Alþýðublaðið - 21.09.1995, Page 8

Alþýðublaðið - 21.09.1995, Page 8
» * WfflEVÓtZ/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 Fimmtudagur 21. september 1995 143. tölublað - 76. árgangur ► * 'mmiLU 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 Verð i lausasölu kr. 150 m/vsk ■^Formannskjörið í Alþýðubandalaginu Eg er hóflega bjartsýnn - segir Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður. „Þetta er kosning sem fram fer á rétt- um forsendum. Það er verið að velja á milli einstaklinga til þess að gegna til- teknu embætti. Það hefur farið eins og ég sagði strax í byijun að það væri eng- in sérstök ástæða til að reyna að lesa einhvem málefnaágreining inn í þessa kosningu," sagði Steingrfmur J. Sig- fússon alþingismaður í samtali við Al- þýðublaðið. .fyrir utan það að vera ágætis um- ræðuvettvangur um stjómmál og áhersl- ur og vinstri stefnu þá em þessir kynn- ingarfundir gott tækifæri fyrir flokks- menn að kynnast þessum einstakling- um, heyra þeirra sjónarmið og áherslur og spyija þá út úr. Það er ffekar fundar- manna sjálfra að átta sig á því hvort það kristallast einhver áherslumunur sem þeir geia eitthvað með. Ég vil koma því að af gefnu tilefni að á fúndinum á Þórs- höfn vom um 20 manns sem er gott á þessum árstíma þegar fólk er önnum kaftð við haustverkin," sagði Steingrím- ur. Hefur ekki komiðfram einhver gagn- rýni áflokkinn áþessum fundum? , Jú, það kemur stundum upp og allt í lagi með það. Við emm hins vegar ekki með Ólaf Ragnar með okkur þannig að það er ekki sanngjamt að fara mjög Iangt út í þær sakir nema hann sé til svara því honum er málið skylt sem ábyrgðaraðili fyrir flokknum síðustu átta árin. í öðm lagi hef ég margsagt að ég ætla ekki að nota mikið af tíma mín- um á fundum eða í viðtölum við fjöl- miðla til að taka innan úr flokknum og bera erfiðleika hans á torg á opnum fundum. Það yrði ekki mjög uppbyggi- leg aðgerð ef við báðir frambjóðendur notuðum allan tíma okkar í slíkt.“ Hefur þú tilfinningu fyrir því hvemig að landið liggurfyrirformannskjörið? ,Ég er nú ekki mikið að velta því fyr- ir mér og er ekki upptekinn af því. Mitt framboð á sér ákveðinn aðdraganda og sú ákvörðun var tekin fyrir alllöngu. Ég er ágætlega bjartsýnn og tel mig fá góð- ar viðtökur og mæta stuðningi mjög víða. Ég er ánægður með hvernig þetta hefur þróast í heild og þær undirtektir sem ég fæ. Mér finnst hins vegar skipta mestu máli að þetta skuli vera á góðri leið með að heppnast mjög vel fyrir flokkinn. Okkur er að takast að halda ut- Steingrímur: Ber ekki erfiðleika flokksins á torg. an um þetta sjálf og hafa baráttuna á málefnalegum og uppbyggilegum nót- um. Þar með afsannast hrakspár um að Alþýðubandalagið myndi skiptast upp í stríðandi fylkingar ef að þessi kosning færi fram. Frá byijun hef ég beitt mér fyrir því að þetta yrði svona. Eins og þið Ijölmiðlamenn vitið hef ég verið afar tregur til að fara að leita uppi einhvem ágreining milli okkar Margrétar eða fall- ast á einhveijar skilgreiningar um arma og fýlkingar. “ Telur þú að fólk sé almennt búið að gera upp hug sinn? „Já, ég hugsa að mjög margir séu búnir að gera það upp með sjálfum sér. Á síðustu vikum hafa margir hvíslað því að mér að þeir væiu búnir að ákveða sig en ætluðu að hafa það fyrir sig. Það er kannski frekar óvissa um nýtt fólk sem er að koma til okkar.