Alþýðublaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 ■ Leikfélag Akureyrar Sporvagninn Girnd brunar áfram Leikfélag Akureyrar er að hefja á ný sýningar á Sporvagninum Girnd efiir bandaríska leikskáldið Tennessee Williams. Verkið var sýnt þrívegis milli jóla og nýárs við góðar undir- tektir áhorfenda en sýningar hafa legið niðri um hríð vegna vetrarleyfis leik- ara félagsins. Sporvagninn Gimd segir frá því þegar Blanche DuBois leitar skjóls hjá systur sinni og mági, Stellu og Stanley Kowalski, sem búsett eru í New Orleans. Blanche er angistarfull og þegar í upphafi verksins er áhorf- endum ljóst að skuggar fortíðarinnar hvíla yfir þessari brothættu konu. í framvindu verksins myndast mikil spenna milli persónanna á sviðinu, einkum þó Blanche og Stanleys, en hinn óframfærmi Harold Mitchell sem gerir hosur sínar grænar fyrir aðkomu- konunni kemur einnig mikið við sögu. Þetta leikrit Tennessee Williams þykir eitt af best skrifuðu sviðsverkum þess- arar aldar, en það var fyrst sýnt árið 1947 og fyrir það hlaut höfundurinn bæði verðlaun leiklistargagnrýnenda í New York og Pulitzerverðlaunin fyrir besta leikrit ársins. Gagnrýnandi New York Daily News skrifaði svo um leikritið: „Þetta nýja verk hefur allt til að bera - ólgandi af lífi, fullt samhugar og skilnings á mannlegum sársauka." Sviðsetning Leikfélags Akureyrar á Sporvagninum Gimd hefur fengið afar góða dóma gagnrýnenda sem hafa lof- að leikstjóm Hauks J. Gunnarssonar og frammistöðu leikaranna. Það er Rósa Guðný Þórsdóttir sem fer með hlutverk Blanche, Valdimar Öm Flyg- enring leikur Stanley, Bergljót Am- alds er Stella og Guðmundur Haralds- son túlkar Mitch. Örnólfur Ámason sneri leikriti Williams á íslensku, Ing- var Bjömsson annast lýsingu í sýning- unni, leikmyndin er eftir Svein Lund- Roland, Haukur J. Gunnarsson sá um búninga og Karl O. Olgeirsson frum- samdi tónlistina sem flutt er. Fyrsta sýningin á Sporvagninum Girnd á þessu ári verður föstudaginn 12.janúar og ráðgert er að sýna verkið á föstu- dags- og laugardagskvöldum. ■ Félag úthafsútgerða stofnað Úthafsveiðar helsti vaxtarbroddurinn Á laugardag var stofnað í Reykja- vík Félag úthafsútgerða. Það er félag útgerðarfyrirtækja, sem gera út fiski- skip til veiða utan íslenskrar fiskveiði- lögsögu, enda hafi skipin ekki veiði- heimildir innan hennar, og séu skráð á íslandi eða í meirihlutaeigu eða rekstri íslenskra aðila. Tilgangur félagsins er að vinna að hvers konar sameiginlegum réttindum og hagsmunum félagsmanna sinna og vera í forsvari fyrir þá gagnvart ís- lenskum stjómvöldum, stjómvöldum annarra ríkja og á alþjóðavettvangi eftir því sem tilefni þykir til. Að stofnun félagsins stóðu fulltrúar tólf útgerða, en fleiri aðilar eiga trú- lega eftir að ganga í samtökin. Á stofnfundinum var m.a. sam- þykkt ályktun, þar sem lýst er undmn félagsins á nýsettri reglugerð sjávarút- vegsráðherra um veiðar íslenskra skipa utan fiskveiðilandhelgi Islands. Er því haldið fram, að hin nýja reglu- gerð miði að því að gera íslenskum út- hafsútgerðarmönnum óhægara um vik en keppinautum þeirra hjá öðrum þjóðum, m.a. með sérstökum skatta- álögum. Er ljóst, að úthafsútgerðimar ætla að láta reyna á gildi reglugerðar- innar. Jafnframt er því lýst