Alþýðublaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1995
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
s k o ð a n
Stuðningur hagsmunasamtaka bænda við
ítalskan pastaiðnað
Saga íslensks þjóðfélags hefur allt
frá fyrstu tíð einkennst af þeirri stað-
reynd að við búuni jú á einangraðri
eyju úti í ballarhafi, víðsíjarri öðrum
byggðum bólum. Vegna þessara að-
stæðna höfum við þurft að vera sjálf-
um okkur nóg á flestum sviðum; sam-
göngur voru óöruggar og ekki hægt að
treysta því að innfluttur varningur
bærist til landsins á tilsettum tíma -
eða jafnvel að hann bærist yfir höfuð.
Pallborðið I
Allt hefur þetta hinsvegar breyst því
nú eru samgöngur með þeim hætti að
vörur eru fiuttar heimshoma á milli á
ótrúlega skömmum tíma og samgöng-
ur til Islands eru að öllu jöfnu álíka ör-
uggar og almennt gerist í nágranna-
löndunum. Og hefur svo verið um ára-
tugaskeið.
En þrátt fyrir þetta höfum við alit
fram á þennan dag þurft að búa við
haftastefnu í verslun og viðskiptum;
haftastefnu sem byggir allt sitt á hug-
myndinni um sjálfsþurftabúskap þrátt
fyrir að hún sé vitaskuld fráleit að
styðjast við fyrir sæmilega nútímavætt
þjóðfélag.
Undirritaður, sem varla telst háaldr-
aður, man vel þegar ekki mátti flytja
inn sælgæti, ávexti eða grænmeti svo
nokkru hafi numið. Eðlilega veltir
maður því fyrir sér hvort þegnum
samfélagsins sé virkilega ekki treyst-
andi til þess að stjóma eigin lífi í þess-
um bráðhættulega heimi.
Stjómvöld hafa þannig ákveðið það
fyrir okkur þegnana að við megum
nær eingöngu bcirða innlendar land-
búnaðarafurðir. Ákvörðun þessi hefur
það að markmiði að vemda atvinnu
bænda fyrir innfluttum afurðum sem
em ódýrari en innlendar. Víst er það
sjónarmið útaf fyrir sig. En em ekki
fleiri hliðar á þessu máli? Afleiðingin
fyrir almenning er að hann er neyddur
til þess að kaupa þessar vömr þar sem
annar valkostur er ekki fyrir hendi.
Þrýstihópar bænda benda sífellt á
a'ð samkvæmt könnunum séu land-
búnaðarafurðir ekki svo mikið dýrari
hér en annars staðaf. Það hefur verið
talað um 40 til 60% mun (eins og það
sé ekki nóg!). Alltaf þegar um þetta er
rætt, gleymist aftur á móti að laun
fólks í þeim löndum sem miðað er við
em tvisvar til þrisvar sinnum hærri en
hér á íslandi. Hér er hlutfallið, sem
fólk þarf að borga fýrir þessar vömr af
launum sínum. miklu hærra en annars
staðar - og munar einhverjum hundr-
uðum prósenta. Auk þess segir verð
afurðanna ekki nema hluta sannleik-
ans því almenningur hefur með skatt-
peningum þegar greitt bændum fyrir
að framleiða afurðina.
Haftastefnan hefur einnig verið rök-
studd með því að íslenskar landbúnað-
arafúrðir séu hreinni náttúmafurðir en
afurðir annarra þjóða. Og það sé því
óþarfi að flytja inn vömr sem em verri
en þær íslensku.
Að mínu viti nálgumst við þarna
kjama málsins. Það er gmndvallarat-
riði í nútímaþjóðfélagi að neytendur
hafi valkost þegar kemur að því að
versla inn til heimilisins. Af hverju
geta stjórnvöld ekki leyft mér sem
neytanda að velja sjálíúr hvort ég vil
dýrar íslenskar landbúnaðarafurðir eða
ódýrar erlendar? Af hverju hræðast
samtök bænda það svo mjög að keppa
við aðrar þjóðir á jafnréttisgmndvelli?
Ef afurðir íslenskra bænda em svona
miklu betri en afúrðir útlenskra bænda
þá hljóta neytendur að hafa það í huga
þegar verslað er.
