Alþýðublaðið - 28.07.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 28.07.1995, Blaðsíða 8
Föstudagur 28. júlí 1995 MMIIIItllfiyiU 13. tölublað - 76. árgangur Hvað gengur rítstjóranum til? ■ Sighvatur Bjarnason skrifarvegna umfjöllunar Viðskiptablaðsins um málefni Vinnslustöðvarinnar hf. íVestmannaeyjum. Ekki alls fyrir löngu hóf nýtt vikublað, Viðskiptablaðið, innreið sína á fjölmiðla- markaðinn. Það hafði það að leiðarljósi að gera atvinnulífmu skil - enda full þörf fyrir slíkan fjölmiðil. Ég var einn af þeim sem fagnaði útgáfunni og lagði mig í líma við að kaupa blaðið - þrátt fyrir að því gengi hálfilla að slíta bamsskónum og þroskast. Góðar greinar og fréttir hafa birst í blaðinu enda margt áhugavert að gerast f íslensku atvinnuiífi, sem betur fer. Vandað blað sem sinnir íslensku atvinnu- lífi af kostgæfni og heiðarleika getur vænst góðra og langra lífdaga innan ís- lenskrar fjölmiðlaflóm að mínu matí. Það eru mér þvf mikil vonbrigði að þurfa að rita þessa grein til þess að benda á óvönduð skrif Viðskiptablaðsins sem gert hafa það ótrúverðugt og ómarktækt. Ritstjóri blaðsins hefur séð sig knúinn tíl að skrifa langar greinar um stöðu og rekstur fyrirtækis þess er ég stjórna. Greinamar eru svo ótrúlega neikvæðar að ef fyrirtækið og stjómendur þess væm eins og þar er lýst, má telja nær ömggt að það væri nú þegar búið að leggja upp laupana. Vinnubrögð hans við gagnaöfl- un og túlkun upplýsinga em með slíkum eindæmum að ég þekki ekki dæmi um slfkt nema ef vera skyldi hjá Helgarpóst- inum gamla. Eftir lestur greinar er birtíst 9. nóvem- ber síðastliðinn ákvað ég að hún væri ekki svara verð þar sem blaðið hafði ekki hirt um að afla réttra upplýsinga og af- greiddi hana því í huga mér sem „ung- lingsafglöp" vaxandi blaðs. f 22. tölublaði, þann 19. til 25. júlí 1995, er grein eftír ritstjórann er bar yfir- skriftína Var þá rétt að skrá Vinnslustöð- ina á Verðbréfaþing? Greinin var merki- leg fyrir margra hluta sakir og telur undir- ritaður fulla ástæðu til þess að gera at- hugasemdir við greinina í heild sinni. I þessari grein vitnar ritstjórinn meðal annars í grein sína frá 9. nóvember og ef litið er á hana þá var niðurlag hennar já- kvætt fyrir fyrirtækið en allt efnið þar á undan hafði verið mjög neikvætt. Bein- línis var gefið í skyn að forráðamenn fyr- irtækisins væm að villa um fyrir fjárfest- um. Ritstjórinn hélt þessu meðal annars fram í útvarpsviðtali. Hann sagði þar að forráðamenn fyrirtækisins hefðu haldið því fram að hagnaður Vinnslustöðvarinn- ar hf. 1993/1994 hefði orðið 215 milljónir en í raun væri um 11 milljóna tap að ræða. Tilgangur viðtalsins var meðal ann- ars að reyna að selja Viðskiptablaðið er kom út þennan sama dag. f greininni, sem var mjög mglingsleg, var því haldið fram að hefðbundinn rekst- ur VSV hefði ekki batnað mikið á undan- fömum ámm. Engu að síður var nánast einni síðu varið í að birta rekstur og efna- hag Vinnslustöðvarinnar hf. frá 1991. Fyrir þá er skilja tölur mátti vera ljóst að reksturinn hafði batnað vemlega frá 1991, undarlegt var því að halda öðm fram, nema að þekkingarleysi hafi komið til. í greininni kom meðal annars réttilega fram að hagnaður Vinnslustöðvarinnar hf. 1993/1994 var 215 milljónir króna og hagnaður samstæðunnar 172 milljónir króna, þrátt fyrir að ritstjórinn hefði hald- ið því fram að tap hefði orðið upp á 11 milljónir