Alþýðublaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 5. október 1995 Stofnað 1919 151. tölublað - 76. árgangur ■ Vinnuveitendasambandið segir ríkisstjórnina ekki í vandræðum með peninga ef litið er á búvörusamninginn Peningarnir standa út úr eyrunum á henni - segir Þórarínn V. Þórarínsson framkvæmdastjóri VSÍ. verði verðtryggðar að fullu og hækki þannig með sjálfvirkum hætti. Við sjáum ekki hvemig þetta fer heim og saman. Það að ríkisstjómin skuh gera búvörusamning með þessum hætti með ákvæðum um sjálfvirkar hækk- anir til samræmis við verðlag á hveiju ári til aldamóta, ffysta þannig þennan stóra lið í ljárlagagerðinni á hveiju ári, gerir yfirlýsingar um allt það góða sem gera skal í framtíðinni ekki eins trúverðugar," sagði Þórarinn. Hann benti á eitt af markmiðum síðustu kjarasamninga hefði verið að þrengja ekki að samkeppnisskilyrðum. Nú væri ríkisstjómin hins vegar að velta skattbyrði yfir á fyrirtækin með því að hækka tryggingagjaldið um góðan milljarð. „Okkur finnst það mikið axarskaft að leggja miklar byrð- ar á atvinnureksturinn til þess að velta því áffarn í aukna styrki við landbún- aðinn,“ sagði Þórarinn. „Það er jákvætt við frumvarpið að ■ Alþýðublaðið Tveir nýir pistlahöfundar Jónas Sen skrifar um tónlist og Halldór Bjöm Runólfsson „Það er fullkomlega óskiljanlegt að ríkisstjómin skuli á ámnum 1995 til 2000 ráðstafa vel á fjórtánda mfiljarð til að ýta undir sauðfjárrækt. Ég tek undir með Sighvati Björgvinssyni að ríkisstjóm sem hefur ráð á að haga sér svona getur ekki verið vandræðum með peninga. Þeir standa beinlínis út úr eymnum á henni,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri VSÍ í samtali við Alþýðublaðið um fjárlagafrumvarp ríkisstjómarinnar. „Við styðjum það markmið sem ríkisstjómin setur um að falla frá sjálf- virkni og vísitölutengingu í fjárlaga- frumvarpinu, hvort heldur á bótafjár- hæðum eða öðrum liðum. Okkur finnst að ríkisstjómin sé þar á réttri leið. En ef hún er að fara þann veg í frumvarpinu þá skiljum við ekki hvernig hún ætlar að fara búvöru- brautina samkvæmt allt öðru prinsippi. Þar er lagt upp með það að greiðslur til bænda næstu fimm árin lýst með orðunum „hvirfilvindur með varalit." Þær systur stela í sameiningu stórri eiturlyfjasendingu frá harðsvír- uðum dópsölum og þar með er elt- ingaleikurinn hafinn. En inn á milli gefa þær sér tíma til að þvælast um í trylltum partýjum, sofa hjá misvönd- uðum mönnum, horfa á fáránlegar klámmyndir og gera yfir höfuð sitt besta til að lifa af í heimi þar sem þjófnaður, kynlíf, mannrán, fíkniefni, slagsmál, rokk, nauðganir og annað þess háttar er daglegt brauð, segir í frétt frá framleiðendum. Hér er greinilega engin lognmolla á ferðinni enda lýsa aðstandendur myndinni sem: Einfaldri, harðsoðinni, svarthvítri íslenskri spennumynd, sem hafi á sér Reykjavíkurblæ og hluti frá ofbeldishráslaga John Wo til „film no- ir“ taktanna í Hitchcock. Það er Kvikmyndafyrirtækið Glansmyndir sem framleiðir mvndina í samvinnu við Nordic Screen Devel- opment og _RÚV. Kvikmyndataka var í höndum Úlfars H. Hróbjartssonar, Snorri Freyr Hilmarsson sá um leik- myndahönnun, en Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sá