Alþýðublaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995
í Hrafn Jökulsson segir frá því þegar frægasti miðill landsins var afhjúpaður sem svikari
Réttvísin
gegn
Láru miðli
ALÞYÐDBLAÐIÐ
RITSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSON
(JTGEFANDI: AU»ÝÐUFLOKKURINN
XXI. ARQANQUR
. LAUCARDAC 26. OKT. 1»40
Mf. TÖLUBLAÐ
Frú Lára Ágústsdóttir
afhjúpuð sem svikamiðill.
Hún er nú i gæzluvarðhaldi á-
samt tveimur hjúlpar mðnnum sfnum
Þan hata 511 Játað. á slg svikin.
FRÚ LÁRA AGÚSTSDÓTTIR, sem alþeklct er hér í
htrnum og víðar al hinum svokölluðu roiðibfundum
sinum, ligfur nú I Landsspítalanum of er þar I pezluvarð.
haldi. löfref lunnar.
Hetlr húa nú, altir allnikvcma raanaóka löfreslunaar, Jít-
a« aS hafa fnunið svik f sambandí vií hina svokötloSu anda-
fundi afna. ar hún hefir'hafl fjölda mörg uadaafahn ár of aalt
aRganc aS.
Tveir hjálparmenn hennar sitja í gaezluvarðhaldi: Þór-
bergur Gunnarsson maður hennar, Tjamargötu 3 A. og
Kristján Ingvar Kristjánsson húsgagnabólstrari, Seljalandi.
Hafa þeir báðlr játað að haía hjálpað og aðstoðað frú
Láru Agústsdóttur við svik hennar.
Þriðji maðurinn, sem heflr játað að hafa einnig aðstoð-
að frúna, óskar Þórir Guðmundsson. cn með honum bjó
hún i 2 ár undanfarin, er hins ve^ar ekki I gsezluvarðhaldi.
Þá hefir frúin játað að hafa einnig notað kornunga dóttur
stna fnú aðeins 16 ára) við svikin, sérstaklega við líkamn-
higafyrirbrigðin.
| roorRtm fékk AlþýÖubloftiB
eokkiar upplýsingar frá Kgregl-
«-ni um petu mál- Rarmsókn-
kini er ekki lyllilega toklö cnn.
I eftiifarandt frásðgn. af þeuu
mAII er a» nokkru nufist vl»
frásúgs lsgreglunnar en aS SSni
lejrtf vlS aSrnr upplýsingar. sem
Alpý«ubtáSi& heflr nfla& sér:
IirfaSl 18 ðra flSmnl.
Lárn Agfinsdóiil/ er 41 árs áft
nktri. f«dd 1300 Hfin er fyrtr
ISogu orðri) aUcurm hér I banum
þá fym .jg fremst fyrir,and»-
fcuidr slná. Hfin segir sjálf svo
frá aS bún hafl byrJaB á sliku
sambandi vlfi .annan helm" 18
Daasbrúnarfnndar
verðnr i morgmi.
STJÓRN Verkamannafé-
lagsins Dagtbrún boS-
ar tll féUgtfundar á morg-
un kl. 3 f lSná. A dagakrá
fundaríns eru mbrg fé-
lagsmél, þar á meSal upp-
sögn aamninga. nýir aamn-
iogar, Bretavinnan og
koaning f stjómaruppá- '
stungunelnd og i kjör-
sljórn.
ré
til ai
a hvattir
wekja fandinn.
ára gfimul. en nrtkln helir hún
framifl I mfirg ár gg byrja&i á
peiro. tt hún bj» roeS mannt
smmri Þorticrgi Qunnartsynl.
G«ra roá rá& fyrir a& pfisund-
lr iranns bcfil hér I ReykjávBi
eg úti um Und hafl sfitt fundi
hennar og grehi heirnl áfignngt-
eyii, enda hafa tundimlr verlfl
vlfitiegar ÚU um Und og nfi tl&-
asl fyrtr skSromu á Akureyrf og
I Stykktshfihnl.
Fundlrnlr voru misjatnlegá
maigir I vlku hserri. ttundum
Jafnvel tyRvar á dag, en atundum
•kki nema einu tinni I vfku, enda
réflu ýuisar ásta&ur. bm&l þetsa
hehns og annart. pvl, a& þvf er
hún tag&i. aö fundlmlr vtcru
haldnlr. Vmftt ..pSnlu&u" menn
fundina. efla .andar- báSoumað
fá tambond vffl vltaa roenn og
notafii frúin þa& mjflg a& tenda
skiUboft um tlikt til ffilks. er
hafði nýlega mlsai ástvtni sina.
