Alþýðublaðið - 09.11.1995, Page 8

Alþýðublaðið - 09.11.1995, Page 8
Fimmtudagur 9. nóvember 1995 171. tölublað - 76. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk ■ Óvænt faðmlög á Alþingi Ingibjörg bauð mér í dans - segir Össur Skarphéðinsson alþingismaður. Þau óvæntu tíðindi gerðust á Al- þingi í gær að Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra bauð Össuri Skarphéðinssyni að þau leggðu sam- an fram frumvarp til að tryggja lán til bílakaupa öryrkja. Á þingfundi í gær var lögð fram fyrirspurn Svavars Gestssonar til heilbrigðisráðherra um hvaða rök væru fyrir því að fella niður bíla- kaupalán til öryrkja. I svari ráðherra kom fram að hún myndi beita sér fyrir því við tryggingaráð að þessi lán yrðu tekin aftur upp. Hins vegar væri ekki stoð í lögum fyrir þessum lánum. Öss- ur spurði þá ráðherra hvort hún hyggðist beita sér fyrir því að lagt yrði fram frumvarp þar sem þessi lán yrðu heimiluð samkvæmt lögum. Ef hún ætlaði ekki að gera slíkt þá ætlaði hann að gera það. Þá kom Ingibjörg Pálmadóttir í ræðustól og spurði hvort þau ættu ekki að gera þetta saman. „Ég er mjög ánægður með að heil- brigðisráðherra hefur boðið mér upp í dans í þessu máli. Ég vænti þess að það muni þá á næstunni takast sam- komulag um að ráðherrann eða heil- brigðis- og trygginganefnd leggi fram þessa nauðsynlegu breytingu til að taka af öll tvímæli í málinu," sagði Össur Skarphéðinsson í samtali við blaðið. Aukasýning til styrktar Flateyringum Þriðjudaginn 21. nóvember verður aukasýning í Þjóðleikhúsinu á leik- ritinu Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson. Allur aðgangur af sýn- ingunni rennur óskiptur til styrktar Flateyringum. Leikarar, höfundur, hljómsveit, tæknifólk og allt starfslið leikhússins sýnir samhug í verki og gefur vinnu sína við sýninguna. Þjóðleikhúsið lætur húsið í té end- urgjaldslaust og gefur sinn ágóðahlut. Miðasala á styrktarsýninguna á Þreki og tárum hefst föstudaginn 10. nóvember. Drakúla á förum Nú fer hver að verða síðastur að sjá sýningu Leikfélags Akureyrar á Drakúla. Sýningin hefur hlotið mikla athygli enda er hér um heimsfrumsýningu að ræða. Þessi sýning hefur verið hluti írskrar menningarhátíðar sem hefur staðið yfir á Akureyri að undanförnu. Síðustu sýningar verða laugardaginn 11. nóvember og laugardaginn 18. nóvember. Bergljót Arnalds og Rósa Guðný Þórsdóttir í hlutverkum sínum í Drakúla. Höggmyndir Guðmundar Benediktssonar Á laugardaginn verður opnuð sýn- ing á höggmyndum Guðmundar Benediktssonar í Listasafni íslands. Um er að ræða verk sem listamaður- inn vann á árunum 1955 til 1995 og .ber sýningin yfrrskriftina: Jám - viður - eir. Árlega kynnir Listasafnið verk eftir starfandi íslenskan hstamann og er þetta þriðja árið í röð sem slík kynning fer fram. Guðmundur Bene- diktsson myndhöggvari er hópi í þeirra listamanna sem fóru að vinna óhlutbundin verk á sjötta áratugnum, en hann er meðal elstu starfandi myndhöggvara okkar, fæddur árið 1930. Allt of fáir listunnendur þekkja þó til hans. Ástæðan