Alþýðublaðið - 12.10.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 12.10.1995, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 áleitnar spurningar ■ Menn vikunnar eru vitaskuld for- mannsframbjóðendurnir í Alþýðubanda- laginu, Margrét Frímannsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon. Á morgun klukkan 19 liggurfyrir hvort þeirra leiðir Alþýðubandalagið næstu árin Steingrímur & Margrét Steinarímur Margrét um Margréti um Steingrím „Ég hef kunnað ágætlega við Margréti Frímannsdóttur alveg frá okkar fyrstu kynnum. Þegar okkar leiðir lágu fyrst saman var hún sveita- stjórnarmaður á Stokkseyri og ég byij- aður í pólitíkinni fyrir norðan. Ég hef alltaf haft frekar þægilega tilfinningu gagnvart Margréti og fundist ágætt að vera í návist hennar. Ég hef ekkert nema gott um hana að segja sem manneskju og samstarfsmann í stjóm- málunum. Ef ég ætti að nefna það sem mér finnst einkenna hana þá hefur mér fundist hún vera mikil tilfmningavera sem hefur næma tilfmningu fyrir fólki og högum þess. Það kann maður vit- anlega vel að meta. Mér finnst hún hafa sýnt seiglu og dugnað sem stjóm- málamaður, oft og tíðum við erfiðar aðstæður. Þetta er krefjandi starf og tekur sinn toll. sérstaklega fyrir ungt fólk með fjölskyldu. Það þekkjum við Margrét bæði mætavel, hafandi geng- ið í gegnum þetta undanfarin ár, á sama tíma og við vomm að ala upp böm. Þannig að ég held að hlutskipti þeirra sem lenda ungir inn í stjómmál- um, á sama tíma og þeir eru enn að standa í bamauppeldi og öðm slíku, sé kannski ekki alltaf eins öfundsvert og margir gætu haldið. Ég held að við Margrét eigum, hvað það snertir, auð- velt með að setja okkur hvort í annars spor. Ég vona bara að sú staðreynd að við bjóðum okkur bæði fram til að gegna formennsku hafi ekki nein áhrif á okkar samskipti, sem einstaklinga og samstarfsmanna í flökknum, enda sé ég enga ástæðu til þess.“ „Steingrímur J. Sigfússon er hörkuduglegur, samviskusamur og það er gott að vinna með honum í þingflokki. Hann er ágætis húmoristi. Ég þekki hann sáralítið í einkalífi, en hann virðist vera mikill ijölskyldu- maður og pabbi, á þessa þijá feikna duglega stráka. Mér fannst mjög gaman að sjá Steingrím á heimaslóðum, en það upplifði ég í fyrsta skipti núna í fund- arherferð okkar. Þegar við komum að Gunnarsstöðum þá sá maður alveg nýja hlið á honum. Þá kom greinilega í ljós hvað honum þykir óskaplega vænt um heimaslóðimar. Hann sýndi okkur allt þama með sýnilegu stolti heimamannsins. Sú hlið sem hann sýndi þá var af miklu léttari og opnari einstaklingi en maður sér í pólitísku þrasi á þingi. Ég vildi gjaman sjá meira af þessum opna einstaklingi í daglegu Kfi stjómmálanna.“ ■ Vísbendingaleikur Alþýðublaðsins Spurt er 1 Þekkirðu manninn? Alþýðublaðið heldur í dag áfram með laufléttan spumingaleik, þarsem reynir á hversu mannglöggir lesendur em. Spurt er um menn úr öllum áttum, íslendinga jafnt sem útlendinga, h'fs og liðna. Spumingamar em 10 og em gefnar þijár vís- bendingar með hverri spumingu. Sá sem svarar rétt eftir fyrsm vísbendingu fær þijú stig, tvö stig fást fyrir rétt svar eftir aðra vísbendingu og eitt stig ef svarið kemur eftir þriðju vísbendingu. Lesendur geta mælt þekkingu sína við svör keppend- anna Loga Bergmanns Eiðssonar og Egils Helgasonar, hér að neðan. FYRSTA VÍSBENDING ÖNNUR VÍSBENDING ÞRIDJA VÍSBENDING 1 Hann var íslenskt skáld sem spurði: A mér þá alltaf að líða illa? Hann dó á Vopnafirði, 27 ára gamall. Hann sveimaði einn yfir kaldan eyðisand. CSI Hún er alþingismaður, fædd 1954, og hefur millinafnið Sæunn. Hún kemur úr litlu þorpi og varð oddviti aðeins 28 ára gömul. Á fóstudag kemur í Ijós hvort hún verður formaður stjórnmálaflokks. CO Hann setti á fót fyrstu íslensku prentsmiðjuna. Hann var guðsmaður og skáld, og að eigin sögn djarfur og hraustur við Dani. Hann var hálshöggvinn ásamt sonum sínum árið 1550. 