Alþýðublaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995 s k o ð a n MMVBIMÐ 21034. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavik Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Að vaða á skítugum skónum ... Nýlega lagði Siv Friðleifsdóttir alþingismaður fram tillögu á Alþingi þess efnis að ráðherrar gegndu ekki jafnframt þing- mennsku. Við það tilefni sté einn þingmaður í pontu og taldi til- löguna tímabæra, enda þyrfti löggjafarvaldið að gæta þess að framkvæmdavaldið væri ekld eilíflega að vaða á skítugum skón- um yfir þingið og rétt þess. Ólafur Þórðarson, fyrrverandi alþing- ismaður, hefur sett fram þá kenningu að við búum ekki við þing- bundna stjóm, heldur stjómbundið þing. Svavar Gestsson alþing- ismaður hefur tekið undir þessa skoðun og lýst yfir áhuga á skýr- ari mörkum framkvæmdavalds og löggjafarvalds. í því efni hefur hann meðal annars bent á Bandaríkin og sagst dást að kerfinu þar í landi. Því ber auðvitað að fagna að þessi brýnu mál beri á góma og séu rædd af viti innan þings og utan. Þingmenn tala gjaman í þeim tón að framkvæmdavaldið sé sífellt að taka vald af þinginu og ráði nú meiru en góðu hófi gegni. Sjaldnast em nefnd skýr dæmi um þetta eða bent á önnur þjóðþing til samanburðar. Hlut- verk Alþingis er fyrst og fremst að setja landinu almenn lög, fjár- veitingarvaldið er alfarið þess og ríkisstjóm á hveijum tíma verð- ur að njóta stuðnings þingsins eða það þarf í það minnsta að þola hana í embætti. Ekkert bendir til þess að vald Alþingis sé minna en sambærilegra stofnana erlendis, en margt bendir til þess að það sé meira ef eitthvað. Um áratuga skeið hafa íslensk stjómmál verið gegnsýrð af fyr- irgreiðslu af ýmsu tagi og mótuðust starfshættir Alþingis mjög af þessari staðreynd. Helsta áhugamál þingmanna var að komast í stjómir og ráð hjá framkvæmdavaldinu til að útdeila gæðum, sér- staklega peningum og leyfum hvers konar. Fyrirgreiðsla af þessu taginu hefur dregist saman með opnara samfélagi, en hún er þó engan veginn úr sögunni. Meðferð þingsins á íjárlagafmmvarpi ríkisstjómarinnar þætti tíðindum sæta víða erlendis, enda sitja fjárlaganefndarmenn - vanalega af landsbyggðinni - og krukka í frumvarpinu um nokkurra vikna skeið og nota um leið tækifærið til að ota sínum tota. Slíkt framferði heyrir til undantekninga í siðmenntuðum þingræðisríkjum. Staðreyndin er sú að Alþingi hefur - gagnstætt því sem vana- lega er haldið fram - vaðið á skítugum skónum yfir framkvæmd- arvaldið í landinu. Alþingi telur sig húsbónda og herra í háu sem lágu. Margir þingmenn skilja ekki þá gmndvallarreglu íslenskrar stjómskipunar að valdið er þrískipt. Þess vegna skipta þeir sér af meiru en þeim kemur við. Þessi staðreynd er þjóðarmeinsemd og hefur leitt til gríðarlegrar spillingar og fleiri axarskafta við stjóm- un ríkisins en flest annað. Banka- og sjóðakerfi landsmanna er skýrt dæmi um þetta, en einnig mætti nefna íjölda nefnda og ráða á vegum framkvæmdavaldsins. Ríkisbankamir heyra stjómskipu- lega undir viðskiptaráðherra, en valdið er á endanum hjá þing- kjömu bankaráði. Vart er hægt að hugsa sér verra kerfi en þetta - enda er það gjörspillt - og enginn virðist bera ábyrgð á nokkmm sköpuðum hlut. Vikublaðið spaugar Eitt alvöruþrungnasta blað sem gef- ið er út á norðurhveli jarðar heitir Vikublaðið og er ritstýrt á flokkskon- tór Alþýðubandalagsins. Nú fyrir stuttu tók blaðið upp á því að lýsa sósíalsimann dauðan og spruttu upp af því miklar umræður á síðum blaðsins, - enda dyggir flokksmenn ekki á