„Ef ekkert breytist í viðhorfi forkólfa hins úr sér
gengna landbúnaðarkerfis og þá neyðist maður
einfaldlega til að minnka enn frekar kaup sín á
landbúnaðarafurðum. Ef hagsmunasamtök
bænda vilja endilega að almenningur drekki
frekar kók og djús en mjólk og borði frekar
pasta en kinda- og nautakjöt - þá þeir um það."
Það er alveg óþolandi að íslensk
heimili þurfi að standa straum af þeirri
óhagræðingu sem viðhaldið er af
framsóknarflokkunum í íslenskum
landbúnaði á sama tíma og þessi sömu
heimili em sífellt krafin um að hag-
ræða og sýna aðhald á öðmm sviðum.
Stjórnmálaleiðtogar á villigötum og
veruleikafirrtir forsvarsmenn bænda
verða að hætta að berja höfðinu við
steininn til þess eins að viðhalda þessu
ástandi.
Ég spyr íslenska bændur eftirfar-
andi spuminga: Finnst ykkur sjálfum
það í lagi að stunda búskap á þeim
grundvelli að bú ykkar hafi enga
möguleika á að standa undir sér vegna
minnkandi kvóta? Finnst- ykkur sjálf-
um í lagi að önnur lögmál séu látin
gilda um ykkar atvinnugrein en aðrar
atvinnugreinar? Finnst ykkur sjálfum
eðlilegt að skattfé almennings sé not-
að til þess að þið getið búið áfram á
jörðum ykkar á sama tíma og fé til
heilbrigðismála er skorið niður?
Finnst ykkur sjálfum í lagi að taka við
skattpeningum almennings á meðan
menntun og önnur samfélagsnet bama
ykkar eru skorin niður?
Öll getum við verið sammála um
mikilvægi þess að íslenskir bændur
geti haldið áfram að framleiða góðar
afurðir. Hins vegar eiga þeir betra
skihð en að vera í fjötrum þess að vera
á framfæri almennings. Samtök
bænda verða að gera sér grein fyrir
því að bændur þurfa upp á eigin spýt-
ur að taka til í sínum kálgarði eins og
allir aðrir. Bændur verða jafnframt að
taka undir með samtökum kúabænda
og taka af skarið í þessu máli því svo-
kölluð hagsmunasamtök þeirra virðast
ekki hafa getu eða vilja til þess að
breyta býlum landsins úr vernduðum
vinnustöðum í sjálfbjarga atvinnu-
rekstur.
Ef ekkert breytist í viðhorfi forkólfa
hins úr sér gengna landbúnaðarkerfis
og þá neyðist maður einfaldlega til að
minnka enn frekar kaup sín á landbún-
aðarafurðum. Ef hagsmunasamtök
bænda vilja endilega að almenningur
drekki írekar kók og djús en mjólk og
borði frekar pasta en kinda- og nauta-
kjöt - þá þeir um það. ■
Höfundur er félagsráðgjafi
og jafnaðarmaður.
v i t i m e n n
Hafa haldið þjóðinni í
hvítkáisánauð.
Jóhannes í Bónus er í krossferð gegn
grænmetisframleiöendum. DV í gær.
Bíla- og fatakaupin
björguðu hagvextinum.
Fyrirsögn Tímans í gær fjallaöi um hagvöxtinn
(3%) þaö sem af er liöiö árinu, sagði hann
samkvæmt áætlun og vitnaði til
Þórðar þjóðhagsstjóra.
Krókódfll gæddi sér á
rándýrum veiðihundum.
DV kunni aö greina frá kátum krókódíl í Flórída.
Kvennalistinn auglýsir eftir
efnahagsbatanum og talar um:
Lýðskrum og loforð sem ekki
áttu sér stoð í veruleikanum.
Yfir- og aðalfyrirsögn forsíöufréttar Tímans
í gær sýndi þaö og sannaði aö enn kunna
Kvennalistakonur aö koma fyrir sig oröi.
Kongó er ekkert annað og meira en
B-mynd prýdd dulitlum B-
myndasjarma, lúxus tæknivinnu
- undanskiljum blámennina sem
búið er að velta upp úr Pillsbury’s
Best líkt og lambakótilettum.