4 Hann var fyrsti fonnaður Alþýðusambands íslands og þarmeð fyrsti formaður Alþýðuflokksins. Hann hafði millinafnið November og var mikfll bar- áttumaður fyrir bættum kjör- um sjómanna. Sonur hans skrif- aði vinsælar barnabækur. Togari er nefndur eftir honum. 5 Hann var fæddur á Englandi og varð fræg Hollywood- stjarna, hét upphaflega Archibald Leach. Hann giltist finun sinnum, önnur eiginkona hans var auð- kýfingurmn Barbra Hutton, sú fjórða Dyan Cannon. Meðal kvikmvnda þessa róm- aða kvennagulls eru Philadelp- hia Story, Notorius, North by Northwest og His Girl Friday. CD Islenskur rithöfundur sem fæddist 4. október 1930 á Neskaupstað. Meðal verka hennar eru leikritið Hvað er íblýhólknum? og smásagnasafnið Veisla undir grjótvegg. v" Leigjandinn er frægasta smásaga hennar og skáldsagan Gunnlaðar saga hlaut mikið lof. 7 Hann fór í sigUngu um Kyrrahafið 1831-36. Á ferðalaginu lagði hann gruim að einu frægasta riti 19. aldar. Það heitir á íslensku Uppruni tegundanna við náttúruval. 00 Hann lék um hríð með meis- taraflokki Vfldngs en fór ungur í atvinnumennsku. Hann var á 18. ári þegar hann lék fyrsta landsleik sinn í fótbolta fyrir ísland. Það var árið 1979. Hann skoraði einu sinni fjögur mörk í landsleik. Leikurinn gegn Tyrkjum var 60. landsleikur hans. 9 Hann var ítalskur, uppi á 13. öld, orti meðal annars Sólarsöng. Hann var kaupmannssonur, svallsamur í æsku en gekk guði á hönd. Sagt er að hann hafi skrafað við fugla. Munkaregla er við hann kennd. 10 Hann er tónlistarmaður, fæddur árið 1951 í Hafnarfirði. Sagt er að ungir menn hafi á sínum tíma brotið í sér tennur til að líkjast honum. Á erlendum vettvangi gegnir hann nafninu Bo Halldorson. Glæsilegt stigamet Egils! Egill Helgason virðist geta fært lög- heimili sitt í spumingaleik Alþýðu- blaðsins. Ekki er nóg með að hann hristi keppinauta sína léttilega af sér, nú setti hann stigamet sem ólíklegt er að falli, fékk 28 stig af 30 möguleg- um. Röskleg framganga Loga Berg- manns Eiðssonar dugði ekki til, hann hlaut 19 stig og úr því úr leik með sæmd. En svona gekk þetta fyrir sig: 1. spurning Egill gaf tóninn og fékk 3 stig en Logi náði í 1. Egill: 28 stig - bætti eigið met um 4 stig. 2. spurning Nú fengu báðir fullt hús, eða 3 stig. Staðan: Egill 6, Logi 4 3. spurning Egill fékk „bara“ 2 stig og Logi 1. Staðan: Egill 8, Logi 5 4. spurning Egill komst aftur á beinu brautina, fékk 3 stig en Logi 2. Staðan: EgiII II, Logi 7 5. spurning Egill 3 stig, Logi 1. Staðan: Egil) 14, Logi 8 6. spurning Hvort sem menn trúa því eða ekki hlaut Egill 3 stig. Logi fékk 1. Staðan: EgiII 17, Logi 9 7. spurning Egill fékk sín venju- legu 3 stig og Logi náði í 2. Staðan: Egill 20, Logi 11 8. spurning: Báðir fengu fullt hús. Staðan: Egill 23, Logi 14 9. spurning Hér missti Egill af einu stigi, hlaut 2 einsog Logi. Staðan: Eg- ill 25, Logi 16 10. spurning Báðir luku keppni með glæsibrag, fengu 3 stig hvor. Lokastaða: Egill 28, Logi 19 Logi: Fékk 19 stig, en mætti ofjarli sínum. uossjopnEH u|A6jo(g ’ot |S|ssv bjj subjj 6 uasuLiofQng jpujy '8 u|mjbq S9|jei|3 •/_ j|nppsqo>|er babas -g luejg Ajeg -g uos -s>|e|joq j9qui9AO|\| o«o 'f uosbjv dn>|S!q uop •£ j|nppsuueuj)jj uunæs tpj6je|/\| z p|B>)SB||Bfj uossuop ueþsuyi 't :joas uajj

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.