Alþýðublaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995 ALÞÝÐUBLAÐID 3 s k o d a n Kynbótatilraunir Höllustaöabóndans Ég hef komist að þeini niðurstöðu hann almenning um það að stórfelidir „Nýja aðferðin gengur undir nafninu „Færi- bandið" og felst í því að færa atvinnulausar, mannbærar, einhleypar stúlkur úr „spilling- unni" í Reykjavík yfir í fisk og fléttusaum á landsbyggðinni." að við Páll Pétursson erum tengdir. Það er ekki einungis að við séum tengdir átthagaböndum úr Norður- landi vestra, heldur virðast einnig liggja sterkir andlegir straumar okkar í millum. Eins og glöggir lesendur muna þá skrifaði ég um nýjasta snjallræði Páls og félaga hans í Framsóknarflokknum síðastliðinn þriðjudag. Þar leitaðist ég við að setja aðgerðir félagsmálaráð- herra, er snúa að landflótta íslending- Háborðið i——--------------------* ggte, Sigurður Björgvinsson skrifar um og andúð á erlendu vinnuafli, upp í einfalda hagfræðiformúlu. Það var auðvitað engin tilviljun að sama dag var hinn andlegi vinur minn mættur á Rás 2 til þess að útskýra þessi sömu vísindi fyrir þjóðinni. Þá áttaði ég mig hins vegar á því að hér er ekki um að ræða neina einfalda reikningsaðferð, heldur eru þessar aðgerðir hluti af vel ígrundaðri hugmyndafræði Höllu- staðabóndans. Hreinskilni Félagsmálaráðherra fór semsé á kostum í áðumefndu útvarpsviðtali. f stað þess að snúa út úr og þvæla mál- ið, eins og sönnum framsóknarmönn- um sæmir, þá lét Páll í ljós ákveðna skoðun - og útskýrði hana meira að segja. Hlustendur áttu auðvitað ekki von á því að félagsmálaráðherrann væri í raun og venr á móti atvinnu- ffelsi útlendinga á íslandi, heldur væri þetta enn ein tilraunin til þess að mót- mæla tilvist EES- samningsins, sem felur í sér áðumefhd réttindi allra íbúa Evrópska efhahagssvæðisins. En Páll þurfti hvorki að minnast á EES né Jón Baldvin. Með gömlu bændahagfræðina að vopni upplýsti nauðungaflutmngar væm ffamundan a ákveðnum þjóðfélagshópi hér á landi. Félagsmálaráðherrann sagði það full- um fetum að hann ætlaði að eyða at- vinnuleysisvandanum sem þegnar landsins hafa sjálfir komið sér í, með því að flytja „atvinnuleysingja" frá Reykjavík til Vestfjarða, eða á þá staði sem enn er vinnu að fá. Við skulum gefa Páli sjálfum orðið: „.. .ég vil láta reyna á það hvort eitt- hvað af þessu fólki er ekki fáanlegt til þess að vinna í fiski. Ég er ekki að ætlast til þess að það sé farið að taka upp fjölskyldur eða sundra þeim, en á aldrinum 16-25 ára er mjög stór hópur af þessum atvinnuleysingjum og það er nú yfirleitt einhleypt fólk og ég sæi ekkert eftir því að fara vestur á Flat- eyri eða aðra staði úti á landi og vinna þar um tíma.“ Og enn heldur okkar maður áffam: „.. .mér finnst vel vera bjóðandi upp á það fýrir einhleypt ungt fólk að dvelja tímabundið annars staðar heldur en héma [í Reykjavík]. Það er byggilegur heimur jafnvel handan við Élliðaám- ar.“ Þrátt fyrir þá staðreynd að hægt sé að segja ýmislegt misjafnt um Pál Pét- ursson félagsmálaráðherra, þá verður það aldrei frá honum tekið að hann er afskaplega hreinskilinn. Vistarbandiö. En hver er eiginlega gmnntónninn í þessum kynlegu viðhorfum ráðherr- ans? Það þarf engan djúpsálarfræðing til þess að svara því. Ráðherra vinnu- mála og sveitarstjóma veit að það get- ur verið stórhættulegt að hleypa út- lendum spekúlöntum á besta aldri inn í landið undir því yfirskini að þeir ætli sér að vinna í fiski. Þessir menn gætu flengst hér og jafnvel blandast í hinum ,Jireina“ íslenska kynstofni. f þessum hópi gætu verið Hansakaupmenn, Flandrarar, Spanjólar og jafnvel blá- menn, svo ég noti