Alþýðublaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
5
bessastaðabardaginn
það hlutverk með eftirminnilegum
hætti í Menntaskólanum í Reykja-
vík. Ein persóna í því leikriti er
óstýrilátur þegn og með hlutverk
hans í uppfærslu Herranætur fór
Guðrún Pétursdóttir. Þeir sem hafa
áhuga á táknfræði munu hafa gam-
an af þeirri staðreynd að Bubbi
kóngur lætur í þrígang drepa óstýri-
láta þegninn - en hann rís jafnharð-
an upp frá dauðum. Þau eru hins-
vegar örlög Bubba kóngs að missa
að lokum bumbuna.
Gefi Davíð Oddsson kost á sér
sem forseti íslands eru talsverðar
líkur á því að þjóðin fái að sjá end-
ursýningu á Bubba kóng.
Stórættuð og vel menntuð
Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræð-
ingur er dóttir Péturs Benedikts-
sonar bankastjóra og Mörtu
Thors. Hún er þannig barnabarn
Ólafs Thors og bróðurdóttir
Bjarna Benediktssonar - skörung-
anna sem leiddu Sjálfstæðisflokk-
inn frá 1934-70.
Ferill Guðrúnar er einkar glæsi-
legur. Hún varð stúdent frá MR árið
1970 með ágætiseinkunn, nam tón-
list og leiklist í Vínarborg um eins
árs skeið, en tók svo BA-próf í sál-
fræði frá Háskóla íslands. Guðrún
lauk mastersnámi í lífeðlisfræði frá
Oxford og tók doktorspróf í sömu
grein frá Oslóarháskóla. Árið 1987
varð hún dósent í frumulíffræði og
fósturfræði við námsbraut í hjúkr-
„Stór hluti sjálfstæðis-
manna mun styðja Guð-
rúnu"
Guðrún Pétursdóttir vakti fyrst
athygli alþjóðar þegar hún gerðist
helstur forystumaður þeirra sem
börðust gegn byggingu ráðhúss í
Tjörninni. Hún reyndist Davíð
Oddssyni, þáverandi borgarstjóra,
óþægur ljár í þúfu; ekki einasta
vegna þess að hún er náskyld dáð-
ustu foringjum Sjálfstæðisflokks-
ins, heldur þótti hún sýna mikið
harðfylgi - þótt Bubbi kóngur hefði
að lyktum sitt fram.
Heimildamenn Alþýðublaðsins
telja að Guðrún geti sameinað á
bakvið sig sjálfstæðismenn af
gamla skólanum, háskólafólk,
drjúgan hluta vinstrimanna og - ef
vel tekst til - alþýðufólk vítt og
breitt um landið.
„Ef Guðrún fer fram mun hún
annarsvegar eiga tryggan stuðning
mikils hluta vinstri-intellígensunnar
og ég veit að hún getur gengið að
stórum stokk sjálfstæðismanna,"
sagði annar af þingmönnum Sjálf-
stæðisflokksins sem rætt var við.
„Á umræðustigi"
Davíð Oddsson og séra Pálmi
Matthíasson - sá síðarnefndi í
minna mæli þó - hafa það framyfir
Guðrúnu Pétursdóttur að þjóðin
veit nokkurnveginn fyrir hvað þeir
standa. „Markaðssetning" Guðrúnar
er enn eftir meðal allstórs hluta
unarfræði við Háskóla íslands. Fyr-
ir rúmu ári var hún svo skipuð for-
stöðumaður Sjávarútvegsstofnunar
Háskóla íslands. Óhætt er að segja
að Guðrún hafi sýnt kraft í nýju
starfi, og mörg stór verkefni vakið
athygli. Nú stendur til að mynda yf-
ir forkönnun á því að Sameinuðu
þjóðirnar feli Islandi að annast
sjávarútvegsháskóla, auk þess sem
Sjávarútvegsstofnunin hefur prjón-
unum margvísleg rannsóknar- og
þróunarverkefni.
