Alþýðublaðið - 16.08.1995, Blaðsíða 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1995
s k o ð a n i r
ALMIIBLMIID
20968. tölublað
Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566
Útgefandi Alprent
Ritstjórar Hrafn Jökulsson
SigurðurTómas Björgvinsson
Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín
Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason
Umbrot Gagarín hf.
Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing
Sími 562 5566
Fax 562 9244
Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði.
Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk
Fremur þann versta...
Fyrir hartnær þremur vikum skrifaði Þórunn Gestsdóttir opið
bréf til formanns síns, Davíðs Oddssonar, og innti hann eftir af-
stöðu hans í jafnréttismálum, einkum sem sneru að konum í
Sjálfstæðisflokknum. Þjóðin hefur fylgst með hvemig konur í
Sjálfstæðisflokknum vom fyrst notaðar í kosningabaráttunni, og
þær látnar halda að þær hefðu eitthvað að segja - en síðan var
ekki yrt á þær eftir kosningar. Konur hlutu engar þær vegtyllur
eða áhrifastöður sem gáfu til kynna að þær væm einhvers metnar
innan flokksins. Það var því öldungis ekki að ófyrirsynju sem
Þómnn sá ástæðu til að fá fram skoðun sjálfs formannsins.
Það er skemmst frá því að segja að Davíð hefur ekki virt Þór-
unni svars. Ekki eitt einasta orð hefur borist frá honum, og getur
þó forsætisráðherra vart borið við önnum.
Nú berast fregnir af því að konur í Sjálfstæðisflokknum safni
Liði fyrir landsfund flokksins og ætli einni úr sínum hópi varafor-
mannsembættið. Þar situr á fleti fyrir Friðrik Sophusson sem veit
ekki hvaðan á sig stendur veðrið - ekki er vitað til þess að innan
Sjálfstæðisflokksins sé beinlínis sú bullandi óánægja með hann
að bfyn þörf sé að velta honum úr sessi.
Það er löng hefð fyrir því - í ýmsum stjómmálaflokkum - að
þegar óánægja er með formanninn, er henni veitt útrás með aðför
að varaformanninum. Eitt dæmi um þetta er þegar Davíð Odds-
son hratt Friðrik úr embætti varaformanns; af þeirri ástæðu einni
að hann taldi ekki tímabært að leggja til atlögu við þáverandi for-
mann, Þorstein Pálsson stórvin sinn. Svipaða sögu má segja af
öðmm flokkum. Þetta er vitaskuld fremur óviðfelldin aðferð, og
heitir að hengja bakara fyrir smið. Hinar vígreifu konur í Sjálf-
stæðisflokknum ættu þessvegna miklu fremur að ráðast að rótum
vandans: láta vesalings Friðrik í friði - enda hefur hann mátt þola
nóg - en styðja konu til framboðs gegn Davíð Oddssyni.
Hversvegna eiga konur í Sjálfstæðisflokknum að sætta sig við
varaformennsku? Þær ættu að hugsa til Snæftíðar íslandssólar:
Fremur þann versta en þann næstbesta.
s
I tjóðurbandimi
Með hveijum degi sem líður verður greinilegra hvemig ríkis-
stjóm Davíðs Oddssonar hefur tekist að snúa GATT- samningn-
um upp í andhverfu sína. Samningur um aukið frelsi í viðskiptum
milli landa er á purkunarlausan hátt notaður til að hækka tolla-
múra á fjölda vörategunda. Á kerfisbundinn hátt er unnið að því
að svipta neytendur mögulegum ávinningi af samningnum: það
er verið að koma í veg fyrir lækkun matarverðs, aukna sam-
keppni, meira vömúrval.
Uppskafningi svarað
Á síðum Alþýðublaðsins mátti á
þriðjudag lesa svargrein ungs jaíriaðar-
manns, Magnúsar Áma Magnússonar,
við skrifum mínum um vangetu Sam-
einuðu þjóðanna og siðferðilega úrkynj-
un leiðtoga heims í málefnum Balkan-
skaga. Grein þessa unga manns er skrif-
uð af svo yfirgripsmikilli vanþekkingu
að þörf er á leiðréttingum. Röksemda-
færsla hans er öll með þeim hætti að
freistandi er að ætla að hann hafi skrifað
greinina sjálfum sér til háðungar. Sé svo
héfur það tekist bærilega.
Háborðið |
k. mmm
Magnús Ámi telur upp þijá kosti sem
hann telur að hið alþjóðlega samfélag
eigi um að velja í málefnum Balkan-
skaga. Ég vil íyrst víkja að fyrstu tveim-
ur kostunum sem Magnús Ami nefriir,
en einhvem veginn tekst honum að ætla
mér að vera handhafi þeirra beggja. Stór
hluti greinarinnar fjallar reyndar um
þann misskilning hans.
