Alþýðublaðið - 21.06.1996, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 21.06.1996, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 s k o ð u n ■ Og hvað hefði verið að því að fá tvö prósent atkvæða? spyr Gunnar Smári Egilsson í grein um Guðrúnu Pétursdótturfyrrverandi forsetaframbjóðanda, þar sem hann segir að íslendingar fyrirlíti fólk sem gefst upp r Eg þarfnast ekki Guðrúnar Pétursdóttur - og hún veit það Mér fannst Guðrún aldrei vera ein af mér. Hvað er til ráða þegar maður hefur gert samning um að skrifa grein um fimm frambjóðendur, búinn að skrifa um tvo og hálfnaður með grein um þann þriðja þegar hann hættir bara við allt saman? Maður verður náttúrlega klumsa. Síðan ergilegur vegna ófyrir- séðrar 20 prósent kjararýmunar sem vonlaust er að fá bætt. Síðan kemur upp í manni gamla, góða íslenska þrá- kelknin. Það er nefnilega með afbrigð- um óíslenskt að gefast upp. Við erum vanir að veifa röngu tré frekar en öngvu. Við fyrirlítum Gunnar á Hlíð- arenda fyrir að hafa hætt við en dá- umst að honum fyrir að hætta við að hætta. Og ég ætla að fara að dæmi nafna míns og hætta við að hætta við að skrifa grein um Guðrúnu Péturs- dóttur. Ég ætla að sleppa því að benda les- endum á þá augljósu staðreynd að ég er með þessu að sparka í liggjandi mann. Og það sem verra er, liggjandi konu. Og ég ætla meira að segja að komast hjá því að biðjast afsökunar á þessu með því að fara svolítið fínt í þetta í von um að vel uppaldir lesend- ur fatti ekki neitt. Ég ætla að vera eins og veimíltítan í klíkunni sem danglar eitthvað í hræið, ekki til að meiða heldur ffekar til að sína hópnum sam- stöðu. Fallinn leiðtogi Ég er of ungur til að muna hvar ég var staddur þegar Kennedy var skot- inn. Ég var vissulega fæddur en enn svo lítilsigldur að enginn hafði fyrir því að trúa mér fyrir þessum harma- fregnum. Ég var nítján ára þegar Lennon var skotinn en get samt ekki munað hvar ég var þegar það gerðist. Ég hef ekki einu sinni á takteinum trú- lega fjarvistarsönnun og það sem verra er, ég hef mótív. Ég var og er Ringó-maður. En ég man hvar ég var staddur þeg- ar ég heyrði að Guðrún Pétursdóttir hefði sagt af sér sem forsetaffambjóð- andi. Ég var að horfa á fótbolta og Bjami Fel. sagði mér að Bogi Ágústs- son hefði sagt sér að Guðrún væri hætt við allt saman. Það fyrsta sem mér datt í hug var: Er þetta hægt? Síð- an mundi ég eftir að Bryndís hafði sagt af sér sem utanrfkisráðherraffú og þá er líklega allt hægt. Stuttu síðar átti ég leið um Austur- völl á leið á fund. Þá sá ég menn á kranabfl vera að fjarlægja risastóra mynd af Guðrúnu af húsi Almennra trygginga. Þetta var um kvöldmatar- leytið og fáir á ferli. Góður tími til að taka niður óþægilega stóra mynd á óþægilega áberandi stað. Ég gerði hlé á göngu minni og stóð fyrir framan Alþingishúsið og horfði á mennina. Þá sá ég hvar maður sem ég kannast við kom út úr húsi Almennra trygg- inga og gekk yfir Austurvöllinn í átt til mín. Ég mundi að ég hafði séð mynd af honum í einhverju blaði að störfum fyrir Guðrúnu. Þegar hann nálgaðist horfði hann á mig án þess að heilsa en ég sá í augunum á honum að hann þekkti mig og vissi að ég þekkti hann og vissi líka að ég vissi að