Alþýðublaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 8
Fimmtudagur 16. nóvember 1995 175. tölublað - 76. árgangur Verð I lausasölu kr. 150 m/vsk
■ Böðvar Guðmundsson um nýja
skáldsögu og rithöfundastarfið
Bilað fólk sem
fæst við þetta
starf
Híbýli vindanna - skáldsaga um
vesturfarana er nafn á nýrri skáldsögu
eftir Böðvar Guðmundsson, en þar
segir af Ameríkuferðum Islendinga á
ofanverðri síðustu öld. Böðvar er bú-
settur í Kaupmannahöfn og Alþýðu-
blaðið sló á þráðinn til hans þangað.
Er verkið sannsögulegt að ein-
hverju leyti ?
„Við getum sagt að
það sé sannsögulegt að
því til að mikið er sótt í
bréf frá Vestur íslending-
um. Sumar sögupersónur
eiga sér fyrirmyndir,"
sagði Böðvar. ,3fhið hef
ég hugsað töluvert um á
síðastliðnum árum. Ég
hafði eiginlega aldrei
hugsað neitt um Vestur-
fslendinga, en fyrir tilvilj-
un fór ég til Kanada og
kynntist þar góðu fólki. Þar rifjaðist
upp fyrir mér að langafi minn og lang-
amma höfðu á sínum tíma flust til
Kanada þannig að ég á þar heilmikið
af ættingjum, sem að vísu eru nú
orðnir fjarskyldir. Síðan fór ég aftur til
Kanada og ferðaðist um íslendinga-
slóðir. Áhugi minn var vakinn og ég
fór að safna saman bréfum sem fóru á
milli langafa- og langömmu í Kanada
og afa míns hér heima. Þetta eru göm-
ul bréf og í þeim er mikið söguefni."
Eru hugmyndir að fleiri verkum að
gerjast innra með þér?
„Bókin sem nú kemur út er fyrri
hluti stórs verks. Ég er að vinna að
seinna bindinu. Ef allt gengur sam-
kvæmt áætlun vonast ég til að verða
búinn með það næsta haust.“
Viðtökur nú hljóta að skipta máli
Híbýli vindanna, eftir
Böðvar Guðmundsson,
er fyrri hluti stórs skáld-
verks um Ameríkuferðir
Islendinga á síðustu öld.
fyrirframhaldið, eða hvað?
„Ef ekkert einasta eintak selst fyrir
þessi jól þá finnst mér ekki trúlegt að
forlagið vilji gefa út annað bindi.“
Ertu nokkuð á leiðinni heim til að
fylgja bókinni eftir?
„Nei, ég er nú ekki á leiðinni heim.
Maður er svolítið langt í burtu, því
miður. En það er nú eins og það er,
það er dýrt að fara yfir höfin. Flug-
miðin kostar svona helminginn af því
sem maður fær fyrir skáldsögu."
Já, er rithöfundastarfið svo illa
launað starf?
„Það er ekki betur iaunað starf en
svo að það er bara bilað fólk sem fæst
við það,“ sagði Böðvar Guðmundsson
að lokum.
Ráðstefna að Hótel Lind
Alnæmi og
andlegur
stuðningur
„Það er gott fólk sem vinnur að
þessum málum hér en alltaf spuming
hvort nóg er að gert. Alla vega þótti
ástæða til að fá þennan sænska prest
hingað sem hefur ámm saman unnið
við sálgæslu fyrir alnæmissjúka og að-
standendur þeirra til þess að segja
okkur frá því starfi,“ sagði Garðar
Guðjónsson kynningarfulltrúi Rauða
krossins í samtali við blaðið.
Alnæmissamtökin, Rauði kross ís-
lands og fræðslu- og þjónustudeild
Þjóðkirkjunnar gangast fýrir ráðstefnu
á fbstudaginn um alnæmi og andlegan
stuðning. Ráðstefnan verður að Hótel
Lind og stendur frá klukkan 10 til 17.
Meðal frummælenda á ráðstefnunni
verður Lars-Olof Juhlin prestur og
alnæmisráðgjafi frá Malmö í Svíþjóð.
