Alþýðublaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995
s k o d a n
ALÞY9UBUÐID
20979. tölublað
Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Simi 562 5566
Útgefandi Alprent
Ritstjórar Hrafn Jökulsson
Sigurður Tómas Björgvinsson
Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín
Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason
Umbrot Gagarín hf.
Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing
Sími 562 5566
Fax 562 9244
Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði.
Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk
Jóhanna Sigurðardóttir
og Alþýðublaðið
Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Þjóðvaka, segir farir sínar ekki sléttar í
viðtali við Helgarpóstinn í síðustu viku. Þar kveðst hún stundum verða
„hugsi yfir þessu sem stundum jaðrar við að vera ofsóknir Alþýðublaðsins í
minn garð, en ég hef reynt að leiða það hjá mér og svara ekki svona skít-
kasti.“ Vegna þessara afdráttarlausu yfirlýsinga er nauðsynlegt að upplýsa
lesendur Alþýðublaðsins um ákveðnar staðreyndir - og hressa uppá minni
Jóhönnu Sigurðardóttur.
Síðastliðið haust, efitir að Jóhanna Sigurðardóttir sagði sig úr Alþýðu-
flokknum, var henni ítrekað boðið að skýra sjónarmið sín í viðtali við Al-
þýðublaðið. Hún hafhaði því, og virti reyndar skilaboð blaðsins sjaldnast
svars. Þegar ýmsir kunnir liðsmenn Alþýðuflokks gengu til liðs við hreyf-
ingu Jóhönnu Sigurðardóttur var sagt fiú því með afar áberandi hætti í Al-
þýðublaðinu. Sú stefha var mörkuð á ritstjóm blaðsins, að segja fréttir af
klofningi Alþýðuflokksins, á algerlega hlutlausan hátt. Það var gert.
Eftir alþingiskosningar í vor hefur Alþýðublaðið margofit leitað til Jó-
hönnu Sigurðardóttur í því skyni að fá álit hennar sem flokksleiðtoga á til-
teknum málum. Jóhanna Sigurðardóttir hefur í engu sinnt slíkum fyrir-
spumum. Þá er og rétt að rifja upp fyrir Jóhönnu, að henni hefur staðið til
boða að tjá sig í Alþýðublaðinu, hvort heldur með greinaskrifum eða við-
tali. En allt ber að sama bmnni: Jóhanna Sigurðardóttir hefur ekki til þessa
dags fundið stundarkom til að útskýra sjónarmið sín fyrir lesendum Al-
þýðublaðsins. Þetta blað mun hinsvegar standa henni opið hvenær sem er.
Tal Jóhönnu Sigurðardóttur um „skítkast“ og „ofsóknir" er á misskiln-
ingi byggt, svo varlega sé að orði komist. Alþýðublaðið hefur ekki ofsótt
Jóhönnu Sigurðardóttur, né staðið í skítkasti á hana. Hinsvegar verður hún
vitaskuld að una því, rétt einsog aðrir stjómmálamenn, að vera gerð að um-
talsefhi í forystugreinum blaðsins. Það vill svo til, að Aiþýðublaðið er ekki
eitt um þá skoðun, að margt orki tvímælis í seinni tíma pólitík Jóhönnu
Sigurðardóttur. Fáir íslenskir stjómmálamenn hafa farið jafn illa að ráði
sínu og Jóhanna Sigurðardóttir: Hún var í 10 ár varaformaður Alþýðu-
flokksins, sat á þingi fyrir flokkinn í 16 ár og var ráðherra í sjö ár. Hún
hafði næsta óskiptan stuðning flokksmanna til verka, enda þokaði hún
mörgum góðum málum áleiðis með elju og krafti.
Núna er Jóhanna Sigurðardóttir hinsvegar leiðtogi stjómmálaflokks sem
vart mælist í könnunum, hefur ekkert bakland, engin ítök, enga möguleika
á því að hrinda hugsjónamálum Jóhönnu Sigurðardóttur í framkvæmd.
Þessar staðreyndir hafa ofitar en einu sinni verið ræddar í forystugreinum
Alþýðublaðsins.