hann þekkti mig. Þetta var svona þögult nikk. Þegar hann gekk framhjá mér sýndist mér ég sjá skömm í augunum á honum og afsökunarviprur leika um varir hans. Honum fannst hann hafa veðjað á rangan hest. Þegar maðurinn var genginn fyrir húshomið leit ég aftur til kranamann- anna. Myndin af frambjóðandanum vonumglaða var kominn niður á stétt og það eina sem bar þess merki að Guðrún hefði nokkurntíma verið í framboði voru rauðir stafir á hvítum fleti: Ein af okkur. Þetta hafði ræst. Nú er Guðrún orðin ein af okkur al- mennu kjósendum sem verða að sætta sig við að kjósa einhvem annan sem forseta. Og enn eitt af Austurvelli. Þar sem ég stóð og horfði á mynd foringjans tekna niður hugsaði ég að þetta væri næstum eins og að verða vitni að falli Sjáseskú. Þetta er það næsta sem ís- lendingur getur komist stómm tíðind- um. Hér gerist aldrei neitt en sumt næstum því. Hvar í heiminum eru næstum-árekstrar flugvéla uppsláttar- efni? Er þetta ekki eitthvað sem mað- ur á þakka fyrir? Byrjaði fyrst og hætti fyrst Guðrún Pétursdóttir hóf kosninga- baráttu sína fyrst frambjóðenda og hún lauk henni fyrst allra. Guðrún byrjaði svona snemma vegna þess að það þekkti hana ekki nokkur maður. Hún taldi sig því ekki veita af fimm mánuðum til að kynna sig á meðan Ástþór lét sér duga einn. í fyrstu könnunum, á meðan enginn þekkti hana, fékk hún góða útkomu úr könnunum. Þegar líða tók á kynning- una minnkaði fylgið. Þegar aðeins átta prósent landsmanna áttu eftir að kynn- ast henni gafst hún upp. Mér hefur alltaf þótt gaman að reikningi og bjó því til línulega jöfnu ffá þeim 35 prósentum sem hún fékk í fyrstu könnumum og að 8 prósentun- um sem hún fékk síðast og tók tillit til stigmagnandi þunga kosningabarátt- unnar fram að kjördegi. Samkvæmt þessum útreikningi hefði Guðrún stað- ið ein eftir á kjördag ef fram hefði far- ið sem horfði. Ólafur Hannibalsson hefði yfirgefið hana rétt áður en kjör- stöðum hefði lokað klukkan ellefú um kvöldið. Guðrún dró því framboð sitt til baka til að bjarga hjónabandinu. Persóna án málefna verður frambjóðandi án kosninga Ég skildi aldrei kosningabaráttu Guðrúnar og er hálf feginn að þurfa aldrei að birta þá hálfu grein sem ég var búinn að skrifa um hana þegar hún hrökk uppaf standinum. Guðrún sagði að kosningamar snerust ekki um mál- efni heldur persónur. Og nú þegar per- sónan er horfin er náttúrlega enginn botn í neinu lengur. Það sem ég átti erfiðast með að skilja var hvað persóna væri án mál- efná. Hvers konar maður er það sem hefur ekki lífssýn, lífsmarkmið, hug- sjón? Hvers konar frambjóðandi til forseta er það sem hefur ekki brenn- andi þörf til að ræða um hvað það sé að vera íslendingur en leggur þess meira upp úr því hvemig maður talar um hlutina, hversu ákveðinn til augn- anna maður er, hvemig hægri höndin lyftist upp til áherslu en er síðan dreg- inn í mjúkum boga skáhalt til vinstri til að gefa til kynna sáttfýsi og opinn hug? Eg er svo gamaldags að ég met fólk eftir hvað drífur það áfram og hvert það er að fara. Ég hef aldrei heillast af partíbollum sem era kátar og viðkunnanlegar en segja sjaldnast nokkuð af viti. Mér fannst Guðrún aldrei vera ein af mér. Og afhverju hefði ég átt að kjósa