Alþýðublaðið - 30.08.1995, Síða 1

Alþýðublaðið - 30.08.1995, Síða 1
■ Formaður Alþýðuflokksins vill að stjórnarandstöðuflokkarnir stilli saman strengi fyrir næstu kosningar Stingur uppá Ingibjörgu Sólrúnu sem leiðtoga Jón Baldvin Hannibalsson: Meöan vinstrimenn deila um leiðir sitja dauflyndir, sauðþráir framsóknarmenn uppi í stjórnarráði og aðhafast ekkert í aðdraganda nýrrar aldar. „Meðan við deilum um markmið og leiðir sitja dauflyndir, sauðþráir framsóknarmenn uppi í stjómarráði og aðhafast ekkert í aðdraganda nýrrar aldar. Hvemig getum við réttlætt það, að sitja á fundum og þrasa?“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson í ræðu á mjög fjölsóttum fundi hans og Svav- ars Gestssonar á vegum Alþýðu- bandalagsfélags Reykjavíkur í fyrra- kvöld. Jón Baldvin lagði mikla áherslu á að stjómarandstöðuflokkamir fjórir ættu að ffeista þess að ná saman í mik- ilvægustu málaflokkunum: „Getum við náð samstöðu um praktísk við- fangsefni, sóknarstefnu?" Eftir að hafa fjallað um þau mál sem stjómarandstöðuflokkamir þyrftu að taka til urníjöllunar sagði Jón Bald- vin: „f Ráðhúsinu í Reykjavík situr kona sem ég ber virðingu fyrir, vegna þess að hún hefur sýnt það í verki að hún er ábyrgur stjómmálamaður og raunsær stjómmálamaður. Hún vann það affek að vinna Reykjavík úr hönd- um íhaldsins." Hann kvaðst vel geta hugsað sér að gegna „liósmóðurhlut- verki“ ásamt Svavari, Olafi Ragnari Grímssyni og öðmm forystumönnum Alþýðubandalagsins um það, „að næst þegar gengið verður til alþingiskosn- inga á íslandi, þá verðum við búin að vinna heimavinnuna okkar, í þeim skilningi að við látum á það reyna hvort það getur orðið málefnaleg sam- staða um stórmál, sem geti skipt sköp- um um þróun íslensks þjóðfélags; sem er hvorttveggja í senn ffamsýn og rót- tæk, sem er í stórum dráttum á nótum klassískrar jafnaðarstefnu, sem ég held að hafi víðtæka skírskotun til þorra fólks. Það gæti risið héma öfl- ugur jafnaðarmannaflokkur. Eg sagði að ég væri alveg tilbúinn að eyða því sem ég á eftir í pólitfk - ég er búinn að eyða matmsævi í hana hvort sem er - í ljósmóðurhlutverk slíkrar hreyfingar,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson. Alþýðublaðið leitaði í gær álits nokkurra forystumanna vinstriflokk- anna við ræðu Jóns Baldvins en nánar verður sagt frá fundinum í blaðinu á morgun. ■ Sameining jafnaðarmanna Heljarstökk Jóns Baldvins - segir Steingrímur J. „Það sem mér fannst vera jákvætt og alveg hárrétt við fundinn var það að menn byijuðu á réttum enda og voru að ræða málefni. Bæði Jón Baldvin og Svavar Gestsson lögðu ríka áherslu á það að menn ættu að vera niðri á jörð- inni og raunsæir í þessum efnum og ekki skapa einhverja innistæðulausa bjartsýni um að þetta væri eitthvað sem gæti gerst í einu vetvangi," sagði Stein- grímur J. Sigfússon, þingmaður Al- þýðubandafagsins, í samtali við Alþýðu- blaðið. „Þó að umræðan drægi vissulega ágreiningsmál fram í dagsljósið og sum hver stór og djúpstæð, sem hvor fyrir sig fór yfír, þá var hún samt upphaf af því að menn voru að tala