Tekjur frúarinnar it þetaum
fundum munu hafa verifl miklar.
Fundina tfirtu Jafná&arlegast 10
—20 mannt og aðgangteyrir afi
..llkámningafunduro" kosrafli kr.
3.00. en afl hinum kr 200.
Þa&, sem ger&itt é fundunum
var þena: UkamntngifyTtrbrigfll,
afholdgunariynrbrigfli. tkygnilýs-
íngar, útfrymi, somtfli, bréfa-
skrtftlr o. fL, allt „yflmáttfirlegt"
mefl ftú Láni sem mlflil og ýmsa
stjfimendur. Aflalsijfirnandinn var
„synir ClaroentU", en auk henrv
ar ýmsir aflrir. m. a. smá&flm
FugUr fhigu jafnvel um fundar-
emr og hehna h)á tér. , . ..
Fjflldi manna beftr trúaft á
mifitlshirflleika trúarinnar. en þfl
báfa margir talifi hana tvfltamlS-
IL eflir afl þeir hafa tfltt nokkium
stnnum fundi hjá bomri.
Förin til London.
7 fór frft Lira til
hcnnl ffir Krittján Kristjáns-
son. en hann haf&i njkkrutr, trin-
um á&ut tfitt fundi hjá henni.
enda veri& .gfi&ur hmdarmabur".
Emkennilega Ujfitt var um þessa
ferfi, eftir afi frúin kotn hehn.
Þö fdHli KrUtJán fyrirlettur um
hatfileika frúarinnar hér og týnil
tkuggamyndú at þelin .fyrirbrigfl-
orn. setu hðtflu gerzt hjá bennL
AlþýSubUBinu hefir borlxt
bókin .40 j'cars of psychiral re-
searchv cftir Urnry Prico, sero
or forslöfiumaSux dcildar viS
LundúnaháskóU, sem fjrst vifi
táUrranntfiknlr. i þcisari bák
tegir um frú Láru: ,Xárn K-t
gústsdóttir kom alla UiS frá
Islandi til Loodon á vegum oL
þjóSa sáUrrannsáknattoínunar.
innar i þclm tilgangi >S hmfi-
lelkar hrnnar yrSu ranntakaS-
ir. S fundir vorn haldnu-og var
þ>8 einróma álil rannsóknar*
nefndarinnar, aS fyrirbrlgSin
vaeru framlridd meS tviktam-
Irgum hartti. ,-Andar hrnnar
voni ckkert annaS rn gatbindi,
grimur og annaS tlikt dót.“
Frú Lára aftbjúpnð.
T>aS var Sigur&ur MognútMn
kennari og Ifiggailumaflur. tem
raunvemlega afhjúpaflt tvlk frú-
armnar. Hann ffir ttðbugt aft
uekja fundi til frúarinnar regna
I-eti aft hún sendl honum tkila-
bo& um 16 látin ksna Slgur&ai.
Anná Qu&roundtdtfiiir hjúkrunat-
koná. vild ttaU vtð bánn, en þau'
Sigur&ur og kbna bant hflf&u oft,'
meflan hún lif&l. ram um þessl
tnál, og taldi him Láru vera
tvikaml&U,
Sigurbur heflr tfiu marga fundi
tit frú Lkni undanfarlft á Hverf-
ltgðtu 83 (BJarnabceg), og bar
Frk. á Z tf&u.
Myndin hér aS ofan rr af frú Láru Agústsdfittur i „traace'
myndin tckin vrturinn IS34 af SigurSi Tómastyni úrsmiS. HöfS
þeir',' sero þá stóSu fyrir „andafundum" írúarinnar bcSiS ha
aS taka Delri mjadir, en úr þvi varS þó ckki i þaS sion eftú
búlS var aS framkalU þrssa mjnd. — Myndin sínlr frú Li
tltJandJ i ttfil I borni herhrrgit þest,' aem fundirnir vora
haldnir i, en á ttfilbrikinni vlS KliS hcnnar héfir „likamningur
inn" tokiS tér ueti og or hann fineiuniega Ukarl illa gerSri bráS
tn dultrfullu fyrlrbrigSi. Fjida var brúSa þetii búia til >f Þor
bergi Gunaartsyni, manni Liru. En mflli „miSiUias" og
omningtint" téit langt „útfrymi", aS þvi ar vúSut úr einhver
kenar túeSnm. ÞeS þfitti_ ttrax mjög athygLitvert bvSe hvit
rfnifl, tem andlit „Ukamnlngtint" er vafiS i, ar kyrfiltga broti
om coni og nJSurandliL
Babtjaldafandir Vichystiórnarinn
ar og mðndnlffeldanna halda áfran
Laval hittir nú Ciano greifa i dag
BAKTJALDAFUKDIK Vichyttjfirnarianar viS möndulveldi
halda áfram. Simkvrmt Lundúnafregn í morgun er
nu aftnr komtnn tll Parftar af fundi þeirra Hitlert og I
martkáikt á SuSur-FrakkUndi f gtcr, og er fullyrt >8 hann art
afl rieSa þar viS Ctano grcifa, utanrikiaráSherra og teni
Muttolinit, tem tarSor er á UiBinni frá Itfimeborg til Perite
Pétain .jnaxikálkur kom UI
Vichy aftur i gmrkveldi og áttl
tál vlð samverkamenn tint.