króna. Gerð var athugasemd við að bókfært verðmæti veiðiðheimilda væri 461 millj- ón, sem er reyndar mjög eðlilegt. Vinnslustöðin hafði selt skip með veiði- heimildum til þess að lækka fjárbindingu í skipum og fjárfest í veiðiheimildum á móti. Auðvitað varð að bókfæra verð- mætí heimildanna. Með því að bókfæra aflaheimildir með skipum hefðum við að sjálfsögðu lækkað afskriftimar og þar með aukið hagnaðinn um 27 milljónir króna. Til upplýsinga er þetta gert þannig hjá flestum að menn kaupa skip með veiðiheimildum og afskrifa þá upphæð um 6 tíl 8% á ári í flestum tilfellum, en kaup aflaheimilda eru almennt afskrifuð um 12 til 20% á ári. Ein athugasemd Vikublaðsins var að Vinnslustöðin hf. hefði lækkað skuldir með því að selja eignir. Þetta er stórbrotín athugasemd og virðist ljóst að þeir er svona skrifa þekkja ekki tíl rekstrar. Ef lækka á skuldir fyrirtækja eru þrir möguleikar að mínu matí; sá fyrsti er að græða, annar er að auka hlutafé, við vor- um að vinna í því og síðan sá þriðji að selja eignir. Eignir VSV eru mjög seljan- legar og því var brugðið á það ráð, við höfðum meðal annars keypt skip ódýrt vegna þess að við sáum í því gróðavon. Við tilkynntum okkar viðskiptabanka strax við kaupin að við sæjum hagnaðar- Sighvatur Bjarnason: Það eru mér mikil vonbrigði að þurfa að rita þessa grein til þess að benda á óvönduð skrif Viðskiptablaðsins sem gert hafa það ótrúverðugt og ómarktækt. von í kaupum á skipinu og bankinn að- stoðaði við málið útfrá þeim forsendum og á þakkir skildar fyrir. Þetta ætti ritstjórinn að skilja eftir að hafa rekið fyrirtæki í sambærilegri stöðu ogVSV varf I greinum er birtust síðar var meðal annars ráðist á þau fyriitæki og fjárfesta sem höfðu fjárfest í Vinnslustöðinni hf. og gert mikið úr því að sum þeirra höfðu tengst Sambandinu sáluga. Aðstoð við enduiTeisn fyrirtækja er ekki óalgeng og við höfúm oft séð það áður. Ljóst er að heildarrekstramiðurstaða fyriitækisins verður lakari á þessu ári en síðasta, ekki síst vegna þess að á fyrra ári nutum við góðs af skynsamlegum fjár- festingum sem við höfum selt aftur og hagnast vel á. Afkoma í loðnuvinnslu þessa árs er lakari en á fyrra ári meðal annars vegna þess að samkeppnin var svo mikil um að selja loðnu sem átti eftir að veiða, að stærsta sölufyrirtæki Islendinga á sjávarafurðum lækkaði markaðsverðið verulega, vegna væntingar um offram- leiðslu, sem ekki varð raun á. Verða á loðnuhrognum féll einnig verulega, en skiljanlegar ástæður lágu þar að baki vegna offramleiðslu okkar Islendinga á afurðinni. Auk þess höfum við orðið fýrir barð- inu á lækkun á gengi dollars og sterlings- pundsins sem og önnur fyrirtæki í okkar grein. Á þessu ári hefur rekstur útgerðar gengið mun betur en áður, en sá rekstur hafði verið okkur mjög þungur í skauti á árinu 1993/1994. Rekstur bolfiskvinnsl- unnar er einnig að batna vegna hagræð- ingaraðgerða, aðlögun að gengissveiflum og framleiðslu á nýjum afurðum. Vert er að benda á 6 mánaða milliupp- gjör annarra sjávarútvegsfyrirtækja á Verðbréfaþingi hafa enn ekki verið opin- beruð, en fróðlegt verður að sjá afkomu þeirra. Rekstur sjávarútvegsfyrirtækja á þessu ári hefur gengið verr en á síðasta ári, það hefur komið fram í öllum fjöl- miðlum, þannig að lakari útkoma VSV ætti ekki að koma á óvart. Ef borinn er saman rekstur Vinnslu- stöðvarinnar á síðasta ári og á þessu ári án söluhagnaðar