Alþýðublaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1995 | s k o ð a n na MMWIMD 21022. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Mótorhj ólakappi á flótta Siv Friðleifsdóttir branaði inná vettvang landsmála í vor þegar hún fór á hraðskreiðu mótorhjóli um Reykjaneskjördæmi og boðaði nýtt fagnaðarerindi í sjávarútvegsmálum. Forysta Framsóknarflokksins kannaðist að vísu ekki alveg við nýju stefnuna en Siv var vígreif og borabrött: kvaðst hvergi hvika frá kröfum um gerbreytta stefnu. Útá þetta fékk Siv ófá atkvæði á Suðumesjum, enda hafa fá svæði verið jafn grátt leikin af stefnu síðustu ára. Það er hinsvegar skemmst frá því að segja að um leið og kjörstaðir lokuðu var líkt og Siv væri altekin af pól- itísku óminni. Þegar bálráðir trillukarlar hermdu uppá hana loforðin á mótmælafundi á Austurvelli í maí lét hún falla hin fleygu orð: „Ég man ekki eftir öllum þessum loforðum!“ Mótorhjólakappinn hefúr vitaskuld sér til málsbóta að í Framsóknar- flokknum er hefð fyrir minnislausum forystumönnum, og vera kann að Siv hafi jafnvel álitið að það yrði henni til ffamdráttar í flokknum ef hún gleymdi nógu miklu af frómum fyrirheitum. En trúlegra er þó, að hinn ungi og óreyndi þingmaður hafi einfaldlega verið að komast að því hvemig kaupin gerast á hinni pólitísku eyri. Alþýðublaðið skýrði frá því í síðustu viku að í þingflokki Framsóknar var valtað yfir Siv þegar hún gerði sig lfklega til að flytja þingsályktun- artillögu um jöfnun atkvæðisréttar. Ekkert varð úr flutningi tillögunnar en í staðinn fékk Siv náðarsamlegast að flytja fyrirspum um málið. Nú er það svo, að í vor lagði Siv mikla áherslu á það í kosningabaráttunni að allir landsmenn ættu að njóta sama atkvæðisréttar. í flestra hugum er það vitanlega sjálfsagt mannréttindamál en hefur aldrei átt uppá pall- borð Framsóknar, enda naut flokkurinn í áratugi góðs af hróplegu órétt- læti í þessum efnum. Ymsum þótti með nokkram ólíkindum að fram- sóknarmenn skyldu allt í einu vera orðnir áhugamenn um jafnan at- kvæðarétt: bæði Siv og Ólafur Öm Haraldsson frambjóðandi flokksins í Reykjavík prédikuðu seint og snemma að þetta væri þeim mikið hjart- ans mál. En nú er semsagt komið á daginn að yfirlýsingar þeirra um jöfnun at- kvæðisréttar vora ekkert annað en haldlaust geip, innistæðulaus kosn- ingaloforð - ósannindi. Sú staðreynd að Siv skyldi láta bjóða sér að draga þingsályktunartillöguna til baka er til marks um tvennt: Átakan- legan skort á skoðanafrelsi í þingflokki Framsóknar og hraðan flótta mótorhjólakappans undan kjósendum og kosningaloforðum. Mandela, ísland og Nígería Mótmælaaldan sem reis á Vesturlöndum þegar herforingjaklíkan í Nígeríu myrti leiðtoga stjómarandstöðunnar er mjög tekin að hníga. Það kemur ekki á óvart: helstu valdamenn heims litu augljóslega á það sem skylduverkefni að gera athugasemdir við framferði herforingjanna. Um- hyggja fyrir mannréttindum í fjölmennasta ríki Afríku virtist alltjent ekki rista mjög djúpt. Nú hefur það hinsvegar gerst að Nelson Mandela forseti Suður-Afríku hefur tekið framkvæði í baráttu fyrir alþjóðlegu viðskiptabanni á Nígeríu. Mandela er trúlega sá leiðtogi heims sem mestrar og almennastrar virðingar nýtur, og því geta menn ekki svo glatt skellt skollaeyram við orðum