Sljómarfundur hefú verlS
boSaSur i Vichy i dag 01 aS
rieSa þaS, tero fram hefir farlð
á fundum þeirra Hitlert, La-
valj og Pétains. .
Iftt IrlðartllboS T
OrSrómur gengur om þaS, i
tambandi viS þetti fnndahöld,
aS Hitler hafi nýtt JriSartll-
boS" til Bretlandt á prjónun-
1 London er lltiS tvo á, i
ef vúkllega vreri um oitlhn
llfkt >8 raaSa, þá geti tilgan,
urinn enginn enner verið e
tá, afl reyna aS koma inn fley
• mlUi BretUndi og Bandarik
anna, vokja hlulleyaitatefnui
i Aroerfku til nýt lifs og aó
Hooaevelt tll þett eð breyU
• tefnu fyrir fortetakJöriS
þett eS tryggja kosningu t
En Bretar bera engan kviSboi
fyrir þvi. aS tllk herbrögS
Urt muni heppnait.
Stríðsfréttum rutt af forsíðu Forsiða Alþýðublaðsins 26.
október 1940 var aldrei þessu vant ekki undirlögð af styrjaldarfréttum. Fá-
ir voru jafn umtalaðir og umdeildir og Lára miðill og því var það stórfrétt
þegar svik hennar voru afhjúpuð. Ljósmyndin á forsíðunni var tekin á
miðilsfundi 1934. Lára er fallin í „dá" og líkamningur hefur skotið upp
kollinum: hann líkist að vísu fremur illa gerðri brúðu, einsog sagði í texta
með myndinni. Eiginmaður Láru, sem tók þátt í svikunum, útbjó brúðuna.
„Ákærða hefur skýrt ffá því,
að stundum, veturinn 1939-
1940, hafi hún orðið að bæla
niður í sér hláturinn á svika-
fundunum, því sér hafi þótt
hegðun fundarmanna svo bros-
leg.“ Þetta er tilvitnun úr dómi
aukaréttar Reykjavíkur frá 23.
maí 1941. Hláturmildi sak-
borningurinn sem um er rætt
var Ingibjörg Lára Ágústsdóttir
- betur þekkt sem Lára miðill.
Hún hafði um árabil annast
viðamikil samskipti lifenda og
dauðra, haldið óteljandi miðils-
fundi og var án nokkurs efa
kunnasti miðill landsins. Það
var því mikið reiðarslag fyrir
andatrúarmenn þegar í ljós
kom að hún hafði beitt stór-
felldum svikum og prettum.
Uppúr því spunnust einstæð
málaferli þarsem Lára var látin
svara til saka fyrir ljársvik. Og
enn varð það til að auka umtal-
ið um réttarhöldin að með Láru
voru dæmdir þrír karlmenn:
fyrrverandi eiginmaður og tveir,
ástmenn hennar.
Lára fæddist að Hellum í Gaul-
verjabæjarhreppi 15. apríl 1899. For-
eldrar hennar voru ekki giftir og munu
ekki hafa haft nein slík áform. Lára
ólst upp hjá móðurforeldrum sínum í
Amarholti í Flóa. Af endurminningum
hennar að dæma, sem séra Sveinn
Víkingur skráði, naut hún h'tils ástríkis
í æsku og hafði beyg af afa sínum.
Hún var flogaveik og fékk snemma
nokkuð alvarleg köst. Það er reyndar
athyglisvert hversu margir af kunn-
ustu miðlum aldarinnar áttu við veik-
indi að stríða í æsku; alltjent eru tals-
verðar líkur á því að hugmyndir Láru
um samskipti við hina dauðu haft
kviknað uppúr flogaveikisköstum.
