Alþýðublaðið - 21.06.1996, Side 3
FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ1996
ALÞÝÐUBLAÐK)
3
s k o ð a n i r
Víst!" er ekkert svar
Heldur þykir mér Hannesi Hólm-
steini Gissurarsyni vera að fatast flug-
ið í greinaskrifum sínum gegn per-
sónu Ólafs Ragnars Grímssonar. Síð-
astliðinn miðvikudagi birtist í Alþýðu-
blaðinu eitthvað sem á líklega að vera
svar við athugasemdum mínum við
Barborðið |
málflutning hans í síðustu viku, en
hann gerir þar enga tilraun til að
standa við þær fullyrðingar sínar sem
ég leiðrétti. Ég er ekki opinber stuðn-
ingsmaður Olafs Ragnars og verð
ekki. Ég er hinsvegar einarður and-
stæðingur óhróðurs og rógburðar í
kosningabaráttu, sama hvaða fram-
bjóðandi hefði orðið fyrir jafnósmekk-
legu einelti og Ólafur hefur undanfar-
ið orðið íyrir af hálfu nokkurra einka-
vina forsætisráðherra. Auðvitað
smána svívirðingar mest þann sem
þær mælir og greinaskrifin um Ólaf
virðast sem betur fer ekki ætla að fá
neinu áorkað öðru en að ata þá sem að
þeim standa for upp fyrir olnboga. Því
væri e.t.v. viturlegast að svara ekki því
sem í raun er ekki svaravert en enn fæ
ég ekki orða bundist. Vinnubrögð
Hannesar við að grafa upp fréttaskot
úr fortíð Ólafs Ragnars hafa nefnilega
verið einkar ámælisverð og alls ekki
samboðin jafnmenntuðum manni og
honum.
Hannes hefur fullyrt að mál Svarts á
hvítu sé gott dæmi um siðleysi sem
Ólafur hafi sýnt á ráðherraferli sínum.
Staðreyndin er að þar var um að ræða
vinnubrögð sem áttu sér á annað
hundrað fordæma og voru aukinheldur
aflögð í ráðherratíð Ólafs að hans
frumkvæði. Ólafur hefur ennfremur
viðurkennt að um hafi verið að ræða
mistök.
Hannes hefur fullyrt að Ólafur
skreyti sig með stolnum fjöðrum með
að eigna sér einhvem heiður að skipan
ræðismanns á Indlandi. Staðreyndin er
að ræðismaðurinn hefur staðfest sögu
Ólafs.
Hannes hefur fullyrt að Ólafur fari
með lygar vegna þess að í fréttabréfi
alþjóðlegra þingmanna-og varaþing-
mannasamtaka er sagt að hann hafi
verið meðlimur síðan 1974 en ekki
1978. Staðreyndin er að hann varð
varaþingmaður og fullgildur meðlim-
ur samtakanna 1974.
Hannes hefur fullyrt að Ólafur hafi
haft aðrar skoðanir á utannkismálum
en þorri þjóðarinnar. Staðreyndin er
að það hafði Vigdís Finnbogadóttir
líka þegar hún náði kjöri. Ekki þykir
það hafa staðið henni fyrir þrifum í
starfi.
Nú þegar þetta allt hefur verið rekið
öfugt ofan í Hannes heldur hann
dauðahaldi í að eitthvað sé á reiki um
trúarskoðanir Ólafs, rétt eins og fyrir
dymm sé að kjósa biskup en ekki for-
seta. Nú veit ég ekki hver er rótin að
nýkviknuðum trúaráhuga Hannesar,
en einna helst dettur mér f hug að
augu hans hafi opnast fyrir tilvist al-
mættisins þegar hann varð vitni að því
að Davíð Oddsson kynnti sér niður-
stöður skoðanakannana og hrópaði
upp yfir sig: „Guð minn almáttugur!"
Niðurlag meints svars Hannesar er
aukinheldur athyglisvert. Hann segir:
„Ásgeir [Ásgeirssonj var annálað
prúðmenni, hófsamur í málflutningi,
ötull stuðningsmaður vestrænnar sam-
vinnu, sanngjarn maður, gætinn og
góðgjam. Þótt Ólafur hafi vissulega
ýmsa hæfileika er hann ekkert af
þessu.“ Hannes er m.ö.o. að fullyrða
að þrátt fyrir ýmsa hæfileika Ólafs sé
hann frægur dóni, ofstopamaður, ein-
angrunarsinni, ósanngjam, tillitslaus
og illgjam.
