Alþýðublaðið - 30.08.1995, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 30.08.1995, Qupperneq 5
MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 t ó n I i s t ■ Bayreuth-hátíðin er líklega elsta tónlistarhátíð í heiminum. Richard Wagner (1813-1883) lét reisa þar óperuhús, eftir eigin forskrift, þar sem Niflungahringurinn var frumsýndur ár- ið 1876. Hátíðin stendur í einn mánuð á sumri hverju „Bayreuth er ekki dautt safn, heldur lifandi leiksmiðja" Jóhannes Jónasson: Wagner var sjálfur bölvaður þrjótur í samskipt- um sínum við aðra, svíðingur í kvennamálum; sjálfselskupúki eins og sumir listamenn geta verið. En þeim mun betur sem maður kynnist verkum hans, því meiri aðdáun fyllist maður á vinnubrögðum hans sem listamanns. A-m,nd ói>. Hið nýja Þýskaland efnahagsundurs- ins var nýtt land sem vildi ekki láta bendla sig við fortíðina. f Bayreuth kemur frarn nýr einfaldaður stfll. Þær uppfærslur sem koma fram á 8. ára- tugnum, til dærnis uppfærslan á aldar- afmæhnu, Í976, höfðu þjóðfélagslega skírskotun sem átti sér samsvörun í því þjóðféiagslegu uppgjöri sem átti sér stað á þessum tíma. Það uppgjör var víðtækt í þýsku þjóðfélagi þó við þekkjum líklega best öfgakenndustu myndir þess, mótmælaaðgerðimar og hryðjuverkastarfsemi. Það á því kannski vel við nú, eftir hrun hinna hugmyndafræðilegu kerfa að í Bayreuth komi fram sviðsetning á Hringnum sem hafi enga hugmynda- fræðilega skírskotun, heldur sé fyrst og fremst fýrir auga og eyra.“ Wagner og ísland „Wagner var sjálfur bölvaður þijót- ur í samskiptum sínum við aðra, svíð- ingur í kvennamálum; sjálfselskupúki eins og sumir listamenn geta verið. En þeim mun betur sem maður kynnist verkum hans, því meiri aðdáun fyflist maður á vinnubrögðum hans sem lista- manns. Sérstaklega er það aðdáunar- vert hver fljótt og örugglega hann kemst til boms í norrænum ffæðurn á örskömmum tíma, tileinkar sér efhi og tungutak sagna og kvæða og smíðar sér nýja goðafræði af djúpum skiln- ingi. Hann gerði sig stautlæsan á ís- lensku og náði betri tökum en flestir útlendinga á stuðlanna þrískiptu grein. Inntak Niflungahringsins þarf ekki að skýra með kenningum Shaw, því þama er sett fram hugmynd Völuspárhöf- undar og Snorra um bölvun guflsins, sem verður fyrst aflétt með nýjum og betri heim. Það er misskilningur að Wagner hafi samið Niflungahringinn upp úr Niflungaljóðunum þýsku, af þeim hefur hann aðeins þýskar gerðir á funm nöfhum. Verkið er samið upp úr ísfenskum bókmenntum, Eddukvœð- um, Völsungasögu og Þiðreks sögu af Bem. Við íslendingar höfum verið gjamir að hampa ýmsum smærri spámönnum af því að þeir minnast á ísland í verk- um sínum eða nota íslenskt efhi á ein- hvem hátt. Slíku fólki er jafhvel harnp- að fyrir það eitt að tala veþ;um íslend- inga. En mörguni vitðist sjást yfi/það stærsta og merkasta. Niflungahringur- inn er eitt mesta stórvirki evrópskrar menningar. Um leið er hann dýrasti tollur sém íslenskri menningu hefur verið goldinn." ■ lögreglumaður í samtali við Guðrúnu Vilmundardóttur. almennilega til söngvaranna á sviðinu. Hann verður bara að taka sénsinn á að allir sjái tif hans og að allir hlýði hon- um. Ef kórinn er hafður innarlega á sviðinu, eins og oft gerist, þarf hann að vera allt að hálfum takti á eftir, því það tekur sinn tíma fyrir hljóðið að berast ffarn og aftur... Enda hafa sumir frægir hljómsveit- arstjórar komið þarna og forðað sér burtu hið snarasta. Einn af þeim var einn þekktasti Wagner-stjómandi síð- asta áratugar; Ungverjinn Georg Solti. Solti átti að vera í fimm ár, því venjufega stendur hver uppsetning þann tífna, en aðstoðarmaður hans tók við eftir fyrstu tvö árin.