Alþýðublaðið - 08.09.1995, Page 5

Alþýðublaðið - 08.09.1995, Page 5
FOSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 m e n n i n c ■ Umhverfismál í Reykjavík Við erum að taka til hendinni Bryndís Kristjánsdóttir: Áður var ég í minnihluta og það var mjög leiðin- legt: Það skipti engu máli hvað maður sagði, yfirleitt var ekki hlustað. En mig langaði virkilega að fá að stýra þessum málum. A-mynd: E.ÓI. - segir Bryndís Kristjáns- dóttir, formaður, Umhverfis- málaráðs Reykjavíkurborgar, í samtali við Guðrúnu Vilmundardóttur. „í sumar hefur svæðið verið snyrt og gert aðgengilegt fyrir almenning, framkvæmdum var haldið alveg í lág- marki,“ sagði Bryndís Kristjánsdótt- ir, formaður Umhverfismálaráðs Reykjavíkurborgar, í samtali við Al- þýðublaðið. I fyrradag var tekið í notk- un nýtt útivistarsvæði í Nónholti við Grafarvog. Hjónin Agúst Jóhannes- son og Isafold Jónsdóttir eignuðust landið um 1950 og ræktuðu þar sér- stakan garð. Árið 1980 var landið selt og var í órækt þangað til Reykjavíkur- borg eignaðist landið fyrir ári síðan. , J>að hefur verið haldið í karakterinn sem hjónin Agúst og Isafold byggðu þama upp. Þau voru ákaflega dugleg að planta fjölbreyttum tegundum, þama em stígar og lítill pollur; þetta er fallegt lítið ævintýraland. Efst uppi á Nónhæðinni er mjög fallegt útsýni yfir borgina; þegar borgarbúar koma þama sjá þeir bæði fallegt skóglendi og hafa útsýni yfir borgina. Þetta er tilvalinn staður til að fara og eiga góða stund.“ Hvert er verksvið Vmhverfismála- ráðs? „Við emm fyrst og ffemst náttúm- verndarnefnd borgarinnar, slíkar neíhdir eiga að vera í öllum sveitarfé- lögum. Sem slík höfum við yfimmsjón með öllum útivistarsvæðum borgar- innar. Ef skipulagsuppdráttur Reykja- víkurborgar er skoðaður sést að ákveð- in svæði eru merkt græn; það eru svæðin sem við höfúm umsjón með og þau em mörg og stór. Ég held við höf- um stærri útivistarsvæði en mörg sveitarfélög og við emm langt yfir því normi sem tíðkast á Norðurlöndunum - enda ráðum við yfir meira land- svæði." Er Reykjavík grten borg? „Hún hefur alla vega tekið frá stór svæði, þar sem borgarbúar komast í tengsl við náttúmna, og það er tiltölu- lega auðvelt að nálgast þau svæði. Það er okkar stefha að gera það enn auð- veldara, að gera útivistarsvæðin enn aðgengilegri. Liður í því var að gefa út svokallað Utivistarkort, þar sem sagt er ffá öllum helstu svæðum, allar aðal- gönguleiðir borgarinnar eru merktar þar inná og sagt ffá því helsta sem fyrir augu ber á leiðinni. A þessu ári verður tekin í notkun göngubrú yfir Kringlu- mýrarbrautina, sem gerir það að verk- um að vestur- og austurbærinn tengjast um göngustígakerfið. Þetta verður bylting." Hver hafa verið helstu verkefni ykkar á kjörtímabiUnu? „Við emm með stóran ffamkvæm- dalista, því við höfum það markmið að eitthvað verði framkvæmt í hverjum einasta borgarhluta. Opin leiksvæði bama em á okkar könnu og við höfum verið að gera ný slík svæði jafnframt því sem við höfum látið laga gömul leiksvæði; setja ný leiktæki og auka gróðurinn. Áður fýrr var ekki hugsað fyrir því að hafa þessi svæði dálítið falleg, leiktækin vom einfaldlega sett niður og það