Alþýðublaðið - 12.10.1995, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.10.1995, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1995 ■ Kolbrún Bergþórsdóttir hélt að hún hefði lesið verk helstu stílista þjóðarinnar. Fyrir mánuði komst hún að því að þekkingu hennar var stórlega ábótavant. í þessari grein skrifar hún um stíl- snillinginn Vilmund Jónsson landlækni og alþingismann / andhafi snilldarinnar „Þeir, sem geta, þeir vilja yfirleitt ekki, en þeir, sem vilja, þeir geta yfirleitt ekki.“ Orðin eru Vilmundar Jónssonar land- læknis, mannsins sem gat en vildi ekki alltaf. Hann bjó yfir leiftrandi gáfu til margra starfa - og vissulega alla getu til pól- itísks frama, en gaf hann frá sér. Kannski var honum ekki sérlega vel gefið að þjónusta sjálfan sig. Víst er að Vilmundur, sem sat sam- tals átta ár á þingi, hafði hvorki vilja né nennu til að verða ráðherra og hafnaði embættinu þegar það bauðst. Ef til vill hefur tilboðið fremur ergt hann en glatt, því hann var maðurinn sem sagði: .Earáttan gegn hégóman- um er of seint hafm, þegar hégóminn býðst. Hún er fólgin í því að lifa svo lífinu, að manni sé ekki boðinn hé- góminn." En hann hefði mátt vita að þeim mönnum sem bera af öðrum vegna gáfna og margvíslegra hæfi- leika stendur flest til boða - einnig hé- gómi. Engum er ætlandi að geta kom- ið í veg fyrir slík boð, og reyndar er ekki ýkja algengt að menn hafni þeim. Vilmundur forðaði sér undan ráð- herradómi en tuttugu og þremur ámm eftir lát hans þröngvuðu valinkunnir einstaklingar upp á hann þeim sama dómi í myndun óskaríkisstjómar ald- arinnar á síðum Alþýðublaðsins. Ekki veit ég með vissu hvort Vil- mundi Jónssyni var nokkru sinni boð- ið að verða formaður Alþýðuflokks árið 1938 eftir lát Jóns Baldvinssonar, en ýmsir hafa orðið til að harma að svo skyldi ekki verða. Vissulega hefði það val orðið til mikils láns, bæði flokki og þjóð. En það gat ekki orðið, því þetta var stjómmálamaðurinn sem gat en vildi ekki. Hann hvarf af þingi árið 1941, eftir að hafa lagt fram hvert stórírumvarpið á fætur öðm, flest snem þau að heil- brigðismálum, sem áttu hug hans. Því ef hann vildi ekki þjónusta sjálfan sig þá var hann allra manna lagnastur að þjónusta aðra. Þar bæði gat hann og vildi. Hann var landlæknir í alls 28 ár, og á árum sínum í embætti samdi hann að mestu leyti heilbrigðislöggjöf landsins. Um hæfni hans, dugnað og heiðarleika í því starfi mætti vissulega hafa mörg orð. En það vill svo til að þessi grein er ekki um landlækninn. Hún er heldur ekki um þingmanninn sem hefði komist til hinna æðstu pólit- ísku embætta hefði hugur hans staðið til þess. Þessi grein er um stílistann Vilmund Jónsson. Ritsafn Vilmundar Fyrir tíu ámm kom út tveggja binda rit sem geymir ritsmíðar Vilmundar Jónssonar. Örfáar yikur em sfðan ég las það í fyrsta sinn, en ekki hið síð- asta. Eftir lesturinn fannst mér full- ljóst, að rétt væri sem hvíslað hafði verið að mér, að á síðunum færi einn mesti stflisti íslendinga á þessari öld. Nefnið mér nöfn Þórbergs Þórðarson- ar og Halldórs Laxness, en stfll þeirra höfðingja ber ekki, hvað gæði varðar, af stíl Vilmundar. Vilmundur stendur þeim fyllilega á sporði í ritfæmi. Þó hefur verið einkennilega hljótt um Vilmund Jónsson á síðum ís- lenskrar bókmenntasögu. Kannski stafar þögnin af