Alþýðublaðið - 12.01.1996, Blaðsíða 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996
s k o ð a n i r
JLLÞYBUBUDIB
21046. tölublað
Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566
Útgefandi Alprent
Ritstjóri Hrafn Jökulsson
Umbrot Gagarín hf.
Prentun ísafoldarprentsmiöjan hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing
Sími 562 5566
Fax 562 9244
Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði.
Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk
Ráðgátan Mitterrand
íslendingum getur virst næsta ómögulegt að átta sig á Frangois
Mitterrand, forsetanum franska sem borinn var til grafar í gær
eftir stjómmálaferil sem spannaði meira en hálfa öld. Ekki er það
nein furða. Þversagnimar í fari mannsins og ferli em slíkar að
þótt hann haft ríkt forseti í fjórtán ár eiga Frakkar sjálfir í mestu
brösum með að skilja hann. Það er ekki kyn að honum var gefið
viðumefnið „sfmxinn“.
Það er ekki einfalt mál að skrifa eftirmæli eftir Fran^ois Mitt-
errand. Hann vann sannarlega ýmsa sigra, en síðari tíma atburðir
urðu einatt til þess að þeir reyndust að lokum minni en til stóð.
Þótt hann væri ráðherra í flestum ríkisstjómum á tíma fjórða lýð-
veldisins svokallaða, var hann í raun á hálfgerðum vergangi í pól-
itík. Það var ekki fyrr en de Gaulle stofnaði fímmta lýðveldið
1958 að Mitterrand fann sína pólitísku köllun: að sameina vinstri
menn gegn ofurvaldi fylgismanna hershöfðingjans, gaullistum. Á
næstu ámm byggði hann upp Sósíalistaflokkinn, fyrrnm áhrifalít-
inn smáflokk, í kringum persónu sína og mddi þannig brautina
fyrir sjálfan sig og vinstri menn í forsetahöllina, Elysée. I leiðinni
tókst honum að rjúfa einokunaraðstöðu gaullista í frönskum
stjómmálum og síðarmeir, með þeirri kænsku sem honum var
eðlislæg, að koma á kné Moskvusinnuðum og steinrunnum
kommúnistaflokki sem lengi hafði verið til óþurftar í frönskum
stjómmálum. Eftir því sem áhrif Mitterrand jukust tók franskt
flokkakerfí æ meir að taka svip af því sem gerist í öðmm ríkjum
Vestur-Evrópu.
Sósíalistaflokkurinn átti sinn gullaldartíma á fyrri hluta valda-
skeiðs Mitterrands, en það endurspeglar vissulega brestina í fari
leiðtogans hversu fljótt hallaði undan fæti. Mitterrand virðist oft-
lega hafa verið blindur á gallana í nánustu lagsbræðmm sínum og
hann varð uppvís að því að hygla þeim umfram hæfíleikamenn
sem hefðu getað tekið við leiðtogahlutverkinu af honum. Afleið-
ingin var sú að Sósíalistaflokkurinn sökk djúpt í spillingarfen og
foringjar hans misstu alla tiltrú hjá kjósendum sem flykktust burt
í hrönnum. Mitterrand skóp flokkinn en á tíðum virtist sem hann
væri að gera sitt ítrasta til að eyðileggja hann aftur.
Svona vega ávinningar og ófarir salt á forsetaferli Mitterrands.
Hann afnam dauðarefsingu, hætti tilraunum með kjamorkuvopn
sem eftirmaður hans, Jacques Chirac, byrjaði í flónsku sinni á
nýjan leik, hann styrkti almannatryggingakerfið svo Frakkland
gat farið að bera sig saman við önnur vestræn velferðarríki. Eftir
að hafa gefið upp á bátinn fomfálegar hugmyndir um þjóðnýt-
ingu gerðist hann raunsæismaður í efnahagsmálum og stýrði þjóð
sinni á miklu gróskuskeiði. Þótt hann stæði vörð um stórveldis-
hugmyndir Frakka sagði hann skilið við sérlundaða utanríkis-
stefnu gaullista og bætti samskiptin við Bandaríkin og Nató.
Hann teysti sættir Frakka og Þjóðverja og lagði þannig gmnninn
fyrir þróun Evrópusambandsins.
Líklega sat Mitterrand of lengi á forsetastóli. Á seinna kjör-
tímabili sínu fóm honum að verða á mistök sem kasta skugga á
það sem áunnist hafði. Fyrirætlanir um gjaldeyrissammna í Evr-
ópu urðu eins og hver önnur kredda með þeirri afleiðingu að
vextir urðu óbærilega háir og atvinnuleysi þjóðarböl. Hann virtist
oft að þrotum kominn og hikaði við að ráðast í efnahagslegar að-
haldsaðgerðir sem löngu vom tímabærar. í utanríkismálum glapt-
ist honum sýn og honum virtist ofvaxið að skilja atburðarrásina í
heiminum eftir fall Berlínarmúrsins og Sovétríkjanna.
