Alþýðublaðið - 19.04.1996, Blaðsíða 2
2
ALÞYÐUBLAÐIÐ
FOSTUDAGUR 19. APRIL 1996
s k o ð a n i r
umnun
21099. tölublað
Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566
Útgefandi Alprent
Ritstjóri Hrafn Jökulsson
Umbrot Gagarín hf.
Prentun ísafoldarprentsmiöjan hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing
Sími 562 5566
Fax 562 9244
Símboði auglýsinga 846 3332
Áskriftarverö kr. 1.500 m/vsk á mánuði.
Verö í lausasölu kr. 100 m/vsk
Blankó tékki
á Bessastöðum
Það hefur komið á daginn að framkvæmdir við forsetasetrið á
Bessastöðum eru á leið með að verða fjórfalt dýrari en ráðgert
var í upphafi. Eftir að þingmenn samþykktu vorið 1989 lög um
endurbætur og framtíðaruppbyggingu Bessastaða var sett saman
einhvers konar kostnaðaráætlun, augljóslega í skötulíki, og stóð
þar að verkið myndi kosta um 240 milljónir króna. Kostnaður við
síðustu áramót var kominn upp í tæpar 650 milljónir og stefnir í
að hann verði næstum einn milljarður króna. Enn eiga hamars-
höggin eftir að glymja um traðimar á Bessastöðum í meira en tvö
ár og ef marka má það sem á undan er gengið er varla neina vissu
að hafa fyrir því að kostnaðurinn verði ekki ennþá meiri.
Formaður Bessastaðanefndar, gamall embættismaður, er kall-
aður í ijölmiðla og viðurkennir að nefndinni hafi ekki tekist sem
skyldi að halda í við peningaausturinn. Hann er dálítið hissa og
finnst þetta voðalega dýrt líka, en tekur fram - sem rétt er - að
hann hafi aldrei eytt fé sem ekki var heimild til á fjárlögum.
Hann segir líka að ekkert hafi verið gert á Bessastöðum sem ekki
var blátt áfram nauðsynlegt. í hinu orðinu segir hann að hlutimir
megi ekki vera með neinum kotungsbrag á forsetasetrinu; á að
skilja það svo að ekki sé annað við hæfi en að forseti Islands búi í
höll, eða að minnsta kosti á herrasetri?
Forsætisráðherra, sem reyndar á býsna skrautlegan feril sjálfur
þegar byggingarframkvæmdir em annars vegar, segir að ef þingið
hefði séð þennan kostnað fyrir þegar lögin vom sett, þá hefðu
menn án efa hugsað sig tvisvar um.
Furðusögur hafa raunar gengið undanfarin ár um óráðsíuna við
framkvæmdimar á Bessastöðum og kannski hefði ráðheirum og
þingmönnum verið nær að leggja betur við hlustir. Það lá í aug-
um uppi snemma á tíma framkvæmdanna að þær gengu þvert á
allar reglur og venjur sem sjálfsagt er að viðhafa um opinberar
framkvæmdir, og sem raunar þykir eðlilegt að hafa um allar
framkvæmdir. Bessastaðanefndinni, arkítektum, verkfræðingum
og verktökum virðist einfaldlega hafa verið afhentur blankó tékki
sem þeir útfylltu eftir hentugleikum en fengu síðan uppáskrifaðan
á íjárlögum hvers árs.
Eins og kom fram í Alþýðublaðinu í gær skildi Ríkisendur-
skoðun fljótt hvert stefndi; hún sló vamagla við framkvæmdun-
um strax snemma árs 1992 og aftur 1993. Fannst henni einkum
aðfínnsluvert hversu illa verkið hefði verið undirbúið og benti á
að af því hlyti kostnaður óhjákvæmilega að fara úr böndunum.
Velflestir virðast hins vegar hafa daufheyrst við áliti Ríkisendur-
skoðunar, heldur var haldið áfram að ausa fé „eftir þörfum“ í
Bessastaðaævintýrið - líkt og menn hafí óttast að það væri ein-
hver óvirðing við forseta að sýna eðlilega aðsjálni.
Bankarnir hafa fjárlos
Á dögunum spurði Ögmundur Jón-
asson viðskiptaráðherra um útlánatöp
banka, sparisjóða og sjóða á árunum
1990 til 95. I svari ráðherra kemur
ífam að alls fóru tuttugu og átta millj-
arðar króna í súginn á þessum tíma.
Landsbankinn tapaði tæplega sjö og
hálfum milljarði, Islandsbanki tæplega
fimm og hálfum milljarði, atvinnu-
vegasjóðir töpuðu um fjórum millj-
örðum, þróunarsjóðir rúmlega sjö og
hálfum milljarði... og þannig heldur
þessi raunarolla áffam þar til við erum
komin upp í tuttugu og átta milljarða
króna sem tapast hafa af fé almenn-
ings. Hafa farið í eitthvað sem ekki
skilaði sér. Ekki reynst vera fjárfesting
viðkomandi banka eða sjóði.