hugtök úr samtfma Páls Péturssonar. Páll veit að lausnin er fólgin í ein- hleypu kvenfólki á barneignaraldri sem nú dvelst í aðgerðarleysi í Reykjavík. Mannfræðingar sem rann- sakað hafa hegðun íslenskra heima- sæta hafa sagt Páli frá því að mun fleira kvenfólk búi í Reykjavík en karlar og hlutföllin séu hins vegar al- veg öfug á landsbyggðinni. Þetta kem- ur heim og saman við reynsluheim Páls frá Höllustöðum, því bóndinn á næsta bæ „missti" allar sínar dætur í hákskólanám til Reykjavíkur á meðan miðaldra synir bóndans á þamæsta bæ hafa dvalið þar einir með sjálfum sér og nokkrum skjátum í 60 ár. Þessi örlög karlpenings á lands- byggðinni má rekja til þess þegar stór- bændur, á borð við Pál, þvinguðu unga vinnumenn til þess að vera í fastri vist hjá sér, til þess að koma í veg fyrir það að missa gott vinnuafl á mölina. Þessi framsóknaraðferð gekk undir nafninu vistarbandið og var ætl- að að koma í veg fyrir eðlilega þétt- býlisþróun á íslandi. Færibandið Núverandi félagsmálaráðherra ætlar ekki einungis að stöðva hjól nútímans - hann ætlar að snúa því til baka í þeirri viðleitni að bæta fyrir mistök forfeðra sinna sem nú eru að skila sér í skelfilegu kvenmannsleysi á lands- byggðinni. Nýja aðferðin gengur undir nafhinu „Færibandið" og felst í því að færa atvinnulausar, mannbærar, ein- hleypar stúlkur úr „spillingunni" í Reykjavík yfir í fisk og fléttusaum á landsbyggðinni. Framsóknarmenn eru vanir kynbót- um, enda hafa þeir eytt stærri hluta af almannafé í tilraunafjárhús í afdölum heldur en í fæðingardeildir í þéttbýl- inu. Þess vegna finnst Höllustaða- bóndanum upplagt að senda í tilrauna- skyni eins og 200 menntakonur vestur á firði til þess að láta á það reyna hvort þær séu ekki fáanlegar til þess að vinna fisk við færibandið í ein- hverju frystihúsinu. Tíminn verður svo að Ieiða það í ljós hvort þær muni ekki para sig við einhvem vikapiltinn áður en fengitíminn byijar? Hugmyndafræði Höllustaðabónd- ans er því óðum að taka á sig ákveðna heildarmynd. Inntakið í henni er á þá leið að skuldugar fjölskyldur skulu hraktar á flótta úr landi, blámenn skulu stöðvaðir í tollinum þannig að nauðsynlegt verði að flytja atvinnu- lausar, einhleypar stúlkur í fiskvinnslu vestur á Flateyri. Er ekki kominn tími til að félagsmálaráðherra verði leystur úr hlekkjum hugarfars baðstofumenn- ingarinnar? Höfundur er framkvæmdastjóri Alþýðu- flokksins, Jafnaðarmannaflokks íslands. Pólitísk lognmolla hefur einkennt sumarið, ef frá eru talinn formannsslagur allaballa, en nú er útlit fyrir að stjórnmálamennirnir okk- ar séu að rakna úr rotinu. Þannig er nú vaxandi ólga innan Framsóknarflokksins vegna þeirra áforma Finns Ingólfssonar að breyta rík- isbönkunum, Búnaðarbanka og Landsbanka, í hlutafélög. Fáum blandast hugur um, að þess verður skammt að bíða að annar bankinn að minnsta kosti verði seldur, og innan Sjálfstæðisflokks- ins er mikill vilji fyrir því að selja báða bankana. Guðni Ágústsson oddviti Fram- sóknar á Suðurlandi hefur nú lýst yfir einarðri andstöðu við málið, og vill ekki einu sinni leyfa Finni flokksbróður sínum að breyta bönkunum í hlutafélög, hvað þá selja þá. Búnaðarbankinn er Guðna einkar kær enda hefur hann verið bankaráðsmaður, og þar lærði hann vaxtapólitík- ina sem hann lenti í hnipp- ingum útaf við Steingrím Hermannsson um árið. En semsagt: Búist er við að ýmsir þingmenn Framsókn- ar berji í borðið... Ekkert lát er á sigurgöngu Steingríms J. Sigfús- sonar í Alþýðubandalaginu, en hann fer mikinn þessa dagana. í gær lýsti Ulfar Þormóðsson yfir stuðningi við Steingrím í blaðagrein í DV. Það