Alþýðublaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n i r Hagstæður atvinnuleysisjöfnuður Mi Undanfatnar vikur höfum við feng- unum einum saman. Slíkur „lúxus“ er L „Hér er komin ný hagfræðiformúia úr fram- sóknarfjósinu, sem er á þessa leið: Svokallað- ur atvinnuleysisjöfnuður þjóðarinnar verður hagstæður ef ríkisvaldið flytur út nógu marg- ar óánægðar, atvinnulausar og skuldugar fjöl- skyldur og ef á móti koma aukin höft við inn- flutningi á erlendu verkafólki." ið fregnir af því í fjölmiðlum að al- menningur sé að flýja land í stríðum straumi. Astandið ininnir helst á hörmungamar í fyrrum Júgóslavíu þar sem íbúar hafa nánast verið á flótta undanfarin fimm ár. En ekki er það borgarastríð sem hrjáir hina ffiðsælu íslendinga sem nú þurfa að yfirgefa átthaga sína. Nei, skýringanna er að leita í stefnu eða öllu heldur stefnu- leysi ríkisstjómar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Pallborðið | Sigurður Tómas Björgvinsson WÉlt Í| skrifar Ný útflutningsgrein Samkvæmt nýjustu fféttum þá mun vera mikil uppsveifla í útflutningi hjá fyrirtækjum eins og Eimskip og Flug- leiðum. Það em þó ekki annir vegna aukins útflutnings á sjávarafurðum eða iðnaðarffamleiðslu. Nei, ffamtíðin virðist vera í útflutningi á fólki, svo- kallaðir búferlaflulningar. Komið hefur í ljós að það stefhir í metár hvað varðar flutninga fólks úr landi. Á síðasta kjörtímabili dró vem- lega úr landflótta frá íslandi, en nú ótt- ast menn að í uppsiglingu sé annað samdráttar- og atvinnuleysistímabil í líkingu við það sem ríkti á ámnum 1968 til 1970. Á þeim árum flúðu þús- undir íslendinga atvinnuleysið og leit- uðu nýrra tækifæra á Norðurlöndum og sumir fóm alla leið til Ástralíu. Nýtt vonleysi Nú ber hins vegar svo við að land- inn er ekki aðeins að flýja atvinnu- leysi, heldur einnig lág laun og hátt verðlag á nauðsynjavömm. Sérhæft fiskvinnslufólk hefur fregnað að starfssystkyni þeirra í Danmörku fái þrefalt hærri laun og þar geti menn lif- að mannsæmandi lífi á dagvinnulaun- ekki fyrir hendi hér á landi, þar sem verkafolk þarf að vinna myrkrana á milli og er oftast í tveimur til þremur ólíkum störfum. Það sem vekur hvað mesta athygli í fréttunum af þessum nýju íslensku flóttamönnum, er sú staðreynd að iðn- aðarmenn og faglært verkafólk segist vera flýja land vegna þess að það sjái ekki neina framtíð í því að búa áffam á Islandi. Þetta fólk sér ekkert fram- undan í iðnaði og verklegum fram- kvæmdum. Þetta fólk getur ekki gert sér von um verulegar launahækkanir á næstunni. Þetta fólk getur heldur ekki gert sér neinar vonir um að verðlag á nauðsynjavörum fari lækkandi, þvert á móti er það staðfest stefna núverandi ríkisstjómar að hækka verð á matvör- um sem mest. Það ríkir fullkomið vonleysi hjá þjóðinni. Nýjar blekkingar Þó svo að afrekaskrá ríkisstjómar- innar sé afar fátækleg og þvælin þá skynjar almenningur getuleysið í stefnunni. Það skortir alla framtíðar- sýn og kannski ekki við öðm að búast þegar afturhaldsöflin taka höndum saman. í stað þess að fjölga nýjum störfum um 12.000, eins og framsókn- armenn hafa lofað, þá hafa aðgerðir ríkisstjómarinnar leitt af sér aukið at- vinnuleysi. í stað þess að nýta hina auknu alþjóðlegu samvinnu til hags- bóta fyrir þegna landsins þá hafa sjálf- stæðismenn gengið á bak orða sinna og notfært sér GATT- samninginn til þess að hækka tolla og torvelda enn frekar innflutning á matvælum. í stað þess að leysa vanda skuldugra heim- ila, eins og lofað var fyrir kosningar, þá stendur Páll Pétursson bara og skammast yfir því hvað almenningur hafi „greiðan" aðgang að peningum. Er það nema von að fólk flýi land? Ný hagfræði En þrátt fyrir þróttleysi ríkisstjóm- arinnar þá hefúr hún