þótti gott. En við viljum bæta þau þannig að þau verði aðlað- andi fyrir fleiri, að þau geti verið án- ingastaðir fyrir almenning. Við höfum líka verið að bæta fyrir gamlar syndir; oft hafa opin svæði á milli bygginga í íbúðarhverfum gleymst í 30 eða 40 ár. Það ætlum við að láta laga. Og við ætl- um að leggja áherslu á að bæta um- hverfið í efra Breiðholti, sem er víða ansi nöturlegt því þar em margar stórar byggingar sem gera umhverfið kulda- legt. Við emm að taka til hendinni og viljum láta sjást í hverju hverfi að það sé verið að gera eitthvað í umhverfis- málum. Við viljum líka vekja áhuga borgarbúa á þessum svæðum, margir hafa aldrei heimsótt útivistarsvæðin - þó ótrúlegt megi virðast fyrir þá sem em duglegir að nýta sér þau.“ Heldurðu að áhugi fólks á um- hverfismálum sé að aukast? ,JVlér finnst það já. En það er hópur fólks sem enn hefur ekki vaknað og við emm að reyna að ná til stærri hóps. Við ætlum til dæmis að hafa svokall- aða Náttúmgöngu í borginni, þann 24. september. Þá ætlum við að bjóða borgarbúum að koma með okkur í gönguferð um Rauðavatnssvæðið og heiðarnar þar fyrir ofan, undir leið- sögn. Leiðsögumennimir verða fag- menn sem geta sagt fólki frá því sem fyrir augu ber á leiðinni. Núna er Nátt- úruvemdarár Evrópu, sem hefur' þann tilgang að vekja áhuga á náttúmnni í þéttbýli. Hingað til hafa friðlýstu svæðin fengið alla athyglina, en nú er kominn tími til að við h'tum okkur nær. Fólk sem býr í borg þarf á því að halda að komast út í náttúruna af og til. Við viljum fá fólk til að koma og finna hvað það er gott að eiga þessa staði í borginni." Af hverju gafstu kost á þér til for- mennsku í Vmhveifismálaráði? „Ég var í Umhverfismálaráði árin 1986-1990. Þá vaknaði hjá mér mikill áhugi á þessum málum og mig langaði gjaman til að halda áfram - og fá þá að vera sú sem fengi að stjórna og ákveða. Áður var ég í minnihluta og það var mjög leiðinlegt: Það skipti engu máh hvað maður sagði, yfirleitt var ekki hlustað. En mig langaði virki- lega að fá að stýra þessum rnálum." Og hefurðu fengið að taka til hend- inni? ,Já, mér finnst það. Það tekur mann að vísu þetta fyrsta ár að átta sig á hvernig hlutirnir ganga fyrir sig og kynnast þeim. En mér finnst þetta hafa gengið ágætlega. Samstarfið við embættismenn borgarinnar í þessum málaflokki hefur til dæmis gengið ákaflega vel. Ég held að við séum að vinna gott verk og ég hef heyrt að fag- fólk á náttúruvemdarsviðinu sé ánægt með okkar störf.“ ■ ■ Litir, fyrsta plata Kristínar Eysteinsdóttur, 21 árs söngkonu, kemur út í lok mánaðarins. „Ég var orðin þreytt á að syngja bara þýsk þjóðlög" Kristín Eysteinsdóttir: íslenski tónlistarmarkaðurinn er eiginlega fullur af froðupoppi - en það er skiljanlegt, því markaðurinn er lítill og erfitt að taka áhættur. A-myn* e.