um þessi mál. Að því leyti held ég að það hafi verið byrjað á réttum enda og fundurinn gagnlegt innlegg í umræðu um samein- ingarmálin sem vonandi geta haldið áfram. Þrátt fýrir þetta heljarstökk Jóns Baldvins með Ráðhúsið og ljósmóður- hlutverkið þá var hann og þeir báðir á mjög raunsæjum nómm. Ef ég man rétt vöruðu þeir báðir við því að óraunsæjar hugmyndir um einhveija sameiningu án þess að farið væri í gegnum málefnin fyrst yrðu bara vatn á myllu íhaldsafl- anna. Slíkt myndi bara næra þá sem eru handan götunnar frá Komhlöðuloftinu, það er að segja í stjómarráðinu, en þeir em nógu vel nærðir fyrir," sagði Stein- grímur. Hann sagði að það hefði verið gaman að hlusta á þessa umræðu og bera sam- an nálgun hvors um sig. „En ég held líka að þeir sem draga réttar ályktanir af innihaldi umræðunnar hljóti að átta sig á því að það er mikið verk óunnið gegnum þessi málefni áður en á það reynir hvort það finnist snerti- fletir og samnefnari eins og ég hef alltaf sagt. Menn verða að átta sig á að þetta tekur tíma og þolinmæði. Samvinna og samstarf getur gerst í mörgum áföngum og átt sér aðdraganda gegnum þróun sem er kannski mikilvægast að koma með einhveijum hætti af stað. Ég held að menn eigi að líta á þetta sem ferli en ekki sem eitthvað annað hvort eða í nú- inu. Slík uppstilling er fyrirfram von- laus. Þessum bráðræðislegu og árang- urslausu tilraunum undangenginna ára, þar sem menn hafa ætlað að gera þetta í einum hvelli ofanfrá eða í beinni út- sendingu í ijölmiðlum ellegar sameina vinstri menn með því að kljúfa þá í fleiri flokka, þarf að ýta til hliðar sem dæmasafni um hvemig ekki á að fara að. Það þarf að byija á byijuninni og nú held ég að það sé meira raunsæi í þess- um efhum en maður hefur séð stundum áður,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon. Það kennir fjölmargra grasa á haustmarkaði Bókavörðunnar einsog bóka- ormurinn Halldór Blöndal komst að raun um þegar hann rak þar inn nefið - og tunguna út - í gærdag. A-mynd: ÓI.Þ. ■ Bókavarðan með magnaðan haustmarkað Um 40 þúsund bækur á tilboði Haustmarkaður Bókavörðunnar í Hafnarstræti er hafinn þar sem geysilegt úrval bóka er í boði á makalausu verði. Milli 30 og 40 þúsund bækur er á markaðnum. f búðinni eru allar bækur á 50% af venjulegu verði en á mark- aðsloftinu eru allar bækur á 100 krónur en blöð og tímarit á 50 krónur. Á haustmarkaðnum eru allar tegundir bóka, tímarita, blaða, smáprent, ís- lenskar bækur og erlendar, innbundnar og óbundnar. Þar eru héraðasögur, ættffæðirit, gamlar guðfræðibækur, ritraðir, íslenskar ævisögur, skáldsögur, ljóð og leikrit, svo eitthvað sé nefnt. Þessi dúndurmarkaður mun standa í 10 til 15 daga eftir efnum og ástæðum. ■ Móðurfyrirtæki ISAL Milljarðagróði Rekstrarafkoma áldeildar Alu- suisse-Lonza samsteypunnar, sem ÍSAL tilheyrir, var góð á fyrstu sex mánuðum ársins. Deildin sýndi 15% söluaukningu á tímabilinu. Hagnaður fyrir fjármagnskostnað og skatta jókst um 58% og fór úr 3,8 milljörðum íslenskra króna í 6,6 milljarða. Hagnaður A-L samsteyp- unnar í heild