Alþýðublaðið - 17.01.1996, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1996
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
a
5
Þeir sem hafa rutt nýjar brautir hafa orðið að þola gríðarlegar árásir. Það
á við um Jón Baldvin.
Jón Baldvin?
„Ég studdi Kjartan."
Afhverju?
„Okkur Jóni Baldvini var ekkert vel
til vina á þeim tíma. Okkur lenti fyrst
saman í framboðinu vestra 1974 þegar
hann var í öðru sæti á lista Karvels og
ég í fyrsta sæti og Vilmundur í öðru á
lista Alþýðuflokks. Við Jón Baldvin
skiptumst á skoðunum á mörgum
ffamboðsfundum og sumir þeirra urðu
reyndar ekkert annað en rifrildi okkar
á milli. Seinna lentum við í hörðum
átökum vegna framboðsmála fyrir
vestan. Samskipti okkar byrjuðu því
ekki gæfulega. Satt að segja höfðum
við litlar mætur hvor á öðrum, en það
hefur nú breyst. En ég studdi Kjartan
af ýmsum ástæðum, meðal annars
vegna þess að ég er svo gamaldags í
mér að mér þykir vont fyrir flokk að
fella formann á flokksþingi, en ég
studdi hann einnig vegna þess að þá
var mér ekki sérlega hlýtt til Jóns
Baldvins."
Kostir og gallar
Jóns Baldvins
En hvemig finnst þér Jón Baldvin
hafa staðið sig sem formaður flokks-
ins?
„Mér finnst hann hafa staðið sig af-
burða vel. Hann hefur gert þá breyt-
ingu á Alþýðuflokknum sem Vil-
mundur Gylfason var fyrstur til að
lýsa eftir og hann hefur fylgt þeim
breytingum vel eftir. Jón Baldvin er
afskaplega vel lesinn stjómmálamað-
ur. Hann er í pólitík af lífi og sál, pól-
itíkin er bæði atvinna hans og áhuga-
mál. Hann er glæsilegur forystumað-
ur.“
Hver er hans stœrsti galli?
„Hann er eins og margir afburða-
menn, honum leiðist að eyða miklum
tíma í það sem honuni finnst ekki
skila verulegum árangri. Kannski er
hans stærsti galli sá að hann gefur sér
ekki nægan tíma til að hlusta á kvabb
og kveinstafi hjá hinum og þessum.
Menn sem em í því að hlusta á kvabb
og kveinstafi og misjafnlega merki-
legar orðræður em í afskaplega leiðin-
legu starfi og gera náttúrlega fátt ann-
að á meðan. Mér finnst þetta því ekki
umtalsverður galli á Jóni því honum
gefst þess vegna meiri tími til að
koma hiutunum í verk.“
Viltu sjá hann áfram sem formann
flokksins?
,Já, ég vil það. Jón Baldvin er einn
af hæfustu stjórnmálamönnum Is-
lands. Hann er að sjálfsögðu umdeild-
ur eins og vera ber, því menn sem
hafa skoðanir verða alltaf umdeildir á
íslandi. En hlutverk stjómmálamanna
er ekki að láta leiða sig heldur að leiða
aðra. Það getur oft verið erfitt því ís-
lendingar em eyþjóð, afar einangmn-
arsinnuð og mikið á móti breytingum.
Þeir sem hafa mtt nýjar brautir, bæði á
okkar tímum og öðrum tímum, hafa
orðið að þola gríðarlegar árásir. Það á
við um Jón Baldvin. En hvar væmm
við stödd íslendingar ef við hefðum
ekki átt í gegnum tíðina stjómmála-
menn sem hafa tekið slíka forystu? Þá
byggjum við enn í moldarkofum."
Hefur þú hug á því að verða for-
maður flokksins ?
„Nei, ég hef engan hug á því. Það er
mjög erfitt starf og ég tel að það sé í
góðum höndum þar sem það er.“
Nauðsynlegt að hrista
upp í heilbrigðiskerfinu
Þú varst mjög umdeildur heilbrigð-
isráðherra. Sumum fannst jafnvel sem
þú færir fram með miklu offorsi í að-
gerðum þtnum.
„Ja, þar á við það sama og ég var að
segja við þig um Jón Baldvin. Ef þú
ætlar að breyta ástandi þá gerirðu það
ekki nema með aðgerðum. Það sem
gert var til breytinga, og menn voru
hvað mest á móti, tókst yfirleitt vel.
