Alþýðublaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n Neibb, ég er ekki krati Hann fílar hvorki Jón Baldvin né Guðmund Árna - ERGÓ: Maðurinn er ekki krati. Hmmm... ég ákvað að halda pólitískri rannsókn áfram: „Hvern hann kynni þá við?" „Ja, mér finnst sko Heiðar Jóns búinn að gera rosa góða hluti þarna í Framsókn, Halldór kemur voða vel fyrir og líka hún stelpa af Nesinu, þú veist, á mótorhjóli og svona. „Neibb, ég er ekki krati.“ Hann hallaði sér nær mér, yfir borðið: „Eg ffla hvorki Jón Baldvin né Guðmund Árna.“ Ég beið eftir framhaldinu, áreiðanlega með augljósa forvitni í svipnum, því hann hallaði sér aftur í stólnum og saup hálfvandræðalega á bjórglasinu. Og þagði. Þetta voru sumsé rökin. Hann fílar hvorki Jón Baldvin né Guðmund Áma - ERGÓ: Pallborðið | Maðurinn er ekki krati. Hmmm... ég ákvað að halda pólitískri rannsókn áfram: „Hvern hann kynni þá við?“ , Ja, mér finnst sko Heiðar Jóns búinn að gera rosa góða hluti þama í Fram- sókn, Halldór kemur voða vel fyrir og líka hún stelpa af Nesinu, þú veist, á mótorhjóli og svona. Töff.“ Töff. Jahá. Ég dró annars hugar upp þó nokkuð gamalt kver sem ber heitið „Alþýðuflokkurinn og umbótamálin" og skildi eftir í höndunum á viðmæl- anda mínum, í þeirri von að hann gluggaði í það, þó ekki væri nema í strætó á leiðinni heim... Sjónarrönd í kjölfar Sjónarrandar Svavars hefur farið af stað heilmikil umræða um þróun pólitískra kenninga, sögu stjómmálahreyfinga og hvemig hug- myndafræðin stenst tímans tönn. í ljósi þess samtals sem vitnað er í hér í upphafi, tel ég einmitt bráðnauðsyn- legt að líta aðeins yfir farinn veg og varpa örlitlu ljósi inn í rökkur fortíðar- innar. Svavar hefur sjálfur látið svo um mælt að ekki sé grundvöllur fyrir sameiningu á vinstri vængnum fyrr en Alþýðuflokkurinn hefur gert upp for- tíð sína! Það verður víst ekki gert í einni stuttri palfborðsgrein, en lítum á eitt, tvö mál, svona til að fá nasaþef- inn. Byrjum á byrjuninni og hverfum allt aftur til stofnunar Alþýðuflokksins 1916. Þá vom lög um kosningarétt og kjörgengi til Alþingis þannig, að við kjördæmakosningar höfðu þeir einir atkvæðisrétt og mátm vera í framboði, sem vom orðnir 25 ára og stóðu ekki í skuld fyrir þeginn sveitarstyrk. Með sömu skilyrðum höfðu þeir sem orðnir vom 35 ára kosningarétt og kjörgengi til landskjörs. (Þá vora 6 af 40 þing- mönnum kosnir hlutfallskosningu um land allt. Þeir vom kosnir til 12 ára og helmingur þeirra átti að fara frá sjötta hvert ár). Það er hætt við að einhveij- um þætti það ómanneskjulegt nú ef allir þeir sem hafa fengið aðstoð hjá Félagsmálastofnun yrðu sviptir kosn- ingarétti. Þó kostaði það 20 ára baráttu að fá í gegn þær breytingar á lögunum að kosningaréttaraldur var lækkaður niður í 21 ár og þeginn sveitarstyrkur svipti menn því aðeins kosningarétti að hann ætti rætur að rekja til leti, óreglu eða hirðuleysis. (Hver svo sem mat það hveiju sinni). Enn eigum við þó limgt í land með að ná fram réttlátu kosningakerfi. Jöfnun kosningaréttar hefur verið á stefnuskrá Alþýðu- flokksins áratugum saman og vissu- lega hafa unnist áfangasigrar. En betur má ef duga skal, takmarkið er að hver