Alþýðublaðið - 08.09.1995, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 08.09.1995, Qupperneq 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1995 ■ Sennilega eru fáir hæfari til að skrifa harðsvíraðar glæpasögur en Ed Bunker. Hann er 59 ára gamall og fyrstu fjörtíu ár ævi sinnar dvaldi hann á heimilum fyrir afvegaleidd börn og betrunarhælum fyrir unglinga og loks í grimmilegustu fangelsum Bandaríkjanna. í tuttugu ár hefur hann beðið eftir að slá í gegn, en það var ekki fyrren snillingurinn og bíómógúllinn Quentin Tarantino uppgötvaði hæfileika hans sem ferillinn fór á verðskuldað flug. Þetta er saga hans Orðinn 59 ára gamall er Ed Bun- ker enn að bíða eftir stóra tækifærinu. Hann hefur reyndar beðið þess frá því að hann var lítill drengur að bijótast sér leið útúr heimili íyrir afvegaleidd böm. Þegar hann var 16 ára reyndi hann eiturlyfjasölu, 23 ára reyndi hann fals- anir og fjármálamisferli og á fertugs- aldri gekk hann svo langt að reyna bankarán. Ekkert af þessu virkaði. Er Bunker var orðinn fertugur að aldri hafði hann eytt mestöllu h'fi sfnu bak- við Iás og slá - á einn eða annan hátt. Hann dvaldi í San Quentin-fangels- inu þegar hann hóf að skrifa skáldsög- ur og hann var kominn þangað aftur um það leyti sem fyrsta skáldsaga hans var gefin út og kvikmyndaréttur- inn hafði verið seldur. Þetta var árið 1975 og hann var fullkomléga sann- færður um að nú væri hann loksins búinn að slá í gegn. Tuttugu árum síðar virðist hann enn aðeins hársbreidd ífá stóra tækifærinu; að öðlast viðurkenningu. Hann hefur samið þijár skáldsögur síðan sú íyrsta kom út og eitt upprunalegt handrit sem hlaut gríðarlegt lof. Hinsvegar er líklegast að þú hafir einungis heyrt minnst á Ed Bunker vegna þeirra fimmtán mínútna sem hann var á hvíta tjaldinu í hinni margrómuðu kvik- mynd Reservoir Dogs eftir Quentin Tarantino - hvar Bunker fór með hlutverk herra Blue. Frægð og frami í þröngum menn- ingarhópum (költhópum) gerir þig heldur ekki að ríkum manni, það er Bunker orðið fyrir löngu ljóst. Þannig að hann er enn þama úti á fullri ferð; í leit að tækifærinu sínu. Síðasta kvikmyndin sem Bunker lék í var Somebody to Love með Har- vey Keitel og Rozie Perez í aðalhlut- verkum og hann hefur það svosem ágætt - leikur, snurfusar handrit ann- arra og hefur nýlokið við eigið handrit sem byggt er á skáldsögu eftir James EHroy. En maðurinn sem John Williams, bókmenntaskríbent tímaritsins GQ, Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1989 - 20. útdráttur 1. flokki 1990 - 17. útdráttur 2. flokki 1990 - 16. útdráttur 2. flokki 1991 - 14. útdráttur 3. flokki 1992 - 9. útdráttur 2. flokki 1993 - 5. útdráttur 2. flokki 1994 - 2. útdráttur 3. flokki 1994-1. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. nóvember 1995. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í DV föstudaginn 8. september. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. ZXn HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFAÐEIID • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYRJAVlK • Slttl 569 6900 hitti á heimili hans rétt suður af Holly- wood er samtsem áður enn að bíða eftir stóra útborgunardeginum. Eftir að hafa gert kaffi í djúpri pönnu að hætti útigangsmanna og út- laga Villta Vestursins sest hann niður og ræðir líf sitt og raunir: ,,Ég fæddist hér í Hollywood. For- eldrar mínir höfðu slitið hjónabandi sínu þegar ég var fjögurra ára gamall og ég var því alinn upp á flækingi út- um allt. Móðir mín var engan veginn fær um sjá um uppeldi sonar síns og faðir minn þurfti að vinna baki brotnu fyrir lifibrauði og á endanum var ég settur á heimili fyrir afvegaleidd böm. Ég var vanur að stijúka þaðan hvenær sem færi gafst og eitt sinn náði ég að hoppa um borð í lest og komast alla leið til Sacramento sem er í tæplega 600 kflómetra fjarlægð. Þá var ég bara sjö ára gamall.