munar um minna... Asunnudaginn verður Iðnó opið frá klukkan tvö, en þar stendur yfir myndlistarsýning Óháðrar listahátíðar. Um kvöldið heldur Hörður Torfason tónleika og hefjast þeir klukkan 20:30. Auk sýningar- innar í Iðnó eru myndlistar- sýningar á vegum hátíðar- innar á Kaffi Org, 22, í Ráð- húskaffinu, Listakoti, Stöðla- koti, Hinu Húsinu og Djúp- inu... Oháð listahátíð opnar í dag og stendurtil 3. september. Á morgun verða 10 klukkustunda risatónleik- ar á Ingólfstorgi, þar sem fram koma meðal annarra hljómsveitirnar Unun, Olympía, Kolrassa krókríd- andi og Leiksvid fáránleik- ans. Tónleikarnir hefjast klukkan eitt og standa til klukkan ellefu um kvöldið... h i n u m e g i n Björn Sigurjónsson nemi: Ég veit það ekki, en ég veit alla vega hvaða flokka ég kysi ekki. Pálína Eggertsdóttir starfsmaður leikskóla: Að sjálfsögðu Sjálfstæðisflokkinn aif því allir hinir eru andstyggi- legir. Sigurveig Hafsteinsdóttir þroskaþjálfi: Sjálfstæðis- flokkinn af því þeir hafa staðið við öll sín markmið. Sigríður Sunna Þorsteins- dóttir nemi: Alþýðuflokkinn af því mér líst svo vel á stefnu hans í Evrópumálum. Helgi Guðbjartsson sölu- maður: Sjálfstæðisflokkinn. Þeir eru bestir. Mjög fanatískur gegn reykingum. Steinar Waage skókaupmaöur í Tímanum og selur þess vegna bara Camel til aö ganga á. Skóli fyrir innfædda. Björn Bjarnason menntamálaráöherra hefur staðfest ákvöröun rektors MR um aö synja nemendum úr Garðabæ um skólavist. Heimsþekktar náttúruperiur. Morgunblaðiö lýsir þeirri skoðun sinni í leiöara í gær að nýja sveitarfélagiö á Suöurnesi skuli heita Keflavík sem sé álíka þekkt nafn og Geysir og Hekla utan landsteinanna. Ég hef margreynt það. Þegar breski leikarinn Gary Oldman var spuröur hvers vegna hann skildi viö Umu Thurman svaraöi hann: Reyndu sjálfur aö búa meö engli. Þetta stóð í Mogganum og ekki lýgur hann. Þeir þurfa væntanlega ekki tilvísun. Lára Margrét Ragnarsdóttir heiöursþingmaður Heimdallar segir í Tímanum aö þaö megi athuga þaö að taka viö erlendum flóttamönnum. Ekki útlendingar heldur Pólverjar. Viö erum heldur ekki að útiloka útlendinga heldur höfum við einungis neitaö fyrirtækjum að flytja inn fáeina Pólverja, segir Páll íslendingur Pétursson í DV í gær. En það seinna var þrumugott Fyrra markiö var slæmt, segir Ásgeir þjálfari í Mogganum eftir tapiö gegn Sviss. Égmissti af boltanum. Kristján Jónsson varnarmaöur útskýrir hvers vegna Svissara skoruöu. Mér hefur alltaf líkað afskaplega vel við þetta fólk. Þetta segir Jósteinn Kristjánsson á l_A Café um Tælendinga sem hann ætlar aö útiloka frá staðnum. I’am surprised. Lars Ake Langrell formaöur sænska knattspyrnusambandsins í viðtali viö Helgarpóstinn um baráttukveðjur FIFA til svissneska landsliösins. Ég er steinhissa. Eggert Magnússon formaöur KSÍ í viötali viö sama blaö af sama tilefni. Gerí öllum útlendingum jafn lágt undir höfði. Við ætlum aö miöa viö 25 ára aldurstakmark hvort sem það er Tælendingur, Indverji, Pakistani eöa Ameríkumaöur, segir Jósteinn Tælendingavin- ur. íslendingar eru undanþegnir þessum lágmarksaldri á LA Café. fréttaskot úr fortíð Hefiidföður Bræðumir Edward og Robert Allister í Detroit erfðu nýlega föður sinn. Hann hafði skilið eftir sig skóbúð, en enga peninga. f búðinni vom 28.000 pör af skóm og það var stranglega tekið fram í erfðaskránni að Robert ætti að erfa alla hægrifótarskóna en Edward vinstrifótarskóna. Þetta var hefnd föðurins fyrir það, að synir hans höfðu ekki látið sig hag hans nokkm skipta um mörg ár. Sunnudagsblað Alþýðublaðsins, 9. maí 1937.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.