Alþýðublaðið - 18.10.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 18.10.1995, Blaðsíða 8
MMMBLMD Miðvikudagur 18. október 1995 158. tölublað - 76. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk ■ Landsfundur Alþýðubandalagsins vill viðræður forystumanna stjórnarandstöðu um undirbúning samfylkingarfélagshyggjuafla Reiðubúinn til viðræðna -segir Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins en bendir á að mörgum spurningum sé ósvarað. „Hvað varðar áskorun um að taka upp viðraeður við forystumenn um opna umfjöllun um samstarf og sameiningu þá er nú orðalagið var- færnislegt. Svarið er einfalt: Okkur er ekkert að vanbúnaði að taka þátt í opinni umfjöllun um sameiningar- mál. Það höfum við gert áður og það munum við gera,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson formaður Al- þýðuflokksins í samtali við blaðið. Landsfundur Alþvðubandalags- ins fól nýkjörnum formanni og stjórn flokksins „að hefja þegar í stað viðræður við forystumenn ann- arra stjórnarandstöðuflokka í því skyni að undirbúa sameiginlega og opna umfjöllun um samfylkingu fé- lagshyggjuafla i stjórnmálum á Is- landi.“ Jón Baldvin var spurður álits á þessari samþykkt. „Ef textinn er ekki ítarlegri en þetta þá liggur kanski ekki í orðanna hljóðan hvað vakir fyrir mönnum. Eg minni einfaldlega á að formaður Al- þýðuflokksins þáði boð Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík á þessu hausti um að ræða jafnaðarstefnuna hér og nú og í framtíðinni. Þetta var að gefnu tilefni og rætt var við fyrr- verandi formann Alþýðubandalags- ins, Svavar Gestsson. Sá fundur var vel sóttur af fulltrúum úr öllum þess- um flokkum. Það má kanski segja að þetta hafi verið ítarlegasta málefna- lega umræðan sem fram hefur farið til þessa. Hún var fyrir algjörlega opnum tjöldum og er væntanlega dæmi um það sem menn eiga við um opna umfjöllun. Ef að hugarfarið sem að baki býr er að þetta eigi að vera málefnalegar umræður um hin pólit- ísku viðfangsefni þá er það afar já- kvætt og engin ástæða til að ætla annað en við jafnaðarmenn munum taka því vel. Við höfum einmití vilj- að jarðtengja þessa umræðu og láta hana snúast um málefni fremur en hún haldi áfram á plani upphrópana um sameiningu sameiningarinnar vegna burtséð frá því hvort hún á að fara fram á grundvelli sameiginlegra niðurstaða um tiltekin pólitísk verk- efni,“ sagði Jón Baldvin. Um hvað á þessi umrceða að snú- asl? „Það er ástæða til að nefna þær spumingar sem þessi umræða þarf að snúast um. Er það svo að þeir sem fylgja þessum stjómarandstöðuflokk- um að málum séu almennt sammála um að skilgreina sig sem lýðræðis- sinnaða jafnaðarmenn? Eru menn sammála um það að nútímaleg jafn- aðarstefna sé sá hugmyndagrundvöll- ur sem vinstri hreyfingin á Islandi á að byggja á? Em allir sammála um Jón Baldvin: Margrét hjartanlega velkomin á fund um framtíð jafnaðarstefnunnar. það innan Alþýðubandalagsins, eða er það svo að þau sjónarmið sem segja að það beri mest í milli Al- þýðubandalags og Alþýðuflokks inn- an íslenska flokkakerfisins eigi sér talsverðan hljómgmnn innan Alþýðu- bandalagsins? Ef við emm öll jafnað- armenn núorðið, er það þá svo að menn geti náð sameiginlegum niður- stöðum í málum sem hingað til hafa sundrað?" Hvaða mál hafa einkum sundrað til þessa? „Ég nefni sem dæmi afstöðu til utanríkismála og utanríkisviðskipta- mála og set þar spumingarmerki. Var ekki verið að álykta enn á ný um „fs- land úr Nató herinn burt“? Er það snuð til heimabrúks eða er Alþýðu- bandalagið í alvöru að árétta að það hafi ekkert lært og engu gleymt frá upphafsámm kalda stríðsins? Hvað með landbúnaðarskrímslið? Er hinn nýkjömi formaður Alþýðubandalags- ins og þingmaður Suðurlands, Margrét Frímannsdóttir, reiðubúin til að taka aðra afstöðu í þeim málum sem tæki meira til nútímalegra stjóm- unarhátta og sjálfsagðra hagsmuna neytenda í þéttbýli