Alþýðublaðið - 16.11.1995, Side 6
6
ALPYÐUBLAÐK)
FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995
s k i I a b o ð
Tónleikar til styrkt-
ar misþroska og
ofvirkum bömum
Caritas á íslandi efnir til tónleika til
styrktar misþroska og ofvirkum böm-
um í Kristskirkju Landakoti sunnu-
daginn 19. nóvemberkl. 17.00. Á efn-
isskrá eru verk eftir J. Chr. Bacli, J.S.
Bach, Mozart, Rossini og Palestr-
ina.
Flytjendur eru:
Alina Dubik, messosópran
Júlíana E. Kjartansdóttir, fiðla
Helga Þórarinsdóttir, víóla
Sesselja HaOdórsdóttir, víóla
Richard Talkowsky, selló
Daði Kolbeinsson, óbó
Einar Jóhannesson, klarinett
Sigurður I. Snorrason, klarinett
Hafsteinn Guðmundsson, fagott
Emil Friðfmnsson, hom
Þorkell Jóelsson, hom
Úlrik Ólason, orgel
Sala aðgöngumiða er hjá Caritas á
Islandi, Foreldrasamtökunum í Bol-
holti og við innganginn. Miðaverð er
kr. 1000.
Ljóðatónleikar í
Gerðubergi
Næstkomandi laugardag kl. 17.00
verða aðrir ljóðatónleikar haustsins í
Menningarmiðstöðinni Gerðubergi.
Þá syngur
Þ ó r u n n
Guðmunds-
dóttir sópran
við undirleik
K r i s t i n s
Arnar Krist-
inssonar pí-
anóleikara.
Á efnisskrá
eru lög eftir
Finnann Osk-
ar Meri-
kanto og
lagaflokk eft-
ir Benjamin
Britten við
ljóð eftir Puskin. Lögin em tileinkuð
rússnesku söngkonunni Galinu Vis-
hnevskaju en ævisaga hennar hefur
komið út í íslenskri þýðingu. Einnig
verða flutt lög eftir Þórarinn Guð-
mundsson en á næsta ári eru liðin
hundrað ár frá fæðingu hans.
Þórunn Guðmunds-
dóttir sópran sem
syngur á Ijóðatón-
leikum Gerðubergs á
laugardag.
Leigjendasamtökin
Aðalfundur
Aðalfundur Leigjendasamtakanna verður haldinn
laugardáginn 18. nóvember í Lögbergi, stofu 101,
klukkan 14.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Umræður um húsaleigubætur.
Stjórnin.
£& '
%
: t ^
Steinunn Jóhannesdóttir, en leikrit hennar um Guðríði Símonardóttur hefur notið mikilla vinsælda.
Guðríður gerir víðreist
Leikrit Steinunnar Jóhannesdóttur Heimur Guðríðar
- síðasta heimsóbi Guðríðar Símonardóttur í kirkju Hall-
gríms, er nú sýnt í safnaðarsal Hallgrímskirkju við góðar
undirtektir. Á Allraheilagramessu var það sýnt í Landa-
kirkju í Vestmannaeyjum í boði sóknamefndar og menn-
ingarmálanefndar Vestmannaeyjabæjar fyrir troðfullu
húsi. Vestmannaeyingar fögnuðu verkinu vel, og það
hafði ekki síður mikil áhrif á leikarana að fá að koma fram
í heimabyggð Guðríðar þaðan sem henni var rænt með
öðmm Vestmannaeyingum árið 1627.
Nú hefur verið ákveðið að sýna Heim Guðríðar í Saur-
bæ á Hvalfjarðarströnd, sunnudagskvöldið 26. nóvember,
en þar er leikritið látið gerast, og í Blönduóskirkju mánu-
daginn 27. nóvember. Fyrirspumir hafa komið frá fleiri
stöðum, og er verið að athuga hvemig hægt er að koma
þeim sýningum við.
Aðalfundur
Aðalfundur Félags ungra jafnaðarmanna í Kópavogi
verður haldinn föstudaginn 24. nóvember 1995, að
Hamraborg 14a, klukkan 19.
Dagskrá auglýst síðar.
Formaður.
Ungir jafnaðarmenn
Skrifstofa sambandsins verður opin til áramóta sem hér
segir:
Mánudaga og þriðjudaga: 9-13
Miðvikudaga: 12-16
Fimmtudaga: 14-18
Framkvæmdastjórn SUJ
Félag ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði
Aðalfundur
Aðalfundur Félags ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði
verður haldinn föstudaginn 24. nóvember klukkan 20.30.
Dagskrá verður auglýst síðar.
Formaður FUJ í Hafnarfirði.
Alþýðublaðið
í Guðs friði
Uppsögn
Oft verður þess vart þegar vanda-
mál koma upp í leiguviðskiptum að
fólk kann ekki að gera greinarmun á
uppsögn samnings annarsvegar og
riftun hans hinsvegar. Uppsögn og
riftun er sitt hvað. Varðandi uppsögn
gilda ákvæði 56.-58. greinar húsa-
leigulaga, þarsem kveðið er á um upp-
sagnarfrest. Ef leigusamningur um
íbúð er tímabundinn er uppsagnar-
frestur af beggja hálfu sex mánuðir
fyrstu fimm árin, en eitt ár eftir það af
hálfu leigusala. Tímabundnum samn-
ingi lýkur samningi lýkur á umsömd-
um degi án uppsagnar og verður ekki
slitið á leigutímanum. Þó er heimilt
samkvæmt 58. grein að setja í slíkan
samning ákvæði um heimild til að
segja samningnum upp á leigutíman-
um vegna sérstaktra ástæðna sem til-
greindar skulu og er þá uppsagnar-
eða ríftun
ífestur að minnsta kosti þrír mánuðir.