komið frarn með ýmsar athyghsverðar nýjungar ffam á sjónarsviðið, sem hagfræðingar ættu kannski að veita meiri athygh. Nýstár- legasta hugmyndin er sem sagt að flytja atvinnuleysið úr landi, með því að gera íbúum þess lífið fullkomlega óbærilegt eins og ffam kemur hér að framan. Þegar þröngsýnin og einangr- unarhyggjan ráða ferðinni þá sjá hinir framsýnu íslendingar enga aðra leið en að flýja land og þar með minnkar atvinnuleysisvandi ríídsstjómarinnar. Annað snjallræði, sem að sjálf- sögðu er ættað ffá PáU Péturssyni, er að bartna innflutning á erlendu vinnu- afli til landsins. Utanríkisstefna Fram- sóknarflokksins felst nefnilega í því að flytja út óánægða og atvinnulausa fslendinga, en banna erlendu verka- fólki að flytjast til íslands. Þessu ætlar Páll að beita sér fyrir þrátt fyrir að skortur sé á fiskverkafólki víða á landsbyggðinni og nokkur sjávarút- vegsfyrirtæki hafi í raun verið háð er- lendu vinnuafli. Þá hafa verkalýðsfé- lögin heldur ekki gert athugasemdir við þetta starfsfólk. Hér er komin ný hagfræðiformúla úr framsóknarfjósinu, sem er á þessa leið: Svokallaður atvinnuleysisjöfnuð- ur þjóðarinnar verður hagstæður ef ríkisvaldið flytur út nógu margar óánægðar, atvinnulausar og skuldugar fjölskyldur og ef á móti koma aukin höff við innflutningi á erlendu verka- fólki. Vonandi fáum við fleiri bráð- snjallar hugmyndir af þessu tagi frá ríkisstjóminni áður en langt um líður. Höfundur er framkvæmdastjóri Alþýðu- flokksins, Jafnaðarmannaflokks Islands Það var líf og fjör á laugar- dagskvöldið þegar Thor Vilhjálmsson hélt upp á af- mælið sitt. Margir vinir og aðdáendur skáldsins heiðr- uðu það með nærveru sinni. Líklega hefursjaldan verið afmælishátíð þarsem svo margar snjallar tölur voru fluttar. Meðal ræðumanna voru Brynja Benedikts- dóttir leikstjóri, Gísli Sig- urðsson bókmenntafræð- ingur, Herdís Þorvalds- dóttir leikkona, Sigurður Pálsson skáld, Einar Kára- son rithöfundur, Halldór Guðmundsson útgáfustjóri og Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri. Snilld- arflutningur Erlings Gísla- sonar á kafla úr leikþætti eftir Thor gladdi líka hlust- irnar. Þá stigu hinir óborgan- legu Spaðar á svið og fluttu nokkur lög með suðuramer- ískri sveiflu, leiddir áfram af galvöskum söng Guðmund- ar Andra Thorssonar. Há- punktur kvöldsins var náttúr- lega ávarp afmælisbarnsins. Thor kvaðst eiga erfitt með að trúa því að hann væri orðinn sjötugur; vinir skálds- ins og júdókappans deildu þeirri vantrú með honum... Tíðindi af Morgunblaðinu: Einar Falur Ingólfsson hefur verið skipaður yfir- maður Ijósmyndadeildar blaðsins, og er þarmeð langyngsti yfirmaðurinn hjá blaðarisanum. Einar Falur er rúmlega þrítugur, menntað- ur bæði í bókmenntum og Ijósmyndun, og hefurferð- ast víða um lönd vopnaður myndavél og penna... Háværar umræður fara nú fram um „kvennakúg- un" Kvennalistans, í kjölfar þess að Alþýðublaðib sagði frá grein Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur og Ingu Dóru Björnsdóttur í er- lendu fræðiriti. í Tímanum á laugardag er skorinort viðtal við Sigríði Dúnu þarsem hún harmar að persóna sín sé gerð að aðalumræðuefni. Jafnframt segir hún að ákveðnar konur falli ekki að „ímynd" Kvennalistans og sé þessvegna ekki hleypt uppá dekk. Sigríður Dúna segir: „Þær konur sem falla ekki að myndinni eru til dæmis barnlausar konur, því þær hafa ekki reynslu móð- urinnar, ósiðsamar konur og „vondar" konur, vegna þess að ímyndin segir að konur séu góðar. Ekki heldur lesbí- ur því kynhneigð þeirra kemur í veg fyrir að þær geti fyllt upp í ímyndina." Það er vandlifað í Kvennó: konurn- ar verða líka að eiga „rétta" eiginmenn, eða hreinlega engan. Sigríður Dúna: „Það er allt í lagi