþjóðameistaran- um Spangenberg á Ólymp- íumótinu í Moskvu á síðasta ári. Ftacnik hefur svart og á leik - og þvílíkur leikur! Hvað gerir svartur eiginlega? 1. ... Dg3!! Snilld, enda gafst Spangenberg upp án frekari umsvifa. Það er sama hvemig hvítur bregst við: 2. Dxd4 Dxh3+ 3. Bh2 Bxg2+ eða 2. Bh6+ Ke8 3. Ba4+ Ke7 eða 2. Db4+ Bc5 3. Dxc5+ bxc5 4. Bxg3 Rxg3+ 5. Kh2 Rxfl+ 6. Kgl Kxe8. Ekki dugar heldur að drepa einfaldlega drottning- una með biskup, því þá val- hoppar svarti riddarinn um með banvænan brand.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.