Ef Jóhanna Sigurðardóttir kýs að líta á veruleikann sem „ofsóknir" og
sannleikann sem „skítkast" - þá er það einungis raunalegur vitnisburður
um stjómmálamann sem ekki kann að lesa skriftina á veggnum.
Steingrímur J. Sigfússon
og Alþýðublaðið
Alþýðublaðið hefur með undarlegum hætti dregist inn í formannsslag
Margrétar Frímannsdóttur og Steingríms J. Sigfússonar. Þannig er mál með
vexti að Steingrímur getur tæpast opnað munninn í fjölmiðlum - og hann
gerir talsvert af því, nú sem endranær - án þess að vera með dylgjur í garð
Alþýðublaðsins. í DV á laugardaginn eyðir hann miklu púðri í „fáfengileg
skrif Alþýðublaðsins í allt sumar um fonnannsmál okkar“ og segir að blað-
ið reyni gera „úr formannskjörinu hanaat og æsa það upp“. Þá heldur Stein-
grímur því fram fullum fetum að Alþýðublaðið taki afstöðu í formanns-
kjörinu, en það finnst honum „afkáralegt þegar um málgagn annars flokks
er að ræða.“
Þessi ummæli virðast til marks um að taugakerfi Steingríms J. Sigfiís-
sonar riði til falls. Alþýðublaðið hefur að sönnu fylgst vandlega með kosn-
ingabaráttunni í Alþýðubandalaginu, enda er almennt litið svo á að um
fféttnæmt efhi sé að ræða. í blaðinu hefur verið rætt við báða ffambjóðend-
ur oftar en einu sinni, og auk þess talað við stuðningsmenn beggja. Alþýðu-
blaðið leggur áherslu á pólitískar fféttir og hefur margoff verið fyrst með
tíðindi úr íslenskum stjómmálum. Það kann að vera mælikvarði á það,
hversu „fáfengilegar“ fréttir Alþýðublaðsins af formannskjöri í Alþýðu-
bandalaginu em, að ekki ein einasta hefhr verið dregin til baka eða þarfnast
leiðréttingar. Hinsvegar hafa fréttir Alþýðublaðsins oftar en ekki átt Mm-
haldslíf í öðmm fjölmiðlum.
Niðurstaðan er því sú, að það er málflutningur Steingríms J. Sigfussonar
sem er „afkáralegur". Það breytir þó ekki þeirri staðreynd, að Alþýðublaðið
telur ástæðu til að óska honum alls velfamaðar í kosningabaráttunni. ■
Aldrei hafa jafn margir átt
jafn fáum grátt að gjalda
Nú líður að hausti. Helstu einkenni
þessarar árstíðar eru þegar farin að
koma í ljós. Farfuglamir að flokka sig,
gróður lætur á sjá og veðrið gerist
dulítið hryssingslegra; rakur kuldinn
tekur völdin á nóttunni.
Stjómmálamennimir em lika famir
að flokka sig í fjölmiðlunum, umræð-
an um komandi fjárlög er hafin.
Fjármálaráðherra fer fyrir sínum
mönnum sem eðlilegt er og bendir
fólki áðbúðarfullur á þá staðreynd að
ríkið búi ekki til peninga og því sé
eina leiðin til að mæta útgjöldum að
auka skattheimtu. Og svo auðvitað að
skera niður. (Einkennilegt að nota
svona neikvætt orðalag um hina fomu
dygð að spara.)
Hinir ráðherramir láta svo sitt ekki
eftir liggja. Snarast fram á sviðið og
flytja okkur grafalvarlegir nýjustu
ffasana úr smiðju sérfræðingana, en úr
augunum skín hvorki djúp hugsun né
mikill skilningur. Kannski ekki von,
því það hrognamál sem sérfræðingar
og stjórnmálamenn hafa komið sér
upp, á sáralítið skylt við þá íslensku er
afgangurinn af landsmönnum talar og
skilur; tungumál sem byggir á því að
hugsunin sé tær og framsetningin skýr.