Það er ekki heiglum hent að skilja svo margþættan stjómmála-
feril. En hitt verður ekki frá Mitterrand tekið að hann hafði yfir
sér menntabrag sem núorðið er fágætur meðal stjómmálamanna.
Máski má efast um hversu sannfærður vinstri maður hann var, en
eins og áður hefur verið sagt hér í blaðinu var hann líklega í
hjarta sínu það sem Frakkar kalla „républicain“; maður sem hafði
fyrst og síðast þá hugmynd að standa vörð um lýðveldið, lýðræð-
ið og frægar hugsjónir frönsku byltingarinnar. ■
Heim úr miðju partýi
New York, Róm okkar daga.
Höfuðborg hins friðsama risaveldis
sem ríkir yfir okkur öllum, leynt og
ljóst. Sem við trúum og treystum á.
Rjómalagað Rómaveldið. Kjamoddum
búna Keisaradæmið sem eignaði sér
hnöttinn án vopna og tunglið að auki.
Landvinningar án landgönguliða. Ný-
lendur unnar með myndum á hvítu
tjaldi. Þjóðir hnepptar í gíslingu með há-
værum rafmagnsgítar og brosi frá
Söndru Bullock. Bara einn Kastró og
annar Kim II sem ekki létu segjast.
Tveir litlir rauðir blettir í andliti jarðar,
sem ekki létu farðast. Restin horfir á
„Seinfield" og CNN. In God we trust
and the US of A. Heimurinn treystir á
Ameríku og keisarann góðeygða, blá-
hærðan dreng ífá Litlum Steini.
Vikupiltar |
Hallgrímur
Helgason
skrifar
„Pax Romanurrí' entist í sex hundruð
sumur. ,,P;ix Americana" mun endast í
þúsund ár. Segir og vonar rithöfundaði
blaðamaðurinn Tom Wolfe þar sem
hann stendur, að venju á sínum hvítu
jakkafötum, I ræðupúlti í Metrópólitan-
safninu og segir listamönnum nútímans
til synda: Látið nú af þessari tilgerð og
komið inn úr ykkar sjálfskipaða kulda.
Allt ykkar hjal um yfirburði ykkar og
heimsku almennings er blekking ein.
Gagnrýnið borgarastéttina, en ekki utan
frá, stikkfrí og þægilega, heldur innan
frá, eins og Dickens. Gerist „aðgengi-
legir“. Hættið þessum leikaraskap sem
segir að öll góð list komi frá véfrétta-
stofunni í Delff og áhorfendur þurfi að
ljúka námskeiði í nútímalist áður en far-
ið er á sýningar. Lifi Borgarastéttin!"
Vivre la bourgoisie!“ sagði skáldið með
sinn bonfíríska bindishnút, á vantity-litri
skyrtu.
New York. Róm okkar daga.
Hingað verða allir að koma. Hingað
koma allir, sem ætla að verða eitthvað.
Og héðan fer maður ekki nema á tvenn-
an hátt: Annað hvort sigri hrósandi, eða
með skottið á milli lappanna. Ég er
þessa dagana að reyna að girða skottið
niður í buxumar þannig að það ber ekki
eins mikið á því þegar ég laumast upp í
lestina og maurast út úr þessari skýja-
borg, neðanjarðar. Maður kveður þessa
borg ætíð með tvenns konar trega. Með
einföldum söknuði, og - sama hvað
hver segir, og sama hvað manni er sama
um þetta allt saman - einhverjum óaf-
sakanlegum sárindum í sálinni yfir því
að sitja ekki í limúsínu útá flugvöll.
í New York em nú 125.000 skráðir
listamenn. Eru það ekki allir Reykvík-
ingar? Og allir reyna þeir að búa á Man-
hattan, í nánd við SOHO, fyrir neðan
14. stræti. Meðal húsaleiga í SOHO er
2000 dalir á mánuði. Það eru 132.000
krónur íslenskar. Tom Wolfe segir þetta
vera eina fátækrahverfi í sögu mann-
kyns þar sem fátæktin er sjálfunnin.
„Voluntary poverty". Hér verða menn
að búa, ef þeir ætla að vera með. New
York. Höfuðborg listaheimsins. Hvað
var Virgill lengi í Róm? Thorvaldsen
meikaði það í Róm. Goethe kíkti bara
við. En Gore Vidal flúði Róm hina nýju
og valdi þá gömlu. Eru það ekki bestu
borgimar? Borgir sem voru. Eða borgir
sem eiga eftir að verða. Eins og Reykja-
vík.
