Alþýðublaðið - 30.08.1995, Side 6

Alþýðublaðið - 30.08.1995, Side 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1995 ó r n m á I ■ Voices Of Freedom: An Oral History Of The Civil Rights Movement From The 1950s Through The 1980s (Raddir frelsis: Munnleg saga mannréttindahreyfingarinnar frá fimmta áratugnum til loka áttunda áratugarins) nefnist stórbrotin bók um mannréttinda- baráttu bandarískra blökkumanna sem nýverið kom út hjá Vintage-forlaginu. í bókinni er rætt við rúmlega þúsund manns sem á einn eða annan hátt komu að þessu stríði er venjulegtfólk háði í Bandaríkjunum uppúr miðbiki aldarinnar Neistinn sem varð að óslökkvandi báli Martin Luther King handtekinn árið 1958 fyrir „slæpingshátt". „Ég gekk eitt sinn framá styttu í borginni Birmingham í Alabamafylki. Nafnið á fótstallinum - sem ég þekkti síðar á minnisskildi Heimskirkju- hreyfmgarinnar sem gefinn var út til minningar um manninn sem þarna stóð fyrir framan mig - var séra Fred Shuttlesworth. Rödd Shuttlesworth er meðal radda rúmlega þúsund manns sem Henry Hampton og Steve Fayer hafa dregið fram og gef- ið eilíft líf í hinni stórkostlegu bók sinni, Voices Of Freedom: An Oral History Of The Civil Rights Move- ment From The 1950s Through The 1980s (Raddir frelsis: Munnleg saga mannréttindahreyfingarinnar frá fimmta áratugnum til loka áttunda áratugarins), sem Vintage-forlagið sendi frá sér fyrir skemmstu." Svo skrifar Paul Boateng, þingmaður breska Verkamannaflokksins, í um- Ijöllun sinni um Raddir frelsis í bóka- tíðindi The Sunday Times síðastliðinn sunnudag. Grein Boateng, sem hlaut minningarverðlaun Martin Luther King árið 1988 fyrir störf sín að mannréttindamálum, fer hér á eftir í endursögn: Þessi stytta í fullri líkamsstærð - sem var fyrsti fundur minn við Shuttlesworth - stendur í Mannrétt- indasafninu (Museum of Civil Rights) í Birmingham, Alabama. Þetta hugvit- samlega hannaða safn leiðir gesti sína gegnum miðlægan gang sem hallar uppávið og rekur þig smátt og smátt gegnum leikræna uppstillingu þarsem þú kynnist baráttu mannréttindafröm- uðanna í gleggstu smáatriðum. Og þama er líka hin hetjulega Rosa Banks sem einn daginn stappaði nið- ur fótum og neitaði þrjóskulega að fara aftast í strætisvagninn og kveikti þarmeð neistann sem kom af stað sniðgöngu strætisvagnanna ( Mont- gomery árið 1955. Einnig finnum við James Mered- ith þáma fyrir, en hann varðaði veg- inn fyrir komandi kynslóðir svarta námsmanna í Suðurríkjunum þegar hann yfirvegaður og rólyndislegur stóð af sér atlögur gallharðra aðskiln- aðarsinna sem reyndu að koma í veg fyrir inntöku og skólagöngu hans í Mississippiháskóla árið 1962. Hugrekki þeirra óteljandi þúsund svartra og hvítra Bandaríkjamanna sem ferðuðust með strætisvögnum frelsisins og gengu síðar fylktu liði í Selma og Washington er ennfremur gerð góð skil í safninu, ekki síst með svipmyndum af brenndum stræti- svögnum og krossum sem á sínum tíma gaf hvarvetna á að líta í Suður- ríkjunum. Þessi bók Hampton og Fayer endur- speglar sögu safnsins, en líka svo miklu meira til. Raddir frelsis er mun magnaðra verk en eingöngu bókargerð sam- nefndrar og margverðlaunaðrar sjón- varpsþáttaraðar - þrátt fyrir að vera afurð sama verkefnis; gríðarlegs sam- ansafns viðtala á hljóð- og myndbandi sem gagntóku. hvorki meira né minna en tólf ár í lífi höfundanna tveggja. Bókin er í raun og veru betri en sjónvarpsþættimir þarsem hún inni- heldur ekki þær sláandi ímyndir sem persónugervðu mest mynduðu fjölda- hreyftngu allra tíma. Þannig sjáum við ekki háþrýstiknúnar vatnsslöngumar, svipumar og hundana sem bundu