Og svona mun þetta halda áfram
næstu vikumar og mánuðina. Bráðum
kemur Alþingi saman og upp frá því
munu þingmenn tröllríða öllum fjöl-
miðlum. Það mun verða tekist á af
mikilli alvöm og hörku, mál verða sótt
og varin og allt í kring verða fulltrúar
fjölmiðla og lýsa atganginum með
miklum tilþrifum þannig að helst
minnir á spennandi íþróttakeppni.
Að vera eða ekki sagði amlóðinn
forðum.
En öll él birtir upp um síðir og aftur
kemur vor í dal. Og þá mun engin
muna um hvað orasta síðasta vetrar
stóð og ekkert hefur breyst.
Og hinn almenni borgari er ósnort-
rðið |
Arnór
Benónýsson
skrifar
inn hefur reyndar ekki haft á tilfinn-
ingunni að verið sé að fjalla um mál
sem honum koma við. Upplifir mál-
flutning þjóðmálasköranganna eins og
skeytasendingar frá einum stjómmála-
manni til arrnars og ekki ætlað öðrum
til skilnings en viðtakanda.
En hinn þögli meirihluti skynjar af
næmleik náttúrabamsins hverjar af-
leiðingar aðgerða stjómmálamannanna
munu verða. Heilbrigð skynsemi segir
mönnum að ofstjómunarárátta í sov-
éskum anda kunni ekki góðri lukku að
stýra.
I sjávarplássum um allt land horfir
fólk ýmist á eftir ,Jcvótanum“ burt eða
hann er allur í eigu hlutafélags sem
samanstendur af örfáum einstakling-
um; mönnum sem hafa arðsemi hluta-
bréfa sinna eina að leiðarljósi, en ekki
„Nei, þá er affarsælla að hverfa til þeirra
landa, þar sem aldalöng lýðræðishefð hefur
kennt stjórnmálamönnum að stjórnmál snúast
um fólk ... Ef íslenskir stjórnmálamenn koma
ekki niður á jörðina og hætta að hegða sér
eins og valdafíknir nýlenduherrar hlýtur
almannarómur að veita þeim grafskriftina:
aldrei hafa jafn margir átt jafn fáum grátt
að gjalda."
heill og hamingju plássins og fólksins
sem þar býr. Hin sama skynsemi kenn-
ir fólki líka að ,Jcvótinn“ er svona sér-
fræðingatungutak um fiskinn í sjónum:
lífsbjörg þeirra um aldir. Það skynjar
að allt tal um sameign þjóðarinnar á
þessum fiski era orðin tóm, nú þegar
þú getur keypt þér hlutabréf í þorskin-
um á almennum markaði.
Sá sem ræður yfir peningum á íyrsta
rétt og allan. Og sagan segir mönnum
að sá réttur verði aldrei gefin eftir.
Framtíðin sem meginþorri ungs fólks á
þessum stöðum sér fram á er að vera
láglaunaþrælar á skipum og í verk-
smiðjum eigenda fisksins í sjónum.
Enginn mun safha auði til hlutabréfa-
kaupa á þeirri hungurlús.
Er þá ekki betra að hverfa af landi
brott á meðan farareyrir er til og þró-
unin hefur ekki gengið lengra? Hvers
vegna að bíða þess að þeir Pétur Þrí-
hross og Júel Ó. Júels hneppi þig í
ljötra græðgi sinnar? - Auðvitað hlýð-
ir fólk sinni heilbrigðu skynsemi og fer
hvað svo sem stjórnmálamennirnir
segja.
Og það er margur ,kvótinn“...
Nú sitja bændaforingjar og fulltrúar
ríkisstjómar slímusetur við að skipta
niður milli íramleiðenda þeirri auðlind
að framleiða landbúnaðarvörur fyrir
landsmenn og láta ríkissjóð borga.