maður hafi sama atkvæðisrétt, hvar á landinu sem hann býr. Tryggingar Þegar Alþýðuflokkurinn hóf starf- semi sína, voru almannatryggingar svo að segja óþekktar hér á landi. Sveitarstyrkurinn var eina björgin ef eitthvað bjátaði á. Sveitarómaginn var útskúfaður úr þjóðfélaginu, sviptur kosningarétti og kjörgengi, eins og fyrr sagði. „Öldungurinn, sem hafði erfiðað langa ævi, alið upp böm og greitt skatta og skyldur, en eigi getað saftiað sjóði til elliáranna, var í þessu efni settur á bekk með afbrotamönn- um dæmdum fýrir glæp... Tryggingar alls konar eigna, svo sem húsa, skipa og vamings, vom þá þegar orðnar al- gengar og alkunnar. En trygging starfsorkunnar, sem er aðal höfuðstóll hverrar þjóðar og dýrmætasta eign alls þorra vinnandi manna, var þá, eins og fyrr er sagt, svo til óþekkt.“ Svo ritaði Haraldur Guðmundsson á fimmta ára- tugnum í grein um Alþýðuflokkinn og hlut hans í að koma hér á kerfi al- mannatrygginga. Þetta reyndist önnur áratugabarátta. Fyrstu árin, meðan Al- þýðuflokkurinn átti aðeins einn full- trúa á Alþingi, vom skrefin að vonum smá. En eftir því sem styrkur flokks- ins óx innan þings og utan miðaði bet- ur í áttina. Fyrsta fmmvarpið þessa efnis, sem borið var fram mætti ákafri andstöðu og náði ekki fram að ganga. Helstu rök andstæðinganna vom þau, að „tryggingamar yrðu svo dýrar, að ekki yrði undir risið, að þær myndu draga úr sjálfsbjargarviðleitni fólks og ala upp í því leti og ómennsku, að sjúkdómar og kvillar myndu aukast o.fl. o.fl.“ (H.G., sama grein). Það var svo loks árið 1935 sem alþýðutrygg- ingalögin vom loks sett og mörkuðu tímamót í félagsmálasögu Islendinga. Ég er rétt komin af stað að glugga í bókhaldið, en tel sýnt að Svavar hljóti að verða sáttur - það stefhir nefhilega í bullandi gróða. Töff? ■ Höfundur er háskólanemi. Enn getum við sagt fréttir af Helgarpóstinum. Nokkur upplausn hefur ríkt þar síð- ustu vikur enda framtíð blaðs- ins óráðin. Eftir að Gunnar Smári Egilsson ákvað skyndilega að hætta blaða- mennsku hefur Sigurður Már Jónsson stýrt blaðinu, en hann mun nú hugsa sértil hreyfings. Við vitum að hann hefur rætt við stjórnendur Vidskiptablaðsins um að koma til starfa á þeim vett- vangi. Hvað þá verður um Helgarpóstinn er á huldu... Yfirlýsingar Páls Péturs- sonar félagsmálaráðherra um erlent vinnuafl á íslandi hafa vakið mikla athygli, enda hefur ráðherrann lýst yfir því, að ekki eigi að flytja hingað „heilu skipsfarmana" af út- lendingum til að taka vinnu frá íslendingum. Það var því ekki að ófyrirsynju að þing- menn í kaffistofu Alþingis legðu áleitnar spurningar fyrir Pál í síðustu viku. Morgun- bladiö hafði skýrt frá því, að flytja ætti norskar kýr til Is- lands til að bæta stofninn: Á kaffistofunni var félagsmála- ráðherrann þessvegna spurð- ur hvort hann myndi nokkuð veita þessum erlendu beljum atvinnuleyfi - enda liggur í augum uppi að þærtaka vinnu af rammislenskum kúm. Páli Péturssyni var ekki skemmt... Það fór einsog við höfðum spáð fyrir löngu: Jón Kristjánsson alþingismaður lætur nú af ritstjórn Tímans enda hefur hann ýmsum mik- ilvægum hnöppum að hneppa sem formaður fjár- laganefndar. Blaðinu verður stjórnað