Alþýðublaðið - 28.07.1995, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 28.07.1995, Blaðsíða 1
Föstudagur 28. júlí 1995 Stofnað 1919_____________________________________________113. tólublað - 76. árgangur ■ Sighvatur Bjamason framkvæmdastjóri Vinnnslustöðvarinnar átelur harðlega skrif Viðskiptablaðsins um fyrirtækið. Vinnubrögð r'rtstjórans með eindæmum Hafa gert blaðið ótrúverðugt og ómarktækt. í grein sem Sighvatur Bjamason, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinn- ar hf. í Vestmannaeyjum, skrifar í Al- þýðublaðið í dag fer hann hörðum orðum um skrif Óia Bjöms Kárason- ar, ritstjóra Viðskiptablaðsins, um Vinnslustöðina. Sighvatur segir meðal annars í grein sinni: „Það er mér mikil vonbrigði að þurfa að rita þessa grein til þess að benda á óvönduð skrif Viðskipta- blaðsins sem gert hafa það ótrúverð- ugt og ómarktækt. Ritstjóri blaðsins hefur séð sig knúinn til að skrifa lang- ar greinar um stöðu og rekstur fyrir- tækis þess er ég stjóma. Greinamar em svo ótrúlega neikvæðar að ef fyrir- tækið og stjómendur þess væm eins og þar er lýst, má telja nær ömggt að það væri nú þegar búið að leggja upp laupana. Vinnubrögð hans við gagna- öflun og túlkun upplýsinga em með slíkum eindæmum að ég þekki ekki dæmi um slíkt nema ef vera skyldi „Eru þetta Islendingar?" Sumarleikhóparnir Götuleikhúsið og Útileikhúsið ætla að setja upp stór- sýninguna Skákin ódauðlega i Hafnarhúsinu í kvöld. Á blaðsíðu 5 af því til- efni er rætt við leikstjóra hópanna, þau Rúnar Guðbrandsson, Steinunni Knútsdóttur, Önnu E. Borg og Guðjón Sigvaldason um leikhópana, Skák- ina ódauðlegu og þras og þráhyggju. Forsvarsmenn þessarra útileikhúsa segja íslendinga bregðast misjafnlega við leiklistaruppákomum á götu úti. Einhverjir hafa meira að segja hvíslað forviða að viðstöddum: „Eru þetta íslendingar?" Skákin ódauðlega var annars tefld á fyrsta alþjóðlega skák- mótinu, í London 1851 - og er reyndar fyrsta skákin sem er birt í íslensku dagblaði. (Á myndinni má sjá einn þeirra útileikhússmanna.) A-mynd: E.ÓI. hjá Helgarpóstinum gamla. Eftir lestur greinar er birtist 9. nóv- ember síðastliðinn ákvað ég að hún væri ekki svara verð þar sem blaðið hafði ekki hirt um að afla réttra upp- lýsinga og afgreiddi hana því í huga mér sem unglingsafglöp vaxandi blaðs. I 22. tölublaði, þann 19. til 25. júlí 1995, er grein eftir ritstjórann er bar yfirskriftina Var þá rétl að skrá Vinnslustöðina á Verðbréfaþing? Greinin var merkileg fyrir margra hluta sakir og telur undirritaður fulla ástæðu til þess að gera athugasemdir við greinina í heild sinni,“ skrifar Sig- hvatur. Hann segir ennffemur að í greininni vitni ritstjórinn meðal annars í grein sína ffá 9. nóvember: „Og ef htið er á hana þá var niðurlag hennar jákvætt fyrir fýrirtækið en allt efnið þar á und- an hafði verið mjög neikvætt. Beinlín- is var geftð í skyn að forráðamenn fýr- irtækisins væru að villa um fýrir fjár- festum. Ritstjórinn hélt þessu meðal annars fram í útvarpsviðtali. Hann sagði þar að forráðamenn fýrirtækis- ins hefðu haldið því fram að hagnaður Vinnslustöðvarinnar hf. 1993/1994 hefði orðið 215 milljónir en í raun væri um 11 milljóna tap að ræða. Til- gangur viðtalsins var meðal annars að reyna að selja Viðskiptablaðið er kom út þennan sama dag,“ skrifar Sighvatur. - Sjá baksíðu. ■ Blaðamenn Póstsinsfá ekki greidd laun, ritstjórinn hættur, framkvæmdastjórinn í sumarleyfi í útlöndum og margir blaðamenn íhuga að ganga út. - Rekstrarfé þrotið