yfir í álykl- uninni, að venjulegt eftirlit af hálfu NAFO, svo sem það hefur tíðkast, sé nægilegt og engar athugasemdir við það gerðar af hálfu félagsins. f ályktun félagsins er ennfremur skorað á sjávarútvegsráðherra að láta þegar í stað helja í samvinnu við út- hafsveiðiútgerðir sjálfstæðar hafrann- sóknir á þeim veiðislóðum, þar sem úthafsveiðiskipin stunda veiðar. Er á það bent, að ekki sé vansalaust, að ís- lensk stjómvöld skuli vanrækja slíkar rannsóknir og láti erlenda keppinauta mata sig á þeim upplýsingum, sem þeirn hentar, en stjómvöld hér á landi virðast hugsa um það eitt að efla skrif- finnsku og eftirlitsiðnað í stað þess að láta arðbær verkeíni íyrir þjóðarheild- ina hafa forgang. Þá er í ályktuninni vakin athygli á því, að veiðar á fjarlægum miðum ut- an ftskveiðilögsögu fslands em helsti vaxtarbroddurinn í íslenskum sjávar- útvegi, og er því skorað á yfirvöld að styðja viðleitni útvegsmanna til sóknar á fjarlæg mið og taka ekki þátt í til- raununt erlendra aðila til þess að bregða fæti fyrir íslendinga á þessu sviði. f stjóm Félags úthafsútgerða vom á stofnfundinum kjörnir eftirtaldir menn: Snorri Snorrason, útgerðarmað- ur Dalvík, formaður. Ragnar Ólafsson, skipstjóri Siglufirði, varaformaður. Sigurður Grétarsson, framkvæmda- stjóri Egilsstöðum, ritari. Aðrir stjóm- armenn, Óttar Yngvason, fram- kvæmdastjóri Reykjavík, og Guð- mundur Þórðarson, útgerðarstjóri Hafnarfirði. í varastjóm vom kjömir Ingólfur Sveinsson, ffamkvæmdastjóri Fáskrúðsfirði, og Steingrímur Matthí- asson, framkvæmdastjóri Þorlákshöfn. Á fyrsta fundi sínum, sem haldinn var að loknum stofnfundinum, sam- þykkti stjóm félagsins að beina því til stjómvalda, að þau hafi samráð við fé- lagið um þau málefni er snerta hags- muni aðilanna, enda sé félagið fúst til góðrar samvinnu við stjómvöld. Enn- fremur samþykkti stjómin að hún sé reiðubúin til samvinnu við LÍÚ um sameiginleg hagsmunainál félags- manna í samtökunum báðum. ■ Vísbendingaleikur Alþýðublaðsins Spurt er ~Þekkirdu manninn? Alþýðublaðið neldur í dag áfram með laufléttan spumingaleik, þarsem reynir á hversu mannglöggir lesendur em. Spurl er um menn úr öllum áttum, Islendinga jafnt sem útlendinga, lífs og liðna. Spumingamar em 10 og em gefnar þijár vís- bendingar með hveni spumingu. Sá sem svarar rétt eftir fyrstu vísbendingu fær þijú stig, tvö stig fást fyrir rétt svar eftir aðra vísbendingu og eitt stig ef svarið kemur eftir þriðju vísbendingu. Lesendur geta mælt þekkingu sína við svör keppend- anna Sæmundar Guðvinssonar og Illuga Jökulssonar, hér að neðan. FYRSTA VÍSBENDING ÖNNUR VÍSBENDING ÞRIDJA VÍSBENDING 1 Nú er spurt um rithöfund sem fæddist á Akureyri 20. október 1902. Hann var áberandi í verkalýðspólitík, meðal annars varaformaður Dagsbrúnar 1954-61. Endurminningabækur hans vom tilnefndar til bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs. Bækumar heita Fátœkt fólk og Baráttan um brauðið. 2 Hann er persóna í íslendinga- sögu; þótti ráðagóður, hógvær, drenglyndur og langminnugur. Hann mælti á ögurstundu: Trú- ið þér og því, að guð er mis- kunnsamur og mun hann oss eigi láta brenna bæði þessa heims og annars. Hann var vinur Gunnars á Hlíðarenda, en konur þeirra elduðu grátt silfur saman - með ægilegum afleiðingum. 