“ Lögreglan náði þó í skottið á Bun- ker á endanum og honum var holað niður á heimili fyrir afbrotaunglinga. „Og þaðan strauk ég síðan fyrir rest og vitaskuld leiddi eitt af öðru. Innan skamms var ég kominn á betrunar- hæli. Enn hélt ég uppteknum hætti; strauk í sífellu með einhverjum öðrum krakka, við brutumst inní verslanir, stálum reiðhjólum og þessháttar. Þegar ég var sextán ára var svo komið að því að dæma mig loks sem fullorðinn einstakling eftir að ég hafði ráðist á vörð á betrunarhælinu og stungið hann með hnífi.“ Mjúkhjartaður dómarinn gat hins- vegar ekki fengið af sér að dæma Bunker til fangelsisvistar þannig að hann hleypti honum út á skilorði. „Lögmaður minn var svo vinsam- legur að koma mér í kynni við mikinn mannvin sem reyndist mér velgjörða- maður og sýndi mér öðruvísi líf en ég áður hafði upplifað. En þetta var ein- faldlega ekki nóg fyrir mig og á end- anum var ég hvort sem er settur bak- við lás og slá. Mannvinurinn sem var raunar kona hélt þó áfram sambandi við mig, skrifaði til fangelsisins þar- sem ég dvaldi og þegar ég var búinn að ákveða að hugur minn stæði til þess að verða rithöfundur sendi hún mér ritvél og áskrift að menningar- blaðinu New York Times Book Review.“ Ed Bunker var kominn í fangel.si fyrir harðnaða glæpamenn áðeins sautján ára gamall og var langyngsti fanginn í San Quentin á þeim tíma. „Sú fangelsisvist kom þannig til að lögreglan elti mig uppi í miklum bfla- eltingaleik fyrir að selja kannabiseftii sem var alvarlegt brot á þeim tíma. Ég reyndi að fara yfir á rauðu ljósu við krossgötur og klessukeyrði bflinn á þijá aðra og póstflutningabifreið." Bunker ræðir yfirvegað um að þeg- ar búið að er læsa menn einu sinni inni eru þeir í rauninni læstir úti. „Með fortíð einsog mína var ekki nokkur einasti möguleiki fyrir mig að aðlagast eða hljóta einhvem frama útí samfélaginu. Ég gerði mér því grein fyrir því 23 ára að aldri að annaðhvort yrði mér að takast að verða almenni- legur rithöfundur eða þjófur. Þannig Ed Bunker, á barmi frægðar: Og nú hef ég verið utan fangelsis- múranna í tuttugu ár. Þaraðauki hef ég verið giftur sömu konunni í sextán ár og eignaðist mitt fyrsta barn þegar ég var orðinn 58 ára. að ég gerði bara sitt lítið af hvom tagi. Þjófnaður er sögulega heppileg iðja fyrir bókmenntasinnaða: rithöfundam- ir Fran^ois Villon og Jean Genet lögðu til dæniis báðir stuld fyrir sig um skeið. Ég hagaði þessu þannig, að ég skrifaði í fangelsinu og stal síðan í þann stutta tíma sem ég gat um frjálst höfúð strokið." Eftir fyrsta fangelsisdóm minn var Bunker sem ftjáls maður á götunni um þriggja ára skeið, en það gekk svosem ekki þrautalaust fyrir sig frekar en annað í lífinu. „Fyrsta árið var ég á góðu róli, en síðari tvö árin var ég á barmi hengi- flugsins: falsaði ávísanir og þessháttar. Loksins náðu yfirvöld að hanka mig í umfangsmiklu fölsunarmáli og ég var settur á bakvið lás og slá og geymdur þar í sjö ár. Það var lengsti tíminn sem ég eyddi samfleytt í fangelsi. Þegar ég komst út á götuna eftir þann dóm fór ég rakleiðis til San Francisco og kom mér þar upp smávegis eiturlyfjaveldi." Bunker greinir frá því að frá San Francisco hafi leið hans einn daginn legið afitur til Los Angeles til þess að fremja tiltekinn glæp. „Lögreglan hélt að ég væri kominn til borgarinnar til að ná mér í sendingu af eiturlyfjum þannig að þeir fylgdu mér með sporrekjandi senditæki sem fest var á bifreið mína í laumi. Til að missa nú örugglega ekki af mér í elt- ingaleiknum notuðu þeir þyrlu og fimm bflhlöss af lögregluþjónum úr eiturlyíjadeildinni. Hugsaðu þér: þeir eltu mig alla leið til bankaráns í