Hann ræðir meðal annars um sálgæslu
meðal HlV-jákvæðra og alnæmis-
sjúkra og siðfræðileg sjónarmið í af-
stöðu til þeirra. Aðrir fmmmælendur
verða Haraldur Briem yfirlæknir á
Borgarspítalanum, Petrína Ásgeirs-
dóttir félagsráðgjafi á Borgarspítalan-
um og Jóna Lísa Þorsteinsdóttir
guðfræðingur. Þeir sem vilja taka þátt
í ráðstefnunni þurfa að tilkynna þátt-
töku til skrifstofu Rauða krossins.
Félagsmálaráðherra Grænlands
Heldur fyrirlest-
ur í kvöld
Félags- og atvinnumálaráðherra
grænlensku heimastjómarinnar, frú
Bencdikte Thorsteinsson, er í heim-
sókn hér á landi þessa dagana. í kvöld
klukkan 20.30 heldur hún fyrirlestur í
Norræna húsinu á íslensku um Græn-
land, fólkið í landinu, stjórnmál og
framtíðarhorfur. Fyrirlesturinn er á
vegum Grænlensk-íslenska félagsins.
Einnig verður sýnt stutt myndband frá
Grænlandi.
Ljósmyndasýning í Myndási
Ur litabókinni
í dag opnar Kristján Logason ljós-
myndasýningu í ljósmyndamiðstöð-
inni Myndási Laugarásvegi I. Þetta er
fjórða einkasýning Kristjáns en auk
þess hefur hann tekið þátt í þremur
samsýningum. Að þessu sinni er við-
fangsefnið leikur að litum og formi.
Allar myndirnar eru teknar á lit-
skyggnur og sérstaklega stækkaðar af
Ljósmyndaþjónustu Egils til að ná
fram sem bestum litgæðum. Sýningin
stendurtil 15. desember.
Opinn fundur BSRB
Frá velferð til
ölmusu
Opinn fundur verður á vegum
BSRB að Grettisgötu 89 á föstudag
klukkan 9-11 undir yfirskriftinni: Frá
velferð til ölmusu. David Thorp
framkvæmdastjóri PSA á Nýja Sjá-
landi flytur erindi á fundinum um
reynsluna af umfangsmiklum og um-
deildum breytingum á ríkisrekstri þar í
landi. PSA er samtök starfsfólk ríkis
og sveitarfélaga og stærsta verkalýðs-
félag landsins. Að erindinu loknu
verða fyrirspumir og almennar um-
ræður. Fyrirlestur Thorps verður túlk-
aður á íslensku og eru allir velkomnir.
Aðgangur er ókeypis.
Mikill áhugi var á fundinum og komust færri að en vildu.
■ Mikill áhugi stúdenta á fundi um trúarbrögð og bókabrennur
„ Það er verið
að ræna KHsti"
-sagði Davíð Þór Jónsson á mjög fjölmennum fundi með Snorra Óskarssyni í Betel.
„Stærsti gallinn við sértrúar söfnuði
er sá að þeir hafa getað rekið áróður
haturs og mannfyrirlitningar í Jesú
nafni á einhvem undarlegan hátt. Þeir
eru hneykslunargjamir, sem lýsir sér í
því að ef þeim líkar ekki eitthvað
brenna þeir það á báli. Um það segir í
Mattheusarguðspjalli: Ef hægra auga
þitt hneykslar þig þá ríf það út og
kasta því frá þér, því að betra er þér að
einn lima þinna tortímist en að öllum
líkama þínum verði kastað í helvíti. -
Betelingar ættu því ekki að stunda
bóka- eða geisladiskabrennur heldur
augna- og eyrnabrennur samkvæmt
orðum frelsarans," sagði Davíð Þór
Jónsson guðfræðinemi á gríðarlega
fjölmennum fundi háskólafélagsins
Vöku í gær. Davíð Þór og Snorri
Óskarsson í Betel í Heimaey voru
frummælendur: tilefni fundarins vom
fréttir af stórfelldum bóka- og geisla-
diskabrennum í Eyjum.
