Alþýðublaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 ■ Hinn frægi vísinda- maður Stephen Hawking vill láta rannsaka möguleika á ferðalögum aftur í tímann Er hægt að fero- ast um tímann? Einn frægasti stjameðlisfræðingur heims Stephen Hawking sem um áraraðir hæddist að þeirri hugmynd að mögulegt væri að ferðast aftur í tím- ann hefur nú skipt um skoðun. Hawk- ing heldur því nú fram að menn eigi ekki einungis að gæla við hugmynd- ina um möguleika þessa heldur eigi ríkisstjórnar einnig að leggja fram fjármuni til rannsókna á þessu um- deilda máli. Fyrir þremur árum, átti breski há- skólaprófessorinn í miklum rökræðum við starfsfélaga sína sem veltur því fyrir sér hvort í afstæðiskenning Ein- steins gerði ráð fyrir þessum mögu- leika. Hawkings mótmælti félögum sínum og útlokaði algjörlega mögu- leikann á því að menn gætu ferðast aftur í tímann. Hann sagði hugmynd- ina fáránlega, samkvæmt henni gæti menn myrt forfeður sína og jafnvel komið í veg fyrir eigin fæðingu. „Besta sönn- un þess að tímaflakk er óframkvæm- anlegt er sú að ferðamenn frá framtíð- inni hafa ekki fjölmennt í heimsóknir til okkar,“ sagði hann. Hawking skrifar formála að bók bandaríska stjamfræðingsins Lawr- ence Trek og þar kveður við annan tón, en þar segir Hawking að sá tími kunni að koma að menn geti ferðast um tímann. Hawking hefur síðan sagt að hann haldi enn að ekki sé raunhæft að gera ráð fyrir slíkum ferðalögum, en í huga sínum leynist eftnn. Hann vilji því ekki útiloka möguleikann og bendir á að rannsóknir á fyrirbærinu fari fram í nokkmm háskólum, þar á meðal í Cambridge og í Kalifomíu. „Til slíkra rannsókna þarf ekki mikið fjármagn," sagði hann, „það sem þarf er víðsýni sem gerir ráð fyrir mögu- leika sem virðist fjarstæðukenndur." erlend hrinc ■ Hinn dauðvona Mitterrand nýtur ráðgjafar einkavinkonu sinnar, sem skrifað hef- ur bók um dauðann og samtöl sín við forsetann „Ég ann lífinu," segir Mitterrand sem nú undirbýr af kostgæfni undir dauðann. mér það traust að leyfa mér að vera við hlið hans þegar stundin kemur,“ segir hún. Framlag Mitterrands til bókarinnar hefur tryggt höf- undi gífurlega athygli og um- fjöllun. En de Hennezel getur þakkað forsetanum fleira. Það var hann sem kynnti hana fyr- ir núverandi eiginmanni hennar, Christopher Theiry, sem var opinber túlkur Mitterrands. De Hennezel er ósammála því að gífurlegur áhugi Frakka á sjúkdómi forsetans og yfirvofandi dauða hans nálgist það að vera smekklaus eða ógnvekjandi. Sömuleiðis sér hún ekk- ert athugavert við það hversu frjáls- lega forsetinn talar um væntanlegan greftrunarstað sinn og endalok lífs síns. „Það er ekkert hrollvekjandi við það að Mitterrand skuli ræða við fjöl- miðla um undirbúning sinn fyrir dauð- ann,“ segir hún. „Það sama hendir okkur öll að lokum, því ættum við þá ekki að ræða það.“ De Hennezel segir að vinna sín hafi kennt sér að unna lífið. „Ég hef átt mjög sterk vináttutengsl við dauðvona fólk,“ „þeir einstaklingar hafa kennt mér hvað það er sem skiptir máli í líf- inu og það eru ekki veraldlegir hlutir. Kærleikurinn er það sem skiptir máli.