ói. - segir Kristín Eysteinsdóttir í samtali við Guðrúnu Vilmundardóttur. „Litir er tíu laga plata sem kemur út 28. september. Ég gef plötuna út sjálf en Japis sér um dreifinguna. Öll lögin og níu textar af tíu eru eftir mig,“ sagði Kristín Eysteinsdóttir söngkona í samtali við Alþýðublaðið. Kristín er tuttugu og eins árs gömul og gefur sjálf út þessa fyrstu plötu sína. Með henni spila Orri Harðar- son á gítar og bassa, Ingólfur Sig- urðsson á trommur, Elíza Geirsdótt- ir á fiðlu, Jón Bjarki Bentsson á bassa og Ólöf Sigursveinsdóttir á fiðlu. Kristín varð stúdent frá Kvennaskólanum fyrir ári síðan og las bókmenntafræði við Háskóla íslands í vetur. „Ég lagði áherslu á að skila mínum karakter inná plötuna, það er lögð mikil áhersla á röddina. Utsetningam- ar em mjög ólíkar; þama em kassagít- arsballöður, djass, fönk, rokk, létt- pönkað... Ég fer margar ólíkar leiðir. Ekkert eitt lag er dæmigert fyrir plöt- una. Fyrsta lagið fer í spilun nú í vik- unni; það er diskófönklag sem heitir Alein - og er ekki endilega besta lagið á plötunni, heldur það útvarpsvæn- asta, mest gn'pandi. Ég held að það sé eitthvað nýtt að gerast með þessari plötu. íslenski tón- listarmarkaðurinn er eiginlega fullur af froðupoppi - en það er skiljanlegt, því markaðurinn er lítill og erfitt að taka áhættur. Ef fólk gefur út plötur sem eru eitthvað einkaflipp kaupa hana kannski nokkrar hræður og dæmið gengur ekki upp, tónlistar- mennirnir eru orðnir stórskuldugir. Erlendis er þetta hægt; það hlýtur að vera hægt að finna einhvetja þijú þús- und einstaklinga sem hafa áhuga á þínu einkaflippi. Elsta lagið á plötunni samdi ég þegar ég var fjórtán ára, en flest em þau samin á ákveðnu tveggja ára tímabili. Ég valdi lögin saman sjálf, var ákveðin í að þessi tíu væm lögin sem ég vildi hafa á minni plötu.“ Hyer er ferillþinn í tónlistinni? „Ég var í kór frá því að ég var níu ára... ég var svona syngjandi krakki, ætlaði mér alltaf að verða söngkona. Þegar ég byrjaði í Kvennaskólanum fór ég í Söngskólann í Reykjavík og lærði hjá Bergþóri Pálssyni í tvö ár. Það var gaman og það er góð undir- staða - en ég hætti þvi' vegna þess að mig langaði til að prófa eitthvað fleira en klassíska sönginn, til að gera til- raunir með röddina. Þetta var mjög góð undirstaða; en ég var orðin þreytt á að syngja bara þýsk þjóðlög... Þetta er klassískur söngskóli og góður sem slíkur, en ég vildi reyna eitthvað ann- að. Ég fór á djassnámskeið - hef verið veik fyrir því að fara yfir í djass og blússöng. Á þessum tíma fór ég að semja meira og syngja eigin tónlist - tók þátt í trúbadorakeppni framhaldsskól- anna 1992 og söngkeppninni ári seinna. Ég spilaði mikið á Óháðri listahátíð fyrir tveimur ámm, samdi lög við leikrit sem var sett upp þar og hef verið að spila á ýmsum kaffihús- um og í framhaldsskólum. Ég hef allt- af spilað mína tónlist í bland þegar ég hef komið fram og hef fengið góðar undirtektir." Af hverju ákvaðstu að ráðast í út- gáfu á eigin plötu einmitt núna? „Ég vann í fiski í einn mánuð í sumar. Þar fannst mér ég hitta svo margt fólk sem var óánægt með sig, leitt á vinnunni og eiginlega búið að gefast upp... og ég hugsaði með mér að þessu vildi ég 'ekki lenda í, ég vildi gera eitthvað sem ég væri stolt af. Ég hafði alltaf hugsað mér að gefa út plötu áður en ég yrði tuttuguogfimm - þetta varð til þess að ég dreif i því. Ég hafði samband við kunningja minn, Orra Harðarson, um miðjan júlí - ætlaði nú bara að spjalla við hann um hvemig hann hefði staðið að útgáfu á geisladisk sem hann gaf út