Ég er sammála Hannesi um að eðli-
legt sé að skoða vandlega feril þeirra
sem bjóða sig fram til æðstu trúnaðar-
starfa en það þarf að gera af sanngimi
og heiðarleika, ekki heift í garð eins
Því skora ég hérmeð á Hannes Hólmstein Giss-
urarson að lyfta lokaspretti kosningabarátt-
unnar á mun hærra og málefnalegra plan með
að hætta að taka þátt í henni.
ákveðins frambjóðanda. Miðað við
það sem ífam hefur komið í fjölmiðl-
um mætti nefnilega ætla að aðrir
frambjóðendur en Ólafur hefðu sprott-
ið upp úr jörðinni alsaklausir, hvítir
eins og koppar þvegnir, án ferils eða
fortíðar daginn sem þeir lýstu yfir
framboði. Jafnræðið er ekkert.
Ég hef t.d. ekki orðið var við að
sagt hafi verið um Pétur Kr. Hafstein
að hann hafi unnið sér það einna helst
til frægðar að hafa borið út fátæklinga
og vanskilafólk á Isafirði með slíkum
ágætum að hann hafi verið gerður að
dómara við Hæstarétt þar sem þessa
dagana sé mest verið í því að milda
dóma yfir kynferðisafbrotamönnum á
þeim forsendum að glæpnum hafi ver-
ið haldið innan fjölskyldunnar. Ég vil
taka skýrt ffam að ég tel alls ekki að
Pétur yrði óhæfur forseti. Þessar fúll-
yrðingar eru hinsvegar nákvæmlega
jafnsannar og jafnvandaðar og það
sem Hannes hefur sett fram um Ólaf
Ragnar. Auðvitað er það aðeins ein af
mörgum skyldum sýslumanna að bera
út fólk og áreiðanlega sá hluti starfsins
sem ljúfmenninu Pétri var síst að
skapi. Það er sóðavinna sem þó þarf
að sinna. Ennfremur er alls ekki hægt
að fullyrða að Pétri þyki það minni
glæpur að nauðga eigin afkvæmum en
annarra þótt meirihluti Hæstaréttar
virðist vera á þeirri skoðun. Hér er
verið að velja ákveðnar staðreyndir og
hafna öðrum í þeim tilgangi að af-
skræma sannleikann og sverta
ákveðna einstaklinga. Hannes er orð-
inn ansi þjálfaður í vinnubrögðum af
þessu tagi en fleiri gætu leikið þennan
leik væri það ekki fyrir neðan virðingu
þeirra.
Því skora ég hérmeð á Hannes
Hólmstein Gissurarson að lyfta loka-
spretti kosningabaráttunnar á mun
hærra og málefnalegra plan með að
hætta að taka þátt í henni. Hannes
virðist hvort sem er einungis skrifa
greinar sínar til að afla sér vinsælda á
stöðum þar sem hann er nú þegar vin-
sælli en fræðimannsheiðri hans er
hollt. ■
JÓN ÓSKAR
m e n n
Ég er sannfærður um að það
væri eitt stærsta ógæfuspor
sem þjóðin gæti stigið að
lækka lögaldur til áfengis-
kaupa niður í 18 ár.
Séra Björn Jónsson stórtemplari íTímanum
í gær.
Það er ekki tímabært að ræða
slíka spurningu nú.
Guðrún Pótursdóttir aðspurð í Morgunblað-
inu hvort hún ætli út í pólitík.
Einn er samt sá maður sem
ekki þáði orðu og gerði grein
fyrir hversvegna. Þegar séra
Árna Þórarinssyni var til-
kynnt að búið væri að stilla
svo til að hann fengi fálkaorð-
una, neitaði hann á þeirri for-
sendu að hann gæti ekki geng-
ið með kross á brjóstinu, þar
sem Frelsarinn bar sinn kross
á bakinu.
Oddur Ólafsson í Tímanum í gær.
Igær voru stuðnings-
menn Guðrúnar Pét-
ursdóttur langt komnir
með að fjarlægja öll um-
merki um framboð henn-
ar. Hún prýðir ekki lengur
flettiskilti og hinir flenni-
stóru borðar á stórhýsinu
við Austurvöll voru horfn-
ir. í dag verður haldin
kveðjuhátíð í kosninga-
miðstöðinni, og er ekki að
efa að blendnar tilfinning-
ar munu bærast í brjóst-
um manna...
r
Ifyrrakvöld hélt Guðrún
Katrín Þorbergsdóttir,
eiginkona Ólafs Ragnars
Grímssonar, samkomu á
Hótel Borg og komu
margar listakonur fram.