um sinn af þeim Oddi Ólafssyni og Birgi Guðmundssyni en leit stendur yfir að ritstjóra. Tím- inn er rekinn af DV og á þeim bæ eru uppi hugmyndir um að efla Tímann til muna sem málgagn vinstrimanna - hvernig sem það á nú að ganga upp meðan ekki slitnar slefan milli Halldórs Ás- grímssonar og Davíðs Oddssonar... Það er óhætt að segja að Hallgrímur Helgason hafi slegið vel og rækilega í gegn með „uppistandi" sínu í Kaffileikhúsinu. Upphaflega var hann beðinn um að skipu- leggja eina kvölddagskrá en nú hefur hann troðið upp fyrir fullu húsi sjö sinnum og átt- unda sýning er í kvöld. Stemmningin fer sífellt vax- andi og nú er svo komið að varla er hægt að fá miða nema panta símleiðis með fyrirvara. Áfram Hallgrímur... Hin líflega Menningar- og upplýsingamiðstöð ungs fólks í Hinu húsinu við Aðal- stræti mun á næstunni leggja áherslu á þemamánuði þar sem ákveðin málefni verða tekin fyrir. Meðal annars verður veitt fræðsla og ráð- gjöf um kynlíf, getnaðarvarnir og barneignir. Upplýsinga- miðstöðin hefur aðgang að Netinu og mun eiga sína heimasíðu þar í framtíðinni. Nethausar á Vefnum í gær ræddu spenntir nauðsyn þess að kynlífsfræðslu - þessu brýna hagsmunamáli æsku- fólksins á síðustu og verstu tímum - verði gerð sóma- samleg skil á þessum vett- vangi, en hingaðtil hefur kyn- lífsumfjöllun á Netinu svotil einskorðast við klám... h i n u m e g i n “FarSide" eftir Gary Larson Bjarna Þórarinssyni brá illilega í brún þegar hann leit uppúr Sjónháttafræðunum og uppgötvaði að Biggi hafði augljós- lega gleymt að bera á sig sóiverndarkremið áðuren þeir félagar fóru útaf Hótel Mallorca þá um morguninn... Hefurðu fylgst með atburðum á kvennaráðstefnu SÞ í Kína? Þröstur Guðmundsson, atvinnulaus: Nei, ekki neitt. Ég veit bara að Vigdís setti þessa ráðstefnu. Hólmfríður Jóhannesdótt- ir, nemi: Nei, óskaplega lítið. Guðrún Helga Stefáns- dóttir, nerni: Eitthvað örlítið. Það átti aldrei að velja þennan stað fyrir ráðstefnuna því menn gátu sagt sér að vandamál kæmu upp. Jónheiður isleifsdóttir, nemi: Já, eitthvað aðeins í fréttum. Ég hef heyrt að aðbún- aðurinn sé lélegur á óopinbem ráðstefrmnni, en er ánægð með að Vigdís setti hátíðina. Tinna Ólafsdóttir, nemi: Já, eitthvað smávegis; bæði gagnrýninni og óeirðunum sem hafa orðið vegna skipulagning- arvandamála. m e n n Þreytist Sjálfstæðisflokkurinn á samstarfi við Framsóknarflokkinn verður samstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags næsti kostur. Páll Vilhjálmsson, Vikublaðsritstjóri og völvuspá íslenskra sósíalista, fór á kostum síðastliðinn föstudag í vikulegum pistli sínum. Hér á Akureyri er fólk of persónulegt Það er lokað, formlegt og hrætt við allt sem það hefur ekki alist upp við. Þeir sem flytjast hingað eru óvinir innfæddra -strax. Bandaríski biskupinn Michael Mikari var ómyrkur í máli í viðtali Súsönnu Svavarsdóttur við hann um Akureyringa í Mogganum á sunnudaginn. Jón Baldvin hélt þar mikla ræðu að vanda og hafði að vonuni áhyggjur af því hvemig ætti að koma sauðþráum framsóknarmönnum út úr Stjómarráðinu. Það vekur athygii að Sjáifstæðisflokkurinn eða ráðherrar hans em ekkert nefndir í þessu sambandi. Jón