hans. Kxafa Mandela um viðskiptabann á Nígeríu er í samræmi við óskir stjómarandstöðuleiðtoga í landinu. Vestrænir ráðamenn era líkiegir til að draga lappimar í þessu máh, enda hafa þeir gerst óvæntir áhugamenn um velferð almennings í Nígeríu þegar málið ber á góma. Það er á hinn bóginn gersamlega út í hött að ætla morðingjunum sem fara með völd í Nígeríu að leiða landið í átt til lýðræðis og þegnana til frelsis, einsog hinir deigu forystumenn Vesturlanda hafa vinsamlegast beðið um. Islendingar ættu að taka undir kröfúr Mandela. Sjálfsagt yrði það þjóðinni ákveðið manndómspróf þarsem við eigum nokkurra hags- muna að gæta í viðskiptum við Nígeríu. Á móti vegur áð eftir því yrði tekið ef Islendingar gerðust á alþjóðavettvangi málsvarar lýðfrelsis og mannréttinda. ■ Sámtími og sagnfrædi í Alþýðublaðinu síðastliðinn fimmtudag skrifaði Gísli Þorsteinsson stutt sagnfræðilegt yfirlit yfir aðdrag- anda ríkisstjómar Ólafs Jóhannessonar 1978-1979, deilur stjórnarflokkanna og stjómarslitin haustið 1979. í yfirliti þessu er farið rétt með nærfellt allar staðreyndir og hvergi skýrt ósatt frá en ffá sjónarhóli þingmanns, sem sjálfur tók þátt í þessari atburðarás, er sagan ósköp svipbrigðalaus og geld. „Hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glatað?“ J Sighvatur Björgvinsson skrifar Háborðið Tíminn er afstæður og „sagnfræði- legar staðreyndir" em það líka. Engir tveir einstaklingar líta sama viðburð sömu augum. Ekki einu.sinni þótt báðir hafi verið þátttakendur í því sem varð. Það er vegna þess að atburðir verða hvorki mældir né vegnir. Þeir em lifaðir og litnir frá ólíkum sjónar- homum. Árbækur em góðar til síns brúks. Þær geta meðal annars hjálpað lifendum til þess að rifja upp reynslu sína. Á tímabilinu 25. október 1978 til 21. september sama árs vom haldnir tólf fundir í viðræðunefndum Fram- sóknarflokks. Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags, segir í grein Gísla. Laukréttar staðreyndir mældar og vegnar. En hvað segja þær okkur? Ekki neitt. Vom fundimir fleiri eða færri en venjulega? Það er sjálfsagt hægt að mæla. Hvað segði það okkur? Ekki neitt. Áhugamaður, jafnvel sagn- fræðingur, gæti til dæmis dregið þá ályktun af staðreyndunum að ágrein- ingur hafi verið mikill milli aðila vegna þess að viðræðufundimir hefðu verið óvenjulega margir miðað við meðaltal slíkra funda. Sami maður gæti með sömu rökum dregið þá ályktun að óvenjulega mikil áhersla hafi verið lögð á að leysa ágreinings- mál viðræðuaðila með slímusetum við samningaborð. Segir sitt hvað. Þeir einu sem vita svörin, em þátt- takendumir. Þetta vom þeirra dagar og halda enn sínum lit. Vissulega munu aldrei neinir tveir úr þeim hópi verða sammála um hvað fram fór, hver sagði hvað og hvers vegna. En þeir geta gefið sagnfræðinni bæði h'f og lit og gert söguna áhugaverða ffá mann- legu sjónarmiði. Margir stjómmálamenn hafa skrifað endurminningar sínar. Þessum endur- minningarbókum má skipta grófri skiptingu í tvo flokka. I öðmm flokkn- um em bækur stjómmálamanna sem leitast við að segja hlutlaust frá og rekja staðreyndir í atburðarás (eða það sem þeim þykir vera staðreyndir). Hins vegar em bækur sagðar frá sjón- arhóli höfundarins sjálfs, lýst persónu- legum viðhorfum til manna og mál- efna, opinskátt