Þetta mun vera kvikmyndagagnrýni í
Morgunblaöinu. Óvænt óvægni atarna...
Stóra málið er eftir sem áður, að
stuðningur ríkisins við landbúnað
er meiri hér á landi en í nærri
öllum ríkjum heims og að hann
er meiri en þjóðfélagið getur
staðið undir.
Jónas Kristjánsson í forystugrein DV í gær.
Alls voru 25 fangar í grillveislunni,
en sumir kusu frekar að njóta
matarins í stað þess að taka
þátt í flóttanum.
Frétt Mogga í gær af flótta „hættulegustu
glæpamanna Danmerkur" úr fangelsi.
Atgervisflótti veldur áhyggjum.
Tíminn var meövitaöur í gær - að vanda.
Ég hef ekki séð nein rök fyrir því
að það sé nauðsynlegt að einka-
væða ríkisbankana í augnablikinu.
Guöjón Ólafur Jónsson formaöur Sambands
ungra framsóknarmanna, sem er „svipa og
samviska" Framsóknarflokksins, einsog
Guöni frá Simbakoti oröar þaö. DV í gær.
Afkoma versnaði um 20%
á 12 árum.
Frétt í Morgunblaöinu um kúabændur.
Tekist hafa samningar
milli Ríkissjónvarpsins og
þeirra kvikmyndagerðar-
manna erframleiða munu
og stjórna upptökum á
Dagsijósi í vetur - sem verk-
takar. Innanbúðarmenn
segja að Sjónvarpið hafi
með þessum samningum
brotið nokkurt blað í sögu
sinni þarsem loksins séu nú
borguð þar góð laun fyrir
mikla vinnu. Hópur upptöku-
stjóranna þykir einn sá fríð-
asti sem að dagskrárgerð
eins sjónvarpsþáttar hefur
staðið hér á landi. Þrátt fyrir
að vera allir á þrítugsaldri -
eða rétt aðeins ögn þar yfir -
eru þeir reyndir, harðsnúnir
og velmenntaðir fagmenn
sem einbeittir ætla að ein-
henda sér í slaginn við 19:19
- í samvinnu við íþróttadeild
og fréttastofu Sjónvarpsins.
Tvísýnt þykir um úrslitin í
þeim slag þarsem Stöð 2
hefur enn ekki sýnt trompin
er það hefur á hendi fyrir
veturinn. Flestir innviða-
kunnugir veðja þó á Heimi
Steinsson og félaga. Hinir
fimm fræknu sem stjórna
upptöku Dagsljóss í vetur
verða að öllum líkindum þeir
Jón Egill Bergþórsson,
Marteinn Þórsson, Stein-
grímur Dúi Másson,
Styrmir Sigurðsson og
Tindur Hafsteinsson...
Efnt verður til aukasýninga
á vinsælasta grínleikriti
sem sýnt hefur verið í Kaffi-
leikhúsinu; Sápa tvö: Sex við
sama borð. Sápa tvö er eftir
Ingibjörgu Haraldsdóttur
og Sigrúnu Óskarsdóttur
en frumsamin lög og textar
eftir Valgeir Skagfjörð.
Leikendur eru: Bessi
Bjarnason, Edda Björg-
vinsdóttir, Eggert Þor-
leifsson, Margrét Áka-
dóttir, Margrét Guð-
mundsdóttir og Valgeir
Skagfjörð. Leikstjóri er Sig-
ríður Margrét Guðmunds-
dóttir. Fyrsta aukasýningin
verður í Kaffileikhúsinu á
laugardagskvöTdið klukkan
21:00...
Sigurbjörn Eldon Loga-
son opnar á laugardag-
inn myndlistarsýningu í
kaffipokahúsinu Við Fjöru-
borðið á Stokkseyri. Sýning-
in er opin alla daga frá klukk-
an 13:00 til 23:00 og stendur
til 23. september. Þetta er 8.
einkasýning Sigurbjörns Eld-
ons, sem sýnir nú vatnslita-
myndir...
r
Amorgun og á föstudag
verður sýningin og ráð-
stefnan AutoCAD EXPO
haldin á Scandic Hótel Loft-
leiðum. Þetta er í þriðja sinn
sem Hugbúnaður hf. stendur
fyrir ráðstefnu um tölvu-
studda hönnun. Ráðstefnan
hefst með ávarpi Árna
Magnússonar, aðstoðar-
manns iðnaðarráðherra,
klukkan 8:30 í fyrramálið.