Höldum áfram útgáfunni - segir Ámi Möiier, stjórnarmaður Miðils hf. „Engin krísa þótt Gunnar Smári Egilsson hætti." „Það eru engar áætlanir uppi um að hætta þessari útgáfu. Það er allt- af svolítið erfitt að koma blöðum á stað og það er ekki nema hálft ár síðan við byrjuðum. Það tekur tíma að koma svona útgáfu á koppinn en við höfum verið í mikilli sókn í áskriftasöfnun og söiu,“ sagði Ámi Möller, bóndi á Þórustöðum og stjórnarmaður í Miðli hf., í samtali við Alþýðublaðið. Mikil og vaxandi óánægja er meðai starfsmanna Helgarpóstsins og Mánudagspóstsins sem Miðill hf. Seltimingar greiða mest í opinber gjöld af einstaklingum í Reykjanesum- dæmi. Meðaltal álagðra gjalda á ein- staklinga á Seltjamamesi em 402.750 krónur og því næst koma einstaklingar í Garðabæ með 382.470 krónur að meðaltali. Þessar upplýsingar koma fram í greinargerð skattstjóra umdæm- isins um álagningu opinberra gjalda gefur út. Starfsfólk hefur ekki fengið greidd laun undanfarnar vikur og þolinmæði manna á þrot- um. Gunnar Smári Egilsson ritstjóri hefur sagt starfi sínu lausu og óskað eftir að losna sem allra fyrst. Ekki tókst að ná tali af Gunnari Smára í gær. Samkvæmt heimild- um blaðsins munu margir blaða- menn ganga út um helgina hafi þeir ekki fengið laun sín greidd og tryggingu fyrir því að framvegis verði staðið við launagreiðslur. Heimildir Alþýðublaðsins segja að 1995. Gjöld á 52.731 skattgreiðendur, þar af 2.799 undir 16 ára aldri, nema samtals 25,4 milljörðum króna. Gjöld á félög og lögaðila nema 2,6 milljörðum. Meðaltal álagðra gjalda á einstaklinga í Bessastaðahreppi em krónur 317.691, í Grindavík 304.913 krónur og 302.488 krónur í Mosfellsbæ. Meðaltalið er undir 300 þúsundum í öðmm sveitarfé- rekstrarfé Miðils hf. sé þrotið og vanskil hrannist upp. Kristinn Al- bertsson framkvæmdastjóri Miðils er í sumarleyfi í útlöndum um þess- ar mundir. „Ég vona að þessir erfiðleikar með launagreiðslur séu bara tíma- bundið ástand. Við erum með mjög færan mann [Sigurð Má Jónsson] sem aðstoðarritstjóra þannig að það er engin krísa þótt Gunnar Smári Egilsson hætti. En nákvæm- lega hver verður ráðinn ritstjóri get ég ekki sagt um,“ sagði Arni uhæstir lögum á svæðinu. í Hafnarfirði er það 282.116 krónur og 290.004 krónur í Kópavogi. I Kjósarhreppi er meðaltalið á einstakling langlægst eða 176.250 krónur. Benedikt Sigurðsson í Kefla- vík er gjaldahæstur einstaklinga í Reykjanesumdæmi með 15,4 milljónir. Af lögaðilum greiða fslenskir aðalverk- takar mest eða 468 milljónir króna. ■ Skattar í Reykjanesumdæmi Seltirningar tekj Ferðafól k á Norðurlandi Fjölbreytt þjónusta við hringveginn — og víðar! Útibú Kf. Skagfirðinga í Varmahlíð Bjóðum ferðafólki fjölbreytta þjónustu á fögrum stað við þjóðveg nr. 1: • Verslun meö dagvöru og ferðavörur. • Rúmgóð veitingastofa með allar veit- ingar. • Olíur og bensín. • Opið frá kl. 09:00-23:30. Útibú Kf. Skagfiröinga á Hofsósi og Ketilási í Fljótum Dagvöruverslanir, léttar veitingar, olíur og bensín. • Opiö frá 09:00-20:45. Verslun og þjónusta á Sauðárkróki, þar sem athafnalífið blómstrar! Á Sauðárkróki býður Kf. Skagfirðinga þjónustu sína: • Skagfirðingabúð, stærsta alhliða vöru- hús á Norðurlandi og ef til vill víðar! • Bifreiðaverkstæði, varahlutir og smur- þjónusta. • Vélsmiðja, rafmagnsverkstæði, afurða- stöðvar o.fl. o.fl., bara að nefna það! v*omin i Kaupfélag Skagfírðinga Skagafjörð. sauðárkróki -varmahlíð - hofsósi - ketilási

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.