er fýrst og fremst sú að listamaðurinn hefur haft litla þörf fyrir að láta á sér bera. En Guð- mundur hefur verið mikils metinn af starfsbræðrum sínum. Hann hefur tek- ið þátt í fjölda samsýninga en einka- sýningu hélt hann árið 1957. Guð- mundur lauk sveinsprófi í húsgagna- smíði árið 1944 en 1950- 1956 nam hann við Myndlistarskólann í Reykja- vík þar sem hann naut tilsagnar As- mundar Sveinssonar. f tilefni af sýningu Guðmundar Benediktssonar mun Listasafnið gefa út 80 blaðsíðna bók með viðtali við listamanninn, fjölda ljósmynda og ít- arlegum upplýsingum um hann. Sýn- ingin verður opin daglega nema mánudaga klukkan 12-18 og er kaffi- stofa safnsins opin á sama tíma. Lista- safnið verður lokað frá 21. desember til 2. janúar 1996. Norræna húsið Teiknað með tölvu Norræna húsið hefur sett saman dagskrá fyrir böm og ungt fólk sem hefur hlotið nafnið Cyklonen. Á dag- skrá Cyklonen í vetur verður meðal annars boðið til „námskeiðs" í tölvu- teikningu, tónleika, kvikmyndasýn- inga og 50 ára afmælis Línu lang- sokks. Á laugardaginn klukkan 11 verður börnum á aldrinum 6-12 ára boðið til smiðju í kjallara Norræna hússins. Þar gefst þeim færi á að teikna sínar eigin myndir með tölvum. Leiðbeinandi er Kristín María Ingi- marsdóttir teiknari. Myndimar verða prentaðar út í lit og sett verður saman sýning á verkum þátttakenda í Bóka- safni Norræna hússins á laugardaginn sem stendur síðan yfir til 20. nóvem- ber. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður en aðgangur ókeypis. Skráning í síma 551 7030. Landgræðslan Verðlaun afhent Á laugardaginn mun Guðmund- ur Bjarnason umhverfisráðherra veita landgræðsluverðlaunin 1995. Þau verða veitt fjórum aðilum, sem skarað hafa fram úr í starfi sínu í þágu landgræðslu og gróðurvernd- ar. Athöfnin fer fram í höfuðstöðv- um Landgræðslunnar í Gunnars- holti og hefst klukkan 15. ■ Fjárlagafrumvarpið Margrét og Friðrik á opn- um fundi Alþýðubandalagið í Reykjavík heldur opinn fund um ljárlagaffum- varpið með Friðriki Sophussyni fjármálaráðherra og Margréti Frí- mannsdóttur alþingismanni á Kornhlöðuloftinu í kvöld klukkan 20.30. Að loknum' framsöguerindum verða almennar umræður. Fundar- stjóri verður Guðrún Helgadóttir varaþingmaður. Allir eru velkomnir á fundinn. ■ Stríðsglæpir á Balkanskaga Stríðsglæpadómstóll SÞ kominn á skrið í fyrsta sinn í hálfa öld stóð ákærður stríðsglæpamaður frammi fyrir alþjóð- legum dómstól og svaraði ákæruatrið- um. Hann er Bosníu-Serbi, kaffihúsa- eigandi og karateáhugamaður og heitir Dusan Tadic. í síðustu viku mætti hann í réttarsal í Haag og svaraði ákærum, þar sem hann var sakaður um að hafa myrt, misþyrmt, nauðgað og pyntað múslimska og króatíska fanga í fangabúðum Serba í Bosníu árið 1992. Svar hans var. „Ég var ekki viðstaddur þegar þessir glæpir voru framdir." Ákæruvaldið fór fram á taf- arlaus réttarhöld yfir honum en verj- andi bað um frestun og bar því við að honum hefði ekki tekist að ná sam- bandi við vitni, þar sem enn væri bar- ist í Bosníu. Honum var veittur