þeirri lífseigu hug- mynd að engir séu stílistar nema skáldin. Og kannski einstaka dauður bókmenntafræðingur. Slíkar hug- myndir em vitaskuld firra, en af þeirri tegund sem erfitt er að stjaka við. Svo lengi hefur verið haldið að okkur þeim opinbem „sannindum" að skáldin eigi einkarétt á orðunum, að við trúum þeim næsta staðfastlega. Margbreytilegur stíll En það er eins og úreldinarstybbu stafi af stíl- skáldakenningunni eftir lestur ritverka Vilmundar. Sem stflisti hefur hann allt til að bera sem prýða má. Hugsunin er kristaltær. Hún er ekki flækt í orð, heldur mynda orðin umgjörðina. Málefnið tekur aldrei vit- ið frá höfundi, heldur fylgja vitið og rökfestan málefninu ætíð eftir og leiða til farsælla lykta. Sem merkir einfald- lega að lesandinn kemst vart hjá því að sannfærast. Orðavalið er hárná- kvæmt, þjónar efninu hveiju sinni og blæbrigðin ríkuleg. Stfllinn getur verið léttur og leik- andi, ógn fyndinn. Em þá oft sagðar sögur af samferðamönnum sem höf- undur hafði sérstaka hæfileika til að laða fram á svið. Stundum ber stíllinn með sér stillu og blíðu, en þar er þó aldrei ferðast um lendur tilfmninga- semi. Vilmundur var í skrifum sínum fyrst og síðast skynsemishyggjumað- ur, vissulega tilfinningamaður, en aldrei tilfinningasamur. Þegar mikið lá við var stfll hans hlaðinn þunga og festu, enda talað máli mannúðar og lýðræðis. Og svo er hið ógnþunga háð, sem beitt var við þá sem sáust ekki fyrir og hættu sér í ritdeilur við stílistann. Það fór ætíð á einn veg. Landlæknirinn skildi við andstæðing- inn þannig að ekkert var eftir nema hræið. Örlagaríkar ræður á alþingi Maðurinn sem gat svo auðveldlega komið fyrir sig orði og bjó hugsunum engin ráð til að fá það gert.“ En maðurinn sem árið 1919 virtist hafa takmarkaða trú á getu sinni, fann loks styrk sinn - sem fólst einmitt í því að tjá sig í ræðu og riti. Og margir urðu til að kenna áhrifamáttarins. Að minnsta kosti tvisvar á þing- mannsferli sínum drap Vilmundur Jónsson þingsályktunartillögur. Árið 1940 fluttu Jónas Jónsson frá Hriflu, Pétur Ottesen og Stefán Jóhann Stef- ánsson tillögu þess efnis að alþingi lýsti því yfir að það teldi ekki viðun- andi að þeir menn gegndu trúnaðar- störfum fyrir þjóðfélagið sem „vitan- legt“ væri um að vildu gerbreyta þjóð- félagsskipulaginu með ofbeldi, koma íslandi undir erlent ríki, stæðu í ,Jilýðnisafstöðu“ við valdsmenn í öðr- um löndum eða störfuðu í pólitískum félögum með einræðisskipulagi. Vil- mundur Jónsson steig þá í pontu og hélt þrumuræðu þar sem hann leiddi mönnum fyrir sjónir þá hættu á mis- beitingu sem fælist í því að samþykkja slíka löggjöf. Tillagan var ekki borin undir atkvæði, en önnur tillaga um varðveislu lýðræðisins samþykkt, og kom í hlut Vilmundar að orða hana. Margur hefur vafalítið orðið til að óska þess að Vilmundur Jónsson - eindreginn andstæðingur áfengis- drykkju, einnig þeirrar sem kennd er við kúltúr - hefði ekki stigið í ræðu- stól alþingis árið 1932, daginn sem hann beitti málsnilld og sannfærandi röksemdafærslu til að andmæla lfum- varpi um leyfi á framleiðslu og sölu áfengis öls. Ræða hans felldi frum- varpið. Nýyrðasmiðurinn Vilmundur Jónsson lét eftir sig ijölda greina um stjómmál, heilbrigð- ismál, íslenskt mál, auk minninga- og sagnaþátta. Allar bera greinar hans vott um afburða