Alþýðublaðið - 27.07.1995, Síða 8

Alþýðublaðið - 27.07.1995, Síða 8
\WREWÍL17 I ihvrmni nnTH 5885522 |-\ LPitlllKL |\ if lll 588 55 21 Fimmtudagur 27. júlí 1995 112. töiublað - 76. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk ■ Rýnt í splunkunýjartölur um íslenskan landbúnað Djúp kreppa í svettum landsins Sú vartíð að nær allir íslendingar höfðu lífsviðurværi af landbúnaði. Nú er öldin önnur: Á síðasta ári unnu aðeins 2,6% mannaflans við landbúnað. Tíu sinnum fleiri vinna í bönkum, hjá tryggingafélögum og sinna ýmislegri þjónustu. 10,1% vinnur við fiskveiðar, 6,3 við fiskiðnað og 11,1% við annan iðnað. í verslun og hótel- rekstri eru 12,2% og 7,5% starfa við samgöngur. Þetta kemurfram í Hagtölum landbúnadarins sem út komu fyrr í vikunni. Við gluggum aðeins í þetta forvitnilega rit. Beikon morgundagsins. Neysla svínakjöts eykst jafnt og þétt. a -myndir: E.ÓI. Jörðum í ábúð fækkar Árið 1980 voru 4985 jarðir í ábúð á íslandi, en 1388 jarðir töldust í eyði. (Skilgreining á eyðibýli telst sú, að enginn eigi þar lögheimili. Hinsvegar telst jörð í ábúð ef fólk hefur þar lög- heimili, þó enginn búrekstur sé á jörð- inni.) Á fjórtán árum hefur jörðum í ábúð fækkað um 347, og eyðijörðum hefúr fjölgað að sama skapi. Á síðasta ári voru 4638 jarðir í ábúð en eyðijarðir voru orðnar 1836. Það er líka fróðlegt að skoða eign- arhald jarða f ábúð. 2903 jarðir voru eign ábúenda sjálfra, 474 voru eign ábúenda og fleiri. 520 jarðir voru í eigu ríkisstofnana og 741 jörð var eign annarra aðila. Hrossum hefur fjölgað gífurlega síðustu ár. Mikið land ónumið Árið 1993 voru ræktuð tún .talin vera 1360 ferkílómetrar, en ræktanlegt land á láglendi er talið 15.500 ferkíló- metrar. Aðeins 8,7% hefur því verið ræktað sem tún og ætla má að önnur ræktun (garðlönd, grænfóður- og komakrar) séu um 120 ferkílómetrar eða 0,8% af ræktanlegu láglendi. Meira vothey Á fáum ámm hafa nokkur umskipti orðið í geymsluaðferð heyfengs. 1987 var þurrhey 85,5% af heyfeng bænda én vothey aðeins 14,3%. Á síðasta ári hafði hlutfall votheys tvöfaldast, var komið upp í 29,2% á móti 70,8% þurrheyi. Refalæður í stuði Á íslenskum loðdýrabúum voru 6684 refir á síðasta ári - og voru í stuði. En hvað gefa nú blessaðar skepn- umar af sér? Meðalmjólkurkýr gefur af sér 4148 kíló á ári, samkvæmt Hag- tölum landbúnaðarins. Þessi tala hefur haldist nánast óbreytt síðustu fimm ár, og því ekki um neina framleiðniaukn- ingu að ræða. Meðalvarphæna verpir 13 kflóum af eggjum á ári - það jafngildir 20 eggjabökkum. Það magn hefur ekkert breyst síðustu þrjú ár. Gyltumar hafa hinsvegar tekið sig á: árið 1990 gaf hver gylta af sér 849 kfló en í fyrra 924 kíló. Vetrarfóðruð ær gaf af sér 27,4 kíló í fyrra, sem er tæplega þremur kílóum meira en árið 1990. Paraðar minkalæður gutu að meðal- tali 4,5 hvolpum í fyrra sem er svipað og síðustu ár. Refalæður vom hins- vegar með fijósamasta móti í fyrra og gutu að meðaltali 6,7 hvolpum, sam- anborið við 3,4 hvolpa fyrir fimm ár- um. Sauðfé