sex mánaða frestur. Dusan Tadic er sá eini þeirra fjörtíu og þriggja manna, sem sakaðir eru um stríðsglæpi í Bosníu, sem er í gæslu dómstólsins. En sú staðreynd að hann skuli standa frammi fyrir rétti bendir til þess að stríðsglæpadómstóll Sam- einuðu þjóðanna sé nú að búa sig und- ir að taka til starfa af fullum þunga. Aðalsaksóknarinn Richard Goldstone, sem á sínum tíma þótti sýna óvenju mikið harðfylgi þegar hann rannsak- aði ofbeldi í Suður Afríku, hefur heit- ið því að draga til ábyrgðar þá yfir- menn sem fyrirskipuðu ódæðisverkin eða reyndu ekki að stöðva þau. Að svo komnu máli hefur dómstóll- inn ákært ijörtíu og tvo Serba og einn Króata. Meðal þeirra sem ákærðir eru fyrir þjóðarmorð eru leiðtogi Bosníu Serba Radovan Karadzic, hershöfð- ingi hans Ratko Mladic og Milan Martic leiðtogi Króata. Meðal ákærðu er einnig að finna hinn þjóð- emissinnaða Króata Ivica Rajic, fyrr- verandi foringi í júgóslavneska hem- um. Honum er gefið að sök að hafa fyrirskipað eyðileggingu þorpsins Stupni Do og stjórnað aftöku að minnsta kosti sextán íbúa þess. Þar sem Bosm'u Serbar viðurkenna ekki valdsvið dómstólsins og neita allri samvinnu við hann er miklum erfiðleikum háð að sækja hina ákærðu til saka. Rétturinn stefnir sakboming- um samkvæmt 61. ákvæði. Það merkir að saksóknari getur flutt ákæm í fjar- veru ákærða og ef dómarar fallast á málflutninginn geta þeir staðfest ákær- una. Síðan gefa þeir út alþjóðlega handtökuheimild, sem gerir ríkjum Sameinuðu þjóðanna skylt að fram- selja hinn ákærða dómstólnum. Það ógnar reyndar ekki öryggi þeirra ákærðu sem vit hafa á að halda sig heima, en gerir þeim ansi erfitt að Bosníu-Serbinn Dusan Tadic, bak við skothelt gler, segir stríðsglæpadóm- stóli SÞ að hann sé sakiaus af ákærum um morð, nauðganir, pyndingar og misþyrmingar. leggjast í alþjóðleg ferðalög. Dómstólllnn hefur þegar hafið starf samkvæmt þessu ákvæði. Fyrr í þess- um mánuði bám fimmtán einstakling- ar vitni gegn Dragan Nicolic, yfir- manni fangabúða Bosníu Serba í norðaustur Bosm'u, en hann var sakað- ur um að hafa myrt að minnsta kosti átta múslíma og pyntað tíu aðra. Vitni sögðu frá hroðalegum misþyrmingum sem þau urðu að þola þar sem beitt var bareflum, rifflum og keðjum. Álit- ið er að Nikolic gangi laus í Bosníu og eitt vitnanna óttaðist svo hefndarað- gerðir að það skýldi sér bak við skerm meðan það bar vitni. Úrskurður kvið- dóms var á þá leið að nægar ástæður væru til að ætla að Dragan Nicolic hefði framið ódæðin og alþjóðleg handtökuskipun var gefin út. Lítill vafi er á því að fleiri hand- tökuskipanir munu fylgja í kjölfarið. Karadzic og Mladic mættu jafnvel fara að vara sig. Það gæti þó orðið þeim og öðrum stríðsglæpamönnum til bjargar að fjár- hagsgrundvöllur dómstólsins er ótraustur og óvíst að hann hljóti þá fjárhagsaðstoð sem Sameinuðu þjóð- imar hafa heitið honum. Verði dóm- stóllinn gjaldþrota hafa jafnvel af- kastamestu fjöldamorðingjar Balkan- skagans ekkert að óttast.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.