Guðrúnu? Eða hinn hluti þjóðarinnar, svo ég leyfi mér að tala fyrir hönd hennar? Vantar fslendinga sameining- artákn sem ber stefnuleysi sitt með glaðhlakkalegri reisn? Tákn um ákveðinn frískleika og stíl þrátt fyrir tómahljóð og tómleika undir niðri? Nei, það hjálpar mér að skilja þetta með því að skrifa um þetta. Persóna án málefna sem býðst til að vera for- seti hlýtur að enda án kosninga og at- kvæða. Þetta er kaldhæðið en þannig er nú lífið. Pizzasendlar munu tala niður til hennar Ef ég þekki þjóð mína rétt þá er hún í ákveðnum vanda núna. Henni hefur Eftir tvo mánuði getur símastúlkan ekki setið á sér þegar hún hringir í Dominos til að panta pizzu og spyr: Ertu viss um að þú viljir pizzu? Verð- ur þú ekki bara hætt við allt saman þegar sendillinn kemur heim til þín? alltaf þótt aumt að gefast upp þrátt fyr- ir voniausan málstað. En eitthvað seg- ir henni að það sé virðingarvert og það tíðkist í útlöndum. Ég spái því að Guðrún njóti velvilja og jafnvel temmilegrar virðingar í fimm daga en síðan hellist yfir hana ákveðin fyrir- litning. Eftir tvo mánuði getur síma- stúlkan ekki setið á sér þegar hún hringir í Dominos til að panta pizzu og spyr: Ertu viss'um að þú viljir pizzu? Verður þú ekki bara hætt við allt saman þegar sendillinn kemur heim til þín? Guðrún getur gleymt framboði ein- hvem tímann seinna. Hún ætti ekki að gæla við framboð í næstu borgar- stjómarkosningum. Þetta er langminn- ug þjóð og hún á einna erfiðast með að gleyma uppgjöf. Það er einmitt munurinn á hug hennar til Þorsteins Pálssonar og Friðriks Sophussonar. Annar var sigraður af Davíð, hinn gafst upp án bardaga. Þjóðin ber virð- ingu fyrir öðram en finnst hinn ósköp huggulegur maður. Gorbatsjov og nuddarinn Og hvað hefði verið að því að fá tvö prósent atkvæða? Það era ijögur þús- und manns. Það era fleiri en sáu sjö íslenskar bíómyndir í fyrra. Það er betri árangur en ég gæti vænst ef ég væri í framboði. Eg myndi ekki einu sinni kjósa mig sjálfur. I kosningunum 1987 buðu Jón Oddsson og félagar fram Heimastjórnarsamtökin í Reykjaneskjördæmi og fengu færri at- kvæði en nam þeim sem vora á listan- um og mökum þeirra. Og sjáið Gorbatsjov úti í Rússlandi. Hann fékk hálft prósent atkvæða. Það gera um 600 þúsund manns eða þrisv- ar sinnum fleiri en era á kjörskrá á fs- landi. En hálft prósent á íslandi er bara 1.000 manns. Það er aðeins tvisv- ar sinnurn meira en Guðmundur Rafn Geirdal gat fengið til að skrifa undir meðmælalistann sinn. Gorbatsjov er eins og Guðmundur Rafn og lítur á hvert atkvæði sem sigur. Hann ætlar að stofna stjómmálaflokk og ætlar að halda á brattann. Munurinn á honum og Guðrúnu Pétursdóttur er ef til vill fyrst og fremst sá að Gorbatsjov telur sig hafa málstað inni í sinni persónu en Guðrún telur slíkt til óþurftar. Þess vegna getur hún ekki lifað nema í lukku en Gorbatsjov er jafn sterkur í sigri sem ósigri. Gorbatsjov veit að maður stækkar ekki við það þótt öll- um líki vel við mann en Guðrún lifir bara í augum þeirra sem horfa blíð- lega til hennar. í næstu viku skrifa ég um Pétur Kr. Hafstein og Guðrúnu Agnarsdóttur, það er ef þau verða enn í framboði. ■

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.