Be- verly Hills! Um leið og ég kom útúr bankanum eftir að hafa rænt hann hófst eltinga- leikurinn fyrir alvöru. Ég hafði fyrir löngu tekið eftir þeim, en það var sama hvað ég reyndi, aldrei tókst mér að hrista þá af mér. Ég skildi hvorki upp né nið- ur í þessu því ég vissi ekki af spor- reklinum. Þeir höfðu þá fylgt mér allan tfmann sem ég var í Los Ange- les. Að lokum náðu þeir mér.. Og þannig lauk í meira lagi skraut- legum glæpaferli Ed Bunker: í svört- um farsa að hætti leikhúss fáránleikans. En nákvæmlega þegar allt sem gat farið úrskeiðis virt- ist á góðri leið með að gera það snerist gæfuhjólið okkar manni aldeilis í hag: skáldsaga hans, No Beast So Fierce, var samþykkt af útgáfufyrirtækinu No Exit Press meðan harrn beið eftir rétt- arhöldum í sínum slæmu málum. Hin- ar og þessar málsmetandi manneskjur úr bólanenntaheiminum lýstu sig síð- an reiðubúnar til að vima um óumdeil- anlega hæfileika Bunker sem rithöf- undar og gerðu það ásamt því að grát- biðja ákæruvaldið og dómarann um að gefa honum kærkomið tækifæri á end- urhæfingu. Dómarinn veitti Bunker að lokum þá léttustu hugsanlegu refsingu sem honum var kleift - fimm ára fangelsi. „Og þú getur rétt ímyndað þér hvemig mér leið þarsem ég bjóst ekki við öðru en að fá tuttugu ára dóm ver- andi brotlegur í alvarlegum glæp í þriðja skiptið. Ég samdi svo aðra skáldsögu mína sem gefin var út, The Animal Factory, í þessari síðustu fangelsisvist minni og kvikmynda- framleiðendur í Hollywood keyptu kvikmyndaréttinn á fyrstu bókinni, No Beast So Fierce. Hún var kvikmynduð undir nafninu Straight Times og stát- aði af Dustin Hoffmann í aðalhlut- verki. Handritshöfundur myndarinnar heimsótti mig á hveijum degi þarsem ég sat í fangelsi á Terminal-eyju og við unnum saman að handritinu. Mér var svo sleppt úr fangelsi meðan kvik- myndin var í forvinnslu og ég var um- svifalaust ráðinn sem tæknilegur ráð- gjafi. Straight Times var ennfremur fyrsta kvikmyndin þarsem ég kom fram í hlutverk og fékk þar að leika í einu atriði - en ég var skrambi góður, fannst rrtönnum. Og nú hef ég verið utan fangelsismúranna í tuttugu ár. Þaraðauki hef ég verið giftur sömu konunni í sextán ár og eignaðist mitt fyrsta barn þegar ég var orðinn 58 ára.“ Þriðja skáldsaga Ed Bunker var Little Boy Blue, saga af því hvemig hugur ofbeldissinnaðs drengs hneigist til æ vafasamari athafna og leiðir hann á endanum útá glæpabrautina. Þessi bók fékk samhljóða frábæra dóma, en seldist afturámóti lítið. Næsta kvik- myndahandrit sem Ed Bunker skrifaði var fyrir hina stórfenglegu mynd Runaway Train og fékk sömuleiðis stórkostlega góða gagnrýni. / Það þurfti hinsvegar snertingu gull- drengsins Tarantino til að koma ferli Bunker aftur á almennilegt flug. Og hvað fannst Bunker um kynni hans við hinn strákslega kvikmyndarisa, Tarantino? „Ég var lítt hrifinn af honum í fyrsta skipti sem ég hitt hann. Mér fannst þessi stráklingur svosem ekki reiða vitið í neinum þverpokum; frekar svona seinn allur til. En hann þekkir sitt fag alveg út og inn. Það er á hreinu og þessvegna hlýtur maður þegar allt kemur til alls, að bera takmarkalausa virðingu fyrir honum." í dag - þökk sé mestmegnis Reser- voir Dogs - eru fyrstu þijár skáldsög- ur Bunker komnar í hillur bókabúð- anna á nýjan leik og í þetta skiptið er þeim gert hátt undir höfði með gríðar- lofi frá Tarantino og James Ellroy á bókakápum og í auglýsingum. Og það er ný bók á leiðinni innan skamms, titluð Men Who Prey. Bunker lýsir henni sem „grimmilega hræðilegri bók um þijá harðsvíraða morðingja." Bókin er í grundvallaratriðum byggð á sögum sem hann heyrði hjá samföng- um sínum í San Quentin. Kannski slær þá Ed Bunker loksins í gegn. ■ shh

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.