Stúdentar og aðrir áhugamenn troð-
fylltu stofu 101 í Odda og má ætla að
nokkuð á þriðja hundrað hafi sótt
fundinn, auk fulltrúa ffá flestum fjöl-
miðlum landsins.
Frétt Alþýðublaðsins á þriðjudag í
síðustu viku um brennur á bókum og
geisladiskum í Heimaey hefur vakið
mikla athygli. En fleira var til umræðu
en brennumál Betelinga á fundinum í
gær, meðal annars afstaða Snorra
Óskarssonar til samkynhneigðra - eða
„kynvillinga" einsog trúarleiðtoginn
kallar þá. Snorri sagði að vestur í
Bandaríkjunum hefðu „kynvillingar"
fengið „lækningu" með því að ganga
guði á hönd.
Snorri sagði ennfremur að íslandi
væm árlega framkvæmdar 800 fóstur-
eyðingar, og sagði að þar væri um
„morð“ að ræða.
Davíð Þór
ræddi ítarlega
um sértrúarsöfn-
uði, og sagði
meðal annars:
,Ætli það sé ekki
þessi einkaréttur
á dauða Jesú, á
frelsuninni og á
fyrirgefningu
syndanna, sem
þetta frelsaða lið
hefur áskilið sér
sem er það ljót-
asta sem það hef-
ur gert. Það er
verið að ræna
Kristi, sem tók
sér stöðu mitt á
meðal hinna út-
skúfuðu og
blandaði geði við
þá; sem elskaði
alla og fyrirgaf
öllum; sem var
náungakærleik-
urinn og bróðurþelið holdi klætt; sem
gaf allt og endingu sjálfan sig til að
við mættum lifa.“
Snorri Óskarsson sagði að fjölmiðl-
ar hefðu dregið upp af sér þá mynd
hann væri æsingamaður - það væri al-
rangt; hann boðaði einungis orð Jesú
Krists, tært og ómengað.
Snorri Óskarsson messar yfir háskólastúdentum: „Fjöl-
miðlar draga upp þá mynd af mér að ég sé æsingamað-
ur. Það er ekki rétt."
■ Breyttsiglingakerfi Eimskips
f I utn i ngstím i
Styttri
Ákveðið hefur verið að gera um-
talsverðar breytingar á siglingakerfi
Eimskips í Evrópusiglingum. Mark-
miðið er að bæta þjónustu við við-
skiptavini félagsins og auka sam-
keppnishæfni fslands á tímum vax-
andi alþjóðasamkeppni.
Áætlunarskipum í Evrópusigling-
um verður fjölgað úr fjórum í sex.
Tvö þessara skipa munu sigla norður
fyrir land og hafa viðkomur á Isaftrði,
Ákureyri og Eskifírði á leið sinni til
Færeyja, Bretlands og meginlands
Evrópu. Tvö skip munu sigla beint
frá Reykjavík og Vestmannaeyjum til
Bretlands og meginlandsins. Þar til
viðbótar munu tvö skip sigla frá
Reykjavík til Hamborgar og Skandin-
avíu með viðkomu í Færeyjum. Eftir
þessar breytingar verður Eimskip
með eitt sldp eingöngu í strandsigl-
ingum, en auk þess verða landflutn-
ingar félagsins efldir enn frekar. Am-
eríkusiglingar félagsins verða
óbreyttar þar sem tvö skip eru í hálfs-
mánaðarlegum siglingum.
Með breyttri siglingaáætlun mun
þjónusta við þéttbýlisstaði úti á landi
aukast og mun flutningstími frá höfn-
um úti á landi til erlendra hafna stytt-
ast verulega eða frá 7-10 dögum nið-
ur í 4-6 daga. Auk þess verður hægt
að flytja vörur frá Bretlandi og meg-
inlandi Evrópu beint til viðkomustaða
hér á landi.
í janúar 1996 verða strandsiglingar
og millilandasiglingar tengdar saman
og munu tvö skip annast þær sigling-
ar. Breytingar á siglingum annarra
áætlunarskipa verða gerðar í maí á
næsta ári þegar tvö ný gámaskip bæt-
ast í skipastólinn.