um tónlistina í mynd- inni. um myndlist. Tveir nýir pistlahöfundar hafa gengið til liðs við Alþýðublaðið, þeir Halldór Björn Runólfsson listfræð- ingur og Jónas Sen tónlistarmaður. í blaðinu í dag skrifar Jónas Sen um Tékkann Jan Ladislav Dussek sem þótti eitt snjallasta tónskáld 18. aldar. Verk hans voru mjög vinsæl og hann var skjólstæðingur þjóð- höfðingja. Líf Dusseks var litríkt og stormasamt - en að ævilokuni var hann orðinn feitasta tónskáld allra tíma. Jónas segir okkur frá snill- ingnum sem gleymdist í tvöhundruð ár en er nú loks að slá í gegn. Sjá blaðslðu 5. I dag, 5. október, verður fmmsýnd ný íslensk kvikmynd í fullri lengd. Myndin ber heitið Nei er ekkert svar og er gerð eftir handriti Marteins Þórðarsonar og Jóns Tryggvasonar. Leikstjóri er Jón Tryggvason en aðal- hlutverkin em í höndum þeirra Heið- rúnar Önnu Björnsdóttur, Ingi- bjargar Stefánsdóttur, Michael Liebman, Roy Scott, Skúla Gauta- sonar og Ara Matthíassonar. Nei er ekkert svar segir frá lands- byggðarstúlkunni Siggu sem kemur til Reykjavíkur að heimsækja systur sína, Díí' sem höfundar segja að best verði ■ Fjárlagafrumvarpið Gjaldtaka á sjúkrahúsum í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórn- arinnar er gert ráð fyrir að ná samtals 200 milljónum króna af þeim sem gangast undir aðgerðir á sjúkrahúsum á næsta ári. Þetta á að gera með þeim hætti að sam- ræma gjaldtöku fyrir aðgerðir sem unnar eru utan og innan sjúkrahúsa. Þá er gert ráð fyrir að til samræmis verði tekið upp jafnaðargjald fyrir læknisverk sem unnin eru á sjúkrahúsum. „Með breytingunni á að vera tryggð jöfn samkeppnisstaða sjálfstætt starfandi sérfræðilækna og sjúkrahúsa. Til að tryggja inn- heimtu er lagt til að sjúkrahúsin haldi eftir hluta gjaldsins og geti ráðstafað þvi til tækjakaupa og til að bæta aðstöðu," segir í athuga- semdum við fjárlagafrumvarpið. ■ Fjárlagafrumvarpið Tortrygginn á -segir Gísli S. Einarsson alþingismaður. „Mér sýnist ijárlagafrumvarpið ekki vera byggt á traustum gmnni. Það er meðal annars byggt á því að það háist sama aflamagn úr Smugunni eða að minnsta kosti 30 þúsund tonn og að óbreyttur afli fáist af Reykjaneshrygg. Það er ekkert öruggt í þeim efnum,“ sagði Gísli S. Einarsson þingmaður Al- þýðuflokksins. ,J>á er reiknað með því að það náist hundrað þúsund tonn af loðnu á þessu ári og 900 þúsund tonn á næsta ári. Bara þessi atriði eru næg ástæða til að maður verður tortrygginn á að forsendur frumvarpsins standist. Þar íyrir utan er það undirstrikað í fjárlaga- frumvarpinu að launahreyfingar í land- inu em í mörgum tilvikum allt að 20% sem skapar óróleika og óstöðugleika sem við getum ekki búið við,“ sagði Gísli. „Síðan má nefha atriði sem stinga nijög í augun eins og það að ætla ekki að stánda við það að greiða miskabætur til fórnarlamba ofbeldismanna. Þetta skiptir ekki svo miklu máli fyrir ríkið en það skiptir miklu fyrir fómarlömbin að þama verði ekki skorið niður. Þetta er eitt dæmi af mörgum um að það er verið að ráðast á garðinn þar sem hann er forsendumar lægstur og slfkt er með öllu óþolandi. Ég er fyllilega meðmæltur því að dregið sé úr fjárlagahallanum