Maður Guðrúnar er Ólafur
Hannibalsson varaþingmaður
Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum,
sonur Hannibals Valdimarssonar
og bróðir Jóns Baldvins Hanni-
balssonar. Stuðningsmaður Guð-
rúnar sagði að þótt hún væri ekki
mjög þekkt meðal þjóðarinnar, væri
hún gædd persónutöfrum Ólafs
Thors og ætti einstaklega létt með
að vinna fólk á sitt band.
Guðrún tók virkan þátt í próf-
kjörsbaráttu Ólafs á síðasta ári, og
heimildir okkar á Vestfjörðum
segja ótvírætt að hún hafi átt sinn
hlut óskiptan í árangri hans.
þjóðarinnar.
„Málið er á umræðustigi og eng-
in ákvörðun hefur enn verið tekin,“
sagði Guðrún Pétursdóttir í samtali
við Alþýðublaðið. Guðrún sagði að
hún myndi ekki gera upp hug sinn
fyrren ljóst væri hvort nægur stuðn-
ingur sé fyrir hendi.
Margt bendir hinsvegar til þess
að „óstýriláti þegninn11 leiti umboðs
þjóðarinnar í sumar - hvort sem
Bubbi kóngur verður ljón á vegin-
um til Bessastaða eða ekki.
Spretthlaupari með
víðtæk áhrif
Séra Pálmi Matthíasson nýtur
töluverðrar hylli, samkvæmt skoð-
anakönnunum DV þarsem fimmt-
ungur þeirra sem afstöðu taka hafa
ítrekað lýst stuðningi við hann.
Sóknarpresturinn í Bústaðapresta-
kalli fæddist á Akureyri árið 1951
og verður því 45 ára á þessu ári.
Hann lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri 1971
og guðfræðiprófi frá Háskólanum
1977. Pálmi var rannsóknarlög-
reglumaður frá 1974- 77, sóknar-
prestur í Melstaðarprestakalli í
Vestur- Húnavatnssýslu 1977-81 og
í Glerárprestakalli frá 1982-89,
þegar hann flutti sig um set til
Reykjavíkur. Pálmi var vinsæll
prestur á Akureyri og í Bústaða-
kirkju getur hann státað af betri
messusókn en flestir aðrir reykvísk-
ir kollegar hans. Þá hefur hann tek-
ið þátt í margvíslegu félagsstarfi
bæði innan kirkju og utan. Þannig
vann hann mikið í íþróttahreyfing-
unni norðan heiða og sömu sögu er
að segja eftir að hann flutti til
Reykjavíkur. Séra Pálmi getur því
ekki einasta treyst á drjúgt fylgi á
Norðurlandi og meðal sóknarbarna
í einni fjölmennustu sókn landsins,
heldur er fullvíst að sterk öfl í
íþróttahreyfingunni myndu fylkja
liði að baki honum. Sjálfur var
Pálmi á árum fyrri ágætur frjáls-
íþróttamaður og mikil keppnismað-
ur. Bestur var hann x spretthlaup-
um.
Blátt áfram og hress
- eða „popp-prestur"?
Pálmi fer einatt óhefðbundnar
leiðir við boðun orðsins, og frægar
eru skíðabrekkumessur hans. Hann
fellur ekki í kramið hjá öllum og er
stundum kallaður „popp-prestur-
inn“ af þeim sem þykir að nokkuð
skorti uppá tilhlýðilegan virðuleika.
Víst er um að hann er ekki kenni-
maður af gamla skólanum, heldur
„hress og blátt áfram, opinn og
glaðbeittur," einsog einn gamall
kunningi hans frá Akureyri orðaði
það.
Pálmi Matthíasson.
Fullyrt að undirbúning-
ur að framboði sé þeg-
ar hafinn, en sjálfur
segist hann ekki sjá
sjálfan sig gegna hinu
háleita forsetaemb-
ætti.
Séra Pálmi hefur aldrei tekið þátt
í pólitísku starfi innan stjórnmála-
flokks. Hann þykir hinsvegar hallur
undir jafnaðarstefnuna, einsog hann
á kyn til. Eiginkona Pálma er Unn-
ur Olafsdóttir kennari.