Og stefnan hefur verið mörkuð: hin-
ir stóra skulu verða stærri, smælingjar
og gamalmenni dæmd úr leik. Að
sjálfsögðu skynjar fólk í sveitum
landsins hvert stefnir. Stórbýlin sem
verið er að byggja granninn undir með
þessu hljóta í framtíðinni að fara á al-
mennan hlutabréfamarkað og þá geta
þeir sem bolmagn hafa til fengið sinn
skerf af þessari auðlind.
Ef kerfið þróast sem horfir munu
þau hlutabréf verða ávísun á greiðslur
úr ríkissjóði og verður þá hringavit-
leysan fullkomnuð.
Ungt fólk í sveitum sem er náttúrað
fyrir búskap sér þá framtíð helsta að
gerast verkamenn í þessum landbún-
aðarverksmiðjum og hlýtur að grana
að þaðan ríður enginn feitum hesti.
Nei, þá er affarSælla að hverfa tíl
þeirra landa, þar sem aldalöng lýðræð-
ishefð hefur kennt stjómmálamönnum
að stjómmál snúast um fólk og um það
að skapa einstaklingnum umhverfi til
hamingju og þroska.
Ef íslenskir stjómmálamenn koma
ekki niður á jörðina og hætta að hegða
sér eins og valdafíknir nýlenduherrar
hlýtur almannarómur að veita þeim
grafskriftina: aldrei hafa jaíh margir átt
jaftt fáum grátt að gjalda. ■
Höfundur er leikari og situr í
framkvæmdastjórn Alþýðuflokksins
- Jafnaðarmannaflokks íslands.
a 9 a t a 1 5 . s e E t e m b e r
Atburðir dagsins
1666 Rúmlega 13 þúsund
heimili og 90 kirkjur verða eldi
að bráð f Lundúnum. 1942
Þjóðveijar gera sprengjuárás á
Seyðisfjörð, fjórir drengir slös-
uðust og
skemmdir
urðu á hús-
um. 1972
1 s 1 e n s k I
varðskip
beitir tog-
víraklippum
á breskan
landhelgis-
brjót í fyrsta
sinn. 1972 Ellefu ísraelskir
íþróttamenn drepnir í sprengju-
tilræði Palestínumanna í Mii-
nchen. 1991 Sovéska þingið
leysir sjálft síg upp og afsaiar
völdunum til lýðveldanna:
Sovétríkin heyra þarmeð sög-
unni til.
Afmælisbörn dagsins
Giacomo Meyerbeer 1791,
þýskur tónsmiður, kunnastur
fyrir óperur. Jesse Jamcs
1847, bandarískur útlagi og
bankaræningi. Arthur Koestl-
er 1905, ungversk-ættaður rit-
höfundur, höfundur bókarinnar
Myrkur um miðjan dag.
Annálsbrot dagsins
Voru sögð tíðindi af Barða-
strönd, að kona nokkur, Guð-
rún Skaptadóttir yngri á
Hvammi á Hjarðarnesi, hefði
átt að eiga tvfbura með giptum
manni og með sinna bama fæð-
ing heimuglega höndlað, hvar
fyrir henni var drekkt í Vað-
alsá.
Eyrarannáll 1673.
Málsháttur dagsins
Lengi glíma líkir tveir.
Lokaorð dagsins
Ég er veikur. Höfuðið er að
klofna. Nei, sérðu ekki að
hundurinn er veikur líka. Við
erum báðir veikir. Þetta hlýtur
að vera vegna einhvers sem við
átum. Þetta líður hjá. Við skul-
um ekki ónáða þau.
Hinstu orö franska rithöfundarins
Emile Zola (1840-1902).
Orð dagsins
Herðir frost og byljablök.
Ber mig vetur rdðum.
Ævi mín er vöm í vök.
Vökina leggur bráðum.
Örn Arnarson.
Skák dagsins
Skák dagsins var tefld fyrir rétt-
um 70 árum, árið 1925. Hclms
hefur svart og á leik gegn
Schmidt. Mjög er þrengt að
hvíta kónginum, og Helms finn-
ur laglega leið til að útkljá skák-
ina.
Svartur leikur og mátar í
tveimur leikjum.
1. ... Dg2+! 2. Kxg2 Hxg3
Mát!