00 Hún var fulltrúi Alþýðuflokks- ins í hafnarstjórn 1986-90. Hún varð stúdent 1958, leik prófi frá Leiklistarskóla ríkisins 1964 og BA-prófi í ensku, frönsku og latínu frá HÍ1972. Hún hefur meðal annars verið dansari, leikari, menntaskóla- kennarí, dagskrárgerðarmaður og ritstjóri. Nú er hún hinsveg- ar framkvæmdastjórí Kvik- myndasjóðs. 4 Nú er spurt um mann sem uppi var 1867-1941 og sat á þingi 1922-30 fyrir Heimastjómar- flokkinn, íhaldsflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn. Aðalstarfið fólst hinsvegar í skólastjóm Kvennaskólans í Reykjavík. Hún var fyrsta konan sem kjör- in var á Alþingi. CJl Hann orti: Úti á hjami flokkur frýs fána sviptur rauðum. Ólafur Ragnar Grímsson grís gekk af honum dauðum. Hann er fæddur 1939; söguleg skáldsaga eftir hann vakti lukku hjá gagnrýnendum fyrir jólin. Hann er sonur Guðmundar Böðvarssonar skálds. 6 Þessi maður, sem lést fyrir 2318 árum, sagði meðal annars: Kær er mér Platón, en sannleikurinn er mér enn kærari. Hann var einmitt lærisveinn Platóns, en sjálfur lagði hann gnmn að ótrúlega mörgum fræðigreinum. Hann var kennari Alexanders mikla. Meðal rita hans eru Um skáldskaparlistina og Um sálina og hafa bæði komið út á ís- lensku. 7 Hann sagði í ræðu 1936: Við getum komist af án smjörs, en til dæmis ekki án fallbyssna. Ef ráðist verður á okkur, þá getum við aðeins varið okkur með fall- byssum, en ekki með smjöri. Hann framdi sjálfsmorð með konu sinni árið 1945. Áður höfðu þau drepið bömin sín fimm. Hann var áróðursmálaráðherra hins nasíska Þýskalands. 00 Hún er barónessa af Kesteven. Hún sagði árið 1980: Snúið við, ef þið viljið, en frúin heldur sínu striki. Tíu ámm síðar var henni hins- vegar velt úr leiðtogasæti flokks síns og ríkis. CD Einar Benediktsson skrifaði í Vísi árið 1929 um þennan mann, að sýning hans væri við- burður, og hann væri efnileg- astur myndlistarmaður þjóðar- innar. Ekki voru allir sammála. Hann fæddist að Strýtu í Bú- landshreppi árið 1892. Hann nam einkum í Þýskalandi, mætti lengstaf andstreymi en er nú viðurkenndur sem stór- merkur brautryðjandi. Hann var bróðir Ríkharðs Jónssonar myndhöggvara. 10 Hún var kynbomba sem skrif- aði meðal annars bækurnar How To GetA Man og How To Get Rid OfA Man. Hún er leikkona af ungverskum ættum sem sagði einu sinni: Ríkur maður er aldrei ljótur. Hún hefur jpfst ótal sinnum. Hún sagði: Eg hef aldrei elskað nokkurn mann nógu mikið til að gefa honum demantana sína aftur. Illugi lagdi Sæmund Spurningaleikur Alþýðublaðsins heldur nú áfram eftir nokkurt hlé. Illugi Jök- ulsson er enn á sigurbraut og hlaut nú hvorki fleiri né færri en 27 stig. Keppi- nautur hans, Helgarpóstsmaðurinn Sæmundur Guðvinsson, stóð sig með miklum ágætum þótt ekki dygði það gegn llluga. SpurningSæmundur Samtals 1 3 3 3 3 2 3 6 3 6 3 2 8 2 8 4 1 9 2 10 5 1 10 2 12 6 2 12 3 15 7 2 14 3 18 8 3 17 3 21 9 1 18 3 24 10 2 20 3 27 lllugi Samtals lllugi: 27 stig. Sæmundur: 20 stig. joqeg esz esz '0L uossuop jnuuy ’6 Jaqoieqi iaje6jei/\| g S|aqqp9 qdasop 't sa|a;oisuv '9 uosspunujpno JeAQog -g uoseuje[g h 6jo[q!6u| -y uiejqos sipuAjg -g !|OAqsjpc|6jag e ||e[fq ~z uosspujg !a66Aji 'i joas uay

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.