á fyrri hluta ársins jókst um 107% og fór úr 5,1 millj- arði í 10,6 milljarða króna eftir skatta og fjármajgnskostnað. Sam- kvæmt frétt frá Islenska álfélaginu skýrir A-L þessa góðu afkomu með- al annars með hagstæðum markaðs- skilyrðum og dreifingu áhættu með skiptingu fyrirtækisins í þrjár meg- in rekstrardeildir. ■ Læknaráð Landspítala og Borgarspítala vara við yfirvofandi niðurskurði til sjúkrahúsanna Bitnar á bráðveikum sjúklingum Læknaráðin vilja þjóðarsátt um forgangsröðun. Læknaráð Landspítalans og Borg- arspítalans hafa sent frá sér yfirlýs- ingu þar sem varað er við þeim frek- ari niðurskurði á fjárveitingum til sjúkrahúsanna sem virðist yfirvof- andi. Læknaráðin segja heildarstefnu skorta í fjárveitingum og þar virðist geðþóttaákvarðanir ráða. Lagt er til að skipuð verði nefnd sem hafi það markmið að ná þjóðarsátt um for- gangsröðun í heilbrigðismálum. „Enn virðist eiga að höggva í sama knérunn og frekari niðurskurð- ur á rekstrarfjármagni Landspítalans og Borgarspítalans virðist yfirvof- andi. í nýlegri skýrslu frá Ríkisend- urskoðun kemur þó fram að varla er frekari árangurs að vænta af hagræð- ingaraðgerðum á þessum stofnunum. Með öðrum orðum, fiekari spamað- araðgerðir munu leiða til verri þjón- ustu sem bitnar á bráðveikum sjúk- lingum og sjúklingum með ýmsa langvinna sjúkdóma," segir í yfirlýs- ingu læknaráðanna. I yfirlýsingunni segir ennfremur að vegna aðhaldsaðgerða á sjúkra- húsunum í Reykjavík hafi endumýj- un tækjakosts setið á hakanum, fyrir- hugaðar byggingarframkvæmdir stöðvaðar og þrengt hafi verið að starfsfólki. Á sama tíma haldi offjár- festing í sjúkrahúsum, hjúkrunar- heimilum og heilsugæslustöðvum ut- an Reykjavíkur áfram. Með mark- vissri forgangsröðun verði að leita leiða til að nýta betur það fjármagn sem veitt er til heilbrigðismála. Læknaráð Landspítala og Borgar- spítala fara þess á leit að umræðunni um forgangsröðun verði fundinn far- vegur með stofnun óháðrar nefndar á vegum Alþingis sem geri tillögur um forgangsröðun í heilbrigðismálum með það að markmiði að ná þjóðar- sátt í þessum málaflokki. Læknaráð- in hafa þegar sent heilbrigðis- og tryggingamálanefnd Alþingis erindi þess efnis. í nefndinni þyrftu að eiga sæti, stjómmálamenn, siðfræðingar, læknar og aðrir heilbrigðisstarfs- menn. ■ Sameining jafnaðarmanna Vantar eina spumingu - segir Sighvatur Björgvinsson. ,Þessi fundur er að sjálfsögðu byijun- in. Menn þurfa að ná saman um þau málefni sem eru efst á baugi." Spumingin er sú hvort menn eru að tala um að ganga til samstarfs undir merkjum jafh- aðarsteíhu í þeim skilningi að þeir telji sig sósíaldemókrata, sem em þar em að taka höndum saman, eða em menn að tala um einhveija sameiningu bara sam- einingarinnar vegna þar sem einn maður þenkir í austur meðan annar þenkir í vestur. Það gengur ekki uppsagði Sig- hvatur Björgvinsson, þingmaður Al- þýðuflokksins. „Menn þurfa að tala saman og átta sig á málefnalegri sam- stöðu og hvað menn eiga við með orð- unum jafhaðarstefna og jafnaðarmaður. Þetta þarf ekki að vera svo langt