fækkar - svínum fjölgar Sauðfé hefur fækkað stórlega síð- ustu ár: 1978 vom tæplega 900 þús- und ær og sauðir á ÍSlandi en í fyrra var þessi tala komin niður í 499.110. Mannfólkið er þannig ennþá aðeins hálfdrættingar sauðfjárins en það dregur hratt saman. Mjólkurkúm hefur einnig fækkað, en ekki nándar nærri eins mikið. Fyrir 25 ámm vom 34.275 mjólkurkýr á Is- landi en 30.518 í fyrra. Öðmm naut- gripum hefur aftur á móti fjölgað til muna: úr 19.019 árið 1970 í 41.405 á síðasta ári. Hrossum hefur snarfjölgað enda fer áhugi á hestamennsku sífellt vaxandi. Árið 1970 vom þau 33.472 en hefur fjölgað um meira helming, vom í fyrra 78.517. Svín eiga þó hlutfallslega vinning- inn. Fyrir 25 árum voru þau aðeins 667 en vom á síðasta ári orðin 3752 talsins. Varphænur á Islandi em nú rétt um 165 þúsund og hefur fjölgað um 25 þúsund á jafnmörgum ámm. Refir urðu flestir 21.480 árið 1986 en em nú 6864. Tala minka segir líka sína sögu um dapurleg endalok loð- dýraævintýrisins: þeir vora 86.645 ár- ið 1988 en em nú 33.573. Mestur landbúnaður á Suðurlandi Ef litið er á skiptingu búfjár eftir einstökum kjördæmum kemur strax á daginn að Suðurland hlýtur að teljast mesta landbúnaðarsvæði Islands. Þar Sauðfé snarfækkar en það er samt næstum helmingi fleira en mannfólkið. em flestar mjólkurkýr (11.224), aðrir nautgripir (15.542), sauðfé (103.708), hross (25.373) og svín (1366). Reyk- nesingar státa af miklum meirihluta varphæna, 112.498. Vestlendingar eiga næstmest af sauðfé, Norðlending- ar vestri koma næstir Sunnlendingum í hestaeign, en Norðlendingar eystri eiga næstflestar mjólkurkýr og aðra nautgripi. Selveiðar minnka Lítum þá á hlunnindabúskap. Sel- veiði dregst stöðugt saman. Árið 1987 voru alls 5100 selir veiddir hér við land, þar af 2454 fullorðnir selir og 2646 kópar. Á síðasta ári vom aðeins veiddir 812 fullorðnir selir og 1992 kópar, eða alls 2804. Selveiðar hafa minnkað um helm- ing á fáum árum. Fleiri hreindýr vom hinsvegar felld á síðasta ári en um langt skeið, alls 710 dýr, sem er næstum helmingi meira en 1984. Nú liggur hinsvegar fyrir að minni veiði verður leyfð á þessu ári. Þá má nefna að framleiðsla æðar- dúns jókst um helming í fyrra, miðað við árið áður, og var 3,4 tonn. Verð- mætið nemur hvorki meira né minna en 100 milljónum. Þá er áætlað að 300 þúsund staura og öjáboli hafi rekið á fjörur landsins, sem er svipað og síðustu ár. Þar er um verulega búbót að ræða fyrir marga bændur. Framleiðsla grænmetis eykst Framleiðsla grænmetis var með mesta móti í fyrra miðað við síðustu ár. Hér á eftir verður tíunduð fram- leiðsla á nokkrum tegundum. Tölur ársins 1993 em í sviga. Rófur 1010 tonn (325 tonn 1993), kartöflur 11.145 (4000), gulrætur 250 (248), tómatar 840 (625), gúrkur (583), blómkál 90 (90), hvítkál 500 (482), paprika 205 (140), sveppir 220 (221). Framleiðsla á íslensku grænmeti jókst mjög í fyrra. Miklu minna byggt Lítum þá aðeins á hýbýli íslenskra húsdýra. Fjárhús á fslandi teljast um 3340. Rétt um 