Alþýðublaðið - 21.06.1996, Page 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ1996
■ Hjalti Rögnvaldsson á Islandi
Get verið eðlilegur einfari
- segir Hjalti sem á næstunni les meðal annars úr verkum Stef-
áns Harðar Grímssonar á kaffihúsum í Reykjavík.
„Ég ætla að lesa uppúr einni bók í
„Ég áskil mér þau mannréttindi að
útskýra ekki hrifningu mína á Stefáni
Herði Grímssyni. Það er orðlaus hrifn-
ing. Bókmenntaffæðingar geta séð um
afganginn," segir Hjalti Rögnvaldsson
leikari sem er staddur hérlendis en
hann er búsettur í Kaupmannahöfn.
Aðdáendur Hjalta og Stefáns ættu
ekki að láta sig vanta á Kaffi Óliver
næstkomandi þriðjudagskvöld. Þá
mun Hjalti lesa upp úr fyrstu ljóðabók
skáldsins sem kom út fyrir réttum 50
árum. Ef það gefst vel er hugmyndin
sú að ffamhald verði á.
Stéttín
erfyrsta
skrefiö
rnn
■ ■■
MiMðúival
afhellmn
og steinum.
Mjðggottverð.
fs ýS&aBB % ■
STÉTT
HELLUSTEYPA
HYRJARHÖFÐI 8
112 REYKJAVÍK
SÍMI 577 1700 -FAX 577 1701
einu, byija á fyrstu bókinni og halda
svo áfram fram eftir höfundarferli
hans. Upplesturinn varir í um hálf-
tíma, bara ég einn og bókin. Svo má
segja frá því að aðgangur er ókeypis,"
segir Hjalti.
„Það sem er frábrugðið," segir
Hjalti um muninn á því að lesa ljóð og
að fara með dramatískan texta á sviði,
„er að ekki eru leikhljóð, ekki búning-
ar, ekki leiktjöld og ekki farði - en
þetta er alveg jafh vandað. Þama get
ég vera eðlilegur einfari. Svo er ég
með textann í höndunum en vel undir-
búinn þó.“
Hjalti var ungur þegar hann kynnt-
ist verkum Stefáns Harðar og hefur
verið með hann í farteskinu allar götur
síðan.
,JEtli ég hafi ekki verið rétt innan
við fermingu þegar ég féll flatur fyrir
honum og hef verið í þeirri stellingu
síðan þegar hann á í hlut.“
Ævisaga aldarinnar
Ekki er á döfinni að Hjalti stígi á
svið á næstunni. Astæðan fyrir dvöl
hans hérlendis er sú að hann fékk að
sögn rausnarlegan styrk frá Birni
Bjamasyni menntamálaráðherra til að
lesa fyrir Blindrabókasafnið. „Hlýlega
peninga,“ eins og leikarinn orðar það.
„Þessar vikumar er ég lesa æfisögu
Ama Þórarinssonar. Þórbergur Þórð-
arson skráði. Það er mögnuð lesning.
Ég er ekki frá því að þetta sé best
skrifaða æfisaga aldarinnar. Menn
hafa lengi velt fyrir sér hvor hafi verið
Hjalti Rögnvaldsson: Það á vel við
mig að vera einn með bók og
hljóðnema.
lygnari og hvor trúgjamari - Þórberg-
ur eða Ami. Ami þótti frábær sögu-
maður en ég veit náttúrlega ekki hvað
Þórbergur hefur klippt og skorið á
leiðinni. Það fáum við ekki að vita
enda kemur það okkur ekki við.“
Fyrir hálfum mánuði lauk Hjalti við
að lesa Sjálfstætt fólk eftir Halldór
Laxness og þegar hann er búinn með
Ama tekur við lestur allra ljóða Jónas-
ar Hallgrímssonar. „Ég les þetta í
míkrófón. Það er yndislegt. Það á vel
við mig að vera einn með bók og
hljóðnema. Ég gæti vel hugsað mér
æviráðningu við þetta ef fjárveiting
fengist.