Itar |
Guðmundur
Andri
Thorsson
skrifar
Bankamir eru með fjárlos sem virð-
ist jafn illviðráðanlegt og hárlos mið-
aldra mönnum.
Ég hef ekki hundsvit á þessu. Ég er
ekki talnaglöggur maður og ég get
tekið undir með Magnúsi Stephensen
landshöfðingja sem sagði undir lok
síðustu aldar í umræðum á Alþingi:
Mig sundlar við milljónunum. Og í
þessu landi þar sem allar framkvæmd-
ir miðast við hagsmuni verktaka en
ekki almennings er maður alltaf að
heyra um að framkvæmdir hafi reynst
svo og svo mörgum hundruða millj-
óna dýrari en áætlanir gerðu ráð fyrir
og maður verður ónæmur fyrir sukk-
inu. Þegar tölur hlaupa á milljörðum
Vikup
þá hættir maður að skynja þær, þetta
verður afstrakt, naumast tíl.
En samt er þetta til. Samt er á bak
við allar þessar tölur eitthvað á seyði.
Veruleiki, menn, brask, - jeppar. Éitt-
hvað eru menn að bauka fyrir alla
þessa milljarða. Og ekki verður undan
því vikist að á bak við sérhveija krónu
af þessum tuttugu og átta milljörðum
liggur röng ákvörðun sem einhver hef-
ur tekið, og einhver stjórinn ber
ábyrgð á. Einhverjum hefur verið af-
hent fé sem ekki var treystandi fyrir
því, kunni ekki með það að fara, svo
einfalt er það. Og þegar rangar
ákvarðanir af þessu tagi hafa safnast
upp í tuttugu og átta milljarða er
sennilega óhætt að fara að tala um af-
glöp í starfi.
Óg þessi afglöp í starfi verða enn
alvarlegri þegar þess er gætt að útlána-
töp bankanna bitna á endanum á hin-
um sem standa í skilum með sín lán.
Þeim er refsað með sífellt hærri vöxt-
um, til þess að bankastjórar geti haldið
áfram fjáraustri sínum til vanskila-
manna og braskara.
Sverrir Hermannsson hefur verið
bankastjóri Landsbankans mestallan
þennan tíma. Og hann sundlar ekki al-
deilis við milljónunum heldur ber
hann ábyrgð á fjárlosi upp á sjö millj-
arða. Og þótt fjárflygsumar hrynji af
honum er hann hinn staffímgasti. Sem
bankastjóri hefur hann stundum talað
um stjómmálamenn eins og afturbat-
apíka og engu líkara en að sá sem þar
talar hafi aldrei verið stjómmálamaður
og hvað þá ráðamaður hjá Fram-
kvæmdastofnun sem á áttunda ára-
tugnum varð smám saman að tákni
fyrir spillingu og greiðasemi við mann
og annan í héraði. Einkum varð Sverr-
ir flaumósa þegar Finnur Ingólfsson
var í upphafi ráðherratíðar sinnar að
reyna að ræskja sig og muldra eitt-
hvað um vaxtalækkanir, og svo mjög
geisaði Sverrir raunar að ráðherra hef-
ur ekki ræskt sig síðan.
Tuttugu og átta milljarðar hafa sem
sé farið á síðustu fimm árum í - eitt-
hvað. Kannski eru einstaklingar í fjár-
þröng vegna skattaáþjánar og vaxta-
okurs þar innan um og saman við.
Kannski stórhuga áhugamenn um fag-
urt mannlíf líka, og eitthvað sem fór
úrskeiðis á síðustu stundu - andskot-
ans stórhugurinn hefur löngum verið
til óþurftar í íslensku atvinnulífi. Það
er ekki óeðlilegt að útlánastofnanir
tapi einhverju fé í áhættulánum. En
tuttugu og átta milljarðar eru mörgum
ljósárum frá slíkum eðlilegum skýr-
ingar. I hvað hafa þessir peningar eig-
inlega farið? Sá sem vissi það. En það
mætti segja mér að eitthvað af þeim
séu í öllum jeppunum og tölvunum og
símagemsunum, þessum græjum öll-
um sem íslenskir athafnamenn halda
að þeir þurfi að byija á að fá sér áður
en lengra sé haldið,
Jón Baldvin Hannibalsson flutti
snjalla ræðu í fyrrakvöld í umræðun-
um um frumvarpið sem hann flytur
um fjármagnstekjuskatt ásamt vænt-
anlegum flokksystrum sínum úr Þjóð-
vaka og Alþýðubandalagi. Þar benti
hann á að í stjórnarfrumvarpi um
sama mál er gert ráð fyrir skattaíviln-
unum af arðgreiðslum fyrirtækja og
þar með enn frekar ýtt undir að menn
taki fé úr rekstri fyrirtækja sinna og
kalli arð. Tuttugu og átta milljarðamir
sem töpuðust á síðustu fimm árum í
sjóðunum og bönkunum benda ekki
beinlínis til þess að á slíkt háttarlag sé
bætandi. Það er þjóðarböl hversu
einkaneysla er mikil hér í einkageiran-
um, menn leyfa ekki fyrirtækjum sín-
um að dafna því þeir þurfa að lifa svo
flott.