Auk íslenskra fyrirtækja
munu fimm erlend fyrirtæki
eiga fulltrúa á ráðstefnunni
og verða haldnirfyrirlestrar
og kynningar næstu tvo
daga...
"ForSide" oftir Gary Larson
Aökomumenn í Vestmannaeyjum hafa oft og tíðum farið flatt á því að
stinga sér óvanir af Ystakletti í sjó niður. Jónas Sen uppgötvaði til
dæmis um síðustu helgi, að magaskellur eftir dýfingu úr svo mikilli
hæð getur verið ansi óþægilegur - svo ekki sé meira sagt... Aarrg I!!
fimm á förnum vegi
í hvaða stjörnumerki ert þú - og hvað með maka þinn?
María Guðmundsdóttir,
afgreiðslumaður: Við eruni
bæði meyjur. Og erum voða
happý með það.
Jón Björk Þrastardóttir,
ræstitæknir: Ég er hrútur og
hann er fiskur. Samband okkar
gengur mjög vel.
Gísli Sigurgeirsson, leið- Hólmfríður Jóhannsdóttir,
beinandi: Eg ku vera stein- íþróttakennari: Þetta getur
geit. En mér er alveg sama í nú varla orðið öllu betra. Eg er
hvaða stjömumerki tilvonandi nefnilega tvíburi og hann
maki minn verður. sporðdreki.
Jón Páll Vilhelmsson, Ijós-
myndari: Ég er ekki í neinu
stjömumerki og ætla sko ekki
að velja mér maka eftir þessari
vitleysu.
Frankófflar geta glaðsL
Það varö mörgum gleðiefni í gær að uppgötva,
aö Tíminn hefur ekki glatað hæfileikum sínum til
sérstæðrar fyrirsagnageröar. Þessi frétt var um
útgáfu nýrrar fransk-íslenskrar orðabókar.
ViUtir á
Vefnum
■ Breski verkamannaflokkurinn er
að þykjast nútímavæðast þessa
dagana (kannast nokkur við slíka
tendensa hjá sósíalistum hér á
landi?) með hinn holhljóma en þó
ávallt tungulipra Tony Blair í oddi
fylkingar. (Hvenær kemur annars
að því, að íslenskir stjórnmálaskýr-
endur taka þennan kumpána í bak-
aríið í stað þess að duncfa sér við
að níðast á John greyinu Major?)
Á http://mmw.poptel.org.uk/
labour-party/finnið þið í öllu falli
tilaðgera pólitískt þenkjandi leftista-
heimasíðu sem gleymir sér því
miður of oft við að útskýra innri
gerð flokksins og „persónúleg"
vandamál að hætti naflaskoðunar-
manna, frekar en að kljást við raun-
veruleg samfélagsvandamál og
hugmyndafræði sem er einhvers
virði. (Skiljiði?) Aðvífandi nethausar
af íslenskum uppruna hafa þaraf-
leiðandi takmarkað gaman af síð-
unni. Tiltölulega fróðleg er hún þó,
með nöfnum og e-meilföngum
allra þingmanna flokksins (bögg-
böggböggg) og tengillinn yfir til
magasíns- heimasíðu ungliðadeild-
ar flokksins er safaríkur - ehemm...
staffanQcentrum. is
veröld ísaks
Háskólinn í Alaska teygir arma sína
yfir hvorki meira né minna en íjögur
tímabelti: írá háskólaútibúinu í
Kitchikan (skammt frá suðaustur-
landamærum Alaska og Bresku
Kólumbíu) til örsmárrar lærdóms-
miðstöðvar á hinni fjarlægu Adak
í Aleutian-eyjaklasanum. Þessir tveir
staðir em jafn íjarlægir hvor ffá
öðmm og London og Moskva!
Byggt á Isaac Asimov's
Book ofFacts.