“ Þrjú tfmabil í ferli hátíðarinnar „Það er hægt að skipta ferh hátíðar- innar í þijú tfmabil; í fyrsta lagi þegar Wagner sjálfur setur upp Niflunga- hringinn og semur Parsifal, síðustu ópem sína. Parsifal er samin sérstak- lega fýrir hljómburð hússins. Wagner miðaði við þá reynslu sem hann hafði af hljómburðinum þar; þess vegna hljómar Parsifal betur í Bayreuth held- ur en í nokkru öðm húsi í heiminum. Lengi vel mátti ekki færa verkið upp annars staðar; það voru fyrirmæli verið fyrir hermenn í orlofi frá víg- stöðvunum.“ Hitler verður fjölskylduvinur „Arið 1924 kom til Bayreuth maður sem var þá farinn að skipta sér af pól- itík í Bæjaralandi, Adolf nokkur Hitler. Hann varð fjölskylduvinur löngu áður en hann verður ríkiskansl- ari og gisti iðulega á Wahnfried, heimili Wagnerfjölskyldunnar. Hátíð- in naut hans við á ýmsan hátt; þegar hann komst á valdastól setti hann tón- list Wagners á háan stall - og segja má að hátíðin hafi notið þess þá en goldið þess síðar. Kannski var það þess vegna sem þriðja tímabilið er al- gjört uppgjör við fortíðina; þegar synir Siegfrieds og Winiefred, Wieland og Wolfgang taka við.“ Hátíðin endurreist 1951 „Árið 1951 er hátíðin endurreist, og þá brá mörgum í brún. Mönnum fannst sem þeir sæju autt svið; sviðs- myndin var nauðaeinföld, búningamir stflfærðir og leikstfllin einfaldur, og margir menn könnuðust ekki aftur við sig á Bayreuth- hátíðinni. Þama vom ekki hjálmamir og homin, brynjumar og skildimir, prúðbúnir riddarar eða annað þvíumlíkt sem fólk var vant að Óperuhús Wagners „Hugmynd Wagners um ópemhús er ævintýra- lega merkileg; hann var klókur leikhúsmaður og fýrirkomulag hússins ber þess á allan hátt vitni. Þetta er líklega sniðugasta ópemhús veraldar um alla hönnun. Hljómburðurinn er virkilega góður, sviðið með því stærsta, áhorfendasalurinn ákaflega skrautlaus fyrir þann tíma - þó kannski þyki hann skrautlegur miðað við spartanskar nútímaforsend- ur. Hann styðst óbeint við gríska fýrir- mynd; Dýonísosarleikhúsið utan í Akrópólis. Leikhús Wagners er byggt í boga; allt snýr að sviðinu. Það er þó nokkur bratti á áhorfendasvæðinu svo að allir sjá vel á stórt sviðið. Hljóm- sveitargryfjan er dýpri og stærri en flestar. Hún er skermuð af og annar skermur gengur gagnstætt á móti; áhorfendur sjá ekki ofan í gryfjuna, hljóðið kemur upp úr henni upp á sviðið og endurkastast þaðan út í sal- inn. Hljómsveitin verður aldrei of há- vær þegar upp úr gryfjunni er komið og yfirgnæfir því ekki söngvaran. Seinni verk Wagners eru beinlínis skrifuð fyrir þetta svið. Allir söngvarar segja að þarna sé feikilega gott að syngja en hins vegar er þetta mikið kvalræði fyrir hljóm- sveitarstjóra. Hljómsveitarstjórinn heyrir ekki til allra í gryfjunni og ekki Úr Valkyrjunni „Mér fannst eiginlega öll uppsetningin fullkvenleg; iitirnir i búningunum, leikmyndin - og jafnvel tónlistin," segir Jóhannes. Wagners, sem vom í rauninni gefin af klókindum. Sem áttu eftir að tryggja hátíðinni framgang á næstu ámm, því fólk varð að gera sér ferð til Bayreuth vildi það heyra þetta nýja verk. Eftir dauða Wagners setur Cosíma ekkja hans upp næstu verk. Þegar einkasonurinn Siegfried kemst undan pilsfaldi móður sinnar hefst annað tímabilið. í hennar tíð mátti engu breyta, allt varð að vera í sömu skorðum og meistarinn hafði gengið frá því. En Siegfried leyfði sér að hnita mörgu til og tókst oft vel til, enda góður leikhúsmaður. Á þessum tíma koma ýmsir þekktir músíkantar til Bayreuth. Eftir hans dag tekur ekkja hans, Winiefred, við og undir hennar handleiðslu heldur hátíðin áfram fram á stríðsár, alveg fram til 1944. Síðustu tvö árin vom eingöngu Meistarasöngvaramir settir á svið og svolítið lengur hafði hátíðin aðallega sjá. Wieland var ekki fýrsti ffumkvöð- ull svo einfaldra sviðssetninga en hann er sá maður sem innleiðir þær í óperuhúsin í alvöru. Alla tíð síðan hefur Bayreuth verið í fararbroddi; þama hafa sumar djarflegusm tilraunir á ópemsviði verið gerðar. Þessi staður er ekki dautt safn, heldur Ufandi leik- smiðja. Nær hver einasta uppfærsla er umdeild og stundum fer svo að eins mikið er gert af því að baula þær niður og fagna með lófaklappi. Árið 1976, á aldarafinæli Hringsins, bjuggust menn kannski við að farið yrði hóflega og kurteislega með verk- ið - en nei, þvert á móti. Uppfærslan var mjög dirfskufulL Hér var reynt að sviðsetja þá hugmynd Gerges Bern- ards Shaw að Niflungahringurinn væri dæmisaga um iðnvæðingu og stéttaátök 19. aldarinnar, með sterka þjóðfélagslega skírskotun til okkar daga.