Við getum tekið sameiningu Borgar-
spítalans og Landakots sem var mikið
átakamál á sínum tíma. Nú eru menn
almennt sammála um gagnsemi þeirr-
ar aðgerðar og tala um að ganga
lengra á þeirri braut. Við getum nefnt
deilurnar um vistun ósakhæfra af-
brotamanna á Sogni. Þar reis mestallt
geðlæknabatteríið gegn mér, helst var
á þeim að skilja að það þyrfti fjörtíu
manns bara til að passa stigann á milli
hæða og fullyrt var að fólki í nágrenn-
inu myndi stafa stórhætta af vistmönn-
um. Nú er verið að útskrifa fólk sem
hefur verið á þessari stofnun. Þar hef-
ur tekist vel til. Þær aðgerðir sem ég
greip til í lyljamálum báiu mikinn ár-
angur og góðan. Auðvitað var ekki allt
sem gekk upp en ég held að flestir séu
sammála því eftir á að nauðsynlegt
hafi verið að hrista upp í heilbrigðis-
kerfinu. Það tókst vonum framar. En
það var erfitt meðan á því stóð.“
Langar ekki til að upplifa
átökin við Jóhönnu aftur
Hvað viltu segja um brotthvarf Jó-
hönnu Sigurðardóttur úr Alþýðu-
flokknum?
„Sú aðgerð varð til þess að Sjálf-
stæðisflokkurinn og Framsóknarflokk-
urinn mynduðu ríkisstjóm. Ef til þessa
óhappaatburðar hefði ekki komið þá
hefði Alþýðuflokkurinn fengið góða
kosningu og sæti í ríkisstjórn núna.
Jóhanna, sem var vinsælasti stjórn-
málamaður Islands á meðan hún var
fyrst og fremst í því að skamma okkur
samstarfsmenn sína fyrir hvað við
værum vondir menn, mælist nú ekki
lengur í vinsældarkönnununm. Hún
hefur orðið fyrir áfalli. Hún hefur ekki
lengur okkur til að sparka í og um leið
hafa vinsældir hennar dvínað."
Viltu vinna að því að fá hana aftur í
flokkinn ?
„Það gæti vel verið ef hún hefur
einhvem áhuga á því að koma aftur.
Atökin við hana, sem voru yfirleitt
ekki efnisleg ljeldur byggðust miklu
fremur á óánægju og ósætti hennar,
gengu afskaplega nærri okkur sem
vorum ráðherrar og þingmenn flokks-
ins. Þetta var mjög erfiður tími, það
reyndi mikið á okkur og mig langar
ekki til að upplifa þann tíma affur.“
Sameiginleg stefna
forsenda sameiningar
Hver er afstaða þín til sameiningar-
málanna?
„Það er engin tilviljun að Alþýðu-
flokkur og Alþýðubandalag skuli
starfa í sitt hvoru lagi. Flokkamir hafa
yfirleitt verið sammála um tiltekin
innanríkismál, en um ýmis önnur mál
hefur alltaf verið harður ágreiningur.
Sá ágreiningur ríkir enn þótt hann sé
nú um önnur mál en áður var. Nú er til
dæmis ekki lengur ágreiningur um
NATÓ, en í staðinn er ágreiningur um
samstarf innan Evrópu. Hér áður var
enginn ágreiningur um landbúnaðar-
mál, en Alþýðubandalagið hefur vikið
frá fyrri stefnu sinni. Það má nefna
fleiri ágreiningsmál eins og deilur um
frjáls viðskipti og frelsi í gjaldeyris-
viðskiptum.
Það er mjög mikilvægt að stjóm-
málaflokkur hafi samræmda skoðun.
Hann getur ekki verið bæði með og á
móti Evrópusambandinu. Hann getur
ekki verið bæði með og á móti GATT.
Ef þessir flokkar marka sér sameigin-
lega stefnu þá em fullar forsendur fyr-
ir sameiningu. En ef ágreiningurinn
verður enn um þessi mál þá verður
flokkunum ekki steypt í einn heldur
verður þá um einhvers konar sam-
vinnu að ræða.“
Með hvaða ftokki Iteldurðu að Al-
þýðuflokkurinn eigi mesta samleið?
„Alþýðuflokkurinn á mesta samleið
með sjálfum sér. Hann er fulltrúi al-
mannahagsmuna en ekki pólitískur út-
sendari hagsmunahópa. Þar skilur Al-
þýðuflokkurinn sig frá öllum öðrum
stjórnmálaflokkum. Það gerir honum
kleift að vinna með hvaða flokki sem
er, svo ég get ekki sagt að Alþýðu-
flokkurinn eigi í veigamiklum atriðum
eitthvað sérstakt sameiginlegt með
einhverjum einum flokki öðmm frem-
ur, nema þá með sjálfum sér.“
Óttalega leiður á innanhúss-
erjunum
/ beinu framhaldi kemur hin klass-
íska spurning; af hverju er fylgi
flokksins ekki meira?
„Ég held að ástæðan sé fyrst og
fremst sú að flokkur sem telur sig
óháðan öðru en almannahagsmunum
berst oft og tíðum fyrir ýmsum breyt-
ingum í samfélaginu sem meirihluti
þjóðarinnar er ekki sáttur við meðan
verið er að berjast. Við getum nefnt
frjálsa samkeppni sem Alþýðuflokk-
urinn hefur verið í forystu fyrir. Við
getum nefnt inngönguna í EES, en
margir stimpluðu á sínum tíma helsta
talsmann hennar, Jón Baldvin, sem
landráðamann. Fjarska margir urðu til
að trúa því að við inngönguna myndi
allt fyllast af Suður-Evrópubúum, sem
tækju atvinnu af íslendingum, og að
erlendir fjáraflamenn myndu ryðjast
hér inn og kaupa allar fegurstu jarðir á
landinu og svo framvegis. Maður
skyldi halda að þegar þessir einstak-
lingar sjá að framvindan er ekki á
þann veg þá færu þeir að viðurkenna
að Alþýðuflokkurinn hefði haft rétt
fyrir sér. En þeir vilja ekki ræða mál-
ið, vilja ekki viðurkenna að þeim hafi
orðið á mistök. Þess vegna má segja
að þó að Alþýðuflokkurinn hafi haft
forystu uin margar breytingar til bóta
á íslensku samfélagi, sem menn viður-
kenna eftir á í huga sér að hafi verið til
framfara, þá fást þeir aldrei til að fall-
ast á að þeir hafi haft rangt fyrir sér,
hvað þá heldur að kjósa „þennan
skelfilegaflokk“.“
En af hverju eru ætíö þessar innan-
hússerjur íAlþýðuflokknum?
„Ég veit það ekki. Ég er orðinn
óttalega leiður á þeim. Ég botna
hvorki upp né niður í mörgum þessara
deilumála. Ég held að sum þeirra séu
fyrir utan og ofan alla almenna skyn-
semi. Ég veit oft ekki um hvað er ver-
ið að deila eða af hveiju menn verða
svo ógurlega reiðir, eða hvert tilefnið
er, eða hvað menn ætla sér. Kannski
eru þetta allt svona miklir einstak-
lingshyggjumenn."
Ekkert að velta fyrir mér
bankastjórastöðu
Er eitthvað hœft í því slúðri sem
gengur um bœinn þess efhis að þú sért
á förum úr pólitík og á leið að verða
bankastjóri Landsbankans?
„Nei, ég er ekkert að velta fyrir mér
þeim hlutum. Ég er í þinginu og er að
vinna mín verk þar og kann ágætlega
við það. Það er svo margt slúðrað í
þessu þjóðfélagi að það er með ólík-
indum. Það má ekki segja skoðun
sína, annað hvort í mæltu máli eða
grein, öðruvísi en að menn fari að
kggja saman tvo og tvo og fá út
fimm.“
Einmitt, og það minnir á grein sem
þú skrifaðir um daginn um forseta-
embœttið og vakti mikla athygli. Fyrst
túlkuðu menn hana á þann veg að þú
vœrir að íhuga forsetaframboð eða að
lýsa yfir stuðningi við Jón Baldvin í
embœttið. Nú virðast menn vera
komnir á þá skoðun að þú hafi verið
að lýsa þig fylgjandi forsetaframboði
Davíðs Oddssonar.
„Ég skrifaði greinina til að vekja at-
hygli á því að starf forseta íslands er
pólitískt starf. Hann gegnir ákveðnu
hlutverki í stjómkerfinu, sem gerir það
að verkum að hann þarf að hafa af-
skipti af stjómmálum, oft mjög vem-
leg. Forsætisráðherra hefur reglulegt
samráð við forseta við stjómarathafn-
ir. Forsetinn þarf að hafa góð sam-
skipti við innlenda og erlenda stjóm-
málamenn. Það hlýtur að vera kostur
fyrir þann sem ætlar að gegna embætti
forseta að hafa reynslu af þessum
þætti starfsins, án þess að ég sé að
segja að sú reynsla þurfi að vera meiri
virði en önnur þekking og reynsla sem
forsetinn þarf yfir að búa. Þetta segi
ég í greininni. Þá fara menn að velta
því fyrir sér hvort ekki búi eitthvað
annað í orðunum en það sem ég segi.
Ég var spurður að því á Stöð 2 hvem-
ig mér litist á Davíð Oddsson sem
væntanlegan forseta. Ég get endurtek-
ið það sem ég sagði þá. Eg tel að Dav-
íð Oddsson sé einn af þeim mönnum
sem gæti gegnt þessu starfi en þeir era
fleiri og ég vil sjá einhvem af þeim
mönnum í framboði. Ég vil ekki að sú
hefð sé innleidd í forsetakosningar á
Islandi að stjórnmálamenn eigi ekki
að gefa kost á sér.“
Vilmundur hafði miklu meiri áhrif á
breytingar á viðhorfum Alþýðu-
flokksins en menn gera sér grein
fyrir.
En viltu auka völdforsetans?
„Nei, ég tel það ástæðulaust. Forseti
getur haft talsverð völd ef hann vill,
sérstaklega ef hann er í nánum kunn-
ingsskap við stjómmálaleiðtoga og ef
hann kann vel á reglur þingræðis,
starfsemi þingflokka og svo framveg-
is. Þar veldur hver á heldur."
„...þá opnar hann
kjaftinn aftur"
Fyrir utan pólitík, hver eru þín
áhugamál?
„Ég á mér mörg áhugamál, eins og
til dæmis bóklestur. Ég les allt sem að
kjafti kemur. Sumar bækur les ég oftar
en aðrar. Þar get ég nefnt Islendinga-
sögur og Sturlungu. Af þeim nýlega
útkomnu bókum sem ég blaða oft í er
ævisaga Jónasar frá Hriflu sem mér
finnst vera einhver best skrifaða ævi-
saga stjórnmálamanns sem skrifuð
hefur verið á íslensku.“
Svo ertu góður hagyrðingur.
„Nei, nei.“
Jú,jú.
„Nei; þetta er þjálfun eins og þú
veist. Ég hef verið að leika mér að
þessu gegnum árin en ég hef aldrei
geymt neitt af þessum kveðskap."
Viltu ekki láta mig fá eina vísu
svona í lokin?
„Nei. Þetta era tækifærisvísur sem
maður gerir. Þeim er ekki ætlað lengra
líf en dægurflugum."
En þótt þingmaðurinn neitaði að
gefa sýnishom af vísnagerð sinni þá
brást vísnasafnari þingsins og forseti
Alþingis, Ólafur G. Einarsson vel við
og lét blaðinu í té nokkrar vísur Sig-
hvats.
Sighvatur gekk fram á Hjálmar Jóns-
son og Hjálmar Amason þar sem
þeir sátu saman í þingsalnum. Þá
vaið til þessi vísa:
Hjálmara tvo íhópnum ég tel,
héma um sinn.
Annar er séra og sómir það vel,
og svo er það hinn.
Þessi vísa var orl í orðastað Stein-
gríms Hermannssonar:
Allt er komið á kafí
kjaftæði á þessum stað.
Ég hef áhyggjur afþví,
ég verð að segja það.
Rétt fyrir þinglok, vorið 1990, var
Ólafur G. Einarsson þingflokksfor-
maður og var stöðugt að semja við
stjómarandstöðuna um afgreiðslu
mála. Þá orti Sighvatur:
Dagurinn líður, að kvöldinu kem-
ur
og kvótinn íafgreiðslu fer
því Ólafur semur og Ólafur semur
og Ólafiir semur afsér.
Hér er ein um Halldór Blöndal ffá
þeim tíma er hann var í stjómarand-
stöðu og kvaldi menn með sífelldum
ræðuhöldum:
Halldór er helvítis kjaftur,
hann er þann veginn skaptur
að þegar hann þagnar
og þingheimur fagnar
þá opnar hann kjaftinn aftur.
Ég tel að Davíð Oddsson sé einn af þeim mönnum sem geti gegnt for-
setaembættinu.
Átökin við Jóhönnu gengu afskaplega nærri okkur sem vorum ráðherrar
og þingmenn flokksins. Mig langar ekki tii að upplifa þann tíma aftur.