að eiga engan eiginmann og eins að eiga eiginmann sem enginn veit hver er og blaridar sér ekki í pólitíska umræðu." Svona er nú krúttlegt og frjálslegt í grasrótarflokknum... h i n u m e g i n "FarSide" eftir Gary Larson. Hérna, Smári minn, taktu servíettu. Þú ert með smá mammút framan í þér. Guðrún Gunnarsdóttir rit- ari: Nei, en ég ætla að sjá hana fljótlega. Guðný Reynisdóttir eig- andi myndbandaleigu: Nei. Ætli ég sjái hana ekki þeg- ar hún kemur á myndbandi. Hilmar Jensson nemi: Nei, en ég hugsa að ég reyni að sjá hana. Ingunn Sighvatsdóttir umboðsmaður: Nei, og ætla ekki að sjá hana. Mér finnst hún ekkert spennandi. Davíð Guðbjörnsson lög- reglumaður: Nei, ekki enn- þá. Fer við fyrsta tækifæri. v i t i m e n n Eiríki Eyfjörð finnst skítt að hann skuli aðeins eiga rétt á sjö krónum úr lífeyrissjóði eftir að hafa greitt í hann í rúm tvö ár. Frétt í DV í gær. Tekjur forstjóra hækkuðu um 18% milli ára. Góöæriö loksins komið í leitirnar. Vikublaöið á föstudaginn. Ekki skiljum við hversvegna þú telur það löst á formannsefni að hafa fylgi langt út fyrir raðir flokksmanna. Eða að slíkt fylgi sé til þess fallið að leggja flokkinn niður. Fimm stuöningsmenn Margrétar Frímannsdóttur að svara Einari Gunnarssyni á síðum Vikublaösins, málgagns Alþýöubanda- lagsins. Einar skrifaöi haröoröa grein í garö Margrétar, enda harka tekin aö færast í leikinn. Greinarhöfundur var eitt sinn verslunarstjóri hjá Kaupfélagi Héraðsbúa og heildsalar hringdu í hann og buðu vaming sinn. Einn af þeim var Eiríkur Ketilsson, þekkt- ur heildsali. Hann bauð mér einu sinni rjóma, með þeim orðum að þetta værí fínn rjómi, alveg einsog sá venjulegi, „nema kúnni er sleppt, þú skilur.“ Jón Kristjánsson ritstjóri og alþingismaöur fór á kostum í Tímanum á föstudag. „Kvennabaninn“ vinnur störf 200 kvenna. Þessi ógnvekjandi fyrirsögn var í Mogganum á sunnudag. Máliö snýst sem betur fer ekki um stórfelld flöldamorö - heldur nýjar vélar í rækjuvinnslu. Sennilegra er að Saddam Hussein íhugi í alvöru að gera út menn til að stúta tengdasonunum. Jóhanna Kristjónsdóttir veltifyrir sér afleiöing- um hins dramatíska flótta tengdasona Saddams Husseins til Jórdaníu. Mogginn á sunnudag. Davíð ekki ósiðlegur. Fyrirsögn í Mogganum á sunnudag. Rétt skal vera rétt: Dómari í Hong Kong hefur kveöiö uppúr meö aö stytta Michelangelos af Davíö - konungi - sé ekki ósiðleg. Margir velta því nú fyrir sér hvort hafið sé nýtt túnabil umtalsverðs flótta launafólks úr landinu í leit að atvinnu og bættum kjörum, en slíkt brotthvarf átti sér síðast stað fyrir um aldarfjórðungi eða svo. Elías Snæland Jónsson í leiðara DV í gær. Vitlaus á menningarlegur og skella sér á sjálfa Edinborgarhátíðina? Smelltu þér á http://www.presence.co. uk.fringe/ og þú finnur öll gögn. Hátíðin byrjaði á sunnudaginn og henni lýkur ekki fyrren 2. septem- ber; þarna finnurðu allt um málið. ■ Nú geisa ritdeilur á síðum þessa virðulega blaðs um stríðið á Balk- anskaga og því er rétt að upplýsa þá sem vilja alltaf fá nýjustu fréttir um: http://www.ikon.com/trek/con voy-bosnia/ ■ Þarna er að finna glóðvolgar fréttir úr fremstu víg- línu. ■ Eitt að lokum: Netfræðingar og -frík deila nú hástöfum um það, hvort netið muni drepa niður sam- ræðulistina og gera alla að tölvun- ördum. úff... fréttaskot úr fortíð Dönskátvögl Danskur maður, Arvid Kvist, hefur nýlega orðið frægur um öll Bandarík- in. Hann vann heimsmet með því að borða 37 stórar pönnukökur á einni klukkustund. Faðir hans, Anton Kvist, kom næstur, með 28 pönnu- kökur. Það vantaði nú bara að Danimir létu sitt eftir liggja, þegar um át er að ræða. Sunnudagsblað Alþýðublaðsins, 9. maí 1937.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.