Þeir tveir kostir, sem mér eiga að falla
jafn vel í geð, em eftirfarandi: f íyrsta
lagi að aflétta vopnasölubanni á þjóðir
Júgóslavíu sálugu. í öðm lagi „að fara
inn með fullum herstyrk og „stilla til
friðar" með vopnavaldi." Magnús Ámi
og hernaðarsérfræðingar hans hafa
reiknað út að til seinna átaksins þurfí
sexhundmð þúsund manna þrautþjálfað
fótgöngulið sem væri tíu ár að ná fram
markmiðum sínum. Ekki veit ég hvaða
reiknikúnst gaf þeim þær tölur, en látum
það liggja á milli hluta.
Nú er rétt að upplýsa Magnús Áma
um tvennt: Það ræðir enginn um innrás
600.000 manna herliðs á Balkanskaga.
Enginn nema Magnús Ámi og hemað-
arsérfræðingar hans. Ég var ekki að
ræða slík afskipti og ffábið mér að menn
geri mér upp skoðanir í þeim eina til-
gangi að þrefa í uppskafningslegri texta-
gerð á hinum dýrmætu síðum Alþýðu-
blaðsins.
Hinn mikli sómamaður, Haris Silj-
adzic, forsætisráðherra Bosníu, sagði
fýrir alllöngu: „Við höfum engan áhuga
á því að fá erlenda stráka tíl að beijast
fyrir okkur. Við höfum nóg af mönnum.
Það sem okkur vantar em vopn til að
vetja okkur.“
Bosmumönnum var neitað um réttinn
til að heyja vamarstríð. Þar með vom
þeir skilgreindir sem fómarlömb. Síðan
hefur heimurinn orðið vitni að fjölda-
drápum á þeim. Það sér hver hugsandi
maður að vopnasölubann Sameinuðu
þjóðanna bitnar aðeins á Bosmumönn-
um, það em þeir sem Serbar em að
murka lífið úr. Það væri heiðarlegra af
þeim mönnum sem styðja vopnasölu-
bannið að lýsa hreinlega við stuðningi
við Serba í stað þess að bregða yfir sig
skinhelgi og hræsni í ömurlegu tuldri
um nauðsyn þess að koma á ffiði. Hvers
konar ftið em þessir menn að ræða um?
Þann ffið sem Serbar munu loks fallast á
þegar þeir sjá fyrir endann á þjóðar-
hreinsunum sínum á Bosmumönnum?
Víkjum nú að þriðju leiðinn, leið
Magnúsar Áma. Hún byggist á því „að
umui. iiui pcmi nugrijuu Muui au
halda áfram að ráðast á garðinn þar
sem hann er hæstur skoraði bók-
mcnntafTæðingurinn því næst á hólm
formann Jafnaðarmannaflokks íslands
og nú vom samskiptin við Qölmenn-
asta ríki hcims það sem barist var um.
Sitt sýnist hvccjum um úrslit þeirrar
viðureignar og verður hún ckki tíund-
uð hér frekar.
Pallborðið
^Sast^engu svo
r Sameinuðu þjóðir og leiðtogar
^oldugustu hcrvelda heims yfir sig
fúkyrðaflaum fyrir aðgcrðalcysi og
h^iðferðislega úrkynjun" í málefnum
(Balkanskagans. Bókmenntafræðing-
urinn kemst að þeirri niðurstöðu að
Norðurlönd eigi aö segja sig úr Sam-
I„Hin blæðandi hjörtu bókmenntafræðinga
myndu líka væntanlega slá örar, er þei sæju i
CNIM sundurtætt sjúkrahúsið sem flugskeyti
„friðarstillanna" lenti óvart á einn daginn."
í öðru lagi að ,/aia inn" mcð fulluni húsið scra flugskcyti „fnðarstiilani
herstyrk og „stilla til friðar" með lenti óvart á einn daginn. Þá kæ
IMagnús Árni talar um „einarða" stefnu Sam-
einuðu þjóðanna og leiðtoga Vesturlanda.
Með leyfi, er þetta brandari? ... Hin „einarða
afstaða" leiddi til þess að griðasvæðið Sre-
brenica varð að fjöldagröf. Þúsundir íbúa
svæðisins hlutu að lokum grið eilífðarinnar.
ýta stríðandi aðilum inn um dymar á
fundarsölum og láta þá skrifa undir
pappíra og liggja yfir kortum".
Fyndinn maður, Magnús Ámi!