stflgáfu og greindar- leg efnistök. Kímnin og hugmyndarík- ið em sjaldan langt undan. Vinirnir Þórbergur Þórðarson og Vilmundur Jónsson ásamt Sigmundi Sæmundssyni bílstjóra fyrir framan gamla Ford á ísafirði um 1923. sínum listilegan búning á prenti skrif- aði frænda sínum og vini árið 1919, þá þrítugur: ,JÉg er eins og sumir - og það góðir - reiðhestar. Ég er latur undir sjálfum mér. í samtali er ég góð- ur: Þegar setið er á mér og barinn fóta- stokkurinn. En ræðu get ég ekki hald- ið, þó að ég væri drepinn. Eg hefi ekki heldur neina trú á blaðaskrifum. En helvíti líður mér oft illa, þegar ég sé afar glögglega, hvað gera skal, en veit Vilmundur Jónsson á þeim tíma er hann stundaði framhaldsnám á Ullevaalsjúkrahúsinu í Kristjaníu sumarið 1919. Vilmundur var ekki einungis greinahöfundur í sérflokki. Hann var afkastamikill nýyrðasmiður, en nýyrði hans munu skipta hundruðum. Meðal þeirra eru orð eins og fúkalyf, gláka, óíáæð, Austurlönd fjœr og nœr, götu- viti, tandurhreinn - og eru þá fáein talin. Síðan verður að geta orðsins veira en smíði þess orðs varð tilefni frægrar ritdeilu, en eins og við var að búast af okkar manni gekk hann mjög fagmannlega frá andstæðingi sínum í þeirri viðureign. Hér á síðum Alþýðublaðsins eru birtir kaflar úr ritsmíðum Vilmundar Jónssonar. Vilmundur kunni einkar vel að byggja greinar sínar og skapa þeim þéttofna, rökræna heild. Þær njóta sín ekki til fulls séu þær bútaðar. Hins vegar munu orðkynngin og hin greindarlega og skarpa hugsun ömgg- lega hrífa lesendur með sér, þó ekki sé allt sagt í þeim brotum sem birtast. Það er heldur ekki nándar nærri allt sagt hér um Vilmund Jónsson, stflist- ann sem þjóðin á enn eftir að viður- kenna á þann veg sem honum sæmir. Þó má meira en vera að leiðin til verð- ugrar viðurkenningar sé óðum að styttast. Éífkynjanir og vananir Úr ritgerð sem fylgdi stjómarfrum- varpi til laga „um að heimila íviðeig- andi tilfellum aðgerðir áfólki er koma í vegfyrir að það auki kyn sitt," samið afVilmundi Jónssyni og lagtfram á alþingi 7.febrúar 1937. Vilmundi var mjög í mun að vel kœmist til skila að frumvarpið byggðist ekki á draumór- um um „kynbœtur"þjóðarinnar, enda hefði hann verið manna ólíklegastur til að mœla með þeim. Hinir hreinræktuðustu veðhlaupa- hestar, sem gleðja hinn breska aðal með því að vinna veðhlaupin í Derby, em gallagripir að öðm leyti með ýms- ar erfðaveilur, sem oft verða þeim að fjörtjóni fyrir aldur fram. Gamlar og lífsleiðar jómfrúr geta haft mikið yndi af félagsskap kynhreinna Pekings- hunda, að sínu leyti eins og sumum lítilsigldum karlmönnum kemur vel að hressa upp á vesöld síns innra manns með því að státa sig með hreinræktuð- um og mikilúðlegum bolabítum. En hinir kynblönduðustu og lítilsvirtustu þarfahundar em engu að síður miklu hæfari til almenns hundalífs en þessir aristókratisku bræður þeirra. Nú á tím- um, þegar svo mikið er skrafað um hið „hreina kyn“, má þetta verða til nokkurrar huggunar okkur mönnun- um, sem emm svo fjarri því að vera „hreinræktaðir", að heppilega hefir þótt að orði komist, er sagt hefir verið, að frá sjónarmiði ,kynhreinna“ tildur- hunda væmm við allir undantekning- arlaust ófétislegustu lubbarakkar og stubbhundar - hið göfuga norræna kyn ekki undanskilið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.