I ævisögu sinni segir Lára frá því að
hún hafx aðeins 15 vetra farið til
Reykjavíkur án þess að kveðja kóng
eða prest, að ekki sé talað um afa og
ömmu. Móðir hennar var búsett í
Reykjavík en hún hafði ekki tök á því
að sjá dóttur sinni farborða. Lára dó
ekki ráðalaus og réði sig í vist sem
þjónustustúlka. Það var afdrifarík
ákvörðun: Húsbændur hennar voru
nefnilega sjálf Gíslína og Einar Kvar-
an.
Örlagavaldurinn
Einar H. Kvaran
Nú er nokkuð tekið að fenna yfir
nafn Einars Kvarans í vitund þjóðar-
innar, en sú var tíð að hann var í senn
einn umdeildasti maður landsins og
vinsælasti rithöfundur þjóðarinnar.
Einar Kvaran var tvímælalaust maður-
inn á bakvið hið velheppnaða land-
nám andatrúarinnar á Islandi. Laust
uppúr síðustu aldamótum stofnaði
hann félagsskap með ýmsum betri
borgurum sem lagði stund á sálarrann-
sóknir og miðilsfundi. Nánustu sam-
verkamenn Einars voru þeir Bjöm
Jónsson ritstjóri fsafoldar, sem þá var
voldugasta blað landsins, og Haraldur
Níelsson, einn áhrifamesti prestur
Reykjavíkur og mikill ræðuskörungur.
Það voru því engir aukvisar sem voru
flytjendur þess fagnaðarerindis að
hægt væri að ná sambandi við dáið
fólk. Gríðarlega harðar deilur spruttu
hinsvegar um andatrúna og má segja
að þjóðin hafi skipast í tvær öndverðar
fylkingar: þetta var það hitamál sem
íslendingar omuðu sér einna helst við
fyrstu áratugi aldarinnar. Einn af
fyrstu miðlum landsins var Guðmund-
ur Jónsson skólapiltur sem skrifaði
með „ósjálfráðri" skrift ýmisleg ævin-
týri og kvæði sem félagamir Snorri
Sturluson, Jónas Hallgrimsson og
H.C. Andersen vildu koma á framfæri.
Guðmundur Jónsson tók sér síðar ætt-
amafnið Kamban og skrifaði margt
uppá eigin spýtur. Annar miðill sló
miklu rækilegar í gegn: Indriði Indr-
iðason. Hann lést komungur árið 1912
en hafði áður náð að verða umtalaðri
og umdeildari en nokkur stjómmála-
maður á þessum umbrotatímum. Þær
lýsingar sem geymast af miðilsfund-
um Indriða gera miðla nútímans að
byijendum í samanburði: Húsgögn
flugust á við menn, draugar komu í
hópum og létu öllum illum látum og
Einar Kvaran staðhæfði að einu sinni
hefði Indriði beinlínis gufað upp fyrir
augunum á fólki.
Þegar nokkrir af mestu áhrifamönn-
um landsins tóku höndum saman og
höfðu auk þess í þjónustu sinni miðil
einsog Indriða, er ekki kynlegt þótt
hinir hjátrúarfullu Islendingar flykkt-
ust til fylgis við málstað andatrúarinn-
ar.
Einar H. Kvaran var óskoraður
æðstiprestur þessa safnaðar. A heimili
hans við Sólvallagötu fóru fram rann-
sóknir og miðilsfúndir í áratugi: hann
hætti áliti sínu og vinsældum í þágu
þessa málstaðar.
Viðbrigði sveitastúlkunnar úr Flóa
hafa verið mikil þegar hún steig inní
stóra, dularfúlla húsið við Sólvalla-
götu árið 1914.
Nautn að vera átrúnaðargoð
Víkjum um stund úr húsi Einars
Kvarans árið 1914 og bregðum okkur
til ársins örlagaríka, 1940. Eftir að
svik Láru voru afhjúpuð framkvæmdi
Helgi Tómasson yfirlæknir ítarlega
geðrannsókn á henni. Þar segir: „Hún
hefur frá unga aldri haft flogaveikistil-
hneigingar, það er ýmiss konar með-
vitundarbreytingar og að minnsta
kosti nokkrum sinnum fengið „stór“
flogaveikisköst með krampa og með-
vitundarmissi. Henni er af mikils
metnum leikmönnum bent á, að köstin
séu miðilsástand, og byijað að smá-
dekra við tilfellin hjá henni. [...]