Kúnstin við að njóta New York-borg-
ar er einkum sú að sneiða hjá þessum
125.000 listamönnum. Biturleikinn er
hér margfaldur á við þann í Þingholtun-
um heima þar sem ljóðskáldin eru
smám saman að tapa sjón vegna sí-
þyngjandi ennis og atvinnulausir leikar-
ar opna skjálíhentir húsakynni sín fyrir
eftirpartýið, til að ná að læsa fataskápn-
um þar sem flugfreyjubúningurinn
hangir á herðatré áður en háðfuglar næt-
urinnar komast í feitt, þessir ramm-ís-
lensku gammar sem ætíð munu Iifa á
óförum annarra. Og örvæntingin hér er
grátleg. Og einmanaleikinn. „Call me!“
kalla þeir á mann, abstrakt-málaramir
(„well it’s kind of figurative, you know
..“) með hringinn í eyranu, þegar maður
hverfur útum bardymar, að eilífu bólu-
graíhir af æskuárunum á Kansas, búnir
að safha 900 „important" símanúmemm
í bókina sína, og að hefja ellefta árið hér
í listakapítólinu, þetta „crncial" ellefta
ár, sem endanlega á að skera úr um það
hvort þeir „meiki það“ eða ekki. (í upp-
hafi gáfu þeir sér fjögur ár.) Samkvæmt
lögum em þeir að því loknu af yfirvöld-
um bomir út úr borginni, eða læstir inná
hæli. 132.000 krónur á mánuði í leigu. í
ellefu ár.
Já, já. Þetta er allt að koma.
Dalirdeyja í vösum mínum .... Bráð-
um verða þeir allir komnir í eyði. Græn-
ir em dalir þínir, borg mín í vestrinu ....
Ég slapp að vísu með 53.000 krónur í
leigu á mánuði, en hér tjáir fólk sig með
peningum. Hér er verðgildi þeirra fyrst
og fremst tilfinningalegt. Allir eru
elskulegir, ef þú tippar vel. Ekkert gleð-
ur meyjarhjartað meir en úppið. Eins og
sú íslenska bartendmn sagði á sínum
tíma: „Maður lifir bara á tippinu sko.“
Allar barstúlkur borgarinnar. Það vom
þær, sem ég kynntist best. Ein sú helsta
dægradvöl hér í New York er að mæta
hress og fyndinn á barinn og flörta fram
í fingurgóma, alveg þar til númerið
kemur „yeah, sure ...“ og kikkið þar
með. Símanúmerasöfnun. Skemmúlegri
en frímerkin. En svo borgar sig ekkert
að hringja. Því allar em þær „stmggling
artists" eða „actually, I’m an actress"
eða ,J used to be a model“ eða ,J’m go-
ing to be in a film, maybe ..." eða „I
want to get into broadcasúng, celebrity-
news, you know ...“ eða ,J just finished
a demo tape and I sent it to Sony and
they really liked it so ...“
So. Soho. Sóhó. Hei hó. Hei hó. Við
höfúm fengið nóg.
Það sem ekki er hægt að gera í New
York. Ef maður er ekki að hlusta á Tom
Wolfe kenna Evrópu um að eyðileggja"
amerísku öldina" með sínu átakanlega
avant-gardi og þá furðulegu ráðstöfun
að gera Ameríku að höfuðvígi hins of-
meúta freudisma, situr maður á gamlárs-
kvöld í aftursæú leigubfis yfir Manhaú-
an-brú og reynir eftir bestu getu að
sinna áfallahjálp við bflstjórann sem enn
er í andlegu sjokki eftir að hafa fyrir
stundu fundið hlaðna skammbyssu í
þessu sama aftursæti, eða maður situr
ljúflega dmkkinn „after hours“ á ítölsk-
um bar í Þríböku (Tribeca) og eyðir
tveimur tímum í það að borðast í augu
við syndandi augu úr karabíska hafinu
þann góða desert Tíramísú á meðan
leigubílarnir lýsa upp morgunmyrka
snjókomuna fyrir utan og Madonna
syngur öll „rólegu lögin“ sfh, eða maður
situr sokkinn í sófa inná Time Café með
íslenskum Hróa og reynir að átta sig á
því hvað það í raun þýði að vera
„skemmtanaiðnaðarlögfræðingur með
áherslu á „celebrity related crimes" sem
ljóshærð stúlka af króatískum ættum ffá
Toronto sem býr í Malibú segist vera og
hvort vinkonur hennar sem haldast í
hendur séu tvíburar eða lesbíur eða
hvað, eða maður stendur á miðjum
Broadway og testar söguþráð í væntan-
legri skáldsögu á saklausum vegfarend-
um „yeah ... sounds good ... good idea
for a story...“ og það sem var nú eigin-
lega toppurinn á öllu saman - maður
húkir af sér fimm kokteilglös til þess
eins að komast baksviðs í 92nd street Y
til að sjá snjáðu Nike-strigaskóna sem
Derek Walkott er í hinn mikli Valköttur
vestrænnar ljóðlistar, og þora ekki að
yrkja á hann en dást bara að skónum og
því að Nóbelsverðlaun þurfa ekki að
verða mönnum fjötur um fót, á Trínid-
ad.