ferh því menn sem em jafn rútíneraðir í pólitík eins og til dæmis Ólafur Ragnar Grímsson, Svavar Gestsson og Jón Baldvin Hannibalsson vita mætavel hvað jafnaðarstefna er og þurfa ekki að velkjast í vafa um það. En það vantar eina spumingu í allar þessar spumingar til Svavars, sem skilgreinir sig sem jafn- ■ aðarsinna: Gerir hann það þá í merking- unni sósíaldemókrat eða gerir hann það í einhverri allt annarri merkingu? Hvaða merkingu leggur hann í það? Telur hann sig vera sósíaldemókrata í þeim skiln- ingi sem evrópskir sósíaldemókratar leggja í það orð, eða telur hann sig til- heyra einhveijum öðmm hópi sem út af fyrir sig getur vel fallið undir það að vera jafnaðarsinnar? Þetta er það sem þarf að ræða og botn fæst ekki í það nema menn tali saman. Með öðrum orð- um: Em menn kratar eða em menn eitt- ~ hvað annað en kratar?, sagði Sighvatur. ■ Sameining jafnaöarmanna Samtölin halda áfram - segir Svanfríður Jónasdóttir. ,J>að er alveg ljóst að þessi sameining- armál jafnaðarmanna em það mikið til umræðu að menn horfa orðið beinlínis til þess að við næstu kosningar geti menn boðið kjósendum upp á merkilegri val- kost heldur en geit hefur verið við undan- famar kosningar,“ sagði Svanfríður Jónasdóttir, alþingiskona Þjóðvaka. .Auðvitað vonast menn til að sjá alvöru- flokk við næstu kosningar sem kjósendur muni treysta að getí fengið völd og haft áhrif. Við getum sagt að þetta sé kannski ekki komið í burðarliðinn þannig að ljós- móðirin þurfi ekki að fara strax á vakt. En það er auðvitað mjög gott ef þeir sem vilja gegna þama ljósmóðurstörfum fari að undirbúa sig. Það sem þarf að gerast er að samtöl þurfa að halda áffam. Þetta samtal á Konihlöðuloftínu er eitt af þeim samtölum sem þurfa að eiga sér stað. Ég tel að þau þurfi að eiga sér stað í fleiri lögum ef það má orða það þannig, það þurfi að taka þveranir úr flokkunum og fólk þurfi að ræða mál og losa sig við ákveðin höft. Þeim bemr sem okkur mið- ar með þessi samtöl þeim mun nær dreg- ur að störfum ljósmæðranna,“ sagði Svanfnður. „Menn gleyma því stundum að mjög víða út um land á það fólk sem kýs þessa flokka í þingkosningum mjög náið samstarf í sveitarstjórnum og er jafhvel í sameiginlegum framboðum. Þar hefur þessi sameining þegar átt sér stað. Menn horfa til Reykjavíkurlistans en ég hugsa að af þeim sveitarfélögum sem eru af miðlungsstærð sé það býsna algengt að fólk sem myndi kalla sig jafnaðar- menn er þegar farið að vinna saman og jafnvel búið að gera það um nokkra hríð. Þar eru auðvitað samtöl í gangi. Næsti hringur við svokallaða ráðamenn flokk- anna er nokkuð virkur í samtölum. Ef við horfum til Kvennalista, Þjóðvaka, Al- þýðuflokks og Alþýðubandalags þá er býsna mikið af fólki í þessum stjómmála- hreyfingum sem em gamlir skólafélagar, gamlir baráttufélagar og jafnvel gamlir flokksfélagar og vinir. Samtölin þurfa að halda áfram. Þetta er mismarkvisst og einhvem tímann þarf að koma að því að menn taki hinar pólitísku ákvarðanir," sagði Svanfríður Jónasdóttir.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.