„Miðiisástandið" verður smám saman
allverulegt atvimiuspursmál fyrir kon-
una, og henni oft um að gera að kom-
ast í það, hvort sem hún gat eða ekki.
Jafnframt var henni það að ýmsu leyti
nautn, til dæmis að verða átrúnaðar-
„Aðalstjórnandinn var
„systir Clementia", en
auk hennar ýmsir aðr-
ir, meðal annars smá-
börn. Fuglar flugu
jafnvel um fundarher-
bergið, tístu og sungu
og Abessiníumenn
gengu þar um eins og
heima hjá sér."
goð margra betri borgara."
Yfirlæknirinn hélt áfram: „Hún lýs-
ir aðdragandanum að „miðilsástand-
inu“ gersamlega röngum og er svo
margsaga um margt af því, sem þá á
að hafa fram farið, að ekki virðist unnt
að taka mark á því, enda er hún fram-
úrskarandi talhlýðin og reiðubúin að
segja sannarlega ósatt upp í opið geðið
á manni. En ósannsögli, trúarhræsni,
vantandi sjálfsgagnrýni og aukið
sjálfsálit eru skapgerðareiginleikar,
sem talið er að verði sérstaklega oft
vart með flogaveikum er frá líður.“
Eftir þessa persónulýsingu víkur
sögunni aftur í hús Einars Kvarans.
Það er skemmst frá því að segja að
unglingsstúlkan Lára hafði vart stigið
fæti inn fyrir þröskuldinn þegar undar-
legir hlutir fóru að gerast. Sjálf lýsti
hún því svona í viðtali við séra Svein
Víking: „Aldrei gleymi ég fyrsta deg-
inum í vistinni hjá Kvaranshjónun-
um... frúin hvíslaði því að mér, að ég
skyldi ganga hægt inn, þegar ég kæmi,
því það yrði fundur í stofunni um
kvöldið. Ég renndi þegar grun í, hvers
konar samkoma það væri, hafði heyrt
talað um miðiisfundi, sem þar væru
haldnir. Og ekki állt vingjamlegt, sem
um það var sagt. Það var því ekki
laust við, að í mér væri oftirh'till beyg-
ur, er ég læddist inn í íbúðina um
kvöldið. Ég sá, að ekkert ljós var í
stofunni og smeygði mér hljóðlega
meðfram dyrunum og inn í borðstof-
una. En ég er ekki fyrr komin inn, en
það gripur mig eitthvert máttleysi og
ég er orðin allt öðru vísi en ég átti að
mér.“
Lára tók nú að upplifa æ fleiri „dul-
arfulla“ atburði og innan tíðar fékk
hún að sitja miðilsfund hjá fsleifi
Jónssyni. Hún segir: „Ég man eftir
því, að þegar miðillinn var að sofna,
fékk ég þennan undarlega doða, sem
farinn var að ásækja mig upp á síð-
kastið, en reyndi með öllu móti að
Lára miðill, 38 ára gömul, þremur árum áðu
um sínum.
spoma við því að ég sofnaði... Þegar
nokkuð var liðið á fundinn, stendur
miðillinn upp úr stólnum og gengur til
mín með framréttar hendur, og sá ég
greinilega geisla stafa ffá fingmm
hans. Hann leggur síðan hendumar á
höfúð mér, og um leið heyri ég
ókunna karlmannsrödd, sem segúr:
,JJér er miðill.“ Meúra heyrði ég ekki,
því í þeirri svipan missti ég alla með-
vitund." Teningnum var kastað. Lára
Agústsdóttir, 15 ára, var uppgötvuð á
þennan hátt af einum helsta miðli
landsins heima hjá oddvita hreyfingar-
innar.
Ógæfa, örbirgð og þjáning
Lára virðist ekki hafa verið hjá
Kvaranshjónunum nema eitt ár, og er
nokkuð óljóst hvað olli því að hún fór
úr vistinni: hún segist smámsaman
hafa fyllst vanh'ðan og haft áhyggjur
af því að hún væri að missa heilsuna.
Hún segir að Einar Kvaran hafi viljað
að hún gæfi sig meira að miðilsstarf-
inu en hún hefði svarað því til að hún
væri of ung, nógur yrði tíminn til þess
seinna. Óhætt er að segja að það hafi
gengið eftir.
Næstu ár var hún meðal annars í
vist í Skagafirði en átti við að stríða sí-
felld yfirlið og veikindi. Sjálfsagt hef-
ur flogaveikin verið þar að verki en í
ævisögu sinni rekur Lára þau einvörð-