Alþýðublaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 ó r n m á I ■ Oskar Lafontaine kom, sá og sigraði þegar hann tryggði sér formennsku í flokki þýskra jafnaðarmanna í síðustu viku. Flestir voru búnir að afskrifa Lafontaine - en þegar „keisarinn frá Saar" sneri aftur var honum líkt við hvirfilbyl Sigur Lafontaines Og klappið jókst og jókst. Þegar Lafontaine hafði sleppt síðasta orðinu stukku þeir áköfustu upp á stóla og klöppuðu. Svipur ræðumannsins gaf hins vegar fremur í skyn reiði en gleði, meðan þessi stormsveipur, þessi tilfinningahiti almennra flokksmanna gekk yfir; hann stóð á aðra mín- útu. Eftir á vildu menn líkja honum við hvirfilbyl. Það var fímmtudaginn 16. nóv- ember 1995. Hann hafði haldið mikla ræðu daginn áður, ræðu sem var dæmi um mælskulist í heims- klassa. Ræðu sem minnti almenna flokksmenn, jafnaðarmenn á þing- inu í Mannheim, á gamla tíma. Tíma, þegar barátta og tilfinninga- kraftur, voru gangvirki þýskra jafnaðarmanna. Oskar Lafontaine hafði metið stöðuna algjörlega rétt. Hann hafði þreifað á slagæð flokks- ins. Hann vissi hvað flokksmenn vildu heyra, hann vissi hvað þá þyrsti í að fínna: tilfínningar. Árið 1993 varð Björn Enghohn að segja af sér sem formaður þýskra jafn- aðarmanna, eftir að upp komst að hann hafði sagt ósatt frammi fyrir rannsóknamefnd, sem var að kanna njósnir um persónu Engholms sjálfs. Ymsum þótti þá, sem þama hefði lítil þúfa velt þungu hlassi, aukaatriði orð- ið að aðalatriði, og menn spurðu sig að því hvort þessi afsögn hefði verið nauðsynleg, hvort Engholm væri í rauninni viðlíka syndugur og ýmsir aðrir þýskir stjómmálamenn, sem sátu sem fastast í embætti. Jafnaðarmenn voru í kreppu. Það var rúmt ár til kosninga og þeir urðu að finna sér nýjan formann. Þeir kusu Rudolf Scharping forsætisráðherra í Rheinland-Pfalz, hinu gamla fylki Helmuts Kohls, en lítið hafði borið á Scharping í landsmálum fram að því. Hann þótti ömggur kostur, maður hóf- semda í skoðunum og líklegur til að sækja inn á miðjuna, þótt einhverjir hefðu á orði að hann væri fulllitlaus til að snúa við blaðinu í þýskum stjóm- málum og tryggja jafnaðarmönnum sigur í fyrstu þingkosningunum eftir sameiningu landsins. Það kom líka á daginn, að jafnaðarmenn töpuðu: þeim tókst ekki að tryggja sér fylgi hinna óánægðu í landinu, þeirra sem höfðu orðið fyrir vonbrigðum með sameininguna, hvorki kjósenda aust- an- né vestamegin. Og ekki tók betra við eftir kosning- ar. Fylgið tók að hrynja af jafnaðar- mönnum í skoðanakönnunum. Helmut Kohl bætti hins vegar stöðugt við sig fylgi, og hið sama gilti um pól- itískt afkvæmi Kommúnistaflokksins í Austur-Þýskalandi, PDS. Hápunkti náði þessi þróun í kosningum í Berlín fyrir nokkrum vikum, en þar eru jafn- aðarmenn í stjórn með kristilegum demókrötum, svokallaðri stórstjórn, sem ýmsum þykir, að undirstriki lík- indi með flokkunum fremur en mun. Það kom líka á daginn, að í Berlín hrundi fylgið af jafnaðarmönnum, sem kjósendur litu greinilega ekki á sem neitt róttækt mótvægi við hægri- menn. f hinu gamla vígi sósíaldemó- krata, borg Willy Brandts, fengu þeir nú aðeins rúmlega 20 