Fallegasti dagurinn í New York var
þó mánudagurinn síðasti, þegar tveir
fætur af snjó höfðu fallið um nóttina og
fullkomlega lamað „Róm okkar daga“;
stíflað lestargang og kaffært alla bíla.
Lognið sem kom í kjölfar „The Blizzard
of ’96“ var himneskt og breytti borginni
í „winter wonderland"; fólkið gekk um
nýmddar bfllausar götumar og allt varð
eins og á nítjándu öld. Bijálæðisborgin
varð allt í einu svo undursamlega róleg
og allir urðu svo furðulega glaðir og
smelltu af sér myndum og gerðu allt það
sem þeir gátu til að gleyma ekki þessum
degi á nýbyijuðu ári jsegar tíminn færð-
ist aftur um hundrað ár. Og ég fór að
hugsa hvers vegna ég kunni svona vel
við mig. Kannski hefði ég átt að fæðast
árið 1807? En þá væri ég náttúrlega
dauður núna. Þannig að ...
Að fara ffá New York er eins og að
fara heim úr partýi. Skemmtilegu partýi
sem enn er í fúllu stuði. Maður spyr sig
óneitanlega: Af hverju er ég að fara
heim, núna? (ja, það er nú einföld
ástæða fyrir því. Ég hef ekki íbúðina
lengur.) En partýið heldur áfram, hið
endalausa eftirpartý vestrænnar menn-
ingar, og kjarnorkusprengjurnar eru
ennþá jafn ómissandi ósnertar upp í
skáp og klappstýrumar hoppa áfram á
hverjum skjá og kalifomíuvínin gerast æ
betri. Að vísu em farin að sjást fyrstu
merki þess að það sé að dofna yfir gleð-
skapnum. Það er búið að banna reyking-
ar. Og keisarinn bláhærði má ekki leng-
ur halda frá hjá, í þessu Rómaveldi okk-
ar daga. ■
Atburðir dagsins
1268 Gissur jarl Þorvaldsson
lést, 60 ára. Hann var goðorðs-
maður og einna mestur höfð-
ingi á íslandi á 13. öld. 1830
Friðrik Sigurðsson og Agnes
Magnúsdóttir tekin af lífi í
Valnsdalshólum. Þau myrtu
Nalan Ketilsson og Pétur Jóns-
son. Þetta var síðasta aflaka á
íslandi. 1940 Einar Benedikts-
son skáld lést, 75 ára. 1993
Samningur um aðild íslands að
EES samþykktur á Alþingi eft-
ir lengstu umræður þingsög-
unnar. 1976 Spennusagnahöf-
undurinn Agatha Christie deyr,
85 ára. 1989 Idi Amín, fyirum
einræðisherra Úganda, rekinn
frá Zaire og leitar hælis í Sene-
gal.
Afmælisbörn dagsins
Jack London 1876, bandarísk-
ur rithöfundur. Hermann Gör-
ing 1893, næstráðandi Adolfs
Hitlers og yfirmaður þýska
flughersins. Joe Frazier 1947,
bandarískur hnefaleikakappi,
heimsmeistari í þungavigt
1970-75.
Annálsbrot dagsins
Dó bam 7 vetra af brcnnivín-
sofdrykkju vestur á Rifi.
Setbergsannáll 1702.
Samviska dagsins
Ég hef enga samvisku! Adolf
Hitler er samviska mín!
Hermann Göring, 103 ára í dag.
Málsháttur dagsins
Aftur réttist stál, ef ei er of-
beygt.
Tungur dagsins
Ég tala spænsku við guð,
ítölsku við konur, frönsku við
karla og þýsku við hestinn
minn.
Karl V, 1500-58, Þýskalandskeisari.
Orð dagsins
í œsku eg liugði ú hœrra stig.
Það heldurfyrir mér vöku,
að ekkert liggur eftir mig
utan nokkrar stökur.
Ein siöasta vísan sem Einar Bene-
diktsson orti. Hann dó þennan dag
fyrir 55 árum.
Skák dagsins
Argentínumennimir Panno og
Bravo em í aðalhlutverkum í
skák dagsins. Sá fyrmefndi er
snöggtum frægari en Bravo,
sem hefur svart og á leik, fagn-
aði sigri í þessari skák árið
1975. Sannkölluð flugeldasýn-
ing.
Svartur leikur og vinnur.
1.... De21! 2. Rf6+ Taki hvít-
ur drottninguna blasir mátið
við. 2. ... Hxf6 3. exf6 Dxd2
Panno gafst upp. Bravó!