Og meiri upplestur
Hjalti ætlar ekki eingöngu að lesa
ljóð Stefáns Harðar opinberlega. A
miðvikudagkvöld verður hann á
Svarta kaffinu við Laugaveg 54. „Þar
ætla ég að lesa úr ljóðabók sem kom
út fyrir um 30 ámm og heitir Nei. Hún
er eftir Ara Jósefsson heitinn. Hann
lifði bara að gefa út þessa einu bók.
Hann dó ungur, 25 ára gamall, en gaf
út þetta þroskaða verk. Einnig mun ég
lesa í ljóðabók sem heitir Sólris eftir
mann sem einnig dó ungur, fyrir um
25 ámm. Hann hét Rúnar Hafdal Hall-
dórsson."
Hjalti segist vera orðinn það mikill
útlendingur að honum sé ómögulegt
að spá fyrir um hvort það sé stemmn-
ing fyrir ljóðalestri. „Talað er um að
það sé þörf fyrir þetta. Reynslan sker
úr um hvort fólk þolir að yfirgefa há-
vaðann í 33 mínútur á viku.“
Blaðamaður Alþýðublaðsins þykist
greina viðhorfsbreytingu - að fólk sé
almennt komið með ofnæmi fyrir
þeirri ofurfjölmiðlun sem ríkt hefur
undanfarin ár. Hjalti segist vona að
svo sé og svarar spurningunni um
hvort hugsanlegt sé að íslendingar bú-
settir erlendis haldi betur utan um
bókmenntaarfmn, á þennan hátt: ,JÞað
þarf bara að senda þjóðina úr landi til
að halda þessu við. Nei, ég hef ekki
hugmynd um það nema ég veit að
Böðvar Guðmundsson og Sverrir
Hólmarsson hafa staðið fyrir bók-
menntakvöldum í Jónshúsi í Kaup-
mannahöfn. Þau hafa þótt vel heppn-
uð. Það má í það minnsta fullyrða að
þeir tveir viðhaldi arfinum af þeim ís-
lendingum sem eru þama úti.“
Hjalti verður á Islandi allt þar til
hans verki hjá Blindrabókasafninu
lýkur og gerir ráð fyrir því að fara út á
haustdögum.
Launamenn,
launagreiðendur, takið eftir!
Persónuafsláttur - skattkort - iðgjald í lífeyrissjóð
Persónuafsláttur breytist ekki á miðju
ári eins og á undanförnum árum.
Hann er 24.544 kr. á mánuði allt árið
1996.
Uppsafnaður persónuafsláttur,
breyttar reglur
Ef persónuafsláttur þinn hefur ekki
nýst þér eða maka þínum það sem
af er árinu, getur þú flutt ónotaða
afsláttinn yfir á þau launatímabil sem
eftir eru af árinu. Athugið þó að í
engum tilvikum má færa persónu-
afslátt á milli ára.
Reglur um nýtingu persónuafsláttar
hafa rýmkað samkvæmt lögum sem
samþykkt voru á Alþingi í júníbyrjun.
Ríkisskattstjóri annast útgáfu skatt-
korta með uppsöfnuðum persónu-
afslætti en samkvæmt nýjum reglum
er útgáfa skattkorts ekki lengur skil-
yrði. Launagreiðandi má taka tillit til
þess uppsafnaða persónuafsláttar
sem hann hefur óyggjandi upp-
lýsingar um að ekki hafi verið nýttur.
Það er því mjög mikilvægt að launa-
greiðendur gæti þess að skrá nýtingu
persónuafsláttar á kortin eins og efni
standa til.
Þá er ekki lengur skilyrði að helm-
ingur af persónuafslætti sé ónýttur
til að safna megi honum upp og ekki
er heldur lengur skilyrði að upp-
söfnunin miðist við 1. júlí.
Námsmannaskattkort
Reglur um námsmannaskattkort eru
óbreyttar og hafa námsmenn fengið
sent námsmannaskattkort sem eiga
að sýna fjárhæð ónýtts persónu-
afsláttar þeirra fyrir fyrstu fjóra mán-
uði ársins.
Iðgjald í lífeyrissjóð
Þá viljum við minna launagreiðendur
á þá breytingu sem nú verður við
útreikning á staðgreiðslu að frá-
dráttarbært iðgjald launþega í líf-
eyrissjóð hækkar úr 3% í 4% frá og
með 1. júlí nk.