Meinið er, að það hefúr verið skrifað
undir of marga pappíra. Leiðtogar heims
hafa setið á endalausum fundum með
mini-Hitlemum Milosevic og fulltrúum
hans. Það gaf ekki góða raun síðast og
hefur ekki gefið góða raun nú. Ef Magn-
ús Ami heldur að hinn eftirlýsti stríðs-
glæpamaður sé maður friða og sátta þá
hfir hann í skelfilegum misskilningi. Én
þar hírist hann ekki einn. Leiðtogar
heims og Sameinuðu þjóðimar húka hjá
honum. Má vera að hann telji sig í eftír-
sóknarverðum félagsskap.
Síðustu fjögur árin hafa afskipti Vest-
urveldanna af stríðinu á Balkanskaga
nær eingöngu byggst á því að halda
fundi, skrifa undir pappíra og liggja yfir
kortum. Niðurstaða þeirra fundahalda er
þessi: 250.000 látnir og milljónir land-
flótta.
Magnús Árni talar um „einarða"
stefhu Sameinuðu þjóðanna og leiðtoga
Vesturlanda. Með leyfi, er þetta brand-
ari?
I hverju felst þessi einarða stefna?
Serbum var hvað eftir annað hótað loft-
árásum á griðasvæði Sameinuðu þjóð-
anna. Serbar óðu yfir þau hvert af öðru.
Það var aldrei staðið við hótanimar.
Sameinuðu þjóðimar og leiðtogar heims
hreyfðu hvorki legg né lið íbúum þess-
ara svæða til bjargar. Þó höfðu þeir,
engu síður en Serbar, skrifað undir
pappíra þar sem þeir hétu þessu fólki
griðum. Hin „einarða afstaða" leiddi tíl
þess að griðasvæðið Srebrenica varð að
fjöldagröf. Þúsundir íbúa svæðisins
hlutu að lokum grið eilífðarinnar. Serbar
sáu tíl þess og Sameinuðu þjóðimar og
leiðtogar heims blessuðu gjörðina með
afskiptaleysi sínu.
Um siðleysi þessa mættí hafa miklu
fleiri orð. Eg læt mér nægja að benda
Magnúsi Árna á að lesa grein Jóns
Baldvins Hannibalssonar frá síðasta
föstudegi, en ég trúi að hún sé enn í
fersku minni allra sem hana lásu. Loks
kom að því að íslenskur stjómmálaleið-
togi reis upp og mótmælti liðleysi þessu
af hörku. Magnús Ámi væri nær að taka
undir orð formanns síns í stað þess að
bjóða okkur upp á hinn ömurlega sam-
setning sinn.
Ég veit ekki hvort Magnús Ámi talar
í grein sinni fyrir hönd ungra jafnaðar-
manna. Ég vona sannarlega að svo sé
ekki. í Alþýðuflokknum má ekki rísa
upp ung kalkúnakynslóð sem sinnir um-
ræðu um innflutning á dauðu fiðurfé af
meiri áhuga en gagnrýni á mannrétt-
indabrot og fjöldamorð.
Magnúsi Áma virðist þykja sem ég
sinni mannúðarmálum af of mikilli
ástríðu og umhyggju því hann nefnir
nokkmm sinnum hið meinta blæðandi
hjarta mitt, sem ég held þó að hann beri
enga sérstaka umhyggju fyrir. Vissulega
er þetta blóðríkt hjarta, enda hákratískt.
Það kann að missa dropa og dropa en
því mun ekki blæða út. Það er nú einu
sinrú svo að þrátt fyrir ofurbh'tt eðh þá
höfúm við jafnaðarmenn lært að harka
af okkur.
Grein Magnúsar Áma er raunalegt
dæmi um ungan mann sem er að reyna
að hafa vit á málum sem hann botnar
greinilega ekkert í. í grein sinni nefnir
Magnús þijá kosti sem hið alþjóðlega
samfélag gæú valið um. Ég sé ekki bet-
ur en Magnús Ámi eigi einungis um
þijá kostí að velja. I fyrsta lagi að lesa
sér til um málefni Balkanskaga. f öðm
lagi að miðla vanþekkingu sinni á ein-
hveiju öðru efttí. I þriðja lagi getur hann
einfaldlega skammast sín og þagað. Af
þessum þremur leiðum þá tel ég ekki
fara á milli mála hver er ákjósanlegust.
Mér skilst að þessi ungi maður sé
varaþingmaður okkar jafnaðarmanna í
Reykjavík. Því tel ég ástæðu til að senda
kveðjur til þingmanna flokksins í
Reykjavík, þeirra Jóns Baldvins Hanni-
balssonar og Össurar Skarphéðinssonar,
með þeirri ósk að þeir gætí vel að heilsu
sinni næstu fjögur árin og leggist lítt í
ferðalög eða aðra þá iðju sem gætí orðið
til þess að kalla yrði piltung þenna í
þeirra sætí.