“ Dauðvona forseti og vinkonan sem veitir honum ráðgjöf Við opinbera móttöku í Elysée höll fyrir fjórtán árum gaf Francois Mitt- errand forseti sig á tal við einn gest- anna, ljóshærða aðlaðandi konu, og spurði hana við hvað hún starfaði. „Ég aðstoða þá sem eru dauðvona," svar- aði Marie de Hennezel, lærður sál- fræðingur og sálgreinandi. Hún er vön því að fólk verði vandræðalegt þegar minnst er á dauðann og því kom henni á óvart við fyrsta fund þeirra Mitterr- ands hversu mikið hann virtist velta dauðanum fyrir sér. „Venjulega forð- ast fólk þetta umræðuefni og því var athyglisvert að hitta mann sem veigr- aði sér ekki við því að ræða það,“ sagði hún nýlega. Fyrsti fundur þeirra Mitterrands var upphaf langrar og náinnar vináttu. Forsetinn, heltekinn af krabbameini, nýtur nú ráðleggingar og aðstoðar de Hannezel. Hann hefur komið í einka- heimsóknir á heimili sem hún hefur stofnað í París, þar sem dauðvona sjúklingar dveljast, setið við rúmstokk nokkurra sjúklinga og furðað sig á hversu yfirvegaðir þeir eru frammi fyrir dauðanum. Yfir hádegisverði sagði hann við hana: „Við erum hvert og eitt í flugvél sem einn dag á eftir að rekast á tjall. Flestir gleyma þessu, en ég hugsa um það á hverjum degi. Kannski vegna þess að ég hef þegar komið auga á fjallið." Fyrir tveimur árum, eftir að Mitterr- and hafði gengist undir erfiða aðgerð, var de Hennezel boðuð í forsetahöll- ina. Henni var vísað inn í svefnher- bergið þar sem forsetinn lá fyrir. „Ég held að ég þarfnist hjálpar þinnar," sagði hann. „Eg hræðist ekki dauðann. Ég geri mér nú ljóst að hann nálgast, en ég ann lífinu, þetta kemur of snemma." Mitterrand, yfirlýstur guðleysingi, vildi vita hvort trúað fólk hræddist dauðann minna en aðrir. De Hennezel segir að Mitterrand útiloki ekki mögu- leikann á framhaldslífi. „Hann segist ekki vita hvort eitthvað taki við eftir dauðann en hann hefur trú á því að í lífinu finnist víddir sem við gerum okkur ekki grein fyrir.“ Hin rúmlega fertuga De Hennezel hefur nýlega sent frá sér bók sem op- inberar berlega þráhyggju hins sjötíu og átta ára forseta gagnvart dauðan- um. Hún segist hafa skrifað bókina til að lyfta bannhelginni af umræðu um dauðann. I bókinni segir hún frá sam- tölum þeirra Mitterrands. „Við erum sammála um að við lif- um ekki lengur samfélagi þar sem íhugul hugsun er í forgrunni," segir hún. „Efnislegar og læknisfræðilegar framfarir hafa orðið til þess að við setjum samansemmerki milli vel- gengni og æsku. Við hræðumst allt sem minnir okkur á að tími okkar hér á jörðu er stuttur." Mitterrand skrifar formála að bók hennar og segir: „Áður fyrr horfðist siðmenningin í augu við dauðann. Þjóðfélag og einstaklingur gerðu ætíð ráð fyrir honum. En á tímum þar sem hið andlega á í vök að verjast hefur viðhorf okkar til dauðans aldrei verið jafn yfirborðskennt." Ur formálanum má greinilega lesa væntumþykju Mitterrands til de Henn- ezel og hún segir frá því í bókinni að hann hafi beðið sig að vera viðstadda þegar hann skilur við. „Vitaskuld þyk- ir mér vænt um að hann skyldi sýna Marie de Hennezel, salfræðingur, lýsir samskiptum sínum við Mitter- and í nýrri bók, sem forsetinn skrif- ar formála að. ■ Ekki er óalgengt að menn neyðist til að taka orð sín aftur. Óalgengara er að menn neyðist til að éta orð sín - í bókstaflegri merkinu. Það hefur þó hent einstaka mann, eins og sagan sannar 7 Einstaklingar sem átu orð sín - eða orð annarra Þýski rithöfundurinn Ernst Toller, sem nasistar þvinguðu til að éta bókina sína. 1. Menelik II keisari. Menelik II Eþíópíukeisari var einn mikilhæf- asti og framfarasinnaðasti leiðtogi Afríku. Hann hafði eina sérvisku sem var sú að í hvert sinn sem hann veiktist át hann nokkrar blaðsíður úr biblíunni, og trúði því að einungis þannig næði hann heilsu. Einn desemberdag árið 1913, þegar hann var hátt á sjö- tugsaldri, og illa haldinn eftir hjartaáfall, lét hann rífa alla Kon- ungsbókina úr egypskri útgáfu af biblíunni, át allar blaðsíðumar - og dó. 2. Philipp Andreas Oldenburger. Oldinburger, þýskur 17. aldar lög- fræðingur, var höfundur dreifi- bréfs sem geymdi yfirlýsingar sem yfirvöldum voru ekki þóknanleg- ar. Hann var handtekinn og dæmd- ur til að éta eigin skrif. Til að gera refsinguna sem mest auðmýkjandi var í dómnum tekið fram að hann skyldi vera húðstrýktur þar til hann hefði kyngt síðasta snifsinu. 