hlutdrægar. Mikill happafengur eru slíkar bækur. Þær gæða sagnfræðina lífi og gera hana áhugaverða. Þær gera hana ef til vill ekki „réttarí1 heldur sýna hana sem at- burði í hfi manna eins og hún er. Ein- hver besta ævisaga íslensks stjórn- málamanns, sem þannig hefur verið skráð, er sjálfsævisaga Stefáns Jó- hanns Stefánssonar. Persónulegt sjón- arhom hans er svo skýrt markað og nærvera hans svo mikil að jafnvel falla burtu úr atburðarásinni aðalper- sónur sem honum líkaði ekki við, eins og þær hefðu aldrei verið til. Þögnin segir oft meira en mörg orð. Umbrotaárin 1977-1979, þegar A- flokkamir unnu sína stærstu kosninga- sigra, vom nálægt því að ná meirihluta á Alþingi og klúðmðu svo stöðunni, em merkilegur kapítuli í samtímasög- unni. Persónusaga hefur sjálfsagt sjaldan haft jafn mikil áhrif á íslands- söguna og einmitt þá, því nokkrir ein- staklingar vom þar í lykilhlutverkum og veltu þungum hlössum til margra átta. Feykiáhugavert væri að vita hvemig atburðirnir komu þeim fyrir sjónir, eins margir og ólíkir og þeir vom og era, sem vom í aðalhlutverk- unum í atburðarásinni og enn em ofar moldu. Það fykur svo ótrúlega fljótt í slóðina sem farin var. ■ Höfundur er alþingismaður. Umbrotaárin 1977-1979, þegar A-flokkarnir unnu sína staerstu kosn- ingasigra, voru nálægt því að ná meirihluta á Alþingi og klúðruðu svo stöðunni, eru merkilegur kapítuli í samtímasögunni. Persónusaga hefur sjálfsagt sjaldan haft jafn mikil áhrif á íslandssöguna. d a g a t a I 2 1 nóvember Atburðir dagsins 1551 Jesúítinn Francis Xavier kemur úr tveggja ára trúboðs- ferð um Japan. Tvöþúsund heimamenn tóku kristni. 1910 Rússneska stórskáldið Leo Tol- stoy deyr. Þekktustu verk hans eru Strið og friður og Anna Karenina. 1916 Franz Jósef keisari Austurríkis-Ungverja- lands síðan 1848 deyr. 1931 Leikrit flutt í fyrsta sinn í Rík- isútvarpinu, kaflar úr Bóndan- um á Hrauni eftir Jóhann Sig- urjónsson. 1984 Hagvangur birtir niðurstöður könnunar sem sýnir að Islendingar telja sig hamingjusömustu þjóð í heimi. Afmælisbörn dagsins Voltaire 1694, franskur rithöf- undur og heimspekingur. Arn- Ijótur Ólafsson 1823, alþingis- maður. Harpo Marx 1888, mállaus gamanleikari, einn Marxbræðra. René Magritte 1898, belgískur listmálari. Goldie Hawn 1945, bandarísk leikkona. Annálsbrot dagsins Fjárdauði var mikill syðra all- víða, svo mikillegur, að sumir hverjir misstu mestallt sitt fé. Var sagt, að varla hefði ætt ver- ið. þar allt varð helblátt. Grímsstaðaannáll 1762. Róður dagsins Þegar stjórnmálamaður segir að þið séuð á sama báti skaltu vara þig. Það þýðir að þú átt að róa. Vilhelm Moberg. Málsháttur dagsins Ekki verður fyrir öll annesin girt. Orð dagsins Hugsar blaðið héðan á veg í hendi að letida þinni, og þá á bréfið betra en eg, bagi er að JJarlœgðinni. PállJónsson (1530-1598). Skák dagsins I tilefni dagsins lítum við á sí- gilda perlu. Hinn valinkunni meistari Ostropolsky hefur hvítt og á leik gegn Ivanovsky; skákin var tefld 1949. Svartur sótti grimmt í byijun en þegar hér er komið sögu er sókn hans að engu orðin, einsog Ostro- polsky sýndi fram á með nokkrum leiftursnjöllum leikj- um. Hvítur leikur og mátar. 1. Dxd7+!! Hxd7 2. Rc7+! Hxc7 3. Hd8 Skák og mát! 1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.