90% fjárhúsa, 3005, em eldri en 16 ára en aðeins 335 era 15 ára og yngri. Sáralítið er um ný- byggingar hin síðari ár. Það er einkum til marks um tvennt: Annarsvegar mikla uppbyggingu á sjötta, sjöunda og áttunda áratugnum, hinsvegar þá lægð sem sauðfjárbúskapur er í. Árið 1993 vom aðeins byggð níu fjárhús á íslandi og átta árið þaráður. Fyrir 40 ámm, árið 1955, vom byggð 114 ljár- hús; 115 árið 1965 og 75 árið 1975. Meðalfjárfjöldi í byggðum fjárhúsum í fyrra var 227, miðað við tæplega 278 árið 1965. í fyrra vom reist sjö fjós yfir 135 kýr. 1985 var 31 fjós reist yfir 741 kýr og 1975 vom ný fjós 46 og þau hýstu 1386 kýr. Nautgripir gefa mest af sér Heildarverðmæti landbúnaðaraf- urða á síðasta ári var 17,5 milljarðar. Þegar skoðaður er hlutur einstakra bú- greina kemur eftirfarandi í ljós: Af- urðir nautgripa nema 37,7%, sauðfjár 21,3%, hrossa 4,4%, svína 5,2%, al- ífugla 5,9%, garðávaxta og gróður- húsa 6,8%, fiskeldis 9,2% og afurðir annarra búgreina nema 9,4%. Þar er einkum um að ræða loðdýr, ferðaþjón- ustu og hlunnindi ýmisskonar. Framleiðsla eykst á öðrum Norðurlöndum 30.518 kýr sjá okkur fyrir mjólkur- afurðum. Að lokum er ekki úr vegi að líta á þróun sem orðið hefur í heildarfram- leiðslu landbúnaðarafurða á íslandi, samanborið við önnur Norðurlönd. Magnvísitala landbúnaðarframleiðslu er miðuð við 100 á ámnum 1979-81. Fram á miðjan síðasta áratug jókst framleiðslan og náði hámarki 1985, þá náði vísitalan 107 stigum. Síðan heftir stöðugt dregið úr framleiðslu, og árið 1993 var vísitalan komin niður í 89. Heildarframleiðsla minnkaði einnig í Finnlandi (úr 116 stigum 1984 í 107 stig 1993) og í Svíþjóð (115 stig 1984, 98 stig 1993). Danir og Norðmenn hafa hinsvegar sótt í sig veðrið síðustu ár. Magnvísitala landbúnaðarfram- leiðslu í Danmörku var komin upp í 126 árið 1984 og 131 í hittifyrra. Norðmenn vom koínnir í 111 stig árið 1984 og 115 stig árið 1993. Ekki er síður forvitnilegt að líta vísitölu matvælaframleiðslu. Á Islandi hefur framleiðsla minnkað verulega síðustu ár. 1988 var vísitala matvæla- framleiðslu 101 en var komin niður í 88 árið 1993. Allt aðra sögu er að segja af öðmm Norðurlöndum, eink- um Danmörku og Noregi. Vísitala matvælaframleiðslu í Danmörku var 99 árið 1984 en hafði rokið upp í 123 árið 1993. Norðmenn höfðu á sama tíma farið úr 100 stigum í 115. Svíar fóru úr 99 í 100 en í Finnlandi var vísitala matvælaframleiðslunnar hin sama 1984 og 1993, eða 103 stig. Hvað verður um óðul feðr- anna Allt ber að sama bmnni þegar litið er yfir talnaranumar: íslenskur land- búnaður hefur átt afar erfitt uppdráttar Ein hæna skilar af sér 20 eggja- bökkum á ári. síðustu ár - og em svosem ekki ný tíð- indi. Verði landbúnaðarkerfið ekki stokkað upp er útlit fyrir að fram- leiðsla haldi áfram að minnka, störf- um í landbúnaði fækki, fleiri jarðir fari í eyði. Og hvað verður þá um óðul feðranna? ■ 710 hreindýr voru felld í fyrra, fleiri en í mörg ár.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.