eigna, verður rekstur þessa árs ekki síðri. Sjómannaverkfall og afla- brestur á humar hefur að vísu gert okkur erfitt fyrir. En það skal játað að alltaf má gera betur. Unnið er að því að bæta rekst- urinn enn frekar til þess að ná upp hærra framlegðarstigi er nægir til að geta skilað hluthöfum viðundandi arði og efla fyrir- tækið til enn frekari sóknar. Að því er vikið meðal arrnars í Fréttabréfi Vinnslu- stöðvarinnar hf. í júm' er ætlað var hlut- höfum og starfsmönnum fyrirtækisins. í fréttabréfinu segir meðal annars að nauð- synlegt sé að fyrirtækið skili um 3 pró- sentustiga hærri frámlegð miðað við nú- verandi veltu tíl þess að skila viðunandi afkomu. Ef litíð er á þróun hagnaðar fyrir fjár- magnsliði og afskriftir hjá VSV frá 1991 kemur eftírfarandi í ljós: (SJÁ TÖFLU) { ljósi þessara talna sést að við eram á réttri leið. Heildarskuldir hækkuðu vegna fjárfest- ingar í afburða fiskiskipi fyrir hátt í 280 milljónir, en markaðsverðmætí skipsins í dag með aflaheimildum er verulega miklu hærra, svo og vegna hærri birgða- stöðu en áður. Benda má ritstjóranum á að nettóskuldir lækkuðu úr 3.212 milljón- um 1992/93 í 2.732,1 milljón og síðan í 2.670,1 milljón nú í lok apríl síðast liðinn. Skuldir munu lækka ennfrekar fyrir lok reikningsársins vegna sölu á ftskiskipinu Frigg VE, sem hefur verið seld fyrir um 185 milljónir króna. Að halda því fram að skuldir hafi ekki lækkað er rökleysa og beinlínis villandi. Veltufjárhlutfallið bato- aði einnig talsvert á milli ára, fór úr 0,56 f 0,84, hafði verið 0,47 árið 1993, á það benti ritstjórinn að vísu. Það skal játað að skuldir Vinnslustöðv- arinnar hf. era of háar og veltufjárhlutfall er of lágt, enda höfum við aldrei haldið öðru fram. Það var aðal ástæðan fyrir hlutafjáraukningunni. Við búum hinsveg- ar ekki til afburðafyrirtæki úr VSV á nokkrum dögum. Ég hef þá trú að það muni takast að gera VSV að fjárhagslega öflugu fyrirtæki á árinu 1997. Staðan nú er mun styrkari en um langt skeið. Við höfum enn ekki náð sama fjár- hagslega styrk og Grandi, ÚA og HB, staða okkar var of slæm í upphafi. Gengi hlutabréfa VSV er því talsvert lægra en hjá hinum fyrirtækjunum, en ef vel tekst tÚ á ábatavon við kaup á bréfum í VSV að geta verið ekki síðri en hjá hinum fyr- irtækjunum á markaðnum. Bókfært eigið fé í dag er tæpur hálfur milljarður króna, og tapþolið hefúr því aukist veralega. Vinnslustöðin hf. hefur gengið í gegn um miklar breytingar á liðnum áram og var á síðasta hausti tilbúin til þess að komast á fullt skrið. Tímasetning á hluta- fjárútboði og umsókn um skráningu hlutabréfa VSV á Verðbréfaþingi íslands var því rökrétt framhald endurskipulagn- ingu fyrirtækisins. sæti á meðan fjallað var um málefni VSV, ekki síst í ljósi forsögu málsins og tengsla einstakra stjórnarmanna við ákveðna viðskiptablokk. { sjötta lagi gagnrýnir ritstjórinn störf bankaeftírlits Seðlabanka íslands og er sú gagnrýni stórfurðuleg. Niðurstaða banka- eftirlitsins var eingöngu samkvæmt lög- um, en ef ritstjórinn hefði kynnt sér lögin um Verðbréfaþingið þá hefði honum orð- ið ljóst að ákveðin lög kveða á um skrán- ingu fyrirtækja á markaði. Fyrirtæki þurfa að fylla ákveðin skilyrði, samanber reglur númer 2 um skráningu hlutabréfa á Verð- bréfaþingi íslands er lúta að eiginfjár- stöðu fyrirtækja er sækja um skráningu, en þar segir: „Áætlað markaðsverð hlutabréfa, sem sótt er um að skráð séu, eða bókfært eigið fé félags að viðbættum hagnaði eða að frádregnu tapi firá síðasta fjárhagsári, sé ekki unnt að áætla markaðsverð, skal vera minnst 75 milljónir króna. Fjárhæðir í •þessari og 3. grein skulu breytast í sam- ræmi við breytíngar á skráðu kaupgengi evrópskar mynteiningar (ECU) ffá geng- inu hinn 31. janúar 1992,73,539.