því að taka létt á slíku alvörumáli. Hinn alvörugefni ritstjóri Vikublaðsins var þó ekki að segja annað en það sem all- ir vissu. Utflutningsleið Alþýðubanda- lagsins var beint upp úr kokkabókum Alþjóðabankans (enda Ólafur Ragnar vel lesinn maður) og tilvalin sem stefnuskrá hvaða hófsama hægriflokks sem væri. Pallborðið Ekki það að allir allaballar hafi skil- ið um hvað málið snýst. Svavar Gests- son setti í gang rauð-grænt ljósasjóv við sjónanrönd, svona um leið og hann viðurkenndi kosti markaðarins með semingi, - meira að segja í landbún- aðarmálum (og hefur eflaust roðnað í leiðinni). Jöfnuð, meiri jöfnuð, segir Svavar. Já ennþá meiri jöfnuð, hrópar Ögmundur Jónasson, en bætir svo við: mótmælum markaðaslausnum í nafni jöfnuðar! Ögmundur Jónasson hefði verið upp á sitt besta í kröftugum mót- mælum gegn fijálsri utanríkisverslun fyrr og síðar. Vér mótmælum allir! Það er því vandlifað á flokkskontór Alþýðubandalagsins og ábyrgðin mik- il á herðum Páls Vilhjálmssonar rit- stjóra. Ráðast ber að rót vandan af al- vöru, mikilli alvöru. Fagnaðarerindið mikla um dauða sósfalismans er eitt- hvað hálf misskilið og nauðsynlegt að árétta hina skýru línu af fesm. I stað sósíalismans kemur þjóðleg íhalds- semi, enda hefur alþýðubandalagið alltaf verið þjóðlegt mjög og eftir því íhaldssamt eins og allir vita. Postulinn Páll reiddi því pennans máttuga sverð á loft síðasta föstudag: hið nýja dirr- indí í lofti íslenskra stjómmála er sam- bland af útflutningsleið Alþjóðabank- ans í Washington og þjóðlegri heima- tilbúinni íhaldsstefnu. Þetta dirrindí gerir Alþýðubandalagið húsum hæft í stjómarráðinu, sérstaklega til fínni sel- skapar með Sjálfstæðisflokknum. Ög- mundur Jónasson getur sofíð rótt því Páll Vilhjálmsson bætir við: Alþýðu- flokkurinn hefur nú ánetjast erlendri hugmyndafræði og vill selja landið til Brussel. Hann er þvf ekki stofuhæfur lengur (enda ekki þjóðlegur og alls ekki íhaldssamur). Sjálfstæðisflokkur- inn og Alþýðubandalagið geta því með glans starfað saman í ríkisstjóm við það verðuga verkefni að vemda fullveldið, tunguna og menninguna. Til að árétta þennan magnaða boð- skap fylgir alvörugefinn leiðari til vamar Davíð Oddssyni. Þessi leiðari verður að teljast meðal mestu snilldar- verka í pólitískum skrifum hérlendis á síðari ámm. Lítum á valinn kafla: „í fyrirsjáanlegri framtíð á Island ekki heima í Evrópusambandinu. Saga okkar og menning markast af þeirri sérstöðu að við emm eyþjóð í miðju Atlantshafi, milli tveggja meginlands- álfa. Innganga í Evrópusambandið er okkur álíka nærtækt og að sækja um aðild að Bandaríkum Norður-Amer- íku“. Þar sem sagan er svo sérstök bætir ritstjórinn við firllur siðferðilegr- ar vandlætingar: „Islenskir vinstri- menn sem renna hýru auga til Bmssel ættu að rifja upp feril þeirra manna og kvenna sem fýnr á öldinni sóttu pólit- íska sannfæringu lengra austur." Hvað skyldi nú annars Svavar Gestsson segja við þessu síðasta: er þetta ekki einhver villukenning ættuð frá Jóni Baldvin? Ég hlakka til að lesa svar fé- laga Svavars í næsta Vikublaði (og ijómm næstu blöðum þar á eftir).. Svona er Alþýðubandalagið í dag. Baðstofumenningin upp á sitt besta. Þjóðrembuleg. Ihaldssöm. Lágkúru- leg. Með leyfi að spyija: Hvað er það nákvæmlega í sögu okkar og menn- ingu sem gerir aðild að Evrópusam- bandinu svona skelfilegan kost? Þessu hefur enginn svarað svo vit sé í. Rit- stjórinn alvarlegi fer með almennt snakk um sérstöðu okkar: I hverju er þessi sérstaða okkar fólgin, - ná- kvæmlega? Hvað er sameiginlegt með Evrópusambandinu og Sovétríkjun- um? Hvað er sameiginlegt með Sovét- kommum fyrr á tíð og Evrópusinnum nútímans? Reyndu nú að svara þessu eins og þú ert langur til, Páll Vil- hjálmsson. Og að lokum: I uppskrúf- uðum þjóðlegheitúm þínum ber er- lendar hugmyndir nokkuð á góma. Hvaða hugsjónir eða hugmyndir sem einhveiju skipta í íslensku þjóðlífi eru ekki erlendar að uppruna? Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvort næsta Vikublað beri á borð fyrir okkur jafn alvöruþrungið spaug og það síðasta. ■ ISvona er Alþýðubandalagið í dag. Baðstofumenning upp á sitt besta. Þjóðrembuleg. íhaldssöm. Lágkúruleg. agatal 13. desember Þegar þingmenn kvarta næst undan skítugum skóm fram- kvæmdavaldsins, ættu þeir að byrja á því að þvo skítinn af eigin skóm. Stjórnsýslan í landinu hefur einnig ríka ástæðu til að kvarta undan skítugum skóm ráðherra og þingmanna. Þingmenn ættu að minnast þess að fagleg stjómsýsla er mikilvæg fyrir jafn- ræði borgaranna og vöm þeirra gagnvart duttlungum og gerræði. Alþingi þarf að taka vinnubrögð sín til rækilegrar endurskoðun- ar. Eitt af hlutverkum löggjafans er að hafa eftirlit með fram- kvæmdavaldinu og halda uppi gagnrýni á stjómun þess og störf. Ein af þeim stofnunum sem þingið hefur til þess að sinna þessu hlutverki er Ríkisendurskoðun. Hvað verður um skýrslur Ríkis- endurskoðunar? Er einhver vitleg umræða um þær á Alþingi? Astand þessara mála er með öllu óviðunandi. Ólafur G. Einars- son, forseti Alþingis, ætti að beita sér fyrir breytingum í þessu efni og styrkja þannig starfsemi þingsins og möguleika þess til að tryggja réttmæta stöðu sína í stjómkerfinu. ■ Atburðir dagsins 1784 Skáldið og gagnrýnand- inn Samuel Johnson deyr. 1867 Tólf farast / sprengingu þegar írskir hryðjuverkamenn freista þess að frelsa félaga sinn úr fangelsi í Lundúnum. Tilraunin mistókst. 1922 Hannes Haf- slein skáld og fyrsti ráðherra íslands lést, 61 árs. 1923 Alfr- ed Douglas lávarður, fyrrum elskhugi Oscars Wildes, dæmdur í sex mánaða fangejsi fyrir meiðyrði í garð Winstons ’ Churchills. 1988 Sjötug kona vann stærsta happdrættisvinn- ing sem um getur hérlendis, 25 milljónir króna, í.Happdrætti Háskólans. 1992 Orgel Hall- gnmskirkju vígt. Það er stærsta hljóðfæri á íslandi. Afmælisbörn dagsins Jón Þorláksson 1744, skáld og prestur á Bægisá. Heinrich Heinc 1797, þýskur rithöfund- ur og skáld. Dick Van Dyke 1925, bandarískur leikari og skemmtikraftur. Christopher Plummer 1929, breskur leik- ari. Spurning dagsins Ekki vænti ég, að þú hafir á þér hundrað kall, sem þú ert hætlur að nota? Jóhannes S. Kjarval viö efnamann sem hann hitti á götu. Annálsbrot dagsins 1 Múlasýslu átti maður bam við dóttur sinni og fyrirfór sér sjálfur, að menn meintu, strax eptir hennar bamsfæðingu, því að hans föt fundust eptir á sjó- arkletti. Vatnsfjarðarannáll yngri 1671. Grand dagsins Það er hægt að granda manni, en ekki sigra hann. Ernest Hemingway. Málsháttur dagsins Bolur er kyrr, þá burt er haus. Orð dagsins Að drepa sjúlfan sig er syrid gegn Kfsins herra. Að lifa sjdlfan sig er sjöfalt verra. Hannes Hafstein. Hann dó þennan dag fyrir 73 árum. Skák dagsins Enn leitum við fanga í Alfrœði- bók um skúk eftir dr. Ingimar Jónsson. Þar er að linna hið svonefnda Indverska dtemi, frægt skákdæmi frá fyrrihluta síðustu aldar eftir Englending- inn II.A. Loveday. Sérðu hvernig hvítur mátar í þriðja leik? Hvítur mdtar t þremtir leikj- um. 1. Bcl b4 2. Hd2 Kf4 3. Hd4 Skák og mát!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.