Kristjánsson Tímaritstjóri var ekki enn búinn að uppgötva það síðastliðinn laugardag, að orðið „framsóknarmaöur" nær ekki aðeins til Framsóknarflokksmanna. í undantekningartilfellum yrði um að ræða þriggja flokka stjóm Framsóknarflokks, Alþýðubanda- lags og Alþýðuflokksins - með fororði um að Alþýðuflokkur fengi hvorki forsætisráðuneytið né embætti utanríkisráðherra. Meira af svo góðu frá völvunni Páli og Vikublað- inu hans síðastliðinn föstudag. - Fá kratarnir þá bara ráðherra Hagstofu íslands og kirkjumála? Símahneyksli skekur nú sóknarskrifstofuna í Brandval í Noregi þar sem einhver hefur hringt í klámþjónustu í Taflandi, Bandaríkjunum og á Filippseyjum. Bregðast nú krosstré sem önnur tré. Á laugardaginn sagði DV frá þessu „símahneyksli Isem] skekur"... Það er litið á þá [aðkomna á Akureyri] sem eitthvert innrásarlið. Hér verður maður því mjög einmana. Það tryggir manni þó ekki næði og friðhelgi einkalífs, því Akureyringar em með neflð niðri í hvers manns koppi, skipta sér af öllu og búa til undarlegustu sögur um fólk sem þeir þekkja ekki neitt Og við slúttum á Michael Mikari Akureyrarvini og Súsönnu Svavarsdóttur * í Mogganum á sunnudaginn. Vefnum ■ Mannréttindaskrifstofa íslands (http://www.centrum.is/human rights) færir sig stöðugt uppá skaftið á Netinu og á blaðamannfundi sem hald- inn var á C@fé Síberíu í gærkvöldi kynntu aðildarfélög hennar - Amnesty, Biskupsstofa, Barnaheill, Hjálparstofnun kirkjunnar, Jafnréttisráð, Kvenréttindafé- lag (slands, Rauði krossinn, UNIFEM og Baháí-samtökin (I) - 4. heimsráðstefnu SÞ um málefni kvenna einsog hún kem- ur fyrir sjónir á Netinu. Einnig voru kynnt framtíðarmarkmið Mannréttinda- skrifstofunnar á Netinu og hökuskegg- rætt um gildi þessa samskiptaforms fyrir baráttu félagasamtaka. Djúsý, eða þannig... ■ Nýjasta afurð kvikmyndaris- ans MGM/UA er bíómyndin Hackers - Tölvubófar - sem kynnt er á Veffanginu http://www. digiplanet. com/hackers /index.html og hlaut hún sannarlega viðeigandi meðferð tölvubófa fyrir skemmstu. Kappar sem kalla sig Frelsis- hreyfingu Internetsins fréttu nefnilega fljótlega af Hackers-heimasíðunni og tóku eina nóttina til hendinni. Þegar um- sjónarmenn síðunnar vitjuðu afkvæmis síns daginn eftir hafði Frelsishreyfingin fyrir margt löngu brotið verndarkerfi hennar á bak aftur, krotað allar myndirn- ar ut og skilið eftir vafasöm slagorð „uppum alla veggi". Kvikmyndafyrirtæk- ið hafði vit á því að gera ekkert í málinu og lítur á „glæpinn" sem fyrirtaks kynn- ingu fyrir myndina. Góðuuuur... sta ffan&cen trum. is veröld ísaks Justínian keisari fékk einu sinni þá snilldarhugmynd, að múta tveimur persneskum munkum sem höfðu búið í Kína um skeið til að koma tilbaka með nokkur silkiormaegg er falin höfðu verið á hugmyndaríkan hátt í holum bambusgöngustöfum þeirra. Þannig var stórveldinu Konstantínópel loksins fært um að hefja silkiframleiðslu kringum árið 550. Frá þessum fáeinu smyglsilkiormum er síðan mnninn ættleggur allra þeirra silkiorma sem notaðir hafa verið við framleiðslu silkis í Evrópu til dagsins í dag. Byggt á Isaac Asimov's Book of Facts.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.