Alþýðublaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 áningarstöðum á langri vegferð. Því hlaut að koma að kveðjustund. Rekinn úr Kommúnista- flokknum Á fjórða áratugnum voru miklar sviptingar í stjórnmálum á íslandi. Þetta var tími öfgastefna, á vinstri vængnum kommúnistar og þjóðemis- sinnar á þeim hægri. Kommúnistaflokkur íslands var stofnaður 1930 og ýmis félög honum tengd næstu árin. Steinn starfaði í flokknum og þó einkanlega í rithöf- undafélagi sem var angi af honum, Fé- lagi byltingarsinnaðra rithöfunda. Það var stofnað í október 1933 og var Steinn einn stofnfélaga. Þriggja manna nefnd var falið að semja lög fyrir félagið sem lögð skyldu fyrir fé- lagsmenn. I þessari neíhd voru Ásgeir Jónsson, Kristinn E. Andrésson og Steinn Steinarr. Kristinn E. Andrésson var listrænn hugmyndalfæðingur rót- tækra skálcla og hefur skilið eftir sig mikið rit, Islenzkar nútímabókmennt- ir 1918-1948. Ásgeir var trésmiður að iðn og ritaði einnig skáldsögur. Ásgeir og Kristinn höfðu verið við háskóla- nám í Þýskalandi. Steinn og Ásgeir þekktust vel því auk þess að vera pól- itískir og listrænir samherjar voru þeir herbergisfélagar 1933-34. Félagsmenn í Rauðum pennum voru í upphafi tólf talsins. Ekki er al- veg Ijóst hverjir þeir vom allir en auk Steins, Ásgeirs og Kristins munu m.a. hafa verið þar um lengri eða skemmri tíma: Halldór Laxness, Jóhannes úr Kötlum, Halldór Stefánsson, Sigríður Einars frá Munaðamesi, Halldóra B. Bjömsson, Böðvar frá Hnífsdal, Guð- mundur Danrelsson, Gunnar M. Magnúss og Sigurður Einarsson. Fundir í Félagi byltingarsinnaðra rithöfunda vom að meðaltali á hálfs mánaðar fresti meðan félagið lifði að sögn Ásgeirs. Erindi vom haldin um einstök verk og ákveðna höfunda. Fundimir hafa ekki alltaf verið mál- efnalegir - [eins og kemur fram í sam- tali við Ásgeir Jónsson]: soltinn & klædlaus inu sinni var Steinn fullur og Sig- urður Einarsson kom og hélt erindi um einhverja enska bók sem ég man ekki lengur hvað hét. Bókin var ný- komin á markaðinn og höfundurinn álitinn mikill spekingur. Steinn fer að hnútukastast og rífur bókina niður í kjöl og kallar hana mestu þvælu og vitleysu. Þetta gekk svona á annan klukkutúna. Þá varð Sigurður vondur og fór án þess að kveðja kóng eða prest.“ Litlum sögum fer af þátttöku Steins í pólitísku starfi. Minnast verður þó á sérkennilegt mál af pólitískum toga sem Steinn lenti í, fánamálinu svokall- aða. Sumarið 1933 var Steinn í srld norður á Siglufirði. í bænum var bú- staður þýsks ræðismanns og lét hann hakakrossfána blakta við hún í garðin- urn sínum. Slíkt hefur farið í taugamar á sumum, að minnsta kosti var fáninn skorinn niður. Konsúllinn kærði þetta og vom fimm kommúnistar dæmdir fyrir verknaðinn í hæstarétti 1935. Einn þeirra var Steinn Steinarr. Hlaut hann tveggja mánaða dóm fyrir að hafa aðstoðað við verknaðinn. Ásgeir Jónsson var vantrúaður á að Steinn hefði tekið þátt í þessu. Hann taldi það af og frá að Steinn hefði far- ið að vakna snemma morguns til slíks. Steinn svaf alla morgna. Ásgeir segir að þessi dómur hafi haft drjúg áhrif á Stein: „Svona borg- araleg ákæra fór mikið í taugamar á honum. í næstu kosningum var hann ákaflega skapillur af því að hann hafði ekki kosningarétt. Hann var tekinn af honum í kjölfar dómsins." Endalok Steins í Kommúnista- flokknum urðu snögg. í viðtali segir hann að þetta hafi gerst 1934 og kem- ur það einnig heim og saman við það sem lesa má í dagblöðum ffá þessum tíma. í Alþýðublaðinu 22. maí 1934 er talað um upplausn í Kommúnista- flokknum: „Fjöldi manns rekinn úr flokknum. Einar Olgeirsson fær áminningu." Þama er nefnt að „ungt skáld og efnilegt‘1, Steinn Steinarr, hafi verið meðal burtrekinna. [Steinn minntist þessa brottrekstrar í samtali við Matthías Jóhannessen]: Þegar ég var rekinn, var líka sam- þykkt síðasta aðvömn til Einars 01- geirssonar. Mál hans var tekið fyrir á undan mínu, svo ég mátti greiða at- kvæði. Dýrleif Ámadóttir var formað- ur sellunnar, og þegar atkvæði voru greidd um Einar, laumaði hún hend- inni upp í loftið, svo lítið bar á. Og hún grét. En þegar kom að mér, rétt hún höndina upp af miklum myndug- leik, aldrei ákveðnari á ævi sinni. Þeg- ar samþykkt hafði verið að reka mig, stóð ég upp og hélt ræðu. Ég sagði, að allir viðstaddir væm þorparar og ill- menni. Þá skipti það engum togum, að séra Gunnar Benediktsson og Dýrleif ráðast á mig og hrinda mér niður brattan stiga, sem þama var. ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.