Þeirra á meðal voru Linda
Vilhjálmsdóttir skáld,
Bryndís Halla Gylfa-
dóttir sellóleikari, Stein-
unn Birna Ragnarsdótt-
ir píanóleikari, söngkon-
urnar Signý Sæmunds-
dóttir og Hjálmfríður
Þöll Friðriksdóttir, og
Inga Huld Hákonardótt-
ir las úr nýju sagnfræði-
riti. Samkoman þótti lukk-
ast vel og voru báðir salir
hótelsins troðfullir...
Mikill kraftur er nú í
kosningabaráttu Pét-
urs Kr. Hafstein og eru
stuðningsmenn hans
sannfærðir um að straum-
hvörf hafi orðið í kosn-
ingabaráttunni þegar
Guðrún Pétursdóttir
dró sig í hlé. Barátta Pét-
ursmanna er þaulskipu-
lögð og er árangur síð-
ustu vikna ekki síst þakk-
aður Valgerði Bjarna-
dóttur sem stjórnar sínu
liði einsog herforingi. Pét-
ur þótti standa höllum
fæti útum land, en nú er
búið að ríða þétt net kosn-
ingaskrifstofa hringinn í
kringum landið. Nú síðast
heyrðum við að búið væri
að opna 22 kosningaskrif-
stofur...
Stuðningsmenn Ólafs
Ragnars Grímssonar
kunna Guðrúnu Péturs-
dóttur litlar þakkir fyrir
að hætta við framboð, og
nota tækifærið til að ítreka
að óæskilegt sé að kjósa
stjórnmálamann sem for-
seta. Þetta er vitanlega
túlkað sem stuðningsyfir-
lýsing við Pétur Kr. Haf-
stein. En lögfróðir menn
veltu því líka fyrir sér í
gær hvort frambjóðandi
gæti hætt í miðjum klíð-
um. í þessu sambandi var
rifjað upp að einn af fram-
bjóðendum Þjóðvaka á
Reykjanesi ætlaði að segja
sig af lista í fyrra, eftir að
kjörstjórn hafði samþykkt
hann. Yfirkjörstjórn hafn-
aði beiðni frambjóðand-
ans og því varð hann að
láta sig hafa að vera í
framboði þótt hann vildi
það alls ekki sjálfur...
h i n u m e g i n
"FarSide” eftir Gary Larson
Barn sem hagar sér illa er
sært eða veikt.
Helga Hannesdóttir barna- og unglingageð-
læknir í Tímanum í gær.
Við þurfum sem þjóð að vera
framarlega í þróun opinna,
greiðra og pappírslausra við-
skipta með samtengingu tölva.
Það gengur alltof hægt, meðal
annars vegna forns hugsunar-
háttar í mörgum opinberum
stofnunum. Þá múra fortíðar
þarf að brjóta sem fyrst.
Jónas Kristjánsson í leiðara DV í gær.
Við eigum ennþá silfrið úr HM
og munum við nú einbeita
okkur að næstu heimsmeist-
arakeppni.
Antonio Mattarese forseti Knattspyrnusam-
bands Ítalíu. DV í gær.
Er guð dauður?
Fyrirsögn á lesendabréfi í Mogganum í gær.
Sú fyrirmynd sem þjóðin þarf.
Fyrirsögn greinar Svanhildar Halldórsdóttur
til stuðnings Guörúnu Agnarsdóttur. Morg-
fimm á förnum vegi
Hvað finnst þér um þá ákvörðun Guðrúnar Pétursdóttur að draga framboð sitt til baka?
Sveinn Jóhannsson veg-
farandi: Mér líst vel á hana,
þetta er mjög skynsamleg
ákvörðun.
Elín Rós Halldórsdóttir
nemi: Illa, ég hefði kosið
Guðrúnu Pétursdóttur.
Elmar Vernharðsson veg-
farandi: Ég er ánægður með
þessa ákvörðun, enda kemur
hún Pétri Kr. Hafstein til góða.
Áslaug Eyfjörð móðir: Mér
líst mjög illa á hana, Guðrún
hefði sómt sér vel sem forseti
íslands.
Margrét Bryngeirsdóttir
verslunarmaður: Illa, þetta
er að breytast í pólitískar kosn-
ingar.
unblaðið.
fréttaskot úr fortíð
Um hvað
talar fólk?
Enskur sálfræðingur tók sér fyrir
hendur að hlusta á það, sem unga
fólkið talar um á götunum, og skrifa
það niður. Flestir piltanna töluðu um
peninga og stöður, þar næst um
skemmtanir. Ungu stúlkumar töluðu
flestar urn pilta, þar næst um kjóla og
kápur. En hvað piltamir og stúlkumar
töluðu um sín á milli, vill sálfræðing-
urinn ekki með nokkm móti segja.
Sunnudagsblað Alþýðublaðsins,
20. september 1936.