Alþýðublaðið - 23.01.1996, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 23.01.1996, Qupperneq 1
Þriðjudagur 23. janúar 1996 Stofnað 1919 12. tölublað - 77. árgangur Samvinna Alþýðuflokksins og Þjóðvaka Tökum erindi Jóns Baldvins af fullri alvöru - segir Svanfríður Jónasdóttir varaformaður Þjóðvaka. „Það er rétt hjá formanni Alþýðu- flokksins að það er málefnaleg sam- staða í ýmsum stórmálum og sam- vinna hefur gengið prýðilega þegar á hefur reynt, bæði milli þingflokka og einstakra þingmanna," sagði Svanfríð- ur Jónasdóttir alþingismaður og vara- formaður Þjóðvaka í samtali við Al- þýðublaðið. Jón Baldvin Hannibals- son formaður Alþýðuflokksins sagði í viðtali við blaðið á föstudag að Al- þýðuflokkui' og Þjóðvaki ættu að sam- eina krafta sína á þingi. Það gæti orðið fyrsta skrefið í átt til sameiningar. Svanfríður tók undir orð Jóns Bald- vins, en sagði að fleiri úr stjómarand- stöðunni ættu að stefna að samvinnu: „Ef okkur er alvara með tali okkar um Svanfríður: Ekkert gerist ef enginn liinn öfluga jafnaðarmannaflokk, og þorir að stiga fyrsta skrefið. tökum undir að það sé fráleitt að þeir sem áður hafa starfað saman að ýms- um pólitískum verkefnum séu í rnörg- unt stjórnmálahreyfingum og dreifi þannig kröftum einsog Einar Kárason hefur meðal annars reifað nýlega í ágætri blaðagrein, þá er það augljóst verkefni okkar að vinna að samfylk- ingu. Verkefni núverandi stjómarand- stöðu eru ærin og þá helst það að koma í veg fyrir að núverandi ríkis- stjóm sitji fram á nýja öld vegna þess að kjósendum bjóðist ekki annar val- kostur, öflug hreyfing sem þeir geti treyst til að takast á við stjóm landsins með hagsmuni fjöldans að leiðarljósi,'* sagði Svanfríður. Hún sagði ennfrem- ur að liðsmenn Þjóðvaka hlytu að skoða yfirlýsingar formanns Alþýðu- flokksins í fullri alvöm: „Útspil Jóns Baldvins er opnun á það að við hugs- um okkur enn alvarlegar inn í nýtt pólitískt umhverfi og reynum að svara kröfum, sérstaklega unga fólksins, um almennilega pólitfk sem sé hugsuð til framtíðar en ekki fortíðar. Ég tek und- ir með Jóhönnu Sigurðardóttur. sem hefur þegar látið í ljósi þá skoðun að sér finnist þetta jákvætt fmmkvæði. Okkur er ljóst að það er meira en að segja það að ná þeim saman sem sam- an geta átt undir merkjum jafnaðar- manna. Það mun hinsvegar aldrei neitt gerast ef enginn þorir að stíga fyrsta skrefið. Við tökum þessu erindi for- rnanns Alþýðuflokksins af fullri al- vöm og munurn bregðast við því sem slfku." ■ Listasafn Islands íkon frá Norður- Rússlandi Listasafn Islands mun opna sýn- ingu á íkonum frá Norður- Rúss- landi föstudaginn 26. janúar. Sýn- ingin kemur úr ríkislistasafninu í Arkangelsk sem er eitt af hinum stóru svæðissöfnum Sovétríkjanna fyrrverandi. Elstu íkonin eru frá 16. öld en þau yngstu frá síðustu öld og gefa óvenju heilsteypta mynd af þróun íkonsins. Ikon eru órofa hluti og tákn hinnar grísk-kaþólsku rétttrúnaðar- kirkju og snar þáttur í daglegu lífi hins trúaða manns. Myndefni þeirra hefur flókna táknræna merk- ingu sem aðeins þeir sem kynnt hafa sér kunna skil á. Undanfarin ár hefur verið vaxandi áhugi á Vesturlöndum bæði á myndlist og tónlist grísk-kaþólsku rétttrúnaðar- kirkjunnar svo að sýningin mun án efa færa aukinn skilning á þessum hluta myndlistar kirkjunnar og um leið gefa innsýn í trúarlíf hennar. í tilefni af sýningunni eru stadd- ir hér tveir sérfræðingar frá lista- safninu í Arkangels. Munu þeir taka að sér að skoða og meta göm- ul íkon í eigu Islendinga gegn vægu gjaldi í fundarsal Listasafn íslands síðdegis laugardaginn 27. janúar. Biskup fslands Ólafur Skúlason mun opna sýninguna föstudaginn 26. janúar klukkan 20.00 að við- staddri forseta fslands Vigdísi Finnbogadóttur og Birni Bjarna- syni menntamálaráðherra. Rannveig Höskuldsdóttir forstödumaöur: Enginn af heimilismönnum hér getur séð um sig sjálfur. Þeir munu aliir þurfa pláss á deildum þar sem til- kostnaður er mun meiri. Á smærri myndinni er Rannveig ásamt nokkrum