3. Theodor Reinking. Reinking var danskur rithöfundur á þeim tíma er Danir voru undir stjóm Svía. Árið 1633 skrifaði Reinking bók þar sem hann gagnrýndi Svía mjög harkalega fyrir þann skaða sem þeir hefðu unnið Dönum. Svíar hentu Reinking umsvifalaust í svartholið. Eftir að hafa dúsað í fangelsið í nokkur ár voru honum settir afarkostir: Annað hvort æti hann orð sín eða missti höfuðið. Reinking vildi halda höfðinu og tuggði samviskusamlega blaðsíður sínar sem áður höfðu verið soðnar í kjötseyði. 4-5. Tveir sendiboðar páfa. Árið 1370 sendi páfinn tvo fulltrúa sína til Bernardo Visconti. Þar af- hentu yfirstéttarmanninnum upp- rúllað skjal sem bar blýinnsigli og skreytt með silkiborða. I skjalinu tilkynnti páfi Visconti að hann hefði verið settur út af sakrament- inu. Visconti reiddist svo að hann lét handtaka fulltrúa páfa og lét þá ekki lausa fyrr en þeir höfðu neytt handritsins ásamt blýinnsiglinu og silkiborðanum. ó.'Ernst Toller. Toller fæddist árið 1893 í Prússlandi. í fyrri heims- styrjöld barðist hann í herliði . Þjóðverja þar sem hann særðist og varð upp frá svo ötull friðarsinni að hann var handtekinn fyrir föð- urlandssvik. Þegar hann var laus úr haldi gerðist hann svo athafna- samur kommúnisti að hann var handtekinn á nýjan leik og dæmd- ur til fimm ára fangelsisvistar. Bak við lás og slá einbeitti hann sér að skriftum og varð eitt athyglisverð- asta leikritaskáld Þjóðverja. Þrí- tugur að aldri varð hann frjáls að nýju en nokkrum árum síðar var Adolf Hitler í mikilli uppsveiflu og Toller barðist nú ástríðufullri baráttu gegn fasisma og nasisma, og ferðaðist meðal annars til Rúss- lands og Bandaríkjanna þar sem hann flutti varnaðarorð sín. Árið 1933 handtóku nasistar hann. Toll- er sagðist svo frá: „Framferði þeirra var skelfilegt og ómannúð- legt. Þeir neyddu mig til að borða eina af bókum mínum.“ Baráttu- manninum var vísað úr landi. Hann kom til New York einmana maður, kona hans hafði yfirgefið hann vegna annars manns, og fé- vana því hann hafði gefið allt fé sitt til flóttamanna í Spænska borgarastríðinu. Toller framdi sjálfsmorð á hótelherbergi sínu í New York 22. maí árið 1939. 7. Isaac Volmar var höfundur nokkurra dreifirita þar sem hann hæddist að lífi og starfi Bernards, hertoga af Sax-Meiningen. Her- toganum var ekki skemmt og bauð höfundinum til kvöldverðar. Á matseðlinum voru verk Volmars, sem hann var neyddur til að éta ofan í sig. Vitni að átinu sagði frá atburðinum árið 1910. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 erlend hringekia ■ Tékkinn Jan Ladislav Dussek þótti eitt snjallasta tónskáld 18. aldar. Verk hans voru mjög vinsæl og hann var skjólstæðingur þjóðhöfðingja. Líf Dusseks var litríkt og stormasamt - en að ævilokum var hann orðinn feitasta tónskáld allra tíma. Jón- as Sen segir okkur frá snillingnum sem gleymdist í tvöhundruð ár Enn einn snillingurinn rís upp úr mosvaxinni gröf sinni Sjónarvottur lýsti honum einu sinni sem sílspikuðum óskapnaði, sitjandi á veitingahúsi með fjóra kúfaða matardiska og koníaksflösku fyrir