„Sé ekki sjálfan mig
sem forseta"
„Forsetaembættið er nú miklu há-
leitara en svo að ég sjái sjálfan mig
fyrir mér gegna því,“ sagði séra
Pálmi í samtali við Alþýðublaðið.
Hann kvaðst hafa leitað í huga sér
að einhverjum sem gæti gegnt emb-
ættinu en aldrei „horft í spegil“
meðan sú leit stóð yfir.
„Ég hef í reynd ekkert að segja á
þessari stundu. Ég hef ekki hugsað
þetta í neinni alvöru. Margir hafa
nefnt þetta við mig, en ég held að
ég sé nær þeirri ákvörðun að fara
ekki fram,“ sagði Pálmi. Hann
sagði ennfremur að fleira skipti
máli en fylgi í skoðanakönnunum:
„Maður verður að spyrja sjálfan
sig, hvort maður eigi erindi í þetta
embætti."
Þótt séra Pálmi sé tvístígandi er
það mat manns sem vel þekkir til
að presturinn í Bústaðasókn muni
taka slaginn: „Hann er keppnismað-
ur - af guðs náð!“
Verði séra Pálmi Matthíasson
kjörinn forseti íslands er það í ann-
að skipti sem þjóðin velur guðfræð-
ing til að gegna æðsjta embætti
þjóðarinnar: Asgeir Ásgeirsson,
annar forseti lýðveldisins, var guð-
fræðingur að mennt, þótt hann
skrýddist reyndar aldrei hempu
heldur helgaði sig stjómmálum.
Þótt séra Pálmi vildi ekki gefa af-
dráttarlausar yfirlýsingar í samtal-
inu við Alþýðublaðið, hefur blaðið
öruggar heimildir fyrir því að trún-
aðarmenn prestsins vinni nú kerfis-
bundið að því að kanna fylgi hans
meðal fólks.
Prúður Ólafur Ragnar
vekur grunsemdir
En fleiri eru nefndir til sögunnar.
Meðal alþingismanna gengur fjöll-
unum hærra að Ólafur Ragnar
Grímsson sé að íhuga alvarlega að
gefa kost á sér. „Það er ekki ein-
leikið hvað Ólafur Ragnar hefur
verið ljúfur og samstarfslipur," seg-
ir þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Og einn af stuðningsmönnum Ólafs
Ragnars í Alþýðubandalaginu segir:
„Hann gerir sér kannski ekki vonir
um að sigra, en hann getur gert sér
vonir um að minnsta kosti 15-20%
fylgi. Það gæti orðið honum lyfti-
stöng, nú þegar hann er að hasla sér
völl á alþjóðum vettvangi og að
skapa sér framhaldslíf í pólitík."
Nafn Ólafs Egilssonar sendi-
herra er líka oft nefnt. í samtali við
blaðið í síðustu viku kvaðst hann
ekki hafa tekið neina ákvörðun, en
ýmsir hefðu rætt við sig. Um ára-
mótin færði hann sig um set frá
Kaupmannahöfn til Reykjavíkur, og
það hefur orðið til að ýta undir
kenningar um framboð hans.
Nöfn þeirra Jóns Baldvins
Hannibalssonar og Bryndísar
Schram eru líka ítrekað nefnd.
Jón Baldvin mun fráhverfur fram-
boði, og hefur lýst yfir því að hann
eigi ýmislegt ógert í stjórnmálun-
um. Bryndís staðfesti í samtali
við blaðið að margir hefðu talað
við sig um framboð, en hún hefði
hvorki hugleitt það í alvöru né tekið
ákvörðun. ■
Ekki einleikið hvað Ólafur Ragnar
er Ijúfur og samstarfslipur, segir
þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Ólafur Egilsson. Kominn frá Kaup-
mannahöfn og nokkrar líkur eru á
framboði.
Bryndís Schram. Margir nefnt
framboð en engin ákvörðun tekin.