heldur en keppi- nautur hennar, Steingrímur J. Sig- fússon, og forverar? Hvað með af- stöðuna til EES samningsins? Hefur Alþýðubandalagið endurskoðað af- stöðu sína til fríverslunarstefnu af því tagi? Hvað með framkvæmd GATT- samningsins? Við vitum að það vom skiptar skoðanir í þingflokki Alþýðu- bandalagsins á vorþinginu um það mál. Þýðir kjör Margrétar og ný for- ysta breytt viðhorf í þeim mála- flokki? Hvað er að segja um eitt stærsta mál íslenskra stjórnmála á þessum áratug; kröfuna um gjaidtöku fyrir afnot af þjóðareigninni, fiski- miðunum? Hefur Alþýðubandalagið gert upp hug sinn í þeim efnum? Þannig mætti lengi spyrja en það - segir Kristín Ástgeirsdóttir þingkona. Samfylking félagshyggjuafla ■ ■ Oll umræða til bóta „Þetta er ekkert nýtt. Það hafa iðu- lega verið gerðar samþykktir af þessu tagi og maður spyr auðvitað hvort það sé einhver meiri alvara á bak við nú en áður,“ sagði Kristín Ástgeirsdótt- ir þingkona í samtali við blaðið um samþykkt landsfundar Alþýðubanda- lagsins. „Við emm að sjálfsögðu reiðubún- ar til viðræðna og emm þeirrar skoð- unar að öll umræða um það hvert beri að stefna f íslensku samfélagi, hvem- ig við ætlum að fjármagna velferðar- kerfið, hvaða afstöðu við ætlum að taka í Evrópumálum, hvemig við ætl- um að stjórna atvinnuvegunum og svo framvegis, geti ekki verið annað en til bóta. Ekki veitir af að hrista upp í umræðunni. Enda hljóta slíkar um- ræður að leiða í ljós hvort það stenst sem margir em sífellt að halda fram, að þessi flóra núverandi stjómarand- stöðuflokka og Framsóknarflokksins sé fólk sem hafi sömu lífsskoðun. Þetta er fullyrt án þess að það liggi nokkuð á bak við þetta. Þó að menn geti vísað til góðrar samvinnu í borg- arstjórn þá er ekki þar með sagt að hún nái til landsmála," sagði Kristín. „Þetta eiga menn hins vegar að láta reyna á í opnum umræðum. Ég er til- búin í slíkar umræður en vil að þær séu opnar og allir sem vilja taka þátt eigi kost á því. Það eiga ekki að fara fram hér einhverjar umræður forystu- manna heldur þurfum við víðtæka og öfluga umræðu um íslenska pólitík og hvert hún eigi að stefna. Fyrir okkur í Kvennalistanum skiptir það megin- máli hvað menn eru tilbúnir til að gera til að bæta stöðu kvenna í ís- lensku samfélagi. Það er sú stóra spurning sem við spyrjum," sagði Kristín Astgeirsdóttir. Kristín: Við erum að sjálfsögðu reiðubúnar til viðræðna. er spurt algjörlega áreitnislaust á þessu stigi málsins án þess að gefa sér eitthvað fyrirfram um svörin. Auðvitað munu menn lesa vandlega þær ályktanir sem koma frá lands- fundi Alþýðubandalagsins en jafn- framt nota tækifærið til að ræða þessi mál og raunar ótal mörg önnur í við- ræðum milli forystumanna flokk- anna. Ef að hin nýja dagskipun um opna umfjöllun um markmið og leið- ir á að skila einhverju þá mætti kanski byrja á að bjóða hinum ný- kjöma formanni til þess að reifa um- ræðuefnið: Framtíð jafnaðarstefnunn- ar og verkefni jafnaðarmanna í að- draganda nýrrar aldar, á fundi með okkur jafnaðarmönnum í Reykjavík á þeim tíma sem báðum hentar. Hún er alla vega hjartanlega velkomin," sagði Jón Baldvin. Landsfundurinn beindi einnig þeim tilmœlum til þingflokksins að hann beiti sér fyrir náinni samvinnu þing- flokka stjómarandstöðuflokkanna ? „Ályktun um samstarf þingflokka stjómarandstöðuflokkanna telst ekki til tíðinda en flokkast fremur undir sjálfsagða hluti. Þingflokkar stjómar- andstöðunnar hafa haft með sér náið samstarf. Þeir höfðu meðal annars samflot um kosningar í ráð og nefnd- ir, þingflokksformenn bera saman bækur sínar og óformlegt samráð er um þingstörfm. Þetta sætir út af fyrir sig ekki tíðindum og það er engin fyrirstaða við því. Það er einfaldlega sjálfsagt að forystumenn og fulltrúar þingflokkanna ræði saman um sam- starf innan þingsins,“ sagði Jón Bald- vin Hannibalsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.