fram- an sig. Svona át hann að jafnaði, og á endanum var hann orðinn svo hrikalegur í vextinum að hann komst ekki út úr rúminu. Fyrir skemmstu kom hingað til lands bandarískur píanóleikari að nafni Frederic Marvin. Hann hefur getið sér gott orð fyrir snilli sína við slaghörpuna, og einnig er hann virtur tónlistarfræðingur. Þekktastur er hann fyrir að hafa enduruppgötvað tónskáldið Padre Antonio Soler sem var uppi á árunum 1729 til 1783. Það var merkilegur fundur, því Soler var frábært tónskáld og samdi um 200 semalsónötur og 500 kórverk. Soler var spænskur munkur. Hann var líka tónlistarkennari spænsku hirðarinnar og vinsælt tónskáld á meðan hann lifði. Svo dó hann og féll fljótlega eftir það í gleymsku. Það gerist oft: tónlist Johanns Seb- astians Bach er gott dæmi um það. Þegar Bach lést árið 1750 lágu eftir hann óteljandi snilldarverk. En tím- amir voru að breytast; barokköldin í tónlistarsögunni var að renna skeið sitt á enda og fólk missti áhuga á þess háttar tónlist. Tónsmíðar Bachs fóru því að safna ryki á bókasöfnum; þær þóttu afspyrnu lélegar og í Frakklandi var gamla séníið kallað „hárkolla útbelgd af andlausri þekk- ingu“. Verk hans þóttu nefnilega óþolandi stærðfræðileg og laus við allan innblástur. Það var ekki fyrr en Felix Mendelsohn (1809-1847) upp- færði Matteusarpassíuna eftir meist- arann árið 1829 að menn fóru aftur að fá áhuga á tónlist hans. Tónsmíðar Liszts, Mahlers og Scriabins hlutu svipuð örlög. I mörg ár eftir að sá síðastnefndi gaf upp öndina árið 1915 þóttu verk hans vera með eindæmum ómerkileg. Þau væru bara fyrir eiturlyfjaneytendur, guðspekinga og síðar illa lyktandi hippa. Svo komst Scriabin í tísku, og núna em flestar plötubúðir fullar af geisladiskum með hinum óviðjafn- anlegu snilldarverkum hans. Um þessar mundir er enn eitt tón- skáldið að hljóta uppreisn æru. Það er Jan Ladislav Dussek (1760-1812), og sá sem er að kynna verk hans er áðurnefndur Frederic Marvin. Eins og fyrr segir kom Marvin hingað til lands fyrir örfáum vikum; hann hélt tónleika og síðar fyrirlestur í sal Tónlistarskólans í Reykjavík. Hann var næstum því farinn að gráta þegar hann sá hversu fáir mættu á fyrirlestur- inn, enda virðast tón- listarnemendur hér- lendis oft með ein- dæmum áhugalausir um tónlist. Að minnsta kosti vill gjaman brenna við að mæting á uppákomur sem þessar sé dræm. Marvin uppgötvaði Dussek í Vín. Þar rakst hann á lítið nótnakver með tónlist eftir meistarann, sem var tékkneskur. Marvin þótti tónlist- in áhugaverð og fór til Prag að reyna að finna meira. Þar var fátt um fína drætti og var það ekki fyrr en eftir þrotlausa leit í bókasöfnum og ann- ars staðar að Marvin tókst ætlunar- verk sitt. Nú þegar hefur hann gefið út nokkra geisladiska með tónlist Dusseks og eru fleiri væntanlegir. Dussek, sem hét fullu nafni Jan Ladislav Dussek, var einn fremsti tónlistarmaður síns tíma. Hann var samtímamaður Beethovens, Mozarts og Haydns, og var góður vinur þess síðastnefnda. Hann var píanóleikari og samdi næstum eingöngu píanó- tónlist. Öll helstu útgáfufyrirtækin gáfu tónlist hans út, hið virta Breit- kopf & Hartel gerði meira að segja tólf binda heildarútgáfu með verkum hans. Snillingurinn fæddist í Caxaslau í Bohemiu árið 1760. Allir í fjölskyld- unni tengdust tónlist á einhvern hátt; faðir hans var þekktur org- elleikari og tónskáld, móðir hans var ágætur hörpuleikari, bróðir hans orgelleikari og tónskáld en systirin aftur á móti píanóleik- ari og söngkona. Samt var Dussek framan af