“ Ertu bjartsýnn á sigur? ,Já, ég er hóflega bjartsýnn," sagði Steingrímur J. Sigfússon. Ríó SAGA hefst á ný laugardaginn 7. október Þeir eru mættir aftur fullir af fjöri, Ágúst Atlason, Helgi Péturs og ÓIi Þórðar, og fara á kostum í upprifjun á því helsta úr sögu Ríó triós. Sigrútt Eva Ármannsdóttir slær á létta strengi með þeim félögum, tekur lagið og verður til alls vís. Kvöldið hefst með þríréttaðri, glæsilegri máltíð. Síðan hefst hin óborganlega Ríó saga með tilheyrandi söngi og gríni. Einnig koma fram hljóðfæraleikararnir Björn Thoroddsen, Szymon Kuran og Reynir Jónasson. Að skemmtidagskrá lokinni leikur danshljómsveitin Saga Klass fram á nótt ásamt söngvurunum Sigrúnu Evu Ármannsdóttur og Reyni Guðmundssyni. Pantanir og upplýsingar í síma 552 9900. Kytiniðykkur sértilboð á gistingu á Hótel Sögu. -þín saga! ■ Formannskjörið í Alþýðubandalaginu Tel að við séum nokkuð jöfn - segir Margrét Frímannsdóttir alþingismaður. „Þessir framboðsfundir hafa gengið mjög vel. Þetta hafa verið skemmti- legir fundir og mæting nokkuð góð, jafnvel klukkan hálf ellefu á morgn- ana. Umræður hafa verið líflegar og ég verð þess vör að formannskjör með þessum hætti skilar ákveðnu lífi inn í tlokkinn," sagði Margrét Frímanns- dóttir alþingismaður í samtali við Al- þýðublaðið. Frambjóðendur Alþýðubandalags- ins til formanns flokksins eru nú á lokaspretti sameiginlegra kynningar- funda um landið. Næstu fundir verða á Akranesi, Grundarfirði, í Vík, á Sel- fossi og í Vestmannaeyjum. Síðasti fundurinn verður í Reykjavík næst komandi mánudag. Hvernig ftnnst þér þín staða vera það sem komið er? „Ég verð ekki vör við annað en hún sé jiokkuð góð, en það er erfitt fyrir mig að meta þetta. Þó tel ég að við sé- um nokkuðjöfn." Er ekki svolítið erfitt að halda uppi kosningabaráttu ef lítið skilur ykkur að hvað varðar málefni? „Nei, það er ekki svo. Fólk býst ekki við því að það séu nein stór skil á milli okkar. Það er kannski fyrst og fremst um áherslumun að ræða og eins það sem lítur að flokksstarfinu. Þar er ákveðinn munur á og þá eink- um hvað varðar hlutverk varafor- manns. Ég vil gjaman sjá hann sem launaðan starfsmann flokksins sem sér alfarið um innra starf og það útilokar að sjálfsögðu ákveðinn hóp, það er að segja þingmenn flokksins og jafnvel borgaifulltrúa. Ef farið yrði að þessari tillögu minni þá útilokar það alla vega þennan hóp frá varaformennsku. Aftur á móti telur Steingrímur það ekki verra að varaformaðurinn komi úr röðum þingmanna." Það hlýtur að skipta miklu hvemig fylgið skiptist (Reykjavík. Fór ekk’i þín barátta seint á stað því það er stult stðan stuðningsmenn þínir opnuðu þar skrifstofu? „Reykjavík ræður úrslitum. Þessi opnun skrifstofu er ekki merki um að þá fyrst væm menn að byija að vinna, Alls ekki. Það vantaði íýrst og fremst einhvem stað til að hittast á og ræða saman. Ég hef orðið vör við talsvert mikinn stuðning í Reykjavík og þar er Margrét: Þingmaöur verði ekki varaformaður. ekki um ræða þessar gömlu skiptingar innan flokksins í Reykjavík. Fylgið virðist dreifast milli félaga og aldurs- hópa.“ Hefur þú það á tilfinningunni að fólk sé almennt búið að gera upp hug sinntilframbjóðendanna ? ,Ég held að það sé að því um þessar mundir. Þann 29. september koma at- kvæðaseðlamir og ég tel að fólk sé óðum að gera upp hug sinn þessa dag- ana. En mín tilfinning er að þetta standi nokkuð jafnt.“ Er ekkert í augsýn sem skerpir skil- in á milli ykkar eða hleypir meirafjöri í baráttuna? „Þetta hefur verið skemmtilega fjör- ugt þó að það hafi ekki verið hávaða- deilur. Það hafa verið ágæt skoðana- skipti á fundunum bæði okkar í mill- um og milli okkar og fundarmanna. Ég býst við að stærsti fundurinn verði í Reykjavík." Hefur fólk ekki verið eitthvað að kvarta um stefnu flokksins eða stefiiu- leysi? „Það hefur komið mér á óvart hvað það hefur verið lítið um það en vita- skuld hafa komið fram kvartanir. Menn hafa talið að við þyrftum að skerpa línur í einstökum málaflokkum og svo varðandi innra starf flokksins. Síðan höfum við auðvitað lent í þess- ari umræðu um kjaramál þingmanna. Þó hefur það ekki verið eins mikið og ég bjóst við því fjölmiðlar hafa verið að fara með rangar tölur. Þegar búið er að skýra út hvað um er að ræða í raun og veru þá er þetta ekki eins mikið hitamál og maður hafði búist við,“ sagði Margrét Frímannsdóttir.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.