En þar sem pallborðsgreinar þessa
unga manns er hægt að nálgast á inter-
netinu þá bendir allt til þess að mis-
þyrmingar hans á jafnaðarstefnunni
muni fara víða. Annað mál er hvort
mark verði tekið á þeirri smíð.
Höfundur er bókmenntagagnrýnandi
og jafnaðarmaður.
3 ú s t
Hvar em nú blessaðir sjálfstæðismennimir, sem í kosningabar-
áttu fyrir fimm mánuðum sögðu kjósendum að þeir vildu fyrir
alla muni stuðla að lægra vömverði? Hvar em nú riddarar hinnar
frjálsu samkeppni? Hvar em nú hollvinir neytenda í Sjálfstæðis-
flokknum? Hvar em þeir sjálfstæðismenn sem kjömir vom á þing
fyrir Reykvíkinga og Reyknesinga? Þeim mun reynast ómögu-
legt að standa fyrir máli sínu. Þeim mun reynast torvelt að út-
skýra hversvegna þeir létu leiða sig áfram í tjóðurbandi Fram-
sóknar.
Neytendur þurfa að skera upp herör gegn öfugmælaútgáfu
stjómarinnar á GATT. Málið snýst um eitt og aðeins eitt: Hvort
menn vilja lægra vöruverð eða ekki? Þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins hafa svarað þeirri spumingu. Þeir eiga hinsvegar eftir
að svara fyrir þá afstöðu sína. ■
Atburðir dagsins
1949 Margaret Mitchell, höf-
undur bókarinnar Gone with
the Wind deyr í kjölfar umferð-
arslyss. 1941 Winston Churc-
hill forsætisráðherra Breta
kemur í heimsókn til Reykja-
víkur. 1956 Bela Lugosi, ung-
verski leikarinn sem túlkaði
Drakúla greifa og fleira illþýði
af stakri kúnst, deyr í fátækt og
auðnuleysi. 1977 Elvis Presley,
konungur rokksins, er allur, 42
ára gamall.
Afmælisbörn dagsins
Charles Bukowsky 1920,
bandarískur rithöfundur og
drykkjurútur. Shinton Per-
esÍ923, pólskættaður ísraelskur
stjórnmálamaður og forsætis-
ráðherra þar í landi. Menac-
hem Begin 1913, rússneskætt-
aður ísrealeskur stjórnmála-
maður og forsætisráðherra þar í
landi. Ted Hughes 1930, lár-
viðarskáld Breta. Madonna
1958, amerísk poppstjama.
Annálsbrot dagsins
Á þessu sumri á alþingi voru
hálshöggnir 2 menn úr Dala-
sýslu: Olafur Brandsson og
Þorsteinn Þorleifsson fyrir
morð það, er þeir höfðu unnið
á þeim þjóf og illræðismanni
Jóni Ólafssyni. Eyrarannáll 1697.
Málsháttur dagsins
Ekki er fjandinn frændrækinn.
Snilld dagsins
Ég tek alltaf snjallan heimsk-
ingja framyfir heimskan snill-
ing.
Samuel Goldwyn kvikmyndajöfur.
Orð dagsins
Ef sál þín er af sorgum hrelld
og sollið btjóst af harmi,
að reika með hafi og horfa í eld
höfgum léttir barmi.
Grímur Thomsen.
Skák dagsins
Kynnumst nú handbragði Alex-
anders Alekhine (1892- 1946)
rússncska snillingsins, sem var
heimsmeistari 1927-35 og frá
1937 til dauðadags. Kannski
var hann ekki sérlega viðfelld-
inn persónuleiki en bætti það
upp með tilþrifum á skákborð-
inu. Skoðið stöðu dagsins vand-
lega. Alekhine hefur hvítt en
Werlinsky hefur svart og á
leik. Allt er í uppnámi, hótanir
á báða bóga. Það er sannarlega
þess virði að skoða framvindu
mála á skákborði.
Hvað gerir svartur?
1. ... Hf8! Laglegt! Nú virðist
hvítur vera í erfiðleikum, og
ekki geta svarað öllum hótun-
um svarts. En sporðdrekinn Al-
ekhine kunni að svara fyrir sig.
2. Ddl!! Bravó! Öllum hótun-
um svarts svarað í einu vet-
fangi. 2. ... Da5 3. Dxe2 Dxe5
4. Hd5 Werlinsky gafst upp.