á báðum áttum hvort hann ætti að gerast guðfræðingur eða tón- listarmaður. Sem bet- ur fór varð hið síðari ofan á, enda sýndi hann fljótt að hann var óvenjulegum hæfileikum búinn. Er hann var aðeins átján ára gam- all hélt hann út í heim. Fyrst lá leiðin til Belgíu, en þar byijaði Dussek feril sinn sem auðvirðilegur píanókennari. Frístundir sínar notaði hann aftur á móti til að semja. Fljótlega varð hann leiður á óþægum nemendum sínum og flutti til Hollands. Þar byrj- aði gæfan að brosa við honum; hann hélt fjölmarga tónleika og nokkrar tónsmíðar hans voru gefnar út. I St. Pétursborg tóku hæfileikar hans svo að blómstra; hann varð augasteinn Katnnar miklu, byrjaði að umgang- ast aðalinn og naut frægðarinnar fram í fingurgóma. Skyndilega var þó samsæri um að ráða drottninguna af dögum afhjúpað, og af einhveijum ástæðum var Dussek bendlaður við ódæðið. Hann komst naumlega und- an á flótta, og var það ekki í fyrst sinn sem hann þurfti að forða sér með buxumar á hælunum. Til dæmis varð hann að flýja stjómarbyltinguna í Frakklandi; Marie Antoinetta hafði tekið hann upp á arma sína, enda var hann þá orðinn einn frægasti píanó- leikari og tónskáld samtíðar sinnar. Svo skall byltingin á og snillingurinn rétt slapp við fallöxina. Dussek var vinur prússneska prinsins, Louis Ferdinand. Ferdinand var mikill verndari lista og sjálfur ágætur hljóðfæraleikari. Þeir félagar eyddu mörgum kvöldum saman við tónlistariðkun, og er Ferdinand lést í bardaga tileinkaði Dussek honum sónötu sem ber titilinn „Élégie Harmonique". Vinirnir höfðu líka verið að spila saman kvöldið áður en prinsinn lést. í London bjó Dussek um hríð. Hann kvæntist 17 ára söngkonu, Sophiu Corri, en þá var hann orðinn 32 ára. Svo stakk hann af - eins og venjulega, og í þetta skipti var ástæðan yfirvofandi skuldafangelsi. Hann og tengdafaðir hans höfðu nefnilega stofnað saman fyrirtæki: það fór á hausinn, tengdó var stungið í steininn en Dussek slapp. Eftir flóttann frá London sá Dus- sek konu sína og unga dóttur aldrei framar. Þó hann nyti enn mikillar velgengni sem tónlistarmaður varð hann aldrei hamingjusamur aftur. Hann byrjaði að fitna, og varð trú- lega feitasta tónskáld sem uppi hefur verið. Sjónarvottur lýsti honum einu sinni sem sílspikuðum óskapnaði, sitjandi á veitingahúsi með fjóra kúf- aða matardiska og koníaksflösku fyr- ir framan sig. Svona át hann að jafn- aði og á endanum var hann orðinn svo hrikalegur í vextinum að hann komst ekki út úr rúminu. Loks gaf hjartað sig og hann lést fyrir aldur fram, aðeins 52 ára gamall. Það var árið 1812. Dussek var langt á undan sinni samtíð. Hann notaði tónsmíðátækni sem Liszt og fleiri beittu mörgum ár- um áður. Á fyrirlestrinum í Tónlist- arskólanum í Reykjavík lék Frederic Marvin hluta úr píanókonsert eftir Dussek sem hljómaði grunsamlega líkt tónlist Chopins. Samt var kons- ertinn saminn sama ár og Chopin fæddist. Kannski þess vegna féll Dussek í gleymsku; þorri manna var ekki tilbúinn að meðtaka svo nýstár- lega tónlist eftir að hann sjálfur var ekki lengur lil staðar með sín snilld- arlegu tilþrif við píanóið. Og þegar rétti tíminn fyrir tónlist hans var kominn, var hún löngu gleymd. Það er nefnilega ekki fyrr en núna, svo mörgum árum eftir dauða hans, að hann er að verða ódauðlegur eins og hann alltaf verðskuldaði. ■ Píanókonsert eftir Dussek hljómaði grun- samlega líkt tónlist Chopins. Samt var konsert- inn saminn sama ár og Chopin fæddist.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.