fyrir tveimur árum, því ég hafði enn ljögur ár til stefnu til að ná markmið- inu. Hann hlustaði á spólu með lögun- um tíu - bauðst til að vinna þau með mér, við fómm í stúdíó tveimur vik- um seinna, tókum upp eitt lag á dag því við höfðum ákveðið fyrirfram hvemig útsetningamar ættu að vera. Diskurinn fór til Austumkis í dag, þar sem hann verður pressaður og svo kemur hann út 28. september.1' Hvernigfjármagnarðu útgáfuna? „Ég tók bankalán til þess að fjár- magna útgáfuna og þarf að selja 800 til 1.000 eintök til þess að dæmið gangi upp. Það gekk fyrir sig bara eins og það er héma á íslandi; ég átti fund með bankastjóra og kynnti hon- um hvað ég ætlaði að gera og hann var mjög passívur. Svo kynnti hann sér hvort pabbi væri borgunarmaður ef ég rynni á rassinn með þetta... og hringdi í mig sannfærður um að ég yrði næsta Björk! Óskaði mér góðs gengis og ég fékk lánið. Ef ekkert gengur að selja diskinn verð ég að vinna í ár eða tvö til að borga lánið - og svo held ég áfram." Ætlarðu að fylgja plötunni eftir með tónleikahaldi í haust? „Um miðjan september ætla ég að gera myndband við eitt laganna. Kvöldið sem platan kemur út ætla ég að halda upp á það; og fagna ærlega. 19. október, þremur vikum eftir að platan kemur út, verð ég með útgáfú- tónleika í Þjóðleikhúskjallaranum. Þar verður efni af plötunni spilað opinber- lega í fyrsta skipti. Og svo munurn við spila af fullum krafti. Ég gef plötuna út mánuði áður en jólaflóðið hefst - ég er nýtt nafn og ég verð að fá tíma til að kynna mig áður en allir hinir fara af stað. Útgáfutón- leikana hef ég þremur vikum eftir að platan kemur út, því þá hefur fólk heyrt eitthvað af henni í útvarpi, veit hver ég er og veit hvort það hefur áhuga á þessum tónleikum." Hver er þín uppáhalds tóntist? „Ég hef mjög breiðan tónlistar- smekk - en ég hlusta aðallega á söng- konur. Mér finnast þær skemmtilegri, og get líka lært eitthvað af þeim. Af íslenskum tónlistarmönnum er ég hrifnust af Birni Jörundi. Hann hefur karakter í tónlistinni og er góður texta- og lagahöfundur. Ég vil að fólk sé sjálfu sér samkvæmt; það skín al- veg í gegn hvort fólk er að semja tón- list fyrir sjálft sig eða einhverja aðra. Þegar lag er samið með vinsældimar í huga er tónlistarlegur metnaður ekki mjög mikill. Það er kannski eðlilegt, þegar fólk hefur þetta að sínurn starfa, þá hefur það gróðamarkmið - en það er ekki tónlist sem ég hef gaman af.“ Hvað tekur svo við? „Það er allt opið. Næstu mánuðir verða ævintýri líkastir - og annað hvort gengur dæmið upp eða ekki. Ef það gengur upp þá held ég að sjálf- sögðu áfram á tónlistarbrautinni. Ég hef fengið hugmyndir að mörgu sem mig langar til að gera tilraunir með á meðan ég hef unnið að plötunni. Það að koma fram og syngja er það skemmtilegasta sem ég geri - það gefur mér svo mikið. En aðalatriðið er að ég er búin að gera plötu sem ég er ánægð með - og þó hún seljist ekki upp þýðir það ekki að ég leggist í þunglyndi og hætti að syngja. Eg er ánægð með það sem ég er að gera, svo er ekki að vita hvort ég held því áfram - eða hvort ég enda sem uppþomaður bókmennta- fræðingur." ■

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.