“ Uppfærslan í sumar „Eg var ekki nógu ánægður með þá uppfærslu sem nú var boðið upp á, en hún var vönduð og góð svo það var á margan hátt gaman að vera ósammála slíkri sýningu. Mér fannst eiginlega öll uppsetningin fullkvenleg; litimir í búningunum, leikmyndin - og jafnvel tónlistin. Það var gert mikið úr ljóðræn- um köflum, þeir voru blásnir upp, mjúkir og fal- legir - en kraftmiklu kafl- amir vom líka mjúkir, og það kunni ég ekki við. Því miður gerðist það alltof oft sem mér mislíkar mest við flutning á Hringnum; flytjendumir létu bragliði og stuðlasetningu lönd og leið. Wagner orti textann með stuðlum og höfuð- stöfum og samdi svo tón- listina þannig að stuðla- semingin er hluti af hrynj- andi tónlistarinnar. En fæstir söngvarar og hljómsveitarstjórar em því miður svo bragvísir að þeir átti sig á þessu að gagni. En það var stórkostlegt að koma þama, í þennan bæ sem var fullur af tón- listarfólki og að sjá Hring- inn í húsi Wagners sjálfs." Fyrirkomulag hátíðarinnar „Rínargullið er sýnt í heilu lagi, án hlés. Næsm þijár óperur em í þremur þáttum og er klukkustundar hlé haft á milli hvers þeirra. Valkyrjan er sýnd kvöldið eftir sýninguna á Rínargull- inu, því enn reynir ekki of mikið á söngvarana. En síðan er hafður dagur á milli sýninga á Siegfried og Ragna- rök, svo söngvarar geti hvflt sig og safnað kröftum. f sumar stóðu einnig yfir sýningar á þremur öðrum óperum Wagners; Tannhauser, Tristan og fsold og Parsifal. Það hentar vel að hléin séu löng; sætin em engir hæg- indastólar; sætisbökin em til dæmis ekki bólstmð; til þess að hljómburður- inn sé sem bestur.“ Uppgjörið við fortíðina „Þegar sonarsynir Wagners, Wie- land og Wolfgang, endurreisa hátíðina 1951, ná þeir að gera upp við fortíð- ina. Bayreuth- hátíðin hefnr alltaf ver- ið spegilmynd af því sem hefur verið að gerast í Þýskalandi á hveijum tíma. - segir Jóhannes Jónasson Tæplega 40 íslendingar lögðu land undir fót snemma í ágúst og heimsóttu Bayreuth-hátíðina í Þýskalandi. Heimsóknin var skipulögð að undir- lagi Wolfgangs Wagner sem kom hingað til lands í fyrrasumar þegar stytt útgáfa á Niflungahringnum var sett upp á Listahátíð. Hjálp hans þurfti til, því oft þarf að bíða lungann úr ára- tug eftir að fá miða á hátíðina. Jóhannes Jónasson er einn þeirra sem sótti Bayreuth heim í sumar. „Hátíðin er elsta tónlistarhátíð í heiminum, og það svo þó nokkru munar. Ég held að sú næstelsta sé Salsburgar-hátíðin sem er frá 1920. Ferill þessarar hátíðar hefst með ffurn- sýningu Niflungahringsins árið 1876, svo hún er komin til virðulegra ára.“ Wagner velur Bayreuth „Það sérkennilega var að Wagner tók þá stefnu að snúa baki við ópem- húsum eins og þau gerðust og gengu á þessum tíma, óperuhúsum þar sem má segja að yfirstéttin hafi komið eins mikið til að sýna sig og sjá aðra. Þar gengu menn út og inn eins og þeim hentaði, bragðu sér í næstu stúku og spjölluðu við kunningjana og svo ffamvegis. Salurinn var upplýstur og í mörgum húsum vom ekki sæti í saln- um. Wagner var á móti þessu munstri. Hann vildi að menn kæmu í fullri al- vöm til þess að hlusta og meðtaka það sem boðið var upp á - eins og var farið að tíðkast í konsert- sölum og leikhúsum, sem vom borgaraleg fyrirbæri, á meðan óperahús voru athvarf yfirstéttarinnar. Því er það að í staðinn fýrir að húsið væri reist í stórborginni Munchen þar sem Bæjarakóngur sat fór Wagner til Bayreuth og þar var reist hús sam- kvæmt hans forskrift."

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.