Vanskil á leigugreiðslu geta til dæmis
verið riftunarástæða, en hefur ekki
áhrif á uppsagnarfrest.
Riftun er fyrirvaralaus slit á samn-
ingi. Til að riftun nái fram að ganga,
þarf að vera til staðar gild riftunar-
ástæða. Gildar riftunarástæður eru
taldar upp í 60. og 61. grein húsa-
leigulaga. Riftun fer þannig ífam að sá
sem riftir sendir gagnaðila riftunarbréf
eða skeyti, því riftun er því aðeins gild
að hún sé skrifleg og send með sann-
anlegum hætti, og tilgreina skal
ástæðu riftunarinnar. Einnig hvenær
riftunin tekur gildi. Riftun getur verið
fyrirvaralaus ef um alvarlegt brot er að
ræða.
Hafi eigandi rift samningi og leigj-
andi fer ekki úr íbúðinni á tilsettum
tíma, verður eigandi að senda kröfuna
til viðkomandi héraðsdóms með ósk
um útburðarúrskurð. Óheimilt er að
bera út leigjanda án slíks dómsúr-
skurðar. Eigandi sem ber leigjanda
sinn út sjálfur má búast við skaðabóta-
kröfu.
Höfundur er formaður
Lelgjendasamtakanna.
Kringum líf
í listum
Regnboginn: Un Cour en Hiver
★★★★
Örfáar kvikmyndir hafa verið gerð-
ar um líf listamanna, og virðist sá
gróðurreitur ekki upp urinn. Samtímis
þessari er þannig í Regnboganum (á
kvikmyndahátíðinni) sýnd mynd um
Dorothy Parker og líf listamanna í
New York frá þriðja áratugnum til
hins sjötta. - Stúlka, fiðluleikari á
framabraut heldur við fiðlusala, eig-
anda lítillar fiðlugerðar með einum
ftðlusmið og lærling. Lagfærir og still-
ir flðlusmiðurinn fiðlu stúlkunnar, en
hún fellir hug til hans. Hann vill ekki
bregðast vini sínum og lætur sem ekki
efitir taki. Úr þessum efniviði er fínleg-
ur söguþráður undin, frábærlega vel
leikinn og tekinn, hvað sem um loka-
þáttinn verður sagt.
Baldnar
skólastelpur
Háskólabíó: Glórulausar
Aðalleikendur: Alicia Silver-
stone, Stacey Dash, Brittany
________Murphy______
★★
í fjölbrautaskóla í Los Angeles
bralla þrjár stelpur margt, en augu og
eyru fyrir gerðum þeirra og orðurn
Kvikmyndir |
Haraldur
Bwt Jóhannesson
'V^K[h|?
A. hagfræðingur
rcfmfmé Fí' skrifar
munu vart aðrir hafa en jafnöldrur
þeirra. Greina aðrar (eða aðrir) á milli
Versace og Armani? Allar eru
kennslustundir skopstældar, og naum-
ast munu í skólunum þekkjast nema
krossapróf. - Hvað um það, myndin er
sögð ganga allvel í Bandaríkjunum.
Og geta má þess að í ágúst í sumar
samdi Universal Pictures við Aliciu
Silverstone um leik í tveimur kvik-
myndum fyrir $ 10 milljónir.
Tveggja
heima
Háskólabíó: Species
Aðalleikendur: Ben Kingsley,
_____Natasha Henstridge_
★★★
Sem spennumynd er Species vel
heppnuð, en síður sem vísindaskáld-
skapur. Af skilaboðum utan út geimn-
um fæst uppskrift að DNA-stofni.
Með honum er frjóvgað egg úr legi
konu. Stúlka fæðist, mennsk að útliti,
en ekki að innræti. Vex hún furðulega
hratt. Vekur hún grunsemdir vísinda-
manna, sem ákveða að lóga henni, en
sú litla brýst út úr glerbúri sínu og
kemst í jámbrautarlest. Gæðir hún sér
að lestarkonu og hefur hamskipti.
Undir fögru skinni stígur hún út úr
lestinni í Los Angeles og spyr hvemig
komist verði í kynni við karlmenn.
Ekki eiga þeir þó von á góðu. - Þótt á
trúgimi reyni heldur myndin athygli
áhorfenda, enda er Ben Kingsley ekki
viðvaningur.
Glórulausir
_____Háskólabíó: Tangó___
★★
Siðir og reglur búa lífi manna
mynstur. Að þeim brotnum fer það úr
skorðum. í kvikmynd þessari eru
endaskipti höfð á sumum þeirra, þótt
varla sakir þess að efniviður sagna-
gerðar og kvikmynda sé upp urinn,
(enda er Francis Fukuyama ekki höf-
undur handrits). - Ungur maður, sem
á og flýgur lítilli flugvél, kemur ótrúrri
ástkonu sinni og viðhaldi hennar fyrir
kattamef. Leggur síðan upp í bflferð
um Frakkland með tveimur vinum
sínum dagfarsprúðum, en frá öðram
þeirra er eiginkonan stokkin, og hygg-
ur sá á hefndir. Ungi maðurinn tekur
síðan undir vemdarvæng sinn stúlku,
sem skýtur kunningja sinn á veitinga-
stað o.s.frv. Sem sagt, allt á höfði.
Margt er sér til gamans gert. Har. Jóh.