“ Þetta skilyrði uppfyllti VSV þegar sótt var um skráningu á Verðbréfaþingi, eigið fé var um 88 milljónir, sótt var um skrán- ingu á 300 milljónum, hagnaður á undan- gengnu fjárhagsári var 172 milljónir. Til þess að tryggja hag væntanlegra fjárfesta og styrkja stöðu fyrirtækisins var gerður sá fyrirvari í útboðsgögnum að einungis yrði af útboðinu ef tækist að selja 250 milljónir að nafnvirði. Það hafði verið tryggt fyrirffam. Því gat Verðbréfaþingið ekki hafnað umsókn VSV um skraningu á þessari forsendu. Ár: 1991*** 1992** 1992/1993 1993/1994 1994/1995 Tekjur samtals 1540,9 1.710,0 2.584,3 2.938,1 2.078,4 Hagnaður fyrir afsk. og fjárm. 91,2 237,9 432,1 568,3 411,3 Hagnaðurfyrir afsk. og fjárm. 5,9% 13,9% 16,7% 19,3% 19,8% •** fyrir samruna VSV. f iskiðju, f JVE, Gunnar Ólafsson og Co., Lifrasamlagsins t Vestmannaeyjum og Knarrar hf. *• Átta ménafta uppgjör. sameining hefur átt sér stað 1. janúar 1992. Greiddar voru 75,3 mitljónir úr verftjöfnunar- sjóöi til VSV. Sighvatur Bjarnason tók viö starfi 1. júlí 1992. * Átta mónaða rekstrartímabil. Umfjöllunin í'Viðskiptablaðinu um gagnrýnina á stjóm Verðbréfaþings er villandi. Á sínum tíma gagnrýndi ég að stjómarmenn Verðbréfaþings sem jafn- fiamt sitja í stjómum eða era stjómendur samkeppnisfyrirtækja skulu taka þátt í umfjöllun og afgreiðslu um samkeppnis- aðilana. Allt em þetta mætir menn sem vafalaust eru starfi sínu vaxnir, en það getur verið mjög erfitt að verá hlutlaus í svona málum og því bentí ég á þetta. Ég tel reyndar að breyta þurfi lögum um val á fulltrúum í stjóm Verðbréfaþings til þess að koma í veg fyrir hagsmuna- árekstra. Hvað varðar vanhæfni einstakra stjóm- armanna Verðbréfaþings þá var alltaf ljóst að bankaeftirlitið gat ekki dæmt yfir- mann sinn vanhæfan, enda fór VSV sjálf reyndar aldrei fram á að þeir yrðu dæmdir vanhæfir. Niðurstaðan kom því ekki á óvart. Aðalmálið var að ákveðnir stjóm- armenn áttu að okkar mati að víkja úr Werjóllur Ritstjóranum er fátt heilagt og hann réðst einnig á bankaeftirlitið og sagði: ,Með því að gera athugasemdir er banka- eftirlitíð að taka á sig ákveðna ábyrgð og setja sig í dómarasæti." En þetta er ein- mitt hlutverk bankaeftírlitsins, samanber 18. grein laga urn Verðbréfaþing íslands í VIB. kafla. Bankaeftirlitinu ber skylda tíl þess að hafa eftirlit með að starfsemi Verðbréfaþingsins sé í samræmi við lögin er gilda um þingið og ber því mikla ábyrgð. Ritstjórinn segir að mikið sé í húfi fyrir mig persónulega að rekstur fyrirtækisins gangi vel, og er það rétt, enda er ávallt svo um framkvæmdastjóra fyrirtækja, þannig að ég tel mig ekki undantekningu frá þeirri reglu. Ennfremur era tengsl mín við fyrirtækið bundin tilfinningum þar sem fjölskylda mfn hefur með einum eða öðram hætti verið tengd þessu fyrirtæki frá stofnun þess árið 1946. { grein sinni segir ritstjórinn að líklega muni takast að ná betri árangri í rekstri fyrirtækisins því margir telji sig skuld- bundna til þess að koma fyrirtækinu til hjálpar. Hveijir telja sig skuldbunda