Alþýðublaðið - 17.01.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.01.1996, Blaðsíða 3
MIÐVjKUDAGUR 17. JANÚAR 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n i r ff Margir hafa komið að máli við mig.. ✓/ Greinilegt er að margir hafa komið að máii við marga því fjölmiðlar hafa vart undan að gera skil öllum þeim sem komið hefur verið að máli við. Leikurinn sem nú er leikinn í fjölmiðlum við miklar vinsældir snýst um það að komast frá byrjunarreit og til Bessastaða. Nýjasti samkvæmisleikur brodd- borgara landsins byggir á því að mæla fram eina setningu - auðlærða. Hún hljóðar svo: „Margir hafa komið að máli við mig“. Pallborðið | Greinilegt er að margir hafa komið að máli við marga því fjölmiðlar hafa vart undan að gera skil öllum þeim sem komið hefur verið að máli við. Leikurinn sem nú er leikinn í fjölmiðl- um við miklar vinsældir snýst um það að komast frá byrjunarreit og til Bessastaða. Eina skilyrðið fyrir þátt- töku er að vera broddborgari og geta fundið lykilorðið, þá setningu sem öllu skiptir og tryggir umfjöllun og áframhaldandi þátttöku. Nú má vitaskuld deila um hver gengur harðast fram í leiknum, fjöl- miðlar sem sífellt sigta út viljuga þátt- takendur eða þeir þátttakendur sem gengið hafa fagnandi til leiks og átt- uðu sig snemma á mikilvægi setning- arinnar: „Margir hafa komið að máli við mig.“ Leitin að næsta forseta Islands stendur yfir og fjöldi einstaklinga vill láta þjóðina finna sig. Þeir hafa hvað eftir annað opinberað dómgreindar- skort sinn, hégóma og sjálfsupphafn- ingu með markvissri endurtekningu á hinum hjákátlegu orðum: „Margir hafa komið að máh við mig.“ Það er líkt og hópurinn trúi því að ef hann mæli setninguna nógu oft þá muni hún öðlast alveg sérstaka merk- ingu, sem sagt þessa: „Þjóðin elskar mig. Þjóðinni finnst ég vera einhvers virði. Eg skipti máli. Ég hef sannað tilverurétt minn. Ég er á góðri leið með að verða sameiningartákn.“ Á vissan hátt er þessu fólki vor- kunn. Það er svo ofurauðvelt fyrir það að ætla að hinn litli heimur sem það hrærist í dags daglega endurspegli raunveruleikann. Miðaldra, einhleypi, einmana maðurinn sem vill eiga sinn þátt í að setja mark sitt á þjóðfélags- umræðuna hringir einn daginn og er svo einlægur og sannfærandi þegar hann ber fram þá frómu ósk að „þessi glæsilegi fulltrúi þjóðarinnar" bjóði sig fram til forseta. Svo þekkir hann svo ósköp marga sem hafa verið að ræða það sama. Og svo hringja fleiri, sumir nokkuð hífaðir þó það heyrist ekki á þeim, og bera fram sömu ósk. Fari allt vel felst sigur þessara einstak- linga í því að geta sagt með nokkru stolti: „Ég hringdi og hvatti til fram- boðs“. Um leið yrðu þeir sáttari við tilbreytingarlaust líf sitt; á lífsleiðinni tókst að koma sínum manni á Bessa- staði. Og þessi símtöl verða til þess, að manneskja sem ftnnur sjálfsmynd sína hvergi nema með því að spegla sig í áliti annarra, dregur einfalda ályktun sem er þessi: „Alþýðan vill mig.“ - Og þegar fjölskyldan, ættingj- ar, vinir, kunningjar og vinnufélagar virðast sammmála fólkinu á götunni þá er óhætt að segja með nokkru stolti: ,Margir hafa komið að máli við mig.“ - Og þá er ekki eins og ein- hverju sé logið. Hinar fjölmörgu dúkkulísur lands- ins dafna og þrífast vegna þess að dag hvern skynja þær mikilvægi sitt í skilaboðum frá manninum á götunni. Og þær hvorki geta né vilja hætta leiknum. Meðan á honum stendur geta þær sannað mikilvægi sitt, ef ekki fyr- ir öðrum þá fyrir sjálfum sér. Hinn almenni kvabbari er einnig hinn ánægðasti í leiknum. Hann hefur loksins fengið jákvæð viðbrögð við hlutverki sem hann hefur leikið ára- tugum saman við litlar undirtektir. Hann hefur reynt að leggja sitt af mörkum til þjóðmálaumræðunnar, en hefur einungis fengið hljómgrunn í dægurmálaþætti Rásar 2 þar sem hann hefur orðið hluti af hinni alræmdu þjóðarsál. Ríkisstjórn, þingmenn, verkalýðsforysta, skattayfirvöld og fleiri opinberir aðilar hafa ekki nennt að leggja eyru við erindi hans. En nú bregður skyndilega svo við að kvab- barinn þarf einungis að lyfta tóli og á hann er hlustað. Vissulega þarf stuðning þjóðarinn- ar til að komast í sæluvist á Bessa- staði. En það þarf sitthvað meira til þess en nokkrar símhringingar al- mennra borgara sem hafa ekkert sælla við líf sitt að gera en hringja í hégóm- legar toppfígúrur og spana þær í fram- boð. Og það þarf meira en skjall kunnugra og ókunnugra til að um- breytast skyndilega í sameiningartákn þjóðarinnar. En veruleikaftrring þeirra sem í hlut eiga veitir þeirri hugsun ekki rými; það hafa nefnilega svo margir komið að máli við þá. JÓN ÓSKAR v i t i m e n n Það fer hrollur um mig og ég óttast framtíðina. Við vitum hvernig hann hagaði sér í Tsjetsjníju. Níkolaj Bodnaruk, aöstoöarritstjóri Ízvestíja, um Níkolaj Jegorov nýskipaöan starfsmannastjóra Jeltsíns.Morgunblaöið í gær. Við gerðum okkur í fyrstu ekki grein fyrir hvað var að gerast en áttum allra síst von á að fá strætis- vagn inn í stofuna til okkar. Kristjana Magnúsdóttir sem varð fyrir því að fá óboðinn strætisvagn í heimsókn. Mogginn í gær. Það er svo sannarlega tími til kominn fyrir verkalýðs- hreyfinguna að snúa af alltof langri göngu á braut ölmusumannsins Árni H. Kristjánsson kosningastjóri A-listans í Dagsbrúnarkosningunum. Mogginn í gær. Hinu verður svo ekki neitað að vaxandi fjöldi manna hefur verið að koma að máli við mig og hvetur mig til að líta á forsetaframboð. Steingrímur Hermannsson forsetaefni í Tímanum í gær. Það er rétt að nokkur hópur manna hefur haft samband við mig að undanförnu og leitað til mín að gefa kost á mér. Pétur Kr. Hafstein forsetaefni í Tímanum í gær. Við megum ekki blása of skart í lúðurinn til að byrja með, en vinnum af stígandi krafti. Guörún Pétursdóttir forsetaefni í Tímanum í gær. fréttaskot úr fortíð Fangelsis- lyklinum stolið Það er uppi fótur og fit í stærsta fangelsi Lundúnaborgar um þessar mundir. Fangelsis- lyklinum hefir nefnilega verið stolið. Tvöfaldur vörður er hafður um fang- elsið, svo að fangamir stijúki ekki. Lykilsins hefir verið leitað á föngun- um, en hann hefir hvergi fundist. Alþýðublaðið sunnudaginn 6. október 1935 h i n u m e g i n "FarSide" eftir Gary Larson Spaugstofumenn sneru tvíefldir aftur á sjón- varpsskjáinn síðasta laug- ardag, og sýndu að þeir hafa engu gleymt. Þáttur þeirra lukkaðist prýðilega og mæltist vel fyrir. Við heyrum hinsvegar að ekki hafi öllum verið jafn- skemmt, sér í lagi ekki starfsmönnum Búnaðar- bankans. Bankaránið var vel og rækilega tekið fyrir, og höfðu þeir félagar á Enn einni stöðinni farið þess á leit við Búnaðar- bankann í Vesturbæ að fá að taka upp atriði inni í bankanum. Þessi beiðni vakti hneykslun í bankan- um, og var stöðvarmönn- um sagt að verið væri að veita starfsmönnum áfallahjálp, og fráleitt að ýfa sár þeirra með gaman- málum... Þjóðvaki gefur út mál- gagn á um það bil tveggja vikna fresti, þar- sem lesa má um afrek Jó- hönnu Sigurðardóttur og félaga í þingsölum. í nýju tölublaði er líka ým- islegt slúður úr pólitík, og meðal annars getum að því leitt að Ingibjörg Pálmadóttir riði til falls úrsínum heilbrigðisráð- herrastól. Fullyrt er að Davíð Oddsson og sjálf- stæðismenn séu þeirrar skoðunar að Ingibjörg valdi ekki verkefninu og vilji að framsóknarmenn hrókeri, til dæmis með þeim hætti að Guðmundur Bjarnason taki við heil- brigðismálun- um (en hann hefur áður gegnt því embætti), Páll Pétursson verði landbúnaðarráð- herra en Ingibjörg um- hverfisráðherra. Þótt vissulega sé gaman að samsæriskenningum er lítil ástæða til að ætla að reynt verði að hrófla við Ingibjörgu á næstunni... Nú eru aðeins tveir dag- ar þangað til félagar í Dagsbrún velja milli nýja stjórn og trúnaðarráð í al- mennum kosningum. Al- mennt er Ijtið svo á, að Halldór Björnsson og liðsmenn hans á A-lista stjórnar séu sigurstrang- legri en kraftur „andófs- mannanna" á B-lista hefur komið nokkuð á óvart. í öllu falli er búist við betri kjör- sókn en menn hafa átt að venjast í verka- lýðs- hreyfing- unni um langa hríð... Síðasta tilraun Maríu Antonette til að bjarga lífi sínu. f i m m förnum vegi Hvernig líst þér á Guðrúnu Pétursdóttur sem forseta Islands? Guðjón Bragason vegfar- andi: Ég þekki engin deili á henni þannig að ég get ekkert um það sagt. Þórunn Gunnarsdóttir bóksali: Mér líst ákaflega vel á hana. Svava Kristjánsdóttir Sesselja Benediktsdóttir Ásgeir Þórðarson þjónn: nemi: Mér líst bara ekkert á húsmóðir: Ég þekki hana Mjög vel, enda er hún frænka þessa frambjóðendur yfirleitt. ekki neitt. mín.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.