Fyrirtækin á fslandi eru nefnilega í
fjársvelti - þau eru svelt af eigendum
sínum. ■
Sverrir Hermannsson hefur verið
bankastjóri Landsbankans mest-
allan þentmn tíma. Og hann sundlar
ekki aldeilis við milljónunum heldur
ber hann ábyrgð á fjárlosi upp á
sjö milljarða.
Þeir sem þama hafa vélað um standa berstrípaðir og reyna að
skýla sér bak við það laufblað að aldrei hafi verið gerð nein
kostnaðaráætlun, í raun ekki nema lausleg könnun á því hvað
þyrfti að gera; það hafí svo komið flatt upp á þá að bitamir reynd-
ust miklu feysknari en þeir hugðu og þörf á miklu meiri fram-
kvæmdum en virtist í fljótu bragði. Tæpitungulaust heitir þetta að
menn hafí ekki unnið heimavinnuna sína og þykir ónothæf afsök-
un fyrir að standast ekki próf.
Eitt stendur þó sérstaklega upp úr, óheyrilegur kostnaður við
hönnun og eftirlit. Eins og stendur er hann einar 175 milljónir,
eða næstum þijátíu prósent af því fé sem hingað til hefur verið
varið til framkvæmdanna. Af þessu er varla hægt að álykta annað
en að það hafi verið teiknað og reiknað eins og fara gerir og varla
gert betur en að halda í við smiðina sem lömdu á naglana. Ekki
verður heldur betur séð en að á þessu einkennilega verklagi, að
byggja holt og bolt út í bláinn, hafí framkvæmdaraðilar makað
krókinn í stað þess að vera látnir gjalda fyrir. Þessu háttarlagi
lýsti Ágúst Einarsson þingmaður ágætlega í Alþýðublaðinu með
svofelldum orðum: „Maður hefur það á tilfinningunni að þama
hafi vejjð gefið du^lega á garðann við framkvæmdir.“ ■
r í I
Atburðir dagsins
1246 Hundrað féllu á Haugs-
nesfundi, mannskæðustu orr-
ustu sem háð hefur verið á Is-
landi. Þar áttust við Brandur
Kolbeinsson og Þórður kakali:
með bardaganum leið veldi Ás-
birninga á Norðvesturlandi
undir lok. 1689 Kristín Svía-
drottning deyr. Hún afsalaði
sér knínunni 1654 og lifði eftir
það í Rómarborg. 1824 Breska
skáldið Byron lávarður deyr úr
hitasótt á Grikklandi þarsem
hann hafði skipað sér í sveit
grískra þjóðernissinna gegn
Tyrkjum. 1917 Leikfélag Ak-
ureyrar stofnað. 1983 Banda-
ríska sendiráðið í Beirút
sprengt í loft upp.
Afmælisbörn dagsins
Jayne Mansfield 1933, banda-
rísk leikkona og kynbomba.
Dudley Moore 1935, breskur
leikari.
Annálsbrot dagsins
Bóndi einn fann að fjósverkum
við son sinn, þó ei mikið, gekk
til bæjar, en þá út var komið,
var hann [sonurinn] hengdur í
fjósinu. Það er stór þörf menn
biðji drottinn að vemda sig og
varðveita frá öllum skaða og
háska. Guð minn veri oss náð-
ugur og miskunnsamur.
Húnvetnskur annáll 1772.
Mannlýsing dagsins
Vitlaus, vondur og stórvara-
samur.
Laföi Caroline Lamb aö lýsa fyrstu
kynnum sínum af Byron lávaröi
sem dó þennan dag fyrir 172 ár-
um.
Málsháttur dagsins
Betra er aftur að snáfa en órétt
að ráfa.
Orð dagsins
Og sannlega segi ég yður,
sem sorg og hugraunir þjá,
að sólin hún sortnar ekki
þó sitthvað gangi nú á.
Guðmundur Böðvarsson.
Skák dagsins
Rússinn góðkunni, Tuk-
makov, hefur hvítt og á leik í
skák dagsins sem tefld var í
Reykjavík fyrir sex árum gegn
Norwood. Einsog sjá má, er
riddari hvíts í uppnámi og má
sig hvergi hræra án þess að
bráður bani bíði. En Tukmakov
er eldri en tvævetur og hristi
framúr erminni dáfagra fléttu.
Hvítur leikur og vinnur.
1. Hd7+! Dxd7 2. Rxe5+ og
svarta drottningin fellur í val-
inn. Norwood gafst upp án
frekari málalenginga.