til þess að hjálpa veit ég ekki, en gott væri ef ritstjórinn gætí bent mér á þá því öll að- stoð er vel þegin. í áttunda lagi þá fullyrði ég að VSV á fúllt erindi með öðrum sjávarútvegsfyrir- tækjum á Verðbréfaþing íslands, eigið fé er nálægt 500 milljónum og í ágætisgrein eftír Albert Jónsson hjá Landsbréfum, í Morgunblaðinu nýverið kemur í ljós að hann telur endurmetíð eigið fé Vinnslu- stöðvarinnar vera um 920 milljónir, og er það síst ofmetið. Hlutafé er nú 562 millj- ónir og markaðsgengi bréfa í félaginu er nú 1,03 til 1,05, þannig að kaup á bréfum í VSV era ekki slæm kaup. Þeir sem þekkja til sjávarútvegsfyrir- tækja gera sér grein fyrir því að bókfært eigið fé fyrirtækjanna jafngildir ekki raunverulegri eigin fjárstöðu fyrirtækj- anna. Bókfært verð fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins sem er nýendurbyggð er innan við 400 milljónir en raunverðmæti hennar er veralega hærra. Nývirði verk- smiðju sem okkar, er yfir 1 milljarður króna. Athyglisvert er hversu neikvæð skrif Viðskiptablaðsins hafa verið um Vinnslu- stöðina hf., en við því er ekkert að gera, þau verða að skoðast í samhengi við það sem á undan er gengið. Hvað ritstjóranum gengur til er erfitt að segja til um, en hins vegar er ljóst að eitthvað fer Vinnslustöð- in í skapið á honum og þykir mér það leitt, Vinnslustöðvarinnar vegna. Niðurstaðan er sú að skráning hluta- bréfa Vinnslustöðvarinnar hf. á Verð- bréfaþingi íslands var fýllilega réttmæt. Fyrirtækið hafði selt fýrirffam hlutafé fýr- ir um 250 milljónir, tíl hóps fjárfesta. Þar á meðal var hópur lífeyrissjóða er sá arð- semi í kaupum á bréfum í félaginu, en hafði engin önnur tengsl við fyrirtækið. Sjávarútvegsfyrirtæki eins og Vinnslu- stöðin hf. eiga vera almenningsfýrirtæki, þar sem auðlind hafsins er sameign þjóð- arinnar og okkur hefur verið falið að hafa umsjón með veiðiheimildum sem þjóðin á. Því er brýnt að mínu matí að almenn- ingur fjárfesti í sjávarútvegsfýrirtækjum, þvf var eðlilegt að við vildum fá inn sem breiðastan hóp hluthafa í fýrirtækið. Eig- endur íýrirtækisins vilja sjá Vinnslustöð- ina hf. sem stórt, öflugt og arðbært sjávar- • útvegsfýrirtæki með dreifða eignaraðild, og skapi tækifæri tíl atvinnu og framfara í Vestmannaeyjum. Unnið er að uppbyggingu fýriitækisins á fullum krafti og að því einbeitum við okkur sem eram í forsvari fyrir félaginu. Sú uppbygging mun takast án átaka og verulegrar uppstokkunar, en við höfum verið að breyta framleiðslu okkar og hef- ur breytingin gengið vel. Við sjáum nú betri framlegð í frystingu entí langan tíma, vegna þessarar aðlögunar. Við stefnum að betri rekstri, því er unnið í leiðum til þess að skila betri árangri en nú, stefnt er að því að fyrirtækið skili 3 til 5% hagnaði af rekstri fýrir skatta á árinu 1997/1998. ■ Höfundur er framkvæmdastjóri Vinnsiustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum. Frá Vestm.: Frá Þorlákshöfn: Alla daga 08.15 12.00 Auk þess: Fimmtudaga, föstudaga og sunnudaga 15.30 19.00 Afsláttarkort Fjölskylduafsláttur Hópafsláttur Áætlunin getur breyst 4.-7. ágúst vegna Þjóðhátíðar Vestmannaeyja Leitið nánari upplýsinga í síma 481 -2800 eða fax 481 -2991 í Vestmannaeyjum. Rútuferðir eru frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík. Nánari upplýsingar í síma 552-2300. 4$ HERJÓLFUR brúar bilið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.