endi á tvíræðan málflutning og aðgerðir Kennedybræðranna í mannréttinda- málum er herlið bandaríska alríkislög- reglunnar var sent til Suðurríkjanna. Ahrif þessara atburða era á þennan hátt enn áhrifaríkari en ella því við er- um skilin eftir með ótrufluð orð og minningar þeirra sem upplifðu átökin og baráttuna. Chicagobúinn Stud Terkel, annar mikilhæfur skrásetjari reynsluheims blökkumanna og gyðinga í Bandaríkj- unum, hefur sagt: „í endurminningun- um felst sannleikur þeirra. Nákvæmar staðreyndir og tilteknar dagsetningar era léttvægar í þessu samhengi." A þeim tiltölulega fáu stöðum þar- sem nákvæmar staðreyndir eða dag- setningar era nauðsynlegar eða hjálp- legar til útskýringa hafa höfundar bætt inn yfirfyrirsögnum eða neðanmáls- texta. Það er vissulega ómetanlegt fyr- ir lesandann, en á nokkmm stöðum hefði kannski verið betra að fá ítar- legri útskýringar eða samhengisteng- ingu. Bók þessari er ekki ætlað það nær óvinnandi verk að vera ítarleg saga mannréttindabaráttu í Bandaríkjunum á þessum tíma. Tilgangur hennar er að varpa ljósi á eitt eða fleiri þemu hinnar linnulausu baráttu fyrir frelsi. Shuttlesworth er tákngervingur þessarar breytilegu og áframhaldandi baráttu. Hann hóf feril sinn sem pred- ikari í smábæ einum í Suðurrikjunum er leitaði eftir hjálp Marthin Luther King við að koma mönnum á kjörskrá í Birmingham og endaði á því að fjalla um hagfræðilegar útskýringar á þeirri staðreynd að svo margir blökkumenn eru á endanum dæmdir til heimilis- leysis um aldur og ævi. Ég var sleginn yfrr því að kynnast hversu venjulegur þessi mikli maður var - Shuttlesworth: minnismerki sinna tíma. Sú tilfmning að þama hafi venjulegt fólk lent í straumiðu barátt- unnar og mótað hana framar öllum mettar bókina og hvílir yfir alltum- kring; nokkuð sem nær útyfir öll mörk félagsfræðilegrar sagnfræði og tekur á stundum á sig mynd epísks stórvirkis - sögu þarsem viðlagið er þungamiðja atburðarásarinnar. Við heyrum ennfremur - einsog bú- ast mátti við - frá fólki á borð við Angelu Davis, Walter Mondale, Corettu Scott King og vitaskuld Jesse Jackson. Afturámóti er glögg- lega ljóst af lestri bókarinnar, að það era verkamenn, húsmæður, safnaðar- böm, nemendur, kaupmenn og aðrir - ekki þeir frægu eða alræmdu - sem koma hlutunum á hreyfmgu; láta at- burðina gerast. Þetta era hinar raun- veralegu söguhetjur. Markalínan sem aðskildi kynþætt- ina var á endanum rofin af hreinu afli og liðsmun þeirra sem staðráðnir vora í að láta ekki bjóða sér þáverandi að- stæður og sögðu: „Hingað og ekki lengra!" Fred Leonard, svartur mað- ur, ein af röddum bókarinnar, var far- þegi um borð í strætisvögnum frelsins. Floyd Morrison, önnur rödd, en hvítur áhorfandi, var viðstaddur þegar strætisvagn frelsisins ók inní heimabæ hans. Fullur viðbjóðs á ofbeldi lýðsins sem tók harkalega á móti vagninum skaut hann af byssu sinni útí loftið. Þetta byssuskot bjargaði lífi Freds. Skothvellurinn bergmálar af síðum þessarar stórbrotnu bókar þarsem mennimir tveir era sameinaðir á ný. Sumir af áhrifamestu köflum Radda frelsis endurspegla áframhaldandi tog- streitu illra og góðra afla umhverfts málefni kynþátta og fátæktar sem enn vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs Hinn 10. september 1995 er 20. fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs í 2. fl. B 1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 20 verður frá og með 10. september n.k. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 50.000 kr. skírteini = kr. 4.562,50 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. mars 1995 til 10. september 1995 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu skírteinanna. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr. 20 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík og hefst hinn 10. september 1995. Reykjavík, 30. úgúst 1995 SEÐLABANKIÍSLANDS ^AN^ Innlausnarverð Svipmynd frá mannréttindabaráttu blökkumanna árið 1961. takast á í Bandaríkjum nútímans. Kaflinn sem ber yfrrskriftina Atlanta And Affirmative Action 1973-1980 (Atlanta og Jákvæðu aðgerðirnar 1973- L980) sýnir einna greinilegast þá spennu sem þessi umfjöllunarefni vekja. Þama er ekki einungis um að ræða togstreituna milli hvítra og svartra heldur sömuleiðis milli kraftmikillar millistéttar blökkumanna sem era full- ir sjálfstrausts vegna velgengni sinnar og þeirra er ekki hafa náð í að halda í við lituð systkini sín og skildir hafa verið eftir. Atlanta er í dag orðin Mekka hinnar ört vaxandi svörtu millistéttar. Þama gefur á að líta borg með heimsmets- flugvöll - sem byggður var upp á met- tíma með þátttöku blökkumanna og lítilla og meðalstórra fyrirtækja - og útþenslan hefur verið gríðarlega hröð; á örskömmum tíma hefúr borgin um- breyst úr svefnkærri höfuðborg Suður- ríkjanna til Olympíuborgar með al- þjóðlegu yftrbragði undir stjóm fyrsta svarta borgarstjórans, Maynard Jackson. En raddir borgarinnar eru fleiri en eingöngu svörtu millistéttarinnar og ein þefrra réðist til atlögu gegn borgar- stjóranum Maynard. Fulltrúi sorp- hirðumanna í borginni, Willie Bolden, segir: , J>etta var ákaflega erf- itt... en við fóram ekki í verkfall gegn - eða vegna - Maynard, svarts borgar- stjóra. Við fórum í verkfall til að sýna andstöðu okkar við kerfið sem Mayn- ard er jú bara fulltrúi lyrir.“ Vitaskuld er þetta ekki eitthvað sem „bara“ gerðist. Andstaðan var hörð og óvægin í gagnrýni sinni og viðleitni til að viðhalda og vemda hin gömlu gildi Suðurríkjanna. Styrkur og afl Radda frelsis felst kannski einna helst í því að þær era ekki samhljóma; syngja ekki allar uppúr sömu sálmabók. Aðskilnað- arsinnar og sameiningarsinnar fá báðir sitt pláss. Kaldhæðni þeirrar staðreyndar að hópamir tveir hafa afar ólíkar skoðanir á hvor öðrum er sett í sterkt kastljós söguskoðunarinnar og munurinn af- skaplega augljós. Dillard Munford er reiður og hvítur hvers rödd er á nýjan leik kröftuglega kynnt í röðum meiri- hluta repúblikana á bandaríska þinginu. Þessi rödd var jafnómyrk í máli þá ein- sog nú: „Ég var algjörlega mótfallinn þessum Jákvœðu aðgerðum, vegna þess að þær vora ósanngjamar og óhagstæð- ar livítu fólki - og hvítum verktökum." Höfundar Radda frelsis líta mun frekar á sig sem skrásetjendur - sögu- menn ef vill - heldur en sagnfræð- inga. Sér til mikilla hagsbóta hafa þeir hinsvegar gaumgæft ráð annars mikilhæfs höfundar, Barböru Titch- man: „Ef sagnfræðingurinn gefur sig umfjöllunarefninu á vald í stað þess að reyna ná stjórna því og beina því í fyrirfram gefna og ákveðna átt, þá mun umfjöllunarefnið á endanum tala til hans og koma sjálft með svörin.“ Sá lærdómur sem við getum dregið af baráttunni sem þessi bók fjallar um á svo líflegan og áhrifamikinn hátt er, að það er ómögulegt að kæfa eða bæla niður kröfuna sem eitt sinn var sett fram um jöfn mannréttindi öllum til handa. Um þá sem vilja ekkert fremur en að snúa klukkunni í öfuga átt - til- baka - segir Nancy Jefferson, blökkukona frá Chicago: „Þeir munu aldrei geta snúið fólkinu aftur til þeirrar stöðu sem það var í. Það er héðanífrá ógerlegt þarsem svo margir hafa áttað sig á sannleika og stað- reyndum málsins." ■ shh

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.