og það hefur alla tíð verið á stefnuskrá okkar alþýðu- flokksmanna. En á síðasta kjörtímabili máttum við búa við þrengstu skilyrði sem hér hafa verið í marga áratugi. Samt náðist þá góður árangur í efna- hagsmálum og það er á þeim árangri sem það jákvæða við þetta fjárlagaffum- varp er byggt á. Ef það næst árangur með því þá er það vegna þess stöðug- leika sem búið var að skapa í tíð fyrri ríkisstjómar fýrir tilstilli Alþýðuflokks- ins. Mér er spum hvemig ástandið væri núna ef við hefðum ekki EES-samning- ■ inn. Það er hins vegar fáránlegt af nú- verandi ríkisstjóm að taka aðildamm- sókn að ESB af dagskrá. Það er verið að úthluta okkur sfldarkvóta upp á 4.150 tonn sem er aðeins brot af því sem við þyrftum því okkur veitti ekki af 30 þús- und tonna kvóta. Þarna gjöldum við þess að vera utan ESB. Það er margt veikt í þessu frumvarpi og fullyrðingar þar um að fjárfestingar heimilanna muni aukast standast einfaldlega ekki,“ sagði Gísli S. Einarsson. þar er stefnt að miklum samdrætti í lánsfjárþörf rfldsins. Það ætti að geta gefið svigrúm fyrir marktækri lækkun vaxta. Vextir hér eru enn töluvert hærri en í löndunum í kringum okkur þannig að út frá því sjónarmiði er nokkurt svigrúm. Þetta finnst okkur jákvætt. Hins vegar er það lakara að þetta skuh einkum gert í einfaldari lið- um frumvarpsins með því að skera niður fjárfestingar og draga úr verð- uppfærslum á ýmsum millifærslum. Við hefðum ekki síður viljað sjá hag- ræðingar í rekstri, meira af útboðum, meiri samkeppni og meiri rekstrarhag- kvæmni. Það er boðað í ffumvarpinu en á að gera seinna. Við hefðum talið að fjármálaráðherra sem er að leggja ffarn sitt fimmta ffumvarp hefði gefist tóm til að ffamkvæma meira af þess- um góðu áformum sem eru boðuð núna en ekki vísa því á framtíðina," sagði Þórarinn V. Þórarinsson. ■ Fjárlagafrumvarpið Gegn gamal- menn- um og öryrkj- um - segir Kristinn H. Gunnarsson alþingis- maður. „Við fyrstu yfirsýn sýnist niér fjárlagafrumvarpið bera vitni um að ríkisstjórnin gefst upp við að halda aftur af rekstri ríkisins. Hann eykst verulega frá fjárlögum 1995 til frum- varps fyrir næsta ár eða um átta milljarða króna,“ sagði Kristinn H. Gunnarsson þing- maður Alþýðubandalags. „í stað þess að halda aftur af rekstrarútgjöldum og draga þar saman er farið í að skera niður stofnframkvæmdir og skerða bætur almannatrygg- inga. Tilfærslurnar og fram- kvæmdirnar eru teknar og skornar niður en reksturinn eykst í stað þess að hafa þetta á hinn veginn. Ég tel óskynsam- legt að skera mikið niður í sam- göngumálum. Þar er um að ræða stofnframkvæmdir sem eiga að gera það ódýrara að reka þjóðfélagið,“ sagði Krist- inn. „Þá finnst mér borið niður þar sem síst skyldi til þess að draga úr útgjöldum. Það á að taka á annan milljarð af bótum almannatrygginga sem bitnar á gamalmennum og öryrkjum sem eiga óhægt með að slá til baka. Það er eins og ráðherr- arnir séu í herferð gegn þeim sem eru minnimáttar. 1 heild er um að ræða vaxandi ójöfnuð og misskiptingu. Það er afleiðing af því sem verið er að gera með þessu fjárlagafrumvarpi,“ sagði Kristinn H. Gunnarsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.