Við erum reiðubúin að veita aðstoð við útreikning á uppsöfnuðum persónuafslætti
en til þess þurfum við að fá upplýsingar um laun það sem af er'árinu. Við erum við
sfmann frá kl. 8 til 16. Síminn hjá RSK er 563 1100. Grænt númer er 800 6311.
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI
■ Össur Skarphéðins-
son með fyrirlestur
um silunga
Ævi og
ástir stór-
urriðans
,J3g hef í vaxandi mæli hneigst að
grúski og fræðimennsku á undanfóm-
um árum," sagði Össur Skarphéðins-
son alþingismaður í samtali við Al-
þýðublaðið í gær. „Ég er að skila af
mér bók sem kemur út hjá Mál og
menningu í haust um stórurriðann í
Þingvallavatni. Þar er um alþýðleg
sagnfræði með sterku fiskifræðilegu
ívafi að ræða. Ég komst yfir gögn sem
gera mér kleift að spá með fúrðulegri
nákvæmni um lífshlaup þessa tíguleg-
asta ránfiskar norðurhjarans."
„Hneigist í vaxandi mæli að grúski
og fræðimennsku," segir Össur
sem í haust sendir frá sér bók um
urriðann í Þingvallavatni.
Og það em fleiri bækur í bígerð hjá
Össuri um alls óskyld málefni. En aft-
ur að urriðanum.
A laugardaginn 22. júní klukkan
15.00 heldur Össur fyrirlestur í
fræðslusetrinu að Alviðm undir Ing-
ólfsfjalli, sem fjallar um ævi og ástir
stórurriðans í Þingvallavatni. Fyrir-
lesturinn er öllum ókeypis, og öllum
opinn.
Stórurriðinn sem einkenndi áður
Þingvallavatn varð á sínum tíma
þekktur um alla Evrópu. Um miðja
síðustu öld hófu breskir veiðimenn að
venja komur sínar til veiða í Sogninu
og Þingvallavatni, og innleiddu þann-
ig stangaveiði austan fjalls. Langsterk-
asti stofninn var í Efra-Sogi, en hann
hvarf með virkjun þess árið 1959.
Össur er þekktur fyrir skrif sín um
stómrriðann í Efra-Sogi. Hann hefur
safnað saman öllum tiltækum heimild-
um um hann í máli og myndum, og
meðal annars skráð frásagnir eftir
flestum núlifandi veiðibændum við
Þingvallavatn. f erindi sínu rekur hann
lífshlaup stómrriðans og rekur vöxt
hans og fæðu, og fjallar um hrygning-
una, sem er næsta sérstæð. Raktar
verða deilur meðal erlendra fræði-
manna á síðustu öld um hvort telja
bæri stórairiðann í Evrópu til sérstakr-
ar tegundar. En íslenski stómrriðinn
olli kaflaskilum í þeim deilum og varð
til þess að um hríð töldu helstu fræði-
ménn erlendis að norræni stórurriðinn
væri sérstök tegund og gáfu honum
nafn sem tengdist íslandi.
í erindinu mun Össur jafnframt
setja fram hugmyndir sínar um að
Þingvallaurriðinn hafi greinst í marga
stofna, og rekja fjölmargar hrygning-
arstöðvar hans í vatninu. Væntanlega
verður einnig kynnt samantekt hans á
stærstu urriðum sem vitað er um að
hafi komið úr vatninu, og í því efni
gerður grófur samanburður á Þing-
vallavatni og öðmm þekktum urriða-
vötnum í Evrópu.
Össur hefur safnað fjölmörgum
gömlum myndum af stórurriðum, þar
er meðal annars að finna glæsilega
mynd af stærsta urriða sem festur hef-
ur verið á filmu hérlendis. Hann var
29 pund og veiddur í net af Símoni
Péturssyni í Vatnskoti um 1950. Ef
tími vinnst til verða ef til vill til sam-
anburðar sýndar myndir af stærstu
urriðum sem veiðst hafa á stöng er-
lendis, en heimsmetið er 34 punda
urriði sem veiddist í Svíðþjóð fyrir
nokkmm ámm.