prósent fylgi, en fyrrverandi kommúnistar og sósíalist- ar í PDS hins vegar um 15 prósent. Kristilegir demókratar fengu um 40 prósent. Menn fóru að velta því fyrir sér hvort jafnvægið í þýskum stjóm- málum væri að hverfa, hvort jafttaðar- menn væm að hætta að vera burðarafl í pólitíkinni, flokkur, sem hefði sam- bærilegt afl á við Kristilega demó- krata. Með þetta í huga mættu jafnaðar- menn á flokksþing í Mannheim í síð- ustu viku, og það gerði Oskar Laf- ontaine sér manna best ljólt. Árið 1993 datt fáum eða engum Lafontaine í hug sem formaður. Hann hafði tapað illa fyrir Helmut Kohl árið 1990 og síðan afþakkað formennsku á eftir. f ofanálag átti Lafontaine í spillingar- máli í Saarlandi fyrir nokkmm misser- um, sem hann stóð þó af sér, ólíkt Bjöm Engholm. En það var ljóst af fyrstu orðunum í Mannheim á miðvikudaginn síðasta, að Oskar Lafontaine var aftur mættu til leiks í þýskri landspólitík. Honum var mikið niðri fyrir. Það var ekki það, sem hann sagði, sem skipti máli. Heldur hvernig hann sagði það: hin tilfinningaþrungna framsetning, mælskusnilldin, baráttukrafturinn, sem undirstrikaði skapleysi og litleysi Scharpings, sem sat eins og illa gerður hlutur uppi á heiðurspallinum, og klappaði þegar allir hinir klöppuðu, þótt ljóst væri að þessi ræða væri í rauninni smám saman að gera út af við hann sjálfan sem formann. Og klappið jókst og jókst. Þegar Lafontaine hafði sleppt síðasta orðinu stukku þeir áköfustu upp á stóla og klöppuðu. Svipur ræðumannsins gaf hins vegar fremur í skyn reiði en gleði, meðan þessi stormsveipur, þessi tilfinningahiti almennra flokksmanna gekk yfir; hann stóð á aðra mínútu. Eftir á vildu menn líkja honum við hvirfilbyl. Daginn eftir var Lafontaine orðinn formaður. Hann hafði hlotið yfirburðakosn- ingu. Ljóst er að aðstæðumar, hin hörmu- lega staða SPD og þarafleiðandi þörf flokksmanna fyrir tilfinningalegt al- gleymi, urðu þess valdandi, að sigur Lafontaines varð eins stór og raun bar vitni - í kjölfar einnar ræðu. Eftir á þótti ýmsum sem nýi formaðurinn nánast óttaðist þær kvaðir, sem hann hafði sjálfur kallað yfir sig; hann væri ekki lengur eins bardagaglaður og í ræðunni miklu daginn áður. Þessi munur á tilfinningalegu ástandi for- mannsins þótti segja sitt um stjórn- málamanninn Lafontaine, sem hefur gengið í gegnum súrt og sætt á ferli sínum. Ljóst er, að ósigurinn 1990 sit- ur enn í honum. Flokkurinn fékk að- eins 33,5% fylgi, sem var lakasta nið- urstaða hans frá 1957, og ýmsir vildu kenna Lafontaine um hana, einkum eldri menn í flokknum, sem voru ósammála honum um áhersluatriði í sameiningarmálinu. Auk þess er ljóst, að hnífstungan, sem Lafontaine varð fyrir í kosningabaráttunni 1990 hefur haft mikil áhrif á hann og olli því að hann dró sig fremur til hlés í opinberu h'fi, lét ekki mikið á sér bera í lands- málapólitík á árunum 1991-95. En kannski var þetta alltsaman ein- mitt helsti styrkur Lafontaines núna, í nóvember 1995, í andrúmslofti þar sem almennir flokksmenn óttuðust það mest að flokkurinn þeirra væri orðinn of líkur hinum stórflokknum, Kristilegum demókrötum. Núna vildu menn snúa þessari þróun við. Fá for- mann, sem markaði flokknum sér- stöðu hvað varðar umhverfisvitund, efnahagsstjóm og beitingu hervalds, formann sem væri orðinn að tákni fyr- ir klassísk grundvallarviðhorf þýskrar jafnaðarstefnu og þannig í skýrri pólit- ískri andstöðu við Helmut Kohl. Og hvað gerist núna? Hvað gerir Lafontaine? Það sem hefur vakið hvað mesta at- hygli, er sú staðreynd að hann ætlar að ræða á næstunni við Gregor Gysi, óumdeildan leiðtoga PDS, afkvæmis austur-þýska kommúnistaflokksins. Um réttmæti þess deila menn. En sumir segja að með hinni fullkomnu pólitísku einangrun PDS hafi hinir flokkamir gert honum mestan greiða, aukið fylgi hans, breytt ímynd hans sem bersyndugs kommúnistaflokks í skírlífan umbótaflokk, sem er stikkfrí og laus við ábyrgð á einu eða neinu. Og þannig hafi menn komið sjarma- tröllinu og mælskusnillingnum Gregor Gysi í tísku. Menn bíða núna með eft- irvæntingu fundar Lafontaines og Gysis og annarra pólitískra bragða „keisarans frá Saar“. Því hvað sem mönnum finnst um hinn nýja for- mann, þá er eitt ljóst: hann er frjór stjómmálamaður, honum dettur ýmis- legt í hug, og hugmyndir em einmitt það eina sem geta lífgað við þýska jafnaðarmannaflokkinn, þennan móð- urflokk, sem hefur svo mikið fordæm- isgildi fyrir jafnaðarmenn út um allan heim...____________________________ Byggt á Suddeutsche Zeitung, Deutsche Welle o.fl. Meðan augun lokast Út er komin ljóðabókin Meðan augun lokast eftir Þórð Helgason og er hún fjórða Ijóðabók höfund- arins. Fyrri bækur hans eru Þar var ég', (1989), Ljós ár (1991) og Aftur að vori (1993). Auk þess hefur Þórður gefið út þrjár barna- bækur og eftir hann hafa birst nokkrar smásögur. Þórður er einn- ig höfundur nokkurra fræðirita og greina, auk fjölda kennslubóka. Meðan augun lokast sver sig í Bróðir minn Ljónshjarta á myndband Kvikmyndin Bróðir minn Ljónshjarta er komin út á myndbandi. Þessi ein- staka saga Astrid Lind- gren er hér ljóslifandi í æsispennandi mynd fyrir böm og unglinga. Myndin gerist að stærstum hluta í landinu Nangijala þar sem tími ævintýra og varðelda er enn í fullu gildi. Bræð- umir Karl og Jónatan hitt- ast á ný eftir stutt líf á jörðinni. Vegna hugrekkis fá þeir nafnið bræðumir Ljónshjarta. Myndin er í senn æsispennandi, sorg- leg og áhrifamikil. Mynd- in er talsett á íslensku af ljölda leikara. ætt við fyrri ljóðabækur Þórðar. Ljóðin tengjast náið náttúru lands- ins og sögu - en ekki síður næsta umhverfi skáldsins, lífi hans og samferðamannanna enda má segja að meginefni bókarinnar sé mann- legar aðstæður á vorum dögum. Að formi til eru ljóðin ýmist stutt og hnitmiðuð eða lengri prósaljóð. Höfundur gefur bókina út sjálfur. Kveðja Sumir segja að allir menn muni hvar þeir voru staddir þegar fréttin barst um morðið á Kennedý forseta. Það man ég ekki. Annað man ég hins vegar. Ég man nákvæmlega hvar ég var staddur þegar ég fékk kveðjuna í lögum unga fólksins. Ég sat í rauða stólnum hennar ömmu og klukkan var 8.36 þriðjudaginn 10. nóvember árið 1964. úti var stilla og 5 stiga frost - og það var ástarkveðja.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.