heimilismönnum á Bjargi. ■ Alþjoðlega Reykjavikurmotið i skak Gulko, Nikolic, Hansen og Bronstein með í slagnum Búistvið þátttöku nærallra íslensku stórmeistaranna. Ýmsir sterkir meistarar hafa boðað komu sína á alþjóðlega Reykjavíkur- skákmótið sem hefst 2. mars næst- komandi. Verðlaunafé nemur 15 þús- und bandarískum dollurum, jafnvirði einnar milljónar króna. Samkvæmt upplýsingum frá Skák- sambandinu hafa hjónin Anna og Bor- is Gulko boðað komu sína. Boris Gulko varð á sínum tíma skákmeistari Sovétríkjanna en teflir nú undir fána Bandaríkjanna og er í fremstu röð. Önnur hjón verða með í slagnum, Hollendingarnir van der Sterren og kona hans Hanneke van Parreren. Nokkrir stigaháir stórmeistarar af yngri kynslóð verða með: Daninn Curt Hansen, Bosníumaðurinn Pre- drag Nikolic og Litháinn Rozentalis. Af öðrum keppendum má nefna Norð- mennina Tisdall og Gausel, Svíana Ákeson og Berg, Danann Borge, ísra- elann Kenkin og hinn ódrepandi Dav- id Bronstein sem kominn er á áttræð- isaldur. Búist er við að nær allir íslensku stórmeistaramir verði með í slagnum, jafnvel Friðrik Ólafsson. Friðrik mun á næstunni taka þátt í atskákmóti fs- lands og ætti því að vera í ágætri æf- ingu. Ungir íslenskir skákmenn munu efalítið setja sterkan svip á mótið, en ■ Heimili ellefu geðklofasjúklinga leyst upp, þótt heimilismenn muni allir þurfa vistun á mun dýrari stofnunum Heimilismönnum ráðstafað einsog hreppsómögum -segir Rannveig Höskuldsdóttirforstöðukona. „Heim- ilismenn á Bjargi eru fórnarlömb í máli sem snýst um pólitík." David Bronstein tefldi um heims- meistaratitilinn í skák við Mikael Botvinnik fyrir 44 árum og tapaði á jöfnu. Hann er nú á áttræðisaidri en verður með á Reykjavíkurmót- inu. þeir hafa að undanfömu náð góðum árangri. Talsmaður Skáksambandsins sagði að enn væri von á fleiri kunnum nöfn- um utan úr heimi, og allt benti til þess að mótið yrði dável skipað. „Þetta eru nauðungar- flutningar. H e i m i 1 i s - mönnum á Bjargi verður ráðstafað e i n s o g hreppsómög- um, verði ekkert að gert. Það er mikill mis- skilningur ef menn halda að eitthvað sparist með því að loka hér. Enginn af heimilismönnunum hér getur séð um sig sjálfur, þeir munu allir þurfa að fá pláss á deildum þar sem tilkostnaður er mun meiri. Þeir eru fórnarlömb í máli sem snýst um pólitík," sagði Rannveig Höskuldsdóttir forstöðu- maður á Bjargi í samtali við Alþýðu- blaðið í gær. Mikill niðurskurður er nú yfirvof- andi á Ríkisspítulum og hefur samn- ingi við Hjálpræðisherinn vegna Bjargs verið sagt upp. Hjálpræðisher- inn hefur ann- ast rekstur Bjargs, sem er nú heimili ell- efu geðklofa- sjúklinga, í 28 ár. Ríkisspítal- ar hafa greitt daggjald fyrir hvern vist- mann, sem nemur nú um 5300 krónum. Það er mun lægri upphæð en vistun á geðdeildum kostar. Einn íbúanna á Bjargi hefur dvalist þar allt frá stofnun heimilisins en meðaldvalartími er nú um tólf ár. „Hvað geta þeir gert við okkur? Ætli þeir raði okkur ekki á deildimar inná Kleppi,“ sagði Magnús, sem dvalið hefur á Bjargi í níu ár, í samtali við Alþýðublaðið. Heimilismenn á Bjargi eru uggandi um framtíðina, einsog glöggt kom fram í samtölum við blaðamann í gær. Sjá umfjöllun á baksíðu Bogomil Font til- nefndurtil verðlauna á MIDEM Myndbandið „Speak Low“ með Bogomil Font hefur verið tilnefnt til einna helstu verð- launa í myndbandagerð á MI- DEM- ráðstefnunni í Cannes. Á MIDEM koma saman allt að 6000 einstakiingar, allt fagfólk innan tónlistaheimsins. Einn annar tónlistarmaður var til- nefndur, en það var Björk Guðmundsdóttir og myndband hennar „Army of Me“. La nuit du clip (Nótt myndbandsins) kaiiast hátíðin sem verður kl. 23.00 (að staðartíma) í Cannes, í nótt. Handritið að „Speak Low“ skrifaði Marteinn St. Þórsson, sem einnig leikstýrði og klippti. Sigtryggur Baldursson var að- alframleiðandi cn meðfram- leiðandi